Morgunblaðið - 25.11.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.11.2001, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ É G FINN eftirlýstan – Björgvin Halldórsson – uppi á þriðju hæð í hús- næði Iðunnar við Selja- veg. Þar situr hann hinn rólegasti ásamt Gísla Rúnari Jónssyni nánast í miðri hrúgu af myndum, úr- klippum og minnisblöðum inni á skrifstofu hjá Jóni Karlssyni. „Hvað er um að vera?“ segi ég. „Nú, við er- um bara að ljúka við að búa til bók,“ segja þeir og rísa að svo mæltu upp úr hrúgunni og bjóða mér kaffi. Ég elti Björgvin, eða Bo eins og sumir kalla hann, fram á kaffistofu. Meðan við skundum fram ganginn sé ég Björgvin í anda eins og hann var þegar hann var kallaður Bjöggi af aðdáendum sínum og brosti til þeirra með brotna aðra stóru fram- tönnina. Þá var Björgvin rengluleg- ur unglingur með sítt hár og hneykslaði hálfpartinn eldra fólkið í landinu. Það hefði líklega ekki orðið eins hneykslað hefði það séð aðeins fram í tímann – séð t.d. hve mynd- arlega Bo ferst úr hendi að skola af bolla fyrir mig og láta svo kaffivél- ina búa til fyrir mig mjólkurkaffi að ítölskum hætti. „Eftirlýstur er fyrsta sólóplatan mín í ein fjórtán ár,“ segir Björgvin þegar við höfum sest með kaffið inn í fundarherbergi til þess að ræða saman í ró og næði. „Ég hef hins vegar staðið að, verið viðriðinn eða komið fram á fjölda platna í áratugi – líklega einum 150 til 160 plötum og hljóðrituð lög með mér eru orðin um 500. Þegar maður var að byrja í þess- um bransa þá datt manni ekki í hug að maður ætti eftir að hljóðrita fleiri lög en kóngarnir á þeim tíma, þeir Haukur Morthens, Raggi Bjarna og Alfreð Clausen,“ bætir hann við og hlær. Lög sem mótuðu Það er sitthvað skemmtilegt við að hitta fólk sem hefur sett svip á samtíð sína í eins ríkum mæli og Björgvin hefur gert. Ekki aðeins er gaman að hitta hann sjálfan heldur líka þá fortíð sem stendur nánast á bak við hann og tekur myndbreyt- ingum í samræmi við frásögn hans. Söngvarar og skemmtikraftar eru öðrum fremur í því hlutverki að bregða upp speglinum fyrir okkur hin. „Á þessari plötu eru mörg af þeim lögum sem mótuðu mig mest, hún er fyrir sitt leyti á svipuðu róli og bókin hans Gísla Rúnars sem geymir ágrip af lífssögu minni,“ segir Björgvin. „Við vildum gera þessa plötu með „gamla laginu“ – reyna að fá í hana hljómsveitarhljóm. Nú gegnir tölv- an svo stóru hlutverki, allt er tekið upp stafrænt og í tölvu. Við reynd- um að gera eins og menn gerðu áður fyrr – ákváðum lögin og stilltum þeim upp. Svo komu hljóðfæraleik- ararnir og spiluðu. Það var gaman að gera þetta eins og í gamla daga. Ég fékk mæta menn í lið með mér og vinnan gekk fljótt, við vorum fimm vikur að taka lögin upp og ganga frá þeim. Þrjú lög eru eftir mig, tvö eftir Megas – Spáðu í mig, sem við í Brimkló ætluðum að taka í gamla daga, og lagið hans Tvær stjörnur, sem er eitt hið fallegasta lag sem hér hefur verið samið. Þá er nýtt lag eftir Guðmund Jónsson í Sálinni og lag eftir Rolling Stones. Ég var á vissan hátt að velja „uppáhaldslögin“ mín, lög sem hafa mótað mig. Textarnir eru allflestir eftir Jónas Friðrik – Stefán Hilm- arsson gerði einn texta og svo eru það textar Megasar, einnig eru tveir textar á ensku, annað er Magic mo- ments.“ Alæta á tónlist Ég spyr Björgvin á hvers konar tónlist hann hlusti helst. „Ég er alæta á tónlist – hlusta á alla góða tónlist og kaupi enn plötur, er að endurnýja vínylsafnið mitt. Ég fylgist með því sem er að ger- ast í poppheiminum og tónlistarlíf- inu hér og úti, ekki síður hjá unga fólkinu. Það geri ég að hluta til í gegnum börnin mín, Svölu og Odd Hrafn, þau eru bæði að fást við tón- list – mjög ólíka tónlist. Hann er í harðri jaðarmúsik en hún meira „mainstream“.“ Er ekki skemmtilegt þegar marg- ir í sömu fjölskyldu lifa og hrærast í tónlist? „Fólk ímyndar sér það – „það er ábyggilega mjög gaman hjá þeim – alltaf syngjandi saman tónlist“,“ segir hann og hlær. „Jú, vissulega höfum við gaman af þessu – en kon- unni minni, Ragnheiði B. Reynis- dóttur, finnst stundum nóg um. Það snýst raunar allt hjá okkur um tón- list og kettina þrjá – við eigum persakött, dvergkött sem er síams- Tónlist heldur manni Eftirlýstur heitir ný sóló- plata Björgvins Halldórs- sonar eða Bo eins og bók um hann heitir sem einnig er að koma út núna. Guðrún Guðlaugsdóttir fékk að heyra eitt og annað um gerð plötu og bókar og skoðanir Björgvins á ýmsu í fortíð og nútíð. Hljómsveitin Ævintýri með tónleika í Húsafelli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.