Morgunblaðið - 25.11.2001, Blaðsíða 26
26 B SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
bíó
ENGINN veit hversu lengi vel-
gengni varir í Hollywood; gæfan
þar er hverfulli en annars staðar.
Hins vegar ber mönnum saman um
að staða ungra leikkvenna þar í
borg hafi aldrei verið sterkari,
möguleikarnir fleiri og meiri.
Án þess að ég hafi gert á því
könnun er það nokkuð víst að
Hollywood-myndir hafa gegnum
tíðina oftar reitt sig á karlstjörnur
en kvenstjörnur. Og í seinni tíð,
þegar kvikmyndaverin virðast
veðja á unga markhópa með obb-
anum af framleiðslu sinni, hefur
ekki síst verið teflt fram ungst-
irnum af karlkyni. Þetta virðist
sumsé vera að breytast. Nokkrar
ungar leikkonur eru nú taldar geta
borið uppi bíómynd. Ekki er víst
að þið getið greint þær allar hverj-
ar frá annarri, þekkt andlitin eða
nöfnin. En sumar skína skærar eða
aðrar.
Æ fleiri Hollywood-handrit hafa
ung kvenhlutverk í sjónarmiðju,
hlutverk stúlkna sem ekki láta
segja sér fyrir verkum og kalla
ekki allt ömmu sína. En þróunin
nær einnig út fyrir slík handrit.
Tökum dæmi af grínsmellinum
American Pie 2. Þar eru ungir
karlar í framlínunni; einn aðalauli
og þrír aukaaular honum til full-
tingis og allir eru þeir gangandi
hormónasprengjur. En þessir
náungar eru ekki gerendur at-
burðarásarinnar þótt þeir séu í að-
alhlutverkum. Gerendurnir eru
stúlkurnar í aukahlutverkunum;
Ungar,
baráttu-
glaðar
og ríkar
Þær koma hver á eftir annarri upp á tjaldið, ungar og
flottar og nógu hæfileikaríkar til að fá eitt tækifæri
þar. Fæstar eiga afturkvæmt og enn færri verða alvöru
leikkonur fullorðinsmynda, skrifar Árni Þórarinsson.
En í Hollywood er samt að myndast kjarni ungra kven-
stirna sem eru að festa sig í sessi og maka krókinn. Rekur eigið framleiðslufyrirtæki: Alicia Silverstone. Biður um milljón dollara fyrir hlutverkið: Mena Suvari.
Reuters
Tvær við toppinn: Rachael Leigh Cook og Tara Reid, ásamt Rosario Dawson, leika í Josie And the Pussycats, sem fjallar
um kvennarokksveit.
Ekki í vandræðum: Jennifer Love
Hewitt.
Situr loks undir stýri í lífi sínu: Drew
Barrymore.
HLUTVERK fyrir svartarleikkonur í Holly-woodmyndum hafa gegn-
um tíðina oftast verið feitar vinnu-
konur eða bosmamiklar
gleðikonur. Á tímum svörtu has-
armyndanna („blaxploitation“),
sem nutu mikilla vinsælda á 8.
áratugnum, fengu þær bitastæð-
ari hetjuhlutverk, leikkonur eins
og hin frábæra Pam Grier, sem
sneri aftur með eftirminnilegum
hætti í hlutverki Jackie Brown hjá
Quentin Tarantino fyrir fáum ár-
um. Þarna urðu Bandaríkjamenn
af afrískum rótum runnir að sér-
stökum markhópi.
Nokkrar blakkar leikkonur
hafa auðvitað fengið góð tækifæri
vestra á grundvelli hæfileika
sinna, en þær hafa verið und-
antekingar. Nægir þar að nefna
Whoopi Goldberg og Angela Bas-
sett. Þær ungu, sem nú eru að
ryðja sér til rúms, eru leikkonur á
borð við Halle Berry, sem m.a.
sást hér nýlega í einu aðal-
hlutverkanna í þeim fjarstæðu-
kennda trylli Swordfish á móti
John Travolta og Hugh Black-
man, og Thandie Newton, sem
fædd er í Sambíu en alin upp í
Bretlandi og sló sér upp með Tom
Cruise í Mission Impossible 2. Í
Bretlandi fylgjast menn grannt
með uppgangi Orlessa Atlass, sem
leikur eitt aðalhlutverkanna í
nýrri mynd, SW9. Framleiðandi
þeirrar myndar, Allan Niblo, segir
það hreint út að ástæða þess
hversu fáar blakkar leikkonur sjá-
ist í venjulegum markaðsmyndum
sé „rasismi í kvikmyndaiðn-
aðinum. Sölufulltrúar og dreifing-
araðilar trúa því að þeir geti ekki
selt mynd sem hefur blakka leik-
Nú er það svart
Á uppleið: Thandie Newton ásamt Tom Cruise. Á uppleið: Halle Berry.
Öll ungu, ríku og baráttuglöðu kven-
stirnin í Hollywood, sem fjallað er um
hér, eru hvít. Þetta eru þær hæst-
launuðu. En þá er ekki aðeins ógetið
ungra, latneskra leikkvenna eins og
Jennifer Lopez og Salma Hayek, sem
fest hafa sig í sessi vestra, heldur
einnig nokkurra af blakka kynstofn-
inum. Þær njóta líka aukinnar vel-
gengni. En það stafar tæplega af sigri
jafnréttisbaráttunnar í Hollywood,
heldur miklu frekar af markaðs-
hópahugsun.