Morgunblaðið - 20.11.2001, Side 15

Morgunblaðið - 20.11.2001, Side 15
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2001 15 Þakdúkar og vatnsvarnarlög Þakdúkar og vatnsvarnarlög á:  þök  þaksvalir  steyptar  rennur  ný og gömul hús Góð þjónusta og fagleg ábyrgð undanfarin 20 ár - unnið við öll veðurskilyrði - sjá heimasíðu www.fagtun.is FAGTÚN Brautarholti 8 • sími 562 1370 HELGI Jóhann- esson fram- kvæmdastjóri Norðurmjólkur hefur tekið við sem konsúll Dana á Akureyri. Helgi tók við stöðunni af Sig- urði Jóhannes- syni, fyrrverandi aðalfulltrúa hjá Kaupfélagi Eyfirðinga, en hann hafði gegnt stöðunni í 12 ár, eða frá árinu 1989. Helgi er fæddur á Akureyri 1956 og lauk MS-verkfræði frá Álaborg- arháskóla árið 1987. Hann er giftur Stefaníu Sigmundsdóttur leikskóla- kennara og tækniteiknara en hún starfar á tæknideild Akureyrar- bæjar. Þau eiga fjögur börn. Helgi var með bréfi Margrétar Danadrottningar 11. júlí í sumar til- nefndur konsúll á Akureyri. Hann var settur inn í embætti við athöfn á Akureyri fyrr í þessum mánuði, þar sem danski sendiherrann, Flemm- ing Mörch, og frú Hanne kvöddu Sigurð og buðu Helga velkominn í starfið. Skrifstofa konsúls verður á Súluvegi 1 á Akureyri, í starfstöð Norðurmjólkur. Nýr konsúll Dana á Akureyri Helgi Jóhannesson Samherji flytur hluta af kavíarframleiðslunni til Þýskalands Afkoman verið léleg hérlendis SAMHERJI hefur flutt hluta af tækjabúnaði sínum sem notaður var til kavíarframleiðslu í Strýtu á Akureyri til þýska fyrirtækisins Husmann und Hahn í Cuxhaven en Samherji á eignarhlut í fyrirtæk- inu. Um 20–30 manns starfa við kavíarframleiðsluna ytra sem fór í gang í september sl. og þar af þrír Íslendingar. Samherji keypti einnig tækja- búnað af fyrirtækjum hér heima og erlendis, sem hætt höfðu þessari framleiðslu, og var sá búnaður líka settur upp í Þýskalandi. Aðalsteinn Helgason, fram- kvæmdastjóri landvinnslu Sam- herja, sagði að afkoman í þessari vinnslu hefði verið léleg og menn hefðu því staðið frammi fyrir því að hætta kavíarframleiðslunni al- veg eða flytja hluta af henni til út- landa. „Við völdum þann kost að flytja framleiðsluna út enda eigum við þar ágætan hóp viðskiptavina. Erlendis er fyrirtækið ekki lengur háð því að kaupa eingöngu hrogn á Íslandi. Nú getum við keypt hrogn á því verði sem er á markaðnum hvar sem er á hverjum tíma og þannig minkað áhættuna í rekstr- inum. Vertíðin á Íslandi er á undan öllum öðrum vertíðum, hrognin því keypt á vorin og kavíarinn seldur á haustin. Í millitíðinni getur margt gerst og frá árinu 1997 hefur verð á hrognum í heiminum fallið eftir að vertíðinni lýkur á Íslandi. Frá þeim tíma höfum við greitt hátt verð fyrir hrognin að undanskildu árinu í ár.“ Aðalsteinn sagði að Samherji framleiddi ennþá kavíar á Akur- eyri en í mun minni mæli en áður. Hann sagði að ekki hefði verið tek- in nein ákvörðun um að hætta framleiðslunni endanlega á Akur- eyri. Ákveðið hefur verið að byggja nýja frystigeymslu við Strýtu á Akureyri í staðinn fyrir geymsluna sem eyðilagðist í eldi í júní sl. Að- alsteinn sagði að ekki væri end- anlega ljóst hversu stór byggingin yrði en þó líklega stærri en sú sem eyðilagðist. Hann sagði stefnt að því að hefja byggingarfram- kvæmdir næsta vor. RÚMLEGA tvítugur karlmaður hef- ur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur í tveggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Þá var honum gert að greiða 50 þúsund króna sekt til ríkissjóðs og var sviptur ökurétti í átta mánuði. Loks var honum gert að greiða sak- arkostnað. Maðurinn var ákærður fyrir lík- amsmeiðingar af gáleysi og umferð- arlagabrot, með því að hafa ekið bif- reið, án þess að nota öryggisbelti, of hratt miðað við aðstæður og án nægilegrar aðgæslu. Maðurinn var á ferð við hringtorg á mótum Borgar- brautar og Hlíðarbrautar, en hann ók yfir hringtorgið og út á grasflöt á miðju þess, með þeim afleiðingum að hann ók á bifreið sem var að aka um torgið, en ökumaður hennar slasað- ist töluvert, hlaut m.a. mjaðmagrind- arbrot. Neitaði maðurinn fyrir dómi allri sök, en viðurkenndi að hafa ekið án öryggisbeltis. Dómurinn komst að þeirri niður- stöðu með vísan til framburðar vitna að maðurinn hefði gerst brotlegur, ekið of hratt án nægilegrar aðgæslu, sem varð til þess að ökumaður bíls sem hann ók á slasaðist. Héraðsdómur Norðurlands eystra Skilorðsbund- ið fangelsi og svipting ökuréttar ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.