Morgunblaðið - 02.12.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.12.2001, Blaðsíða 20
20 B SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ FJÖLDINN allur af bílum berst um hylli kaupenda í flokki lítilla fjölnotabíla. Þar hefur Renault Scénic haft forystu í Evrópu allt frá því hann kom á markað 1996, og hérlendis hefur hann sömuleiðis sterka stöðu ásamt Opel Zafira. Mitsubishi hefur gengið skrefinu lengra og býður nú upp á þrjár gerðir fjölnotabíla í Space-línunni. Minnstur er Space Star, 4,03 metra langur, þá Space Runner, 4,29 metrar, og loks Space Wagon, sem er 4,60 metrar á lengd og einnig fáanlegur með fjórhjóla- drifi. Við prófuðum Space Star á dög- unum með nýrri 1,6 lítra vél, 98 hestafla, sem brúar bilið milli þeirra véla sem áður voru í boði, þ.e. 1,3 lítra, 82 hestafla vélar og 1,8 lítra GDI-vélarinnar, sem er 122 hestöfl. Einnig er bíllinn núna fáanlegur með nýrri 1,9 lítra sam- rásardísilvél, DI-D. Þægilegur í umgengni Space Star er, eins og málin sýna, lítill bíll með fremur hefð- bundið hlaðbakslag. Þetta er fimm hurða bíll með sæti fyrir fimm. Sætin eru föst en ekki hægt að taka úr bílnum, eins og gert er í Scénic. Space Star er með háa þaklínu og hátt er til lofts inni í bílnum. Fyrir vikið er allt aðgengi með þægilegra móti. Sömuleiðis er sætastaðan fremur há miðað við aðra bíla í þessum stærðarflokki. Að aftan er tvískiptur bekkur, 60/40. Bekkurinn er á sleða og unnt að færa hann fram þegar ekki er verið að nota aftursætin og auka með því farangursrýmið, eða aftur þegar farþegar eru í aft- ursætum. Færslan er allt að 15 sm. Einföld en þægileg lausn sem eykur hagkvæmni bílsins. Sleðar af þessu tagi eru að koma í stöðugt fleiri bíla en svo virðist sem jap- anskir framleiðendur séu þó fremstir á þessu sviði, sbr. Mazda 323 og Toyota Yaris. Einfalt er síðan að velta aftursætunum upp að framsætum og mynda allt að 1.370 lítra farangursrými. Hnakka- púðar eru við öll fimm sætin og sömuleiðis þriggja punkta örygg- isbelti. Miðjuaftursæti nýtist þó varla fullorðnum nema á styttri leiðum. Staðalbúnaður er tveir líknarbelgir ásamt tveimur hliðar- belgjum og ABS-hemlakerfi með rafeindastýrðri átaksjöfnun, EBD. Fjölmargar litlar hirslur bæta upp lítið hanskahólfið og ofan við ökumannsdyrnar er meira að segja gleraugnageymsla. Sætin veita góðan stuðning og hægra megin í ökumannssæti er stöng sem lík- lega er til þess ætluð að hækka setuna. Setan hækkar hins vegar ekki að ráði en verður þess í stað stífari og óþægilegri. Vandaður en þó ósköp hefðbundinn frágangur er á mælaborðinu – stýrið er stórt og sömuleiðis mælar í mælaborði, en ofan á mælaborðinu er lítill skjár sem sýnir útihita og tíma. Frábær sjálfskipting Nýja 1,6 lítra vélin er ágætt millistig milli 1,3 l vélarinnar og 1,8 l GDI-vélarinnar, og gefur ágæta hröðun með INVECS-II sjálfskiptingunni, 10,3 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km hraða, gefur framleiðandi upp. Þessi önnur kynslóð INVECS, sem er þróuð af Mitsubishi, er einhver skemmtileg- asta sjálfskiptingin á markaðnum í dag. Hún er tölvustýrð og skráir í minni aksturslag og lærir þannig að skipta sér eftir óskum hvers og eins. Þeir sem vilja að hún skipti sér ekki fyrr en á háum snúningi fá sínu framgengt þegar skiptingin hefur lært inn á þá. Skiptingin er líka handvirk og getur þá ökumað- ur skipt bílnum upp eða niður án þess að kúpling sé til staðar. Space Star liggur vel á vegi og undirstýring er ekki til vansa. Undirvagninn er þannig stilltur að hann veitir öruggan og þægilegan akstur en ekki sportlegan. Enda er þetta fyrst og fremst fjölskyldubíll með mikla möguleika í sætaskipan. Helstu keppinautar á markaðnum er hinn nýi Hyundai Matrix, sem er svipaður að lengd og Renault Scénic, sem er nokkru lengri. Verðið er er hins vegar fullhátt, tæpar tvær milljónir fyrir bílinn sjálfskiptan og 1.845.000 kr. fyrir beinskipta bílinn. Verðið er þó í raun í takt við verðhækkanir sem orðið hafa á bílum í kjölfar lækk- unar á gengi krónunnar. Til sam- anburðar má nefna að afar svip- aður bíll, Hyundai Matrix, kostar beinskiptur 1.690.000 kr. Morgunblaðið/Kristinn Space Star – lítill bíll með drjúgu innanrými Morgunblaðið/Kristinn Morgunblaðið/Kristinn gugu@mbl.is REYNSLUAKSTUR Space Star Guðjón Guðmundsson Skiptingin er handvirk og getur öku- maðurinn skipt bílnum upp eða niður án þess að kúpling sé til staðar. Space Star er lítill bíll með fremur hefðbundið hlaðbakslag, en fjöldinn allur af bílum berst nú um hylli kaupenda í flokki lítilla fjölnotabíla. Nýja 1,6 lítra vélin er ágætt millistig milli 1,3 l vélarinnar og 1,8 l GDI-vélarinnar og gefur ágæta hröðun með INVECS-II-sjálfskiptingunni. Vandaður en hefðbundinn frágangur er á mælaborðinu. Stýrið er stórt og sömuleiðis mælar í mælaborði. Space Star liggur vel á vegi og und- irstýringin er ekki til vansa. Sætaaðstaða er há miðað við aðra bíla í þessum stærðarflokki. Vél: 1.584 rúmsentimetr- ar, 4 strokkar, 16 ventla. Afl: 98 hestöfl við 5.000 sn./mín. Tog: 150 Nm við 4.000 sn./mín. Gírkassi: INVECS II sjálf- skipting. Lengd: 4.030 m. Breidd: 1.715 m. Hæð: 1.515 m. Eigin þyngd: 1.205 kg. Farangursrými: 370- 1.370 lítrar. Hámarkshraði: 180 km/ klst. Hröðun: 12 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km/klst. Eyðsla: 7,2 lítrar í blönd- uðum akstri. Hemlar: Diskar að framan og aftan, kældir að fram- an. Fjöðrun: McPherson að framan og fjölliðafjöðrun að aftan. Hjólbarðar: 185/65 á 14 tommu stálfelgum. Verð: 1.965.000 kr. Umboð: Hekla hf. Mitsubishi Space Star 1.6 bílar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.