Morgunblaðið - 02.12.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.12.2001, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÉG paufaðist upp brekkunamóður og másandi. Viðhöfðum verið á ferðinnifrá því um nóttina en núskein sólin sterkt á okkur. Gangan virtist endalaus og þreytan farin að segja til sín en við héldum samt þrautseigir áfram. Loksins komumst við upp úr brekkunni og nú blasti tindurinn við. Framundan beið hæsti tindur Evrópu, Mt. Blanc. Eða hvað? Ég var allavegana á þeim tíma sannfærður um að ég væri að klífa hæsta tind Evrópu. Árið var 1988 og ég var sextán ára, fullur af spenningi yfir að tak- ast á við stórbrotin Alpafjöllin. Bún- aðurinn í þá daga var ef til ekki upp á það besta því stuttu eftir brottför hafði annar mannbroddurinn brotn- að en það stöðvaði mig ekki í að halda áfram. Ég tölti upp á tindinn á öðrum mannbroddinum sigri hrós- andi yfir árangrinum. En allt er í heiminum hverfult. Landafræðibækurnar höfðu ekki á réttu að standa. Sovetríkin liðuðust í sundur og þá rifjaðist það upp fyr- ir mönnum að hluti Rússlands væri í hinni landfræðilegu Evrópu og þar leyndist hár tindur. Fjallið Elbrus er 5.642 metra hátt, 832 metrum hærra en Mt. Blanc. Það er í Kákas- usfjöllum á milli Svartahafs og Kaspíahafs, syðst í Rússlandi. Kák- asusfjöll skipta Evrópu og Asíu en þar sem fjallið er norðanmegin í fjallgarðinum er það hæsta fjall álf- unnar okkar, reyndar í útjaðrinum en samt hæsta fjall Evrópu. Þetta snæviþakta eldfjall státar af tveim- ur tindum og er aðeins 21 metra hæðarmunur á þeim. Ekki þverfótað fyrir hermönnum á flugvellinum Seinni hluta ágúst hélt ég af stað í leiðangur til að klífa Elbrus, annan tindinn í Sjö tinda leiðangri mínum. Ég flaug til Moskvuborgar og hitti þar ferðafélaga minn Ingvar Ágúst Þórisson dagskrárgerðarmann. Við héldum rakleiðis áfram með innan- landsflugi til borgar sem nefnist Míneralní Vodí sem merkir Öl- kelduvatn. Það vakti athygli mína á flugvell- inum að ekki varð þverfótað fyrir hermönnum. Ástæðan var sú að fyrr á árinu sprengdu téténskir skæru- liðar flugstöðvarbygginguna. Uppi á vegg mátti sjá lýst eftir skuggaleg- um mönnum sem taldir voru bera ábyrgð á ódæðinu. Mér fannst ég nokkuð öruggur gagnvart misind- ismönnum vegna allrar gæslunnar en fannst þó óþægilegt að vera reglulega stöðvaður af vopnuðum hermönnum og spurður um vega- bréf og vegabréfsáritun. Nú tók við ökuferð með gamalli rússneskri rútu sem hristist og skalf og átti í mestu vandræðum með minnstu brekkur. Garmurinn komst áfram þó hægt færi og það skipti mestu máli. Við höfðum ekki ekið lengi þegar við vorum stöðvaðir af lögreglunni. Bílstjórinn okkar fór út en kom að vörmu spori og við héldum ferðinni áfram. Þegar við spurðumst fyrir um atvikið kom í ljós að þeir sem fara um þjóðvegina þurfa að borga mútur til lögreglunnar og þykir það ekkert tiltökumál. Við ókum áfram um hérað sem nefnist Kabardino- Balkaria og er eitt af fátækustu hér- uðum Rússlands. Helsti atvinnuveg- urinn er landbúnaður og var okkur sagt að lítið væri upp úr honum að hafa og þess vegna væri fólkið fá- tækt. Við tókum eftir því að íbú- arnir voru nokkuð dökkir á hörund og kom í ljós að þeir eru af tyrk- neskum uppruna. Nú fá þeir að stunda múslimska trú sína og byggja moskur en slíkt var áður bannað. Ótæmandi verkefni fyrir fjallamenn Eftir nokkurra tíma hristing náð- um við í Baksan-dalinn sem er við rætur Elbrus. Þessi staður er vin- sæll ferðamannastaður hjá Rússum og á veturna er hér skíðastaður. Heldur fannst okkur allt óhrjálegt og í niðurníðslu og var sú skýring gefin að yfirvöld fjársveltu staðinn. Hótel stóðu auð og yfirgefin. Við tókum sérstaklega eftir einu nokk- urra hæða hóteli sem hafði aldrei verið fullklárað og hafði neðsta hæðin verið tekin undir fjós. Við gistum í litlu þorpi sem nefn- ist Azau, í þægilegum en nokkuð frumstæðum skála. Þarna eyddum við tveimur dögum í að skoða dalinn og klífa fjallið Tsjeget þar sem gott útsýni gafst við yfir Elbrus og önn- ur fjöll Kákasus. Fjöllin voru enn fallegri og stórfenglegri en við höfð- um gert okkur grein fyrir og ekki fór á milli mála að þau bjóða fjalla- mönnum upp á ótæmandi verkefni. Að morgni þriðja dags var kom- inn tími til að halda upp í hlíðar Elbrus. Ég hafði verið slappur kvöldið áður og var verri morguninn eftir. Ég velti því fyrir mér að fresta fjallgöngunni en ákvað að halda upp á við í trausti þess að heilsan kæm- ist í lag. Við byrjuðum á því að taka kláf sem tekur nokkra tugi manna og endar á stöð sem nefnist Mír. Þar Eldraun á Elb Fjallið Elbrus var annar tindurinn sem Haraldur Örn Ólafsson lagði að baki í leiðangri sínum á tindana sjö. Mont Blanc, sem lengi vel var talið hæsta fjall Evr- ópu, varð að bíða lægri hlut fyrir Elbrus þegar Sovét- ríkin liðu undir lok. Sökum legu sinnar í Kákasusfjöll- um Rússlands reyndist Elbrus, þrátt fyrir allt, hæsta fjall álfunnar. Útsýnið úr efri hlíðum Elbrus yfir hrikalegan Kákasusfjallgarðinn.Það er stórkostleg stund þegar takmarkinu er náð. Haraldur Örn á toppi Evrópu. Veðruð brjóstmynd af Lenín í bakgrunni. Her- og lögreglumenn eru áberandi í Rússlandi. Haraldur Örn og Ingvar í góðum félagsskap á Rauða torginu í Moskvu. Minnismerki um fallna hermenn. Vestari tindu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.