Morgunblaðið - 02.12.2001, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÞEIR Magnús Eiríksson ogKristján Kristjánsson,KK, hafa báðir verið áber-andi í íslensku tónlistarlífi,Magnús hefur verið að í
tæpa fjóra áratugi, en 39 ár eru liðin
síðan hann lék fyrst fyrir dansi, í
Sjálfstæðishúsinu í Kópavogi, og
Kristján í einn, en tíu ár eru síðan
hann sneri til Íslands, eftir langvar-
andi dvöl erlendis, með lögin á breið-
skífuna Lucky One í farteskinu. Und-
anfarin fimm ára hafa þeir svo starfað
talsvert saman, leikið á tónleikum
víða um land við góðar undirtektir og
gefið út vinsælar plötur, tvær hljóð-
vers, Ómissandi fólk og Kóngur einn
dag, og eina tónleika sem einmitt var
tekin upp í Kópavogi.
Þó mönnum sé gjarnt að nefna þá
KK og Magnús í sömu andrá eiga þeir
sér umfangsmikinn tónlistarferil hvor
í sínu lagi og fyrir skemmstu sendu
þeir frá sér safnskífur með úrvali laga
frá fyrri árum. Plata Magnúsar kem-
ur út vegum Skífunnar, heitir
Braggablús og inniheldur 40 lög frá
ferlinum, það fyrsta frá 1976 og síð-
asta af plötu þeirra Magnúsar og KK,
Kóngur einn dag, sem kom út á þar-
síðasta ári. Kristján sendir aftur á
móti frá sér sautján laga safn, enda
ekki úr eins miklu að velja, sem hann
kallar Galfjaðrir, en á því er úrval
laga frá því fyrsta skífa hans, Lucky
One, kom út fyrir réttum tíu árum og
fram til dagsins í dag, því eitt lag-
anna, Englar himins grétu í dag, er
samið með flugslysið í Skerjafirði í
huga og tekið upp rétt áður en platan
kom út.
Ekki bara safnplötur
Áður hafa komið út lagasöfn Magn-
úsar á diskum, en hann leggur
áherslu á að ekki sé bara verið að
pakka upp á nýtt gömlum geisladisk-
um. „Fyrst voru gefin út tuttugu
bestu lögin en síðan föttuðu menn að
það voru ekki bestu lögin, því það
komu önnur sem voru miklu betri og
þá var gefinn út annar diskur, en svo
voru lög sem voru á hinum og þessum
safnplötum og kannski ekki verið fá-
anleg í langan tíma í neinu formi. Ég
valdi þessi lög með Eiði Arnarsyni hjá
Skífunni og hann tíndi til ýmis lög
sem ég var búinn að gleyma, þannig
að þetta er sambland af þeim tveim
safnplötum sem komið hafa út og síð-
an lög sem ekki hafa verið fáanleg til
viðbótar,“ segir Magnús, en ekki er
bara að menn séu búnir að velja upp á
nýtt á safndisk með helstu lögum
hans heldur er búið að hljóðvinna lög-
in upp á nýtt og það eftir upprunalegu
frumeintaki hverrar plötu.
KK er líka að gefa út safnplötu,
Galfjaðrir, en hún er bara einföld
enda segist hann vera svo ungur enn,
byrjaði ekki að gefa út fyrr en 1991.
KK segir að það hafi ekki verið mál að
velja á plötuna, frekar hafi verið erfitt
að finna út hverju ætti að sleppa. „Ég
var búinn að tala við fullt af fólki og
flestir ráðlögðu mér að hafa hana ekki
of langa. Ég var með lista yfir of mörg
Sýnisplötur
hálfrar aldar
Magnús Eiríksson og Krist-
ján Kristjánsson hafa margt
brallað á sínum tónlist-
arferli, enda er samanlögð
starfsævi þeirra hálf öld.
Árni Matthíasson tók þá fé-
laga tali í tilefni þess að þeir
sendu frá sér hvor sína safn-
plötuna.
Morgunblaðið/Golli
Magnús Eiríksson, Þorleifur Guðjónsson og Kristján Kristjánsson, KK, hafa leikið saman undanfarin ár.