Morgunblaðið - 02.12.2001, Blaðsíða 24
Heimskur, heimskari,
enn heimskari
og heimskastur
Aulabárða-
húmorinn ríkir
í Hollywood
LÖGGILTA ljóskan Reese
Witherspoon (Legally
Blonde) er í þann veginn að
hefja leik á móti eiginmanni
sínum Ryan Phillippe. Það
verður í spennumyndinni
Mindhunters undir stjórn
hasarmyndakóngsins finnska
Renny Harlin. Þau hjónin
munu leika nýliða í bandarísku
alríkislögreglunni, FBI. Meðal
annarra leikara í Mindhunters
eru Christopher Walken, Martin Sheen og LL
Cool. Eiginmaðurinn Phillippe hefur nýlokið við
að leika í Gosford Park hjá Robert Altman.
Leikur samrýndra hjóna
Reese Wither-
spoon: Leikur í
fyrsta sinn með
eiginmanninum.
AFLEIÐINGAR atburðanna 11. september halda
áfram að einkenna líf og störf í kvikmyndaborginni
Hollywood. Mikill samdráttur er enn í framleiðsl-
unni. Í Los Angeles fækkaði framleiðsludögum í
399 í október úr 428 í september, en á tímabilinu
janúar til júní voru þeir yfir þúsund í hverjum mán-
uði. Spáð er að glaðni aftur yfir framleiðslunni á
næsta ári en ótti stórstirna við ferðalög og kröfur
þeirra um öryggi muni valda því að handritum
verði breytt svo ekki þurfi að taka margar myndir
utan Hollywood. Sumir framleiðendur muni þó
leita skjóls í Evrópu fyrir tökur mynda sinna.
Samdráttur í Hollywood
Fyrrverandi
parið Gwyneth
Paltrow og
Ben Affleck
eru að taka að
sér aðal-
hlutverkin í
nýrri end-
urgerð
spennumynd-
arinnar Suspicion eftir Alfred Hitchcock. Mynd-
in, sem gerð verður á næsta ári, segir frá ungri
konu, erfingja mikilla auðæva, sem fer að gruna
að eiginmaður hennar glaumgosinn sé morðingi.
Paltrow og Affleck
í Hitchcock-endurgerð
Ben Affleck:
Eiginmaðurinn.
Gwyneth Palt-
row: Erfinginn.
TVEIR garpar,
Keanu Reeves
og Dennis
Quaid, eiga að
fara með aðal-
hlutverk sann-
sögulegrar
spennumyndar,
Time For a Kill-
ing, sem byggist
á grein í tímarit-
inu Rolling Stone um löggu í Los Angeles,
Russell Poole að nafni, sem rannsakar morð á
tveimur röppurum, Biggie Smalls og Tupac
Shakur, en böndin beinast að starfsbræðrum
hans. Reeves á að leika lögguna en Quaid mann
sem skipuleggur morðárásir fyrir mafíuna.
Rapparamorð kvikmyndað
Keanu Reev-
es: Lögga.
Dennis Quaid:
Bófi.
FASTLEGA hafði verið búist við
því að bandaríski leikstjórinn Ro-
bert Altman yrði formaður dóm-
nefndar á kvikmyndahátíðinni í
Berlín 6.–17. febrúar. Nú hefur ver-
ið tilkynnt að formaðurinn verði
indverski leikstjórinn Mira Nair,
sem sigraði á Feneyjahátíðinni í
haust með mynd sinni Storma-
samt brúðkaup eða Monsoon
Wedding, sem var opnunarmynd Kvikmyndahátíðar
í Reykjavík nýlega. Nýr yfirmaður hefur tekið við
Berlínarhátíðinni, Dieter Kosslick, en hann hefur
haft fá orð uppi um fyrirætlanir sínar, nema hvað ný
dagskrá verður sett á laggirnar, tileinkuð þýskri kvik-
myndagerð. Frumraun þýska leikstjórans Toms
Tykwer (Hlauptu Lola, hlauptu) á enskri tungu,
Heaven, verður opnunarmyndin en meðal annarra
keppenda eru talin líkleg The Majestic eftir Frank
Darabont með Jim Carrey, Iris eftir Richard Eyre
með Kate Winslet og Judy Dench, Charlotte Gray
eftir Gillian Armstrong með Cate Blanchett, The
Shipping News eftir Lasse Hallström með Kevin
Spacey og Julianne Moore og Hearts in Atlantis
eftir Scott Hicks með Anthony Hopkins. Af mynd-
um utan enskumælandi landa eru taldar líklegar
Stríðiðeftir Rússann Alexei Balabanov, Brucio nel
Vento frá Ítalíu eftir Silvio Soldini (Brauð og túl-
ípanar) og Gættu vel kisu minnareftir Jeong Jae-
eun, svo nokkrar séu nefndar.
Nair formaður í Berlín
Mira Nair: Í dóm-
arasætinu.
ÍSLENSKA dans- og söngvamyndin Regína,
sem María Sigurðardóttir leikstýrir eftir
handriti Margrétar Örnólfsdóttur og Sjóns,
verður frumsýnd í Háskólabíói á annan dag
jóla. Regína er íslensk-kanadísk samfram-
leiðsla og gerð í tveimur útgáfum, á íslensku
og ensku; sú enska verður frumsýnd í Kanada
næsta sumar.
Regína segir frá samnefndri tíu ára stúlku
(Sigurbjörg Alma Ingólfsdóttir), sem býr með
móður sinni (Halldóra Geirharðsdóttir) í
Reykjavík og uppgötvar einn góðan veðurdag
að hún getur látið óskir sínar rætast með því
að syngja um þær. Hún og Pétur vinur henn-
ar (Benedikt Clausen) ákveða að taka framtíð-
ina í sínar hendur, en óprúttinn hárkollusali
(Baltasar Kormákur) kemur til sögunnar og
flækir áætlanir þeirra. Fyrr en varir eru þau
orðin aðalhetjur í spaugilegu en jafnframt
snúnu glæpamáli.
Meðal annarra leikenda eru Björn Ingi
Hilmarsson, Sólveig Arnarsdóttir, Stefán Karl
Stefánsson, Magnús Ólafsson og Rúrik Har-
aldsson.
Framleiðendur eru Hrönn Kristinsdóttir og
Friðrik Þór Friðriksson fyrir Íslensku kvik-
myndasamsteypuna í samvinnu við LaFéte
Productions í Kanada. Kvikmyndatökumaður-
inn Allen Smith er kanadískur, tónlistina sem-
ur Margrét Örnólfsdóttir, dansahöfundur er
Aletta Collins frá Bretlandi og leikmynd gerir
Helga I. Stefánsdóttir. Regína er fjölskyldu-
mynd með mikilli tónlist og dönsum.
Vinirnir Regína og Pétur taka til hendinni í eldhúsinu: Sigurbjörg Alma Ingólfsdóttir og Benedikt
Clausen í nýju íslensku söngva- og dansmyndinni, sem verður eina íslenska jólamyndin í ár.
Regína frumsýnd á annan í jólum
SÁ sem þetta skrifar er Egill Helgason og birt-
ir á vefsíðunni Silfur Egils á Strik.is. Egill er
mætur maður og reyndur þjóðfélagsrýnir,
sem gaman er að rökræða við. Eitt sinn var
hann m.a.s. kvikmyndarýnir, ef ég man rétt.
Þess vegna er leitt að sjá hann hafna gömlu
elskunni sinni. Og verður áreiðanlega erfitt
fyrir kvikmyndina að lifa án ástar Egils.
Hann segir henni upp í pistli þar sem
hann vegsamar Kieslowski hinn pólska en lýs-
ir vantrausti á Kubrick hinn ameríska. Það
smekksatriði læt ég liggja milli hluta.
En í öðrum Silfurspistli spyr hann spurn-
ingar í beinu framhaldi af tilvitnuninni hér
að ofan. Hún er: Er kvikmyndin dautt list-
form? Þar skoðar hann bíóauglýsingarnar
og kemst að þeirri niðurstöðu að af um 28
myndum voru 25 bandarískar, eða um 90%.
Um þetta úrval eða skort á úrvali hef ég
sjálfur oft messað á þessum stað. Síðan seg-
ir Egill: „Það sem mér fannst kynlegra var að
líklega getur engin af myndunum, sem
sýndar eru hérna í Reykjavík talist vera
listaverk – það er meira að segja ólíklegt að
nokkur þeirra geri tilkall til þess að vera tal-
in listaverk. ... Þessi orð, list og kvikmyndir,
eru nánast andheiti; ef kemur upp kvittur
um að kvikmynd sé listræn virkar það eins
og eitur í miðasölunni. Kvikmyndirnar virð-
ast endanlega dottnar ofan í þann pytt að
vera afþreying og eiginlega ekkert annað.“
Nú er það í fyrsta lagi hæpið fyrir mann,
sem í upphafi greinar kveðst „löngu hættur
að fara í kvikmyndahús“, að dæma um list-
rænt gildi kvikmynda eftir auglýsingum. Það
kallast örugglega fordómar. Í öðru lagi dreg-
ur hann ranga ályktun af forsendum sínum,
þ.e. að 90% mynda í kvikmyndahúsunum í
Reykjavík séu bandarískar. Sú ályktun er að
kvikmyndir yfirleitt séu ekki listaverk leng-
ur. Hann gæti hugsanlega dregið þá ályktun
að bandarískar kvikmyndir séu almennt ekki
listaverk, en þá er reyndar betra að hafa séð
slatta af þeim, sem í boði eru.
Í lok greinar sinnar skrifar Egill Helgason:
„Sem listform eru kvikmyndirnar í algjörri
lægð og kannski í andaslitrunum.“ Hið rétta
er, og ef til vill er höfundurinn að meina það,
að sem listform eru Hollywood-myndir í al-
gjörri lægð og kannski í andaslitrunum. Og
þetta eru þær myndir sem auglýsingarnar í
blöðunum hampa mest. Ég held að flestir
þeir sem sækja kvikmyndahúsin hér að stað-
aldri geti verið sammála um þetta, því miður.
Bandaríska afþreyingarmyndin þjáist af
uppdráttarsýki, hugmyndaleysi og end-
urtekningum; endalausar endurgerðir gam-
alla smella og úldinna sjónvarpsþátta eru eitt
helsta einkennið. Sem betur fer eru til und-
antekningar frá þessari reglu en þær eru svo
fáar að maður hrekkur við þegar þær birtast.
Bandaríska afþreyingarmyndin stendur
sjaldnast undir því að vera afþreying, hvað
þá meir. Nýjasta dæmið er Legally Blonde,
sem hlaut prýðis viðtökur vestra en þegar
hún birtist hér á tjaldinu skilur áhorfandi
ekki hvers vegna; þetta er klaufalegur, lítt
fyndinn ýkjufarsi, að vísu með góðri leikkonu
í aðalhlutverkinu.
Úrvalið í kvikmyndahúsunum er því í al-
gjörri lægð, ekki listgreinin í heild. Þetta
sannaðist á nýliðinni Kvikmyndahátíð í
Reykjavík. Þótt fjarri sé að hún njóti við-
unandi aðbúnaðar og fyrrnefndur Egill kalli
hana „hræðilegan bastarð“, sýndi hún og
sannaði rétt eina ferðina að kvikmyndalistin
er sprelllifandi ef hún fær tækifæri til að
njóta sín. Það fær hún of sjaldan.
Gamla ástkonan hans Egils Helgasonar á enn
skilinn allan séns.
Sálumessa draums: Ekki aðeins listaverk, heldur líka bandarísk.
Fornar ástir
„Ég elska Mikka mús meira en nokkra konu sem
ég hef kynnst,“ sagði Walt Disney. Hann hafði
nokkurra hagsmuna að gæta. Samt er þetta
auðvitað of langt gengið. Mér datt þetta í hug
þegar ég las eftirfarandi yfirlýsingu á Netinu:
„Eftir því sem árin líða hafa mér orðið æ betur
ljósar takmarkanir kvikmyndanna. Ég ann þeim
ekki jafnheitt og einu sinni, þær eru næstum
eins og kona sem ég elskaði einu sinni en ekki
lengur.“
SJÓNARHORN
Árni Þórarinsson
NÝ TÓNLIST –
gamlar kvikmyndir
er nýbreytni sem
Kvikmyndasafn Ís-
lands er að hleypa
af stokkunum í
Bæjarbíói og mun
standa allt næsta
ár. „Við munum
sýna ýmis gullald-
arstykki með
nýrri, frumsam-
inni tónlist, poppi,
djassi og raftónlist
og gefum þannig
ungu tónlistarfólki
tækifæri til að
semja og flytja
tónlist við þöglar
kvikmyndir,“ segir
Oddný Sen hjá
Kvikmyndasafn-
inu. „Við byrjum
nk. föstudag, 7.
desember, með
sýningu á hinni
sögufrægu banda-
rísku heimild-
armynd Nanook norðursins frá 1922 eftir Ro-
bert Flaherty, sem kallaður er faðir leikinna
heimildarmynda. Nanook norðursins fjallar um
líf eskimóafjölskyldu og lýsir deyjandi menningu
þeirra á norðurskautinu. Tónlistin er samin og
flutt af Skúla Sverrissyni, bassaleikara í New
York, og Hilmari Jenssyni gítarleikara.“
Önnur nýbreytni hjá Kvikmyndasafninu í
Bæjarbíói eru helgarsýningar tileinkaðar
ákveðnum leikstjórum eða kvikmyndateg-
undum, eins og trúarlegum myndum, Shake-
spearemyndum, Hitchcockmyndum o.s.frv.
„Hinn 8. og 9. desember verðum við þannig með
jólaglaðning þar sem eru sýningar á ýmsum
perlum Chaplins, eins og Borgarljósunum, Gull-
æðinu, Einaræðisherranum, Drengnum, Sirk-
usnum, Sviðsljósum o.fl.,“ segir Oddný. „Það er
mikil eftirspurn eftir Chaplin núna og við vonum
að þeir sem ekki komust á kvikmyndatónleika
okkar í Háskólabíói mæti nú í Bæjarbíó.“
Þá verður helgin 15. og 16. desember til-
einkuð vinsælu grínpari sem ekki hefur lengi
sést á tjöldum hérlendis, þ.e. Abbott og Costello.
Meðal mynda þeirra sem þá verða sýndar eru
Fjársjóður múmíunnar, Veröldin hlær og
Abbott og Costello hitta Frankenstein.
Fjölbreyttur jólaglaðningur
Kvikmyndsafnsins í Bæjarbíói
Nanook norðurs-
ins, Chaplin og
Abbott og Costello
Gamlir kunningjar:
Abbott og Costello.
Chaplin: Margar fræg-
ustu perlna hans sýndar.
Nanook norðursins: Upp-
haf leikinna heim-
ildamynda.