Morgunblaðið - 20.11.2001, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 20.11.2001, Blaðsíða 49
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2001 49 GARÐYRKJUFÉLAG Íslands efnir til fræðslufundar í Norræna húsinu, miðvikudaginn 21. nóvember kl. 20. Aðalsteinn Sigurgeirsson, for- stjóri Rannsóknarstöðvar Skóg- ræktar ríkisins á Mógilsá og Guð- mundur Halldórsson skordýra- fræðingur á Mógilsá flytja erindi um ryðsveppi á ösp og gljávíði, hvers sé að vænta og hvað sé til ráða. Spurningum verður svarað. Inngangseyrir er krónur 500. Fræðslufundur um ryðsvepp Á DEGI íslenskrar tungu kom út kynningarbæklingur um íslensku á vegum menntamálaráðuneytisins. Bæklingurinn ber heitið Íslenska – í senn forn og ný, og er gefinn út á dönsku, ensku, frönsku og þýsku, auk íslensku. Menntamálaráðuneytið gefur bæklinginn út í samstarfi við Ís- lenska málstöð og landsnefnd um evrópskt tungumálaár 2001. Einnig styrkti utanríkisráðuneytið út- gáfuna. Markmiðið með útgáfu bæklingsins er meðal annars að kynna íslenska tungu á erlendri grund og meðal erlendra ferða- manna á Íslandi. Í kynningarbæklingnum er greint frá þeim einkennum og sérkennum íslenskrar tungu, sem gjarnan vekja áhuga og athygli erlendra manna, s.s. beygingakerfi og nafnasið. Fjallað er um skyldleika tungunnar við önnur mál, notkun hennar frá upphafi Íslandsbyggðar og sam- hengi í íslensku máli og bókmennt- um. Þá er einnig gerð grein fyrir ís- lenskri málstefnu, s.s. áfram- haldandi varðveislu tungunnar og nýyrðasmíð. Kynningar- bæklingur um íslenska tungu AÐALFUNDUR ABC-hjálpar- starfs verður haldinn í Safnaðar- heimili Grensáskirkju, miðvikudag- inn 21. nóvember kl. 17.15. Farið verður yfir ársreikning starfsins fyr- ir síðasta starfsár og fyrirliggjandi verkefni. Fundurinn er öllum opinn, en stuðningsaðilum og sjálfboðalið- um er sérstaklega boðið til hans. Aðalfundur ABC- hjálparstarfs GUNNLAUGUR Sigurðsson fé- lagsfræðingur og lektor við Kenn- araháskóla Íslands heldur fyrirlest- ur á vegum Rannsóknarstofnunar KHÍ miðvikudaginn 21. nóvember kl. 16.15 í sal Sjómannaskóla Íslands við Háteigsveg og er öllum opinn. Í fyrirlestrinum fjallar Gunnlaug- ur um yfirstandandi rannsókn sína á stöðu fullorðinna í hugarheimi ís- lenskra barna í nútímanum og þætti fullorðins fólks í vitundarlífi þeirra. Einnig verður fjallað sérstaklega um ,,aukapersónurnar“ í lífi ís- lenskra barna, það fullorðna fólk sem ekki stendur börnunum næst en hefur þó, eftir atvikum, tekið á sig skýra mynd í huga þeirra og er hluti af heimssýn barnanna, segir í frétta- tilkynningu. Fyrirlestur um kynslóðabilið HERRA Ísland 2001 verður valinn á Broadway fimmtudaginn 22. nóvem- ber. Nítján herramenn alls staðar að af landinu keppa. Kynnar verða Bjarni Ólafur Guðmundsson og Mar- grét Rós Gunnarsdóttir. Keppendur koma fram í opnunar- atriði sem er tískusýning frá Hanz. Björn Már Sveinbjörnsson afhendir arftaka sínum Herra Íslands-sprot- ann, sem er farandgripur og tákn keppninnar. Helgi Björnsson syngur lög úr Rolling Stones-sýningunni, Pétur pókus töfrar gesti og Védís Hervör Árnadóttir syngur fyrir mat- argesti. Dómnefnd skipa: Hafdís Jónsdóttir, Sigurjón Örn Þórsson, Védís Hervör Árnadóttir, Reynir Logi Ólafsson og Elín Gestsdóttir. Húsið verður opnað kl. 19.30. Keppninni verður sjónvarpað beint á SkjáEinum. Herra Ísland MENNINGAR- og friðarsamtök ís- lenskra kvenna halda almennan fé- lagsfund í dag, þriðjudaginn 20. nóv- ember, í MÍR-salnum að Vatnsstíg 10, kl. 20. Gerard Lemarquis hefur fram- sögu og ræðir um hvernig konur eru notaðar á stríðstímum. Almennar umræður verða á eftir og boðið verð- ur upp á veitingar. Fundurinn er öll- um opinn. Erindi um konur á stríðstímum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.