Morgunblaðið - 02.12.2001, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 02.12.2001, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2001 B 7 57.000 kr. á mánuði í eitt ár Pajero Sport er stórglæsilegur og fallegur hágæðajeppi sem opnar þér nýja og spennandi heima. Hann er vandlega búinn og býr yfir aksturseiginleikum sem eiga engan sinn líka. Og nú býðst þér að njóta þessa frábæra jeppa fyrir aðeins 57.000 kr. á mánuði í eitt ár* með rekstrarleigusamningi. Komdu og reynsluaktu því þetta er tækifæri sem þú mátt ekki láta fram hjá þér fara. 20 Mitsubishi Pajero Sport fást nú á rekstrarleigu í 12 mánuði, kr. 57.000 á mánuði. Fyrstur kemur fyrstur fær. *Aðeins fyrir fyrirtæki. Laugavegur 170 - 174 // Sími 590 5000 // Heimasíða www.hekla.is // Netfang hekla@hekla.is B IR T IN G U R / S ÍA lög á eina plötu, ekki bara lög sem all- ir þekkja heldur líka lög sem eru í uppáhaldi hjá mér, en það er allt í lagi að senda ekki allt út í einu.“ Kristján segist hafa tekið þá ákvörðun að gera góða plötu frekar en bara safnplötu, þ.e. að velja á plöt- una eins og á hverja aðra hljóðvers- skífu, en ekki sögulegt yfirlit. „Það gerist að segja af sjálfu sér að þegar ég var að tína lög í burtu þá vinsaði ég þau lög út sem ekki gerðu heildar- myndina sterkari.“ Magnús tekur í sama streng, segist hafa tekið ákvörðun um það í upphafi að hafa lögin ekki nema fjörutíu og síðan raða þeim til að gera plötuna sem samfelldasta og betri en ekki í tímaröð. „Hjá mér skipti líka máli að hafa ekki einn flytjanda yfirþyrmandi og þess vegna flytur Bubbi til dæmis Braggablús, en ekki Mannakorn.“ Lög af sameiginlegum plötum Ekki þarf lengi að skoða plötur þeirra félaga til að sjá að þær skarast að nokkru leyti þó ekki séu lög sam- eiginleg. Skörunin byggist á því að á báðum plötunum eru lög sem þeir fé- lagar hafa flutt saman á plötunum þremur sem þeir hafa gefið út sam- eiginlega. Kristján segir að þeirra samstarf hafi staðið í 25 ár, þegar Magnús var með Kristján í einskonar blúsgítar- læri, en fimm ár eru síðan þeir tóku að starfa saman af krafti. Það sam- starf hefur byggst á vináttu, þar sem tveir vinir sem vill svo til að eru tón- listarmenn leika saman eftir því sem stemmningin blæs þeim í brjóst. Þannig hafa líka verið plöturnar þeirra, þær hafa verið settar saman eins og til skemmtunar þeim tveim og fyrir vikið hitt í mark hjá þeim sem heyrt hafa, en á milli þess sem þeir hafa leikið saman á tónleikum eða inn á band hafa þeir fengist við sitthvað annað tónlistarkyns; það mætti kannski líkja þeirra sambandi við op- ið hjónaband og Magnús tekur reynd- ar undir það. KK er sama sinnis en vill útvíkka samlíkinguna: „Mér hefur alltaf fundist það gott við tónlistina að maður má halda framhjá því maður er giftur listagyðjunni, en ekki tón- listarmönnunum sem maður er að spila með.“ Frjálsir félagar Samhliða því sem þeir félagar hafa byggt samstarfið á vináttu hafa þeir líka gætt að því að binda sig ekki með úgtáfusamningum og tilheyrandi. „Okkur hafa borist tilboð frá fyrir- tækjum sem hafa viljað borga okkur fullt af peningum fyrir að gera plötur eftir pöntun, en það er ekki okkar,“ segir Kristján og bætir við að hann njóti þess sérstaklega í dag að vera al- gjörlega frjáls og laus allra mála, enda skammt síðan hann keypti út- gáfuréttinn að allri sinni tónlist frá Japís. „Þannig eru Galfjaðrir gefnar út af Suði, mínu fyrirtæki, í samvinnu við Eddu. Síðan er í deiglunni plata sem ég er að taka upp, búinn að taka upp sjö–átta lög og ætla að klára á næsta ári, en hana get ég gert það við sem ég vil, er engum háður og get þess vegna verið tíu ár að setja hana saman ef mér sýnist sem svo.“ Magnús segir að eins sé komið hjá sér, hann sé óbundinn með öllu og skammt er síðan hann og Pálmi Gunnarsson Mannakornsfélagi hans, keyptu útgáfuréttinn á tuttugu ára afmælisplötu Mannakorna, Spilaðu lagið, sem Japís gaf út fyrir fimm ár- um. Útgáfuferill Magnúsar er aftur á móti svo langur að útgefendur eiga obbann af hans lögum í gegnum tíð- ina, þó höfundarétturinn sé vitanlega hans, en þess má og geta að plöturnar sem þeir KK og Maggi hafa gefið út saman eiga þeir að öllu leyti sjálfir. „Chaplin hagaði þessu svo að hann eignaðist kvikmyndir sínar eftir að búið var að sýna þær í þrjú ár og þetta ætti auðvitað að vera eins í þessum hljómplötubransa,“ segir Magnús, en bætir svo við að hann nenni ósköp lítið að spá í þetta gamla dót, hann hafi mest gaman að vinna í einhverju nýju. Með hugann við hið liðna Gefur augaleið að undanfarna mán- uði hafa þeir Kristján og Magnús ver- ið með hugann við hið liðna, verið að pæla í gegnum gamalt efni, og af fasi þeirra má ráða að þeirm finnst prýði- legt að því sé lokið. Þeir segjast þó ekki vera að segja skilið við þessi gömlu lög fyrir fullt og allt, öðru nær. „Við höldum vitanlega áfram að spila þessi gömlu lög, fólk vill fá að heyra þau og sjálfsagt að verða við því,“ seg- ir Magnús, en segir aðspurður að inn- an um séu lög sem hann gæti ekki hugsað sér að spila. „Í alvöru?“ spyr Kristján þá hissa. „Þú ert náttúrlega með svo mörg lög, en ég held að það séu engin lög í mínu lagasafni sem ég gæti ekki hugsað mér að spila,“ segir hann og bætir við eftir smá umhugs- un, „Auðvitað passa ekki öll lög fyrir okkur að spila þrír saman, ég Maggi og Þorleifur, og til dæmis höfum við verið að spila eitt lag eftur Magga, Reykjavíkurblús, sem við erum samt ekki ánægðir með. Lagið er skothelt en við erum ekki búnir að finna lausn- ina, búnir að finna hvernig það passar fyrir okkur, en það kemur eflaust.“ „Ég hefði til dæmis ekki haldið að hægt væri að spila Layla á kasagítar,“ segir Magnús, „en svo var það bara svo rosalega flott með nýju bíti og allt. Það er aldrei að vita hvað býr í þess- um lögum.“ Nýtt í aðsigi Kristján er að taka upp plötu eins og fram hefur komið, og ætlar að gefa sér góðan tíma til að klára hana, en þó með það fyrir augum að henni verði lokið seinni partinn á næsta ári. „Ég ætla ekki að senda hana frá mér fyrr en ég er fullkomlega ánægður með hana, ekki fyrr en mér finnst hvert einasta lag jafn gott og Englar himins grétu í dag,“ segir hann og vísar í nýja lagið á Galfjöðrum. „Ég vil ekki að á plötunni séu einhverjir aumingjar eins og Maggi kallar það, ekki að það sé á henni uppfyllingarefni,“ segir Kristján og ræðir svo um plöturnar sem hann hefur áður sent frá sér, að á þeim sumum séu lög sem honum þyki ekki eins góð og hefði getað orðið, þó plöturnar sjálfar séu góðar og þær hafi elst býsna vel að hans mati. Magnús segir að þegar hann hafi verið að hlusta á gömlu plöturnar sín- ar hafi hann hvað eftir annað spurt sjálfan sig að því hvers vegna þetta og hitt lagið sé aldrei spilað. „Það er vit- anlega vegna þess að á þeim tíma þegar Mannakornsplötur eins og Samferða voru að koma út var kannski bara spilað af þeim eitt lag og síðan ekki meir, þó á plötunum hafi verið miklu betri lög að mínu mati.“ Magnús er líka að spá í nýja tónlist, segist var að semja lög á fullu um þessar mundir. „Ég er búinn að spila svo mikið með Kristjáni og því hef ég samið mikið fyrir tvo gítara og bassa. Ég hef ekkert verið í hljómsveitar- verkunum, en þá byrjar maður kannski á allt öðrum enda. Það má segja að ég sé núna að vinna að raf- mögnuðum vísnasöng og vil endilega fara að hljóðrita, taka upp heima á einfaldan hátt og vinna það kannski áfram seinna.“ Tónleikar og ekki Það er til siðs að halda tónleika til að kynna plötur og skiptir engu þó menn séu að gera safnplötur. Krist- ján segist líka staðráðinn í því að halda slíka tónleika, fá til liðs við sig KK Bandið sem var, Ellen systur sína og Eyþór Gunnarsson, sem bæði hafa komið við sögu á plötum hans og svo megi telja. „Það væri ofsalega gaman að taka eina tónleika þar sem ég leik gömlu lögin, sérstaklega að spila með þessu fólki öllu á einum tónleikum.“ Það er aftur á móti meira mál og flóknara fyrir Magnús að halda tón- leika til að spila lög af fjörutíu laga safnplötu sem spannar áratugi. „Ég sé ekki að ég eigi eftir að halda tón- leika til að kynna þessa plötu, en við Pálmi erum að halda Mannakorns- tónleika til að kynna afmælisplötuna okkar, meðal annars með tónleikum í Salnum, en það stendur einmitt til að gefa út upptökur sem við gerðum þar á 25 ára afmælinu. Það væri vitanlega gaman að geta kallað á einhverja af þessum gömlu sem spiluðu með okk- ur, en það er stórmál“.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.