Morgunblaðið - 20.11.2001, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 20.11.2001, Qupperneq 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isMunaði einu höggi hjá Birgi Leifi / B1 Halldór Ingólfsson sterkur gegn Barcelona / B4 12 SÍÐUR48 SÍÐUR Sérblöð í dag Á ÞRIÐJUDÖGUM ÞÓ AÐ Reynisdrangar séu alltaf eins og á sínum stað er hægt að taka ótrúlega margvíslegar myndir af þeim. Um síðustu helgi var mjög fallegt veður og þegar sólin, sem er núna mjög lágt á lofti, sest vestan við drangana myndast oft tignarleg listaverk í loftinu. Ljósmyndir af Reynis- dröngum hafa birst í tímaritum um allan heim og þær vekja ætíð hrifningu þeirra fjölmörgu sem hafa unun af hrikalegu og fallegu landslagi. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Tignarlegt listaverk Fagradal. Morgunblaðið. GRÉTAR Þorsteinsson, forseti ASÍ, segist ekkert hafa heyrt frá stjórnvöldum um hugsanlegar að- gerðir sem væru fallnar til að treysta forsendur kjarasamninga. Í dag heldur Alþýðusambandið fund þar sem fjallað verður um endurskoðun launaliðar kjara- samninga. Grétar segist eiga von á að frá fundinum komi skýr skila- boð. Í síðastliðnum mánuði áttu for- ystumenn ríkisstjórnarinnar og ASÍ samráðsfund, en tilefni fund- arins var m.a. gagnrýni frá verka- lýðshreyfingunni um skort á sam- ráði ríkisstjórnarinnar við hreyf- inguna. Á fundinum kom fram hjá forystu ríkisstjórnarinnar að vilji er hjá henni til að bæta úr þessu. Grétar sagði að forysta ASÍ hefði fengið þau skilaboð á fund- inum að ríkisstjórnin vildi gera sitt til að treysta forsendur kjarasamn- inga og að fljótlega yrði haft sam- band við verkalýðsforystuna um leiðir til þess. Hann sagðist hins vegar ekkert hafa heyrt frá stjórn- völdum síðan og að hann myndi því ekki geta fært félögum sínum í verkalýðshreyfingunni nein skila- boð á fundinum í dag. Hann sagð- ist gera ráð fyrir að menn drægju sínar ályktanir af því. „Þetta er þegar farið að fara illa í menn. Ég held að það hafi verið nokkuð góð sátt um það í þessum aðdraganda að það væri mikilvægt að láta á það reyna hvort í sam- ráðinu við stjórnvöld og Samtök atvinnulífsins fyndu menn leiðir sem væru viðunandi. Við lögðum af stað í þessa vegferð í byrjun sum- ars og það verður að segjast eins og er að við sjáum enga viðleitni í þá átt frá stjórnvöldum að bregð- ast við. Það eina sem hefur gerst síðan er ákvörðun Seðlabankans um vaxtalækkun, sem við töldum reyndar að hefði mátt koma fyrr. Við teljum að menn þurfi að ganga rösklegar til verks og að ákvarð- anir þurfi að koma með stuttu millibili um áframhaldandi vaxta- lækkanir. „Eldarnir brenna núna“ Við sjáum hins vegar ekki ennþá það sem ríkisstjórnin ætti að hafa gert varðandi það eldfima ástand sem hefur skapast. Það er öllum kunnugt hvaða skoðun við höfum á tillögum ríkisstjórnarinnar í skattamálum. Það er ágætt að velta fyrir sér hvernig menn ætla að halda á málum eftir einhver ár en eldarnir brenna núna,“ sagði Grétar. Framkvæmdastjórn Starfs- greinasambandsins kemur saman til fundar í fyrramálið til þess að ræða endurskoðun launaliðar kjarasamninga en eftir hádegi hefst fundur um sama mál á vett- vangi ASÍ. ASÍ heldur í dag fund um endurskoðun launaliðar samninga Hafa ekkert heyrt frá stjórnvöldum FÉLAGI í Hjálparsveit skáta í Garðabæ lést á laugardag þegar hann féll 40 metra ofan í sprungu á Gígjökli sem er falljökull úr Eyjafjallajökli. Jökullinn er brattur og erf- iður yfirferðar þar sem slysið varð. Hinn látni hét Lárus Hjalti Ás- mundsson. Hann var 20 ára að aldri, fæddur 16. janúar 1981, til heimilis í Dal- húsum 73, Reykjavík. Lárus Hjalti lætur eftir sig unnustu. Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu var Lárus Hjalti á æfingu á jökl- inum ásamt 15 félögum sínum úr Hjálparsveit skáta í Garðabæ þeg- ar hann féll ofan í sprunguna. Fé- lagar hans kölluðu þegar eftir að- stoð og hófu um leið björgunar- aðgerðir. Sigið var eftir honum ofan í sprunguna en hann var lát- inn þegar að var komið. Þyrla Landhelgisgæslunnar var þá á leið austur en henni var snúið við. Um 70 björgunarsveitarmenn, frá Hellu, Hvolsvelli og Reykjavík, tóku þátt í björgunaraðgerðum. Þeir sem voru á æfingunni hafa fengið áfallahjálp, að sögn Val- geirs Elíassonar, upplýsingafull- trúa Landsbjargar. Lést eftir fall í jökulsprungu                                   Lárus Hjalti Ásmundsson FRANSKBRAUÐ er rúmlega 1.000% dýrara í Reykjavík en í London, samkvæmt könnun Neyt- endasamtakanna á matvöruverði í fimm höfuðborgum Evrópu. Könnunin náði yfir 63 vörutegund- ir og var hæsta verðið í Reykjavík í 28 tilvikum, en í 25 tilvikum í Kaup- mannahöfn. Í Reykjavík var lægsta verðið í sex tilvikum. 600 gramma franskbrauð kostaði 190 krónur í Reykjavík en 17 krónur í London. Guðni Chr. Andreasen, formaður Landssambands bakara- meistara, segir af og frá að verðið í London dugi fyrir hráefninu einu saman hér á landi. „Ég kann enga skýringu á þessum gríðarlega verð- mun. Ég hefði haldið að brauð væri á svipuðu verði hér og annars staðar á Norðurlöndunum. Ég tel verðlagn- ingu brauðs hér á landi sanngjarna og það er ekki fræðilegur möguleiki að ná nokkurn tíma verðinu í Lond- on,“ segir Guðni og telur að íslenskir bakarar séu almennt með mjög litla álagningu. „Ég heyri það á kollegum mínum að þeir ríða ekki feitum hesti frá þessum viðskiptum í dag. Róðurinn er erfiður og menn eru hræddir við að hreyfa við verði. Miklar hækkanir hafa gengið yfir frá heildsölunum sem sjá okkur fyrir hráefni og við fáum tilkynningar um slíkt nær dag- lega.“ Könnun sýnir mikinn verðmun á brauði „Dugar ekki fyrir hráefninu“  Franskbrauð/22

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.