Morgunblaðið - 25.11.2001, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.11.2001, Blaðsíða 13
Umdeilt at í Andalúsíu Daginn áður var ekki fjallað um nautaatið á íþróttasíðum dag- blaða, heldur menn- ingarsíðum.  FRÉTTABRÉF Lonely Planet greinir frá því að risavaxið „pohutukawa“-tré á Spáni hafi hrundið af stað deilum um það hvort hvaða Evrópumenn hafi komið fyrstir til Nýja Sjálands. „Pohutukawa“-tréð er einnig kallað nýsjálenskt jólatré vegna skær- rauðra blóma sem skjóta upp kollinum á aðvent- unni og vex einkum á Nýja-Sjálandi. Spænska tréð er sömu gerðar og sverja heimamenn að það sé 4- 500 ára gamalt. Reynist það rétt er hugsanlegt að Spánverjar hafi verið fyrri til að heimsækja Nýja- Sjáland en Abel Tasman árið 1642 og jafnframt komið til landsins löngu áður en Cook skipstjóri sigldi þangað í fyrsta sinn árið 1769. Umrætt „poh- utukawa“-tré er stolt La Corrunna á Spáni, höf- uðborgar Galisíu, og þótt margir leggi trúnað á að Spánverjar hafi verið fyrstir Evrópubúa til landsins eru aðrir þeirrar hyggju að Cook skipstjóri hafi tek- ið ýmis sýnishorn úr plönturíkinu með sér tilbaka frá Nýja-Sjálandi. Landkönnuðurinn Alessandro Malaspina kom við á Suðureyju árið 1793 en ef ald- ur trésins á Spáni kemur heim og saman við það sem heimamenn vilja halda fram voru aðrir Spán- verjar á undan honum 200 árum áður. „Pohutuk- awa“-tré vaxa ágætlega í strandhéruðum Galisíu sem sögð er laus við skordýraplágur og loftkulda. „Pohutukawa“-tréð í La Corrunna nýtur enn- fremur slíkrar velþóknunar að það er partur af skjaldarmerki borgarinnar, segir að síðustu í frétta- bréfi Lonely Planet. Ný-sjálenskt „jólatré“ á Spáni veldur ágreiningi um landafundi  SVENSKA Dagbladet greinir frá því að leiguflugfélagið Brit- annia, ferðaskrifstofan Fri- tidsresor og þarlend flug- málastjórn séu með á prjónunum heimasíðu fyrir flughrædda á Netinu þar sem meðal annars verði kleift að bera upp spurningar. Fram kemur að kannanir bendi til þess að um fjórði hver maður þjáist af ein- hvers konar flugkvíða og í 10% tilvika komi hræðsla alfarið í veg fyrir ferðalög með flugvélum. Svenska Dagbladet heldur því líka fram að flughræðsla hafi færst í vöxt eftir tíð flugslys að undanförnu. Sænsk heimasíða í bígerð fyrir flughrædda  FAKTORSHÚSIÐ í Hæstakaupstað á Ísafirði hefur verður opnað aftur nú um mánaðamótin eftir miklar end- urbætur. Húsið er um það bil 230 ára gamalt og er nú í upprunalegri mynd að mestu leyti og hið glæsilegasta að sjá, segir Rúnar Óli Karlsson at- vinnumála- fulltrúi Ísa- fjarðarbæjar. Í húsinu verður alvöru kaffihús, segir Rúnar Óli ennfremur, og veitingaaðstaða auk þess sem íbúð verður til leigu á efri hæð. „Húsið er afar fallegt og segja má að endurnýjun þess hafi kostað blóð, svita og tár,“ segir hann Faktorshúsið verður opnað um mán- aðamótin og segir Rúnar Óli líta út fyr- ir að vinsælt verði í jólaösinni að setj- ast þar niður og fá sér heita hressingu. Auk þess er búið að leggja inn fjölda pantana fyrir minni fundi og sauma- klúbba, segir hann að endingu. Faktorshúsið í Hæstakaupstað opnað eftir endurbætur Faktorshúsið í Hæsta- kaupstað á Ísafirði er um 230 ára gamalt.  ANTOR Travelguide greinir frá því að Norðmenn heimsæki nágranna sína Finna í síauknum mæli. Fjöldi norskra ferðamanna jókst um tæp 12% í Finnlandi yfir sumarmánuðina og Norðmenn áttu 131.000 gistinætur í landinu á sama tímabili. „Norðmenn eru því í þriðja sæti þegar tekinn er saman fjöldi erlendra sumargesta í Finnlandi, sam- kvæmt nýjum tölfræðilegum upplýsingum. Ný úttekt leiðir einnig í ljós að helsta aðdráttaraflið á sumrin fyrir þúsundir norskra barnafjölskyldna er Múm- ínland, finnskar sólarstrendur og önnur fjöl- skylduafþreying. Fleiri ástæður eru finnsku gufu- baðshótelin sem eru um 100 talsins.“ Einnig segir að þótt sumarið sé vinsælasti tíminn leggi fjöldi Norðmanna leið sína í helgarferðir sem munu fyrir vikið hafa aukist um 25% fyrstu átta mánuði ársins. „Rannsóknir leiða jafnframt í ljós að helsta ástæða þess að Norðmenn velja Helsinki sem áfangastað er sú að þeir sjá borgina sem nýjan og framandi valkost. Menningarlífið laðar einnig marga en færri kjósa Helsinki einvörðungu til þess að skemmta sér. Kannanir sýna nefnilega fram á að gestir í Helsinki eru ekki einvörðungu dæmigerðir stórborg- arferðamenn því þriðjungur þeirra tekur alla fjöl- skylduna með sér,“ segir að síðustu í Antor Travel- guide. Helsinki er vinsæll áfangastaður hjá norskum fjölskyldum HEIMSSAMTÖK ferðaþjónustunnar, World Tourism Org- anisation, hafa sent frá sér frétt þar sem hermt er að greinin muni rétta úr kútnum fyrr en margir hafi ætlað. Sem kunnugt er hafa hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september og átökin í Afganistan orðið til þess að draga úr ferða- lögum, en nú er því spáð að búast megi við auknum vexti í ferða- þjónustunni á seinni helmingi næsta árs. Nokkrir tug- ir sérfræðinga í ferðaþjónustu og fulltrúar greinarinnar í 35 lönd- um hittust á þriggja daga um- ræðufundi í Pisa á Ítalíu fyrr í mánuðinum og fyrrgreind spá er niðurstaða hans. „Bandaríski markaðurinn hefur orðið verst úti, sem vonlegt er, bæði í ferðum til og frá landinu, en þrátt fyrir það er ekki búist við að samdrátt- ur í ferðalögum Bandaríkja- manna til útlanda verði nema 2% í allt árið 2001 og að þau muni aukast um 1% á ný á næsta ári. Búist hafði verið við 4% aukn- ingu í ferðalögum til Evrópu, sem ekki gengur eftir þar sem markaðurinn stendur í stað, en á næsta ári er ráð fyrir gert að þau muni vaxa um 2%,“ segir í frétt- inni. Rússar ferðast enn til Egyptalands Þá kemur fram að ferðalög frá Rússlandi muni aukast í framtíð- inni en Rússar eru sagðir ein fárra þjóða sem ekki hafa dregið úr heimsóknum til Egyptalands eftir að hryðjuverkin voru framin, að- allega vegna mikils afsláttar hjá ferðaskrifstofum sem selja ferðir þangað. „Því var spáð að aukning á ferðalögum Ástrala yrði 4% á þessu ári en hún verð- ur 1%. Á næsta ári er hins vegar gert ráð fyrir 4% aukningu á ný, einkum vegna batnandi efnahags- ástands í Ástralíu.“ Kínverjar hafa ferðast í ár sem aldrei fyrr og munu fara í sex milljónir ferðalaga á þessu ári, segir enn- fremur, en helstu áfangastaðir þeirra eru Hong Kong, Mac- aú og Taívan. Loks segir að breytingar á ferða- hegðun séu ótrúlega svipaðar á mörkuðum víða um heim. Meðal þess sem orðið hefur vart við er aukin áhersla á öryggi, fleiri ferðalög innanlands og til kunn- uglegri staða nær heimahögun- um, meiri sókn í samgöngur á jörðu niðri, fleiri heimsóknir til ættingja og vina, minni eftir- spurn eftir ævintýra- og skemmtiferðum, aukinn áhugi á stuttum borgarferðum til minni borga og að síðustu ríkari krafa um ferðalög sem skilja eitthvað eftir sig, sem og menningar- tengda afþreyingu og návígi við náttúruna á áfangastað. Búist við að ferðalög muni aukast aftur á næsta ári Breytt ferðahegðun sýnir sig meðal annars í auknum kröfum um öryggi og fleiri ferðalög á heimaslóðum. SKRIFSTOFA ferðamála í Arm- eníu hélt sína fyrstu kynningu á landinu fyrir ferðaheildsölum á alþjóðlegu ferðasýningunni í London sem lauk á dögunum. Útgangspunkturinn í markaðs- setningu landsins er hin „tíma- lausa og óþekkta Armenía“ en meðal áhugaverðra fyrirbæra þar eru forsögulegir stein- drangar tengdir fornum stjörnu- fræðiathugunum við Karaho- unge (Stonehenge þeirra Armena) og 1.700 ára saga kristinnar trúar. Armenía var þýðingarmikill viðkomustaður á hinni miklu Silkileið frá miðöld- um fram á 19. öld og nokkurs konar sólarparadís og vetr- arleyfisstaður á Sov- éttímanum. Armenía er eitt af fáfarnari svæðum sunnan Kák- asus og fullt af fágæt- um fjársjóðum að mati heimamanna. „Listalíf, byggingarlist, fornleifafræði, menn- ing, trúarbragðasaga og náttúrufegurð gera Armeníu að valkosti hins kröfuharða ferða- manns sem leitar eftir vitsmunalegri, and- legri og menningarlegri upplifun, sem og ótroðnum slóðum,“ seg- ir í samantekt frá Skrifstofu ferðamála í Armenínu. Þess má einnig geta að búið er að opna upplýsingaskrifstofu fyrir ferða- menn í Jerevan. Klaustur frá miðöldum í Sanahin í norður- hluta Armeníu. Tímalaus og óþekkt Armenía RÁÐAGERÐIR munu vera uppi um að reisa samskonar brú í Banda- ríkjunum og nýlega var tekin í notkun í Noregi, en þar er um að ræða göngu- brú úr tré í grennd við Aas skammt frá Ósló sem byggð var eftir teikning- um Leonardos da Vinci, samkvæmt Scoop, frétta- bréfi Lonely Planet. Forsaga málsins er sú að árið 1502 velti soldáninn Ba- jaze II því fyrir sér að ráðast í gerð brúar yfir Gullna horn, lítinn fjörð sem gengur inn úr Hellu- sundi og myndar innri höfnina í Istanbúl, en Hellusund tengir saman saman Marmara- og Svartahaf. Hönnuður brúarinnar var Leonardo da Vinci en soldán- inn lagði áformin á hilluna. Hefði af framkvæmdinni orðið hefði brúin, sem ráðgerð var 346 metr- ar, orðið lengsta brú í heimi á þeim tíma. „Da Vinci hefði sjálf- sagt kæst við hefði hann vitað að brúin yrði að veruleika, þótt ekki væri yfir Gullna horn heldur E18- þjóðbrautina í Noregi, rétt sunn- an við Ósló, og lítill gim- steinn í krúnu norsku vega- gerðarinnar.“ Brúin, sem nefnd hefur verið „Móna Lísa brúnna“ var opnuð á dögunum en um er að ræða mannvirki eilítið smærra í sniðum en upphafleg hugarsmíð da Vincis, 100 metrar á lengd. Hún er límd saman úr furu, sem ekki er heldur í sam- ræmi við upprunalega hönnun, þar sem ráð var fyrir því gert að brúin yrði úr steini. Hún hvílir á undirstöðum úr límtré sem draga eiga dám af þremur spenntum samhliða bogum, og er miðað við að bandaríska brúin verði úr steini, líkt og da Vinci hafði sjálfur hugsað sér, þótt dýr- ara sé. „Móna Lísa brúnna“ hugsan- lega gerð í Bandaríkjunum líka Norska brúin er skammt sunnan Óslóar. Nánari upplýsingar um Armeníu: Á Netinu: www.armeniainfo.am þar sem meðal annars er vísað á heimasíðu með upplýsingum um armenska matargerðarlist: www.cilicia.com/armo_cookbook.html. Netfang upplýsingaskrifstofu: help@armeniainfo.am Bílaleigubílar Sumarhús í Danmörku Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga Bílar frá dkr. 1.845 á viku. Innifalið í verði: ótakmarkaður akstur, allar tryggingar. (Allt nema bensín og afgr.gjöld á flugvöllum.) Aðrir litlir og stórir bílar, minibus og rútur. Sumarhús og íbúðir. GSM- símakort með dönsku símanúmeri. Nú einnig bílaleigubílar frá Kaupmannahöfn og Hamborg sem má aka um Austur-Evrópu. Heimasíðan, www.fylkir.is fjölbreyttar upplýsingar. Fylkir Ágústsson Fylkir — Bílaleiga ehf. Sími 456 3745 Netfang fylkirag@snerpa.is . Heimasíða www.fylkir.is .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.