Morgunblaðið - 02.12.2001, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.12.2001, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2001 B 21 bílar BMW hefur tilkynnt að fyrirtækið ætli að bjóða upp á vetnisbíl í nú- verandi gerð BMW 7. Vetnisbílar verða þó aðeins lítill hluti af heild- arframleiðslu 7-línunnar nýju. BMW hefur, ólíkt öllum öðrum bílaframleiðendum sem eru að rannsaka kosti vetnis sem orku- gjafa fyrir efnarafala, farið þá leið að brenna vetni í sprengihreyfli. Vetnisbílarnir verða væntanlega komnir á markað innan fimm ára. Á bílasýningunni í Tókýó í október sýndi BMW einmitt vetnisbíl sem byggður er á eldri gerð 7-línunnar. BMW 7-vetnisbíll innan fimm ára Innan fimm ára verður kominn BMW 7-vetnisbíll á markað. Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson Vélin brennir vetni í sprengihreyfli. 2 0 0 1 - 2 0 2 4 Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins Tillaga að svæðisskipulagi höfuðborgar- svæðisins 2001-2024 Samkvæmt 13.gr. skipulags-og byggingarlaga nr. 73/1997, er hér með auglýst til kynningar tillaga að svæðisskipulagi höfuðborgarsvæð- isins 2001-2024. Skipulagstillagan sýnir landnotkun í sveitarfélögunum átta sem aðild eiga að samvinnunefndinni. Á korti og í greinargerð er gerð grein fyrir stefnumörkun sveitarfélaganna, áætlaðri byggðarþróun og samgöngukerfi. Tillaga að svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024, uppdráttur ásamt greinargerð og fylgiritum, liggur frammi almenningi til sýnis frá 3. desember 2001 til 11. janúar 2002. Fylgirit eru: Borgin og landslagið, Skipulagstölur, Endurnýjun og þróun borgar, Umferðarspár, Umhverfisstefna, Fram- kvæmdakostnaður og Framkvæmd svæðisskipulags. Tillagan hefur verið kynnt sveitarstjórnum og á almennum kynningar- fundum. Greinargerð ásamt skipulagskorti verður einnig til sölu hjá skrifstofu borgarverkfræðings, Skúlatúni 2, Reykja- vík, 3. hæð. Tillagan liggur frammi á eftirtöldum stöðum: 1. Hafnarfjörður: á afgreiðslu umhverfis- og tæknisviðs, Strandgötu 8-10, Hafnarfirði. 2. Bessastaðahreppur: á skrifstofu hreppsins, Bjarnastöð- um, Bessastaðahreppi. 3. Garðabær: á bæjarskrifstofum, Garðatorgi 7, Garðabæ. 4. Kópavogur: á skrifstofu bæjarskipulags, Fannborg 6, 2. hæð og í Smáralind við Hagasmára, Kópavogi. 5. Reykjavík: í sýningarsal Borgarskipulags og byggingar- fulltrúa á 1. hæð að Borgartúni 3, Reykjavík. 6. Seltjarnarnes: á bæjarskrifstofunum, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi. 7. Mosfellsbær: á bæjarskrifstofum, Þverholti 2, Mosfells- bæ. 8. Kjósarhreppur: á skrifstofu hreppsins að Félagsgarði, Kjós 9. Skipulagsstofnun Laugavegi 166 Reykjavík. Einnig er hægt að kynna sér efni tillögunnar á www.ssh.is og www.rvk.is. Athugasemdum við skipulagstillöguna skal skila skriflega til skrifstofu borgarverkfræðings, 3. hæð, Skúlatúni 2, Reykjavík, merkt samvinnunefnd um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, eigi síðar en 14. janúar 2002. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins tíma teljast samþykkir tillögunni. Samvinnunefnd um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins A T H Y G L I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.