Morgunblaðið - 25.11.2001, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.11.2001, Blaðsíða 11
ÞAÐ AÐ borða er fyrir mörgum fé- lagsleg athöfn. Það er vitanlega notalegt að gæða sér á girnilegum réttum í góðra vina hópi, en þá er ekki þar með sagt að það sé eina leið- in til að upplifa málsverð sem full- nægir skynfærunum út frá fé- lagsfræði-, næringarfræði- og fagurfræðilegu sjónarmiði. Þeir sem búa einir og elda einung- is fyrir sig sjálfa kvarta gjarnan yfir því að það sé svo óhagkvæmt að elda fyrir einn að það borgi sig varla og betra sé að kaupa tilbúinn hraðfryst- an rétt eða pítsu en að hafa fyrir því að elda eitthvað upp úr matreiðslu- bók (þarf alltaf að deila a.m.k. með tveimur og samt er alltaf afgangur sem endar iðulega í undirskál vafinni í plastpoka og þar næst í ruslinu). Einsetukokkurinn Eldamennska „einsetukokksins“ er yfirleitt frekar einföld og fljótleg, hann hefur oftast nær öðrum hnöpp- um að hneppa eða veit ekki betur. Það eru gjarnan 3–4 réttir á mat- seðlinum að staðaldri og inn á milli er pöntuð pítsa eða farið á Bæjarins bestu. Nú er talað almennt og auð- vitað finnast listakokkar og matgæð- ingar á meðal einbúa sem láta ein- veruna ekki aftra sér frá því að elda ofan í sig ólíkustu eðalrétti. Einsetukokkurinn kaupir oft raf- magnstæki í eldhúsið án þess að velta almennilega fyrir sér notagildi þeirra. Eitt af höfuðeinkennum eld- húss hans er lítill ísskápur með frysti sem er langt frá því að þjóna æski- legu hlutverki sínu. Stórt frystihólf er hins vegar einmitt það sem gerir gæfumuninn hvað varðar þægindi í eldamennsku einbúans og reyndar allra sem vilja skipuleggja matartil- búning sinn á sem bestan hátt. Það er upplagt að birgja sig upp af alls kyns góðgæti og geyma í frystinum og eiga til taks, en þurfa ekki að hlaupa upp til handa og fóta í hvert skipti sem á að matbúa. Smærri raf- magnseldhústæki eru umræddum hópi oft á tíðum mjög framandi fyr- irbæri. Þau virðast mörg hver hafa mikið notagildi, en eru oft á tíðum einungis einhvers konar mis- skemmtileg leikföng, sem létta manni síður en svo lífið við elda- mennskuna. Þau (ásamt reyndar þeim sem hafa meira notagildi) enda ósjaldan lífdaga sína í skúmaskoti óaðgengilegasta eldhússkápsins. Það eru hins vegar nokkur raf- magnsheimilistæki, sem vissulega þarf að þrífa, en eru þess virði að hafa við höndina því þau eru miklir gleðigjafar og létta eldamennskuna. Þessi frómu tæki eru: matvinnsluvél, brauðrist, safapressa (bæði sú fyrir sítrusávextina og einnig miðflótta- aflspressa, sem notuð er fyrir hart grænmeti og ávexti) og örbylgjuofn. Allt byrjar í búrinu… Sá sem hefur einungis fyrir sjálf- um sér að sjá er gjarnari á að gleyma að kaupa í matinn en sá sem þarf að fæða fjölskyldu sína að auki. Sá sem býr einn gerir sér grein fyrir þessu og birgir sig því gjarnan upp af mat- vöru með mikið geymsluþol, t.d. ýmsum dósamat. Mun skynsamlegra er að koma sér upp einhvers konar grunnmatarforða, þannig að þótt ekkert sé til í kotinu sé alltaf hægt að elda seðjandi og holla máltíð. Slíkur hráefnagrunnur er eftirfarandi: salt, ólífuolía, vínedik, smjör, hvítlaukur og laukur (bæði ferskur og í duft- formi), hvítur pipar, kanell, múskat, þurrkuð steinselja, þurrkuð basilíka, kapers, lárviðarlauf, fennelfræ, þurrkuð mynta, rauður pipar, þurrk- aður, kjötkraftur, hveiti, túba með tómatkrafti, sinnep, paprikuduft, tabascosósa, sojasósa, kex, rasp, grana- eða parmesanostur, hrís- grjón og pasta. Þegar ekkert virðist til í kotinu (að því gefnu að fyrrtald- ar birgðir séu fyrir hendi) er t.d. hægt að laga eftirfarandi pastasósu: Uppskriftin er vitanlega fyrir einn: rífleg smjörklípa nokkrir saffranþræðir hálf tsk hveiti hnífsoddur laukduft 2 msk rifinn parmesanostur Hitið smjör, saffran og hveiti sam- an á pönnu og blandið vel saman. Bætið laukduftinu út í pastavatnið. Sjóðið pastað „al dente“, sigtið og blandið saman við smjörblönduna. Stráið parmesan yfir. Afgangakrásir Þó að fyllstu varkárni sé gætt varðandi uppskriftastærð þegar eld- að er fyrir einn er alltaf eitthvað af- gangs. Ein ástæðan er að umbúðir stórmarkaða utan um ýmsa matvöru eru miðaðar við vísitölufjölskylduna, en ekki einstaklinginn. Þannig hugs- ar sá sem eldar fyrir sjálfan sig með sér að það sé eins gott að klára það sem í pakkanum er til að láta það sem eftir er ekki fara til spillis. Önn- ur ástæða er að þegar maður eldar af fingrum fram er hugurinn ekki endi- lega bundinn við eitthvert ákveðið magn, maður slurkar hinu og þessu að geðþótta út á pönnuna og situr svo e.t.v. eftir með magn sem nægja myndi fyrir heilan saumaklúbb. Það er alltaf leiðinlegt að henda mat og mjög æskilegt allra hluta vegna að vera nýtinn. Það kemur einnig oft skemmtilega á óvart hve afgangar geta bragðast vel, séu þeir settir í annað samhengi og hresstir við á réttan hátt eftir ísskápsdvölina. Oft er afgangur bæði af pasta- og hrísgrjónaréttum. Hugmyndir til að nýta pasta- og hrísgrjónaafganga eru eftirfarandi: STEIKT PASTA OG RISOTTO Skerið pastaafganga í 2–3 cm bita og hrærið 1–2 eggjum saman við (fer eftir hve mikill afgangur er) ásamt salti, pipar og rifnum parmesan- eða granaosti og hálfri msk. af brauð- raspi. Blandið öllu vel saman. Hitið olíu á pönnu sem ekki festist við og hellið blöndunni í pönnuna. Gætið þess að hitinn sé ekki of hár og pastaeggjakakan festist við. Þegar yfirborð kökunnar er orðið sam- hangandi (ekki samt þurrt), færið hana þá upp á disk, setjið smáolíu aftur á pönnuna og steikið á hinni hliðinni þar til sú hlið hefur einnig fengið á sig fallega gylltan lit. Svipað má gera úr risottorétti sem ekki hef- ur tekist að klára. Þá eru einfaldlega búnir til litlir flatir klattar úr ris- ottóinu og þeir steiktir í ólífuolíu þar til þeir eru stökkir og hafa fengið á sig fallega gulbrúnan lit. Stráið par- mesanosti yfir. Piparsveinakrísan leyst Hver kannast ekki við að ætla að fara að búa eitthvað til en það vantar þrjú hráefni í uppskriftina eða að það sem til er í kotinu er svo ósam- stætt að ekki virðist vinnandi vegur að koma því heim og saman í einn og sama réttinn? Hvað gerir pipar- sveinninn t.d. þegar það eina sem til er í eldhússkápnum er salathöfuð, vodkaflaska, epli og sítróna? Svarið er einfalt: Þetta salat! Þvoið salathöfuðið og tætið eða skerið í hæfilega breiða strimla. Bætið fínt sneiddum eplasneiðum saman við ásamt örlitlu af majoram (ef kryddbankinn býður svo). Kreist- ið safa úr ½–1 sítrónu yfir, saltið og vökvið með vodkanum og smádreitli af ólífuolíu. Blandið vel saman. Eldað fyrir einn Morgunblaðið/Áslaug Snorradóttir MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2001 B 11 Faxafeni 5 • 108 Reykjavík • Sími 588 8477 • betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is w w w .d es ig n. is © 20 01 Vertu viss um að gæðin nái í gegn. • 2 x 50.000 NW Power lyftimótorar. • 3 nuddmótorar með 7 nuddkerfum. • Öryggisbúnaður á nuddmótorum. • Loftfjarstýring. • Rennur til baka við lyftingu baks. • Sér koddastilling. • 10 ára ábyrgð á rafhlutum. Jólatilboð á stillanlegum rúmum með heilsudýnum Gravity Zero Super Sælkerar á sunnudegi Steingrímur Sigurgeirsson Álfheiður Hanna Friðriksdóttir Áslaug Snorradóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.