Morgunblaðið - 25.11.2001, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
langa sögu en þarna var fyrst far-
ið að rækta vínvið upp úr 1692.
Það var hins vegar ekki fyrr en á
níunda áratug að fyrirtækið fékk
nafn sitt eftir að Hans Schreiber
keypti búgarðinn af Bairnsfather-
Cloete fjölskyldunni og breytti því
úr Alphen í Stellenzich.
Nú er það með þeim mest
spennandi í Suður-Afríku og hefur
ekki síst vakið athygli fyrir að
vera brautryðjandi í ræktun á
Shiraz í landinu.
Stellenzicht Chardonnay 1998
SUÐUR-afrísk vín verða stöðugt
algengari sjón þótt þau hafi í upp-
hafi verið lengi að ryðja sér til
rúms hér á landi. Nú eru þau hins
vegar farin að skipa sér samhliða
öðrum nýjaheimsvínum frá t.d.
Chile og Ástralíu. Stellenzicht er
eitt þeirra suður-afrísku fyr-
irtækja sem hafa verið að vekja
stöðugt meiri athygli alþjóðlega
en það er til húsa við rætur Held-
enberg-fjallanna milli Stellenbosch
og Atlantshafsins.
Ekrur Stellenzicht eiga sér
er feitt í nefi, þykk vanilla, smjör
og ristaður viður í bland við
þroskaðan ávöxt. Í munni þétt
með miklum ávexti og feitri eik,
stórt og karaktermikið Char-
donnay.
Stellenzicht Shiraz 1997 er
dimmt, þarna er mikill jarðvegur,
tóbak og sultaður ávöxtur. Í
munni reykur og þroskaður ávöxt-
ur. Klassískt suður-afrískt gæða-
vín, með myrkum og jarðbundnum
tónum, lakkrís og kryddi.
Steingrímur Sigurgeirsson
Vín vikunnar
Stellenzicht
Morgunblaðið/Sverrir
REYNISVATN
útivistarperla Reykjavíkur
Þann 1. nóvember s.l. hætti Ólafur Skúlason
afskiftum af rekstri Reynisvatns.
Af því tilefni vill Ólafur þakka þeim þúsundum
viðskipta- og veiðimanna sem heimsóttu
Reynisvatn á undanförnum árum.
Á þeim tíma (1993 - 2001) veiddust
u.þ.b. 110 þúsund laxfiskar í vatninu.
Ennfremur vill Ólafur þakka starfsmönnum
frábært og óeigingjarnt starf í sína þágu.