Morgunblaðið - 25.11.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.11.2001, Blaðsíða 20
20 B SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ bílar Jeep Liberty, arftaki Jeep Cherokee, er kominn hingað til lands á vegum Netsölunnar í Garðabæ. Í Evrópu mun þessi bíll áfram heita Cherokee en þeir bílar sem hingað koma á veg- um Netsölunnar eru fluttir inn frá Kanada og heita Liberty. Þeir eru án verksmiðjuábyrgðar en að sögn Lúð- víks Hraundal sölustjóra er veitt tveggja ára ábyrgð á bílunum sam- kvæmt íslenskum kaupalögum. Þjón- ustu veitir bílaverkstæðið Bíljöfur. Nýr bíll í stað Cherokee Þrátt fyrir að vera fluttir inn frá Kanada virðist sem bílarnir séu í flestu samkvæmt Evrópustöðlum. Boðið er upp á þrjár gerðir af þessum bíl hérlendis, þ.e. handskiptan Lib- erty Sport með 2,4 lítra, fjögurra strokka, 150 hestafla vél sem kostar 3.390.000 kr., sjálfskiptan Liberty Sport með 3,7 lítra V6, 210 hestafla vél, og Liberty Limited Edition með sömu vél sem er hlaðinn búnaði. Við prófuðum síðastnefnda bílinn á dög- unum. Það var líklega orðið tímabært hjá Jeep að skipta út Cherokee sem kom fyrst á markað 1983 sem 1984 árgerð. Hann hefur lítið breyst í gegnum tíð- ina og var orðinn hálfgerð risaeðla í samanburði við nýrri jeppa. Útlits- breytingarnar eru mjög miklar. Lib- erty er ávalari, með kringlóttar fram- lugtir og stórt, áberandi grill. Bíllinn virðist við fyrstu sýn minni en í raun er hann 22,5 sm lengri og svipaður á breidd. Hann er með öðrum orðum lengri en helstu keppinautarnir, þ.e. Toyota RAV4, Grand Vitara og Ford Escape en rúmum 10 sm styttri en Honda CR-V og rúmum 27 sm styttri en Grand Vitara XL-7. Feikilega aflmikil V6-vél Hugnist mönnum bíllinn að utan ættu þeir einnig að vera hrifnir af inn- réttingunni þar sem sportleg og glæsileg hönnun ræður ríkjum. Stýr- ið er leðurklætt með fjórum pílárum, kannski frekar grannt þegar gripið er um það, en áferðarfallegt. Hraðastill- ir er innbyggður í stýrið. Stýringin er nákvæm í bílnum en í utanvegaakstri vill tannstangarstýrið kippa dálítið á móti í verstu fyrirstöðunum. Í Limited-gerðinni er 3,7 lítra, V6 vélin staðalbúnaður. Í fyrstu verður þessi gerð einungis fáanleg með sjálf- skiptingu en síðar með fimm gíra beinskiptingu. Bíllinn er verulega sprettharður með þessari 210 hest- afla vél, sem er ný frá Jeep. Hún hljóðlát og togar mikið. Sem dæmi má nefna að með sjálfskiptingunni hefur bíllinn það af að draga 2.268 kg. Kostur við sjálfskiptinguna er að hún hefur sama gírhlutfall í fyrsta gír og bakkgír sem gefur bílnum meira tog þegar verið er að bakka með þyngsli aftan í. Fjórhjóladrifbúnaðurinn er Selec-Trak sem hefur millikassa fyrir lágt drif. Við góðar aðstæður í borg- inni er ekið í afturdrifi en skipt í ann- að hvort fjórhjóladrif sem kemur inn þegar þörf er á því (part-time 4wd), eða sítengt aldrif með lítilli stöng við hlið sjálfskiptingarinnar. Ekki þarf að stöðva bílinn þegar skipt er milli drifa nema þegar lága drifið er valið. Engar driflæsingar eru í bílnum en hann er með góða veghæð, 24,4 sm, og virkilega duglegur utanvega. ABS ekki meðal staðalbúnaðar Farnar eru blaðfjaðrirnar sem jafnan fylgdu Cherokee og komnir gormar allan hringinn. Fyrir vikið hefur bíllinn, sem ekki er byggður á sjálfstæða grind, fengið fína fólksbíla- eiginleika á malbikinu og sómir sér þar vel. Alls konar sniðugar lausnir eru í þessum bílum. Hurðir læsast t.a.m. sjálfkrafa þegar 30 km hraða er náð og þegar afturhlerinn er opnaður opnast rúðan um leið. Ókostur er hins vegar að hún lokast ekki sjálfkrafa þegar hleranum er lokað. Athygli vekur hins vegar að ABS-hemlakerfi er aukabúnaður í þennan annars vel búna bíl, sem sýnir kannski í hnot- skurn mismunandi áherslur milli Bandaríkjanna og Íslands í búnaði bíla. Jeep Liberty er eftirtektarverð og skemmtileg viðbót við fjölbreytta jep- paflóruna. Hann býður upp á frábæra vél, góða aksturseiginleika, jafnt utan sem innan vegar, djarfa og frísklega hönnun og ágætan búnað. Verðið er stíft, eða 4.790.000 kr. fyrir bílinn eins og hann var prófaður, þ.e. í Limited Editition, sem er leðurklæddur, sjálf- skiptur og með ýmsum þægindabún- aði en þó án ABS og sóllúgu. Suzuki Grand Vitara XL-7 í Limited út- færslu, sem er stærri bíll byggður á sjálfstæða grind en með aflminni V6- vél, er leðurklæddur og að auki með sóllúgu, ABS og loftkælingu, kostar rúmri einni milljón kr. minna. Það er því að mörgu að hyggja í samanburði en eitt er víst að Liberty er eftirtekt- arverður bíll með góða eiginleika. Morgunblaðið/Sverrir Jeep Liberty Limited Edition kostar hátt á fimmtu milljón kr. Glæsilega hannaður og aflmikill Jeep Liberty Það sem fyrst vekur athygli er stórt og áberandi grillið ásamt kringlóttum lugtunum. Hurðarhúnar úr áli eru stórir og gerðarlegir. Vandaður frágangur og sportlegt útlit er í nýjum Liberty. Afturhlerinn opnast til hliðar og afturrúðan um leið. Varadekk er á afturhler- anum. gugu@mbl.is REYNSLUAKSTUR Jeep Liberty Guðjón Guðmundsson Vél: 3,7 lítrar, V6. Afl: 210 hestöfl við 5.200 sn./mín. Tog: 319 Nm við 4.000 sn./mín. Lengd: 4.430 mm. Breidd: 1.819 mm. Hæð: 1.801 mm. Eigin þyngd: 1.750 kg. Drif: Selec-Trac, afturdrif með sítengdu eða hluttengdu fjórhjóladrifi, lágt drif. Fjöðrun: Gormar framan og aftan. Farangursrými: 821–1.954 lítrar. Öryggisbúnaður: Tveir öryggispúðar, fimm þriggja punkta bílbelti, fimm hnakkapúðar. Hemlar: Diskar að framan, tromlur að aftan. Staðalbúnaður: Leðurinn- rétting, skriðstilling, fjögurra þrepa sjálfskipt- ing, loftkæling, útvarp/ segulband/geislaspilari, þokuljós, rafstilling í öku- mannssæti, álfelgur. Verð: 4.790.000 kr. Innflytjandi: Netsalan ehf., Garðatorgi. Jeep Liberty Limited Edition

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.