Morgunblaðið - 25.11.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.11.2001, Blaðsíða 22
JÁ og já, jólasveinar þurfa víst líka að leika sér og sprella og hér eru þeir í sínu árlega grísagraut- arhlaupi. Hafið þið aldrei heyrt um það? Sko, þeir eiga allir að fara á grísarbak og ríða nokkra leið, og sá grís sem fyrstur kemst í grautarskálina og saft- flöskuna á endanum vinnur. Ef þið viljið vera með þurfið þið að sækja ykkur tening og eitthvað til að nota sem grís. Keppendur gera til skiptis, og ef þið fáið 6 má gera aftur, en ef þið lendið á rauðu reitunum hefur eftirfarandi gerst: 4) Grísinn þarf aðeins að spjalla við vini sína. Farið aftur á upphafsreit. 10) Hundur eltir grísinn, sem kemst ekki úr spor- unum. Kastaðu aftur. 14) Grísinn þarf aðeins að hvíla sig eftir hlaupat- úrinn. Bíddu eina umferð. 17) Grísinn er aftur kominn á fleygiferð. Skjóstu fram á reit 21. 22) Grísinn hefur villst inn á ókunnar slóðir. Bakkaðu á reit 18. 26) Grísinn er hræddur og forðar sér sem mest hann má. Farðu fram á reit 31. 34) Grísinn er svo dauðuppgefinn að þú verður að halda á honum það sem eftir er. Farðu fram bara einn reit í einu sama hvað kemur upp á ten- ingnum. 39) Til hamingju, knái grísaknapi. Þú hefur unnið! Grísagrautarhlaup ÞEIR sem eru vel að sér í jóla- sveinafræð- unum, ættu að vera fljót- ir að finna út hvað jóla- sveinninn með kertið heitir. Hinir verða að smala saman stöfunum og reyna að raða þeim í rétta röð til að komast að því hver er hér á ferð. Hvað heitir jólaveinninn? Leiðrétting Loftur afi á Akureyri hringdi inn og benti á að pínkulítil villa hefði gerst svo ósvífin að læða sér inn í krakkakrossgátuna í seinasta blaði. Þar var mynd af þessari litlu eðlu, og eðla er augljóslega fjögurra stafa orð. En í krossgátunni leit út fyrir að það ætti að vera sex stafa orð, því það vantaði eitt breitt strik. Við biðjumst afsökunar á þessu, kæra krakkakrossgátulausnarfólk, og vonumst til að þetta hafi ekki eyði- lagt skemmtunina fyrir mörgum. Ég óska eftir penna- vinum á aldrinum 12-15 ára. Ég er sjálf 11 ára. Áhugamál mín eru t.d. tónlist, strákar og útivera. Áhugasamir sendi til: Kristrún Dröfn Höfðahlíð 13 603 Akureyri Skrifið fljótt! Penna- vinir AMMA hennar Margrétar Auð- ar, sem er ný- orðin fjögurra ára, er svo stolt af sonardóttur sinni að hún sendi okkur þessa flottu mynd sem Mar- grét Auður teiknaði af sjálfri sér úti í garði. Takk amma! Margrét Auð- ur í garðinum totta þumalputtann í svefni, og honum finnst það svo smábarnalegt. En vitiði hvað? Í bókunum um þessi svefnfælnu systkini fylgir lítið dót sem getur hjálp- að manni að sofna! Með bókinni hennar Kötlu sem heitir Farðu nú að sofa! fylgir lítil mús sem verndar mann gegn öllu sem leynst getur í myrkrinu. Með bókinni hans Péturs sem heitir Pétur og Putti konungur fylgir einmitt kon- ungurinn sem maður á að geyma á þumlinum sínum á meðan maður sefur. Er þetta ekki sniðugt? ÞETTA er setning sem við höfum öll sagt og jafnvel gargað hátt oftar en hundrað sinnum. Og hvers vegna? Við viljum vaka lengur einsog fullorðna fólkið, horfa á sjónvarpið kannski, en svo þegar við er- um komin upp í mjúka rúmið okkar finn- um við hvað við erum þreytt og hvað það er rosalega gott að sofna. Katla og Pétur eru systkini sem eiga góða mömmu sem les fyrir þau sögu áð- ur en þau leggja höfuðið á koddann, en samt geta þau ekki sofnað. Hvernig ætli standi á því? Katla er nefnilega hrædd við myrkrið og Pétur er hræddur um að Mamma les fyrir Kötlu og Pétur. Ég vil ekki fara að sofa! EFTIR nákvæmlega eina viku verður 2. desember og þá er fyrsti í aðventu, eða fyrsti af fjórum sunnudögum fram að jólum. Aðventa í 100 ár Orðið aðventa þýðir „koma“ og er komið úr latínunni „Adventus domini“ sem þýðir „Koma herrans“, en þá er verið að minna á að Jesús lofaði að koma aftur til jarðarinnar. Ís- lendingar hafa haldið upp á að- ventuna í meira en 1000 ár. Næstu sunnudag fer fólk upp á háaloft og dregur fram aðven- tukransinn sinn, dustar af hon- um rykið, og kveikir á fyrsta kertinu af fjórum, og svo er kveikt á einu kerti hvern sunnu- dag fram að jólum. Þennan tíma er oft svo gaman og mikil til- hlökkun til jólanna. Betlehemstjarnan fallega Jólastjörnurnar sem fólk hengir einnig upp í gluggann sinn voru upphaflega aðventu- stjörn- ur, en eru núna bara hluti af öðru jóla- skrauti. Þær eiga að tákna Betlehem- stjörnuna, sem vísaði vitringun- um veginn að jötunni þar sem litla Jesúbarnið lá ný- fætt á jólunum. Þessa vikuna er upplagt fyrir alla krakka að föndra jóladót svo það verði tilbúið næsta sunnu- dag. Upp með ermarnar! Aðventukrans Þetta þarftu til: ★ Fjögur miðlungshá kerti í jóla- litum ★ Borða í jólalitum, nóg í fjórar slaufur ★ Trölladeig: – 4 desilítrar hveiti – 2 bollar salt – 2 matskeiðar salatolía – 2 desilítrar vatn ★ Matarlitur, grænn eða rauður Lítil jólastjarna Þetta þarf til: ★ Frauðplastkúla ★ Tannstönglar ★ Gull- eða silfurúða ★ Lím Þetta þarf að gera: ❶ Brjóttu tannstönglana í mis- munandi langa bita. ❷ Settu lím á breiðari endann og stingu honum í kúluna. ❸ Úðaðu gulli eða silfri og láttu þorna vel á gömlu dagblaði. ❹ Hengdu upp í gluggann þinn. Allt er úti í snjó! Og bráðum koma jól- in... eða eftir einn mánuð. Oh! Það verður svo lengi að líða. Nei, nei, þá er einmitt sniðugt að nota tímann til þess að teikna og föndra jólaskraut. Það er líka löngu kominn tími til að æfa sig að teikna almennilegt jólatré. Það er auð- velt eins og þið sjáið á þessum mynd- um. Svo er um að gera að bæta því jólaskrauti við sem maður vill hafa á því og kannski setja það inn í stofu. Gling gló Aðventan fer að byrja! ★ Glimmer, gull eða silfur Þetta þarf að gera: ❶ Hnoðið trölladeigið saman. ❷ Bætið matarlit út í og glimm- erinu. ❸ Formið úr því haldgóðan hring. ❹ Þrýstið kertunum ofan í deig- hringinn með jöfnu millibili og látið þorna þannig. ❶ Bindið slaufur utan um kertin. Brandari Maður fer til geðlæknis. – „Læknir, mér gengur svo illa að eignast vini. Getur þú hjálpað mér, fituklessan þín?“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.