Morgunblaðið - 02.12.2001, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.12.2001, Blaðsíða 17
leynast undir húsunum og hafa margir hverjir verið gerðir þegar menn sóttu stein í klettinn. Þar geymist vín við hinar bestu aðstæður, hitinn er alltaf jafn, 13°C, þar er dimmt og enginn titringur af yfir- borði. Sendiherrar St. Émilion Í dag er bærinn St. Émilion mikið sóttur af ferðamönnum sem koma hingað fyrst og fremst vegna þess að þeir kannast við rauðvínin sem hér eru gerð. Það kemur því mörgum skemmtilega á óvart að sjá að stað- urinn er gróið miðaldaþorp og þrátt fyrir umgang ferðamanna ríkir þar friðsæld og ekkert fer fyrir túrista- búðum í skúraþyrpingum eins og verða svo oft á vegi manns við merka staði. Tvisvar á ári eru hátíðahöld tengd vínræktinni þegar félagar hins svokallaða Jurade koma saman, þriðja sunnudag í júní og síðan þriðja sunnudag í september. Þessi sam- koma þeirra markar upphaf og lok vínuppskerunnar. Þá ganga þeir saman í rauðum hempum um götur þorpsins og enda göngu sína uppi á Konungsturninum. Hér er hefðinni fylgt í hvívetna enda nær saga þess- arar samkundu allt aftur til 1199. Þá voru það fyrirmenn þorpsins sem áttu sitt sæti og var til þess ætlast af þeim að þeir legðu sitt af mörkum við að selja og kynna vínin frá Saint Ém- ilion. Félagar Jurade eru nokkurs konar sendiherrar Saint Émilion. Þeir setja, og hafa alltaf sett, strang- ar reglur um gæði Saint Émilion-vín- anna og má vafalaust þakka þeim það hve vinsæl og útbreidd þessi vín eru nú í heiminum. Vínbændur St. Émil- ion eiga sér annan guðlegan vernd- ara og er það heilagur Valéry. Hann er aðeins tilbeðinn í þessu eina þorpi, yfirleitt er heilagur Vincent vernd- ardýrlingur vínbænda. Heilt þorp á heimsminjaskrá Í desember 1999 ákvað UNESCO að bæði þorpið St. Émilion, svo og vínekrurnar sem tilheyra því, skyldu tekin á heimsminjaskrá, World Her- itage List. Þannig er St. Émilion skipað á bekk með yfir 500 heims- þekktum stöðum og minjum, sem hafa einstakt menningarsögulegt eða náttúrufræðilegt gildi og er þetta í fyrsta skipti sem heilu þorpi ásamt tilheyrandi ræktarlandi hlotnast slík útnefning. Margar þjóðir sækjast eftir slíkri tilnefningu fyrir merkar minjar sem þær eiga, enda mikill heiður að koma þeim í flokk heims- minja. Eftir að hafa komið til þorps- ins og séð hvernig heimamönnum hefur tekist að varðveita og geyma þann menningararf sem þeir eiga, getur maður ekki annað en vonað að þetta litla þorp fái að haldast óskemmt um ókomna tíð, heima- mönnum til sóma og ferðamönnum til gleði, og kannski opnað augu annarra fyrir verðmætagildi sinna eigin menningarminja. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2001 B 17 ferðalög Sólskinsverð í janúar Florida ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 16 07 6 11 /2 00 1 Hafið samband við söluskrifstofur Flugleiða eða Fjarsöludeild Flugleiða í síma 50 50 100 (svarað mánud. - föstud. kl. 8-20, laugard. kl. 9-17 og á sunnud. kl. 10-16). Sölutímabil er 2. des. til 9. des. 2001. Ferðatímabil er 1. janúar til 28. jan. (síðasta heimkoma er 5. feb.) Lágmarksdvöld 7 dagar. Börn, 2 - 11 ára, fá 33% afslátt af flugfargjaldi. Börn að tveggja ára aldri greiða 10% af flugfargjaldi. Þessi tilboð gefa 5000 vildarpunkta. Missið ekki af þessu sólríka tækifæri! * Innifalið: Flug, gisting í 7 eða 14 nætur, flugvallarskattar og þjónustu gjöld. Tilboðssala frá 2. til 9. desember Best Western Movieland eða Best Western Plaza við International Drive 43.963 kr.* Clarion Universal Hotel við Universal Boulevard á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn í fjórbýli í 7 nætur 57.605 kr.* á mann í tvíbýli í 7 nætur 78.955 kr.* á mann í tvíbýli í 14 nætur 56.988 kr.* á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn í fjórbýli í 14 nætur 46.763 kr.* á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn í fjórbýli í 7 nætur 63.205 kr.* á mann í tvíbýli í 7 nætur 90.155 kr.* á mann í tvíbýli í 14 nætur 62.588 kr.* á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn í fjórbýli í 14 nætur er komið sækja litlir leigubátar mann, þar sem engar bryggjur eru á eyjunni til að taka á móti stærri bátum. Lítil þægindi Þegar komið er í land þarf helst að byrja að ganga á milli gististaðanna þar sem fæstir þeirra eru með síma til að taka við bókunum fyrirfram. Flest gistiheimilin samanstanda af nokkr- um kofum á milli trjánna sem prýddir eru mismiklum þægindum. Flottast er að fá kofa með viftu, moskítóneti og baðherbergi (um 3.000 kr.) en í mörgum er boðið upp á lítið annað en dýnu á gólfinu (500 kr.). Þetta virðist unga fólkið sætta sig fullkomnlega við, enda kofarnir aðeins til að sofa í yfir blánóttina. Áður en ég segi ykkur nánar frá því að á Perhentian sé hreinasti sjór sem ég hef séð og náttúran og einangr- unin hið besta mál, get ég ekki annað en látið unga fólkið vita af því að lítið er um áfengisdrykkju á eyjunni þar sem eyjaskeggjar eru múslimar sem drekka ekki. Eyjur Tælandsmegin við landamærin sinna partíhlutverk- inu alveg prýðilega. Hvað sem því líð- ur er gaman að fíla sig eins og Rób- inson Krúsó í u.þ.b. viku/tíu daga á Perhentian, kafa og skoða frumskóg- inn en halda svo aftur í siðmenn- inguna á meginlandinu. BANDARÍSK stjórnvöld hafa mælst til þess við erindreka sína í Nepal að þeir haldi sig einvörðungu í höfuðborginni Katmandú, segir tímarit norrænu ferðaþjónustunnar, Stand By. Banda- rískum ferðamönnum er jafnframt ráð- ið frá því að leggja leið sína til Nepal vegna uppreisnar maóista en rúmlega 200 uppreisnarmenn og 80 hermenn hafa látið lífið í átökum undanfarna daga. Ófriðarins hefur orðið vart víða um landið og því ekki hægt að ganga út frá því sem vísu að öryggi sé tryggt á til- teknum stöðum umfram aðra. Þeim sem hyggja á ferðalög til Nepal er því ráðlagt að hverfa frá því um sinn. 2Kínaklúbbsferðir með Unni KÍNAKLÚBBUR Unnar efnir til tveggja Kínaferða á næsta ári, ári hestsins, en þá eru 10 ár síðan Kínaklúbburinn var stofnaður, segir í tilkynningu. Fyrri ferðin stendur frá 17. maí til 7. júní og sú síðari frá 17. september til 8. októ- ber og meðal áfangastaða eru Beijing, Xian, Kínamúrinn, Guilin, Shanghaí og Suzhou, auk þess sem siglt verður á Li og eftir Keisaraskurðinum. Meðal þess sem skoðað verður er 6.500 ára gam- alt þorp í Kína, sjöstjörnu garður, þjóð- flokkasafn, silkisafn, perlurækt- unarstöð, Forboðna borgin, Torg hins himneska friðar, Ming-grafarsvæðið, Sumarhöll keisaranna, Hof himins og Hof Konfúsíusar. Hvor ferðin tekur 22 daga og er farin á þeim árstíma þegar meðalhitinn er 25 gráður. Unnur Guðjónsdóttir hefur farið með 16 hópa til Kína frá því Kínaklúbburinn var settur á fót. Heild- arverð á mann er 350.000 krónur í tvíbýli (miðað við gengi 1. september) og er allt innifalið í verði, segir enn- fremur í tilkynningu frá Kínaklúbbnum, það er öll dagskrá, fullt fæði, allir skatt- ar og gjöld, staðarleiðsögn og far- arstjórn. FERÐAMENN VARAÐIR VIÐ ÁSTANDINU Í NEPAL Ljósmynd/Unnur Guðjónsdóttir Pa’kua, spádómstákn taóista, á vegg í húsagarði í Lijiang. Konan á mynd- inni er í þjóðbúningi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.