Morgunblaðið - 02.12.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.12.2001, Blaðsíða 18
Mitsubishi Space Star 1,6 Fyrst og fremst fjölskyldubíll með mikla möguleika  OPEL er að kynna nýja túrbóútgáfu af Zafira. Í þessari útgáfu kallast bíllinn Zafira OPC en skammstöfunin stendur fyrir þá deild innan Opel sem fæst við að gefa bílum aukið afl og sportlega eiginleika (Opel Performance Cars). Vélin er tveggja lítra, 16 ventla með forþjöppu og skilar 192 hestöflum. Bíllinn er 8,2 sekúndur úr kyrr- stöðu í 100 km hraða og nær 220 km hámarks- hraða. En hann hefur upp á fleira að bjóða en aflmikla vél. Veggripið er aukið með stífari fjöðrun og dempurum og auk þess er staðalbúnaður tvö raf- eindastýrð inngripskerfi, þ.e. EPS sem er stöð- ugleikastýring og TC Plus sem er spólvörnin. Kerfin eru samt þannig útfærð að þau grípa seinna inn í aksturinn er í öðrum bílum og gefur þar með kost á sportlegri og hrárri akstri. Að framan er bíllinn með stærra loftinntaki. Þar fyrir utan eru hjólaskálarnar stærri til að rúma 17 tommu álfelgur og nýja og stærri loft- kælda diska. Að innan eru hvítir og sportlegir mælar og stýri og gírstöng eru klædd leðri sem passar vel við Recaro-sætin. Zafira OPC – 192 hestafla RENAULT Laguna er sem fyrr eini bíllinn sem hefur fengið fimm stjörnur í árekstraprófi Euro NCAP. Birtar voru niður- stöður í nýjustu prófun Euro NCAP sem er framkvæmd án þátttöku bílaframleiðenda og er virtasta sjálfstæða könnunin af þessu tagi í Evrópu. Prófunin leiddi í ljós að Honda er í fararbroddi hvað varðar öryggi vegfarenda, þ.e.a.s. að hönnun Honda Stream er með þeim hætti að minni líkur eru á alvarlegum meiðslum á vegfarendum sem verða fyrir bílnum en öðrum bíl- um. Honda Stream fékk þrjár stjörnur. Þrátt fyrir þessa góðu einkunn Honda þykir frammi- staða bílaframleiðenda á þessu sviði enn afar slök. Euro NCAP prófaði fyrst árekstravarnir fjölskyldubíla 1997. Þá fékk aðeins einn bíll af þrettán fjórar stjörnur. Í nýjustu könnuninni voru 19 bílar prófaðir og fékk einn bíll, Renault Laguna, fimm stjörn- ur, og tólf fjórar stjörnur. Þyk- ir þetta skýrt tákn um miklar framfarir í hönnun bíla hvað viðvíkur árekstrarvörnum. Lök útkoma Hyundai El- antra og Alfa Romeo 147 þótti sæta nokkrum tíðindum. Alfa fékk aðeins 20% af hæstu mögulegri einkunn í fram- endaárekstri, sem er einhver lakasta einkunn í sögu Euro NCAP. Forsvarsmenn prófunarinn- ar létu í ljós furðu sína yfir því að Bíll ársins 2001 í Evrópu, Alfa Romeo 147, og aðrir ný- lega hannaðir bílar, skyldu ekki fá hærri einkunn en 3 stjörnur. Honda Stream er sá eini sem hefur fengið fjórar stjörnur vegna ör- yggis vegfarenda. Renault Laguna er eini bíllinn sem hefur fengið fimm stjörnur í árekstrarprófi Euro NCAP. Laguna áfram einn með 5 stjörnur  SALA er hafin á nýrri gerð hljóðnema fyrir GSM-síma sem hægt er að koma fyrir í hvaða bíl sem er. Á tímum handfrjáls búnaðar hlýtur slíkur búnaður að vekja athygli. Fyrirbærið kallast Sit- back Sound og því fylgir hátalari sem falinn er í púða sem hægt er að festa við hnakkapúða bíls- ins. Áhugasamir geta kynnt sér búnaðinn á slóð- inni www.sitbacksound.com og jafnvel pantað hann. Hljóðnemi og hátalari í hnakkapúða  PORSCHE Cayenne, fyrsti jeppi þýska fram- leiðandans, verður kynntur á næsta ári, en á sama tíma minnast menn þess að meira 100 ár eru liðin frá því Porsche tók í notkun aldrifstækn- ina. Fyrsti fjórhjóladrifni bíll fyrirtækisins var Lohner Porsche kappakstursbíll sem Ferdinand Porsche afhenti E.W. Hart í Luton í eigin persónu. Ekki er vitað hver árangur Hart var á þessum bíl en vitað er að Ferdinand Porsche vann Exelberg rallíið árið 1901 á svipuðum bíl. Porsche með aldrif í meira en öld                     ! "      $% &' ( # ) *+( ,    # )   -./ $ 01/ ,   # ) $   ,   +1 23-   ' 4 ++  *+55 +  5 + 62 7 $% /' (#86- ( +95 :   :%(1. :%(;. *< +    #=     9 : 5    1.; >< %  (    # ) OPEL setur á markað nýjan Vectra á næsta ári. Meðal út- færslna verður fjórhjóladrifsbíll sem er ætlað að vera mótleikur við Audi A6 Allroad og Subaru Legacy Outback. Bíllinn verður með meiri veghæð en aðrir bílar í þessari línu og sækir margt til Zafira Snowtrekk- er, sem margir kannast við sem jepplingsútgáfuna af Zafira fjölnota- bílnum. Bíllinn sem kemur á markað á næsta ári verður fimmti meðlimur- inn í nýrri Vectra-fjölskyldu. Fyrir verða stallbakur, hlaðbakur, lang- bakur og Signum, sportlegur lang- bakur. Hann verður fjórhjóladrifinn og líklega boðinn með 3,2 lítra V6- vél, 211 hestafla auk 3,0 lítra sam- rásardísilvélarinnar frá Isuzu. Vectra í anda Allroad Ný kynslóð Opel Vectra er væntanleg á markað. FYRIR skemmstu var fjallað á þess- um síðum um bílahitara. Ein tegund sem ekki var nefnd til sögunnar er Thermo Top E frá Webasto. Hitar- inn brennir olíu eða bensíni og hitar upp vélina og bílinn. Miðstöðvar frá Webasto hafa verið í sölu hér á landi í rúm 35 ár. Webasto er þýskt fyr- irtæki og er 100 ára í ár. Fyrirtækið er einnig framleiðandi á sóllúgum, topplúgum, A/C- kerfum og loft- stýrðum hurðum. Thermo Top E er 4 kW og hentar fyrir vélastærðir allt að 2,0 l en Thermo Top C, sem er 5,2 kW hentar í allar gerðir þar yfir. Grunngerðin er afgreidd með klukku sem hefur 3 minni á sólarhring og gengur mest í 60 mínútur í einu. Með klukkunni er einnig hægt að kveikja og slökkva eftir því sem við á og má miðstöðin vera í gangi þó að vél bíls- ins sé í gangi. Einnig er hægt að fá litla fjarstýringu eða fjarræsingu á miðstöðina. Með handsendinum er einnig hægt að velja hvað miðstöðin eigi að ganga lengi. Handsendirinn hefur einnig stillingu til að lofta bíl- inn í stað þess að hita. Einnig er hægt að fá búnað sem kallast Thermo Call1 en með honum má ræsa miðstöðina með GSM-síma. Búnaðurinn kostar frá 78.560 án ísetningar. Ísetning kostar frá 28.000 kr. Webasto bílahitarar eru seldir hjá Bílasmiðnum hf., Arctic Trucks, B&L, Heklu, Aukarafi og Kraftbíl- um ehf. Þjónustu- og ísetningaverkstæði í Reykjavík eru Vélaverkstæði Ragn- ars Kristinssonar og J.K bílasmiðja og Kraftbílar ehf. á Akureyri. Webasto- bílahitarar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.