Morgunblaðið - 23.01.2002, Síða 1

Morgunblaðið - 23.01.2002, Síða 1
ÞRJÁTÍU og níu manns særðust þegar palestínskur byssumaður hóf að skjóta af riffli sínum á fjölfarinni verslunargötu í vesturhluta Jerúsal- em um miðjan dag í gær. Þar af særðust sex lífshættulega. Ísraelska lögreglan brást snöggt við og felldi manninn en hann er talinn hafa verið liðsmaður Al-Aqsa herdeildanna, sem tengsl hafa við Fatah-hreyfingu Yassers Arafat, forseta heimastjórn- ar Palestínumanna. Mikil öryggisvarsla var á Jaffa- götu, þar sem ódæðið átti sér stað, enda féllu fimmtán þar í sjálfsmorðs- árás Palestínumanns í ágúst og tíu til viðbótar í desember. Ódæðismaður- inn, sem vopnaður var M-16 árásar- riffli, lét skotum rigna yfir nær- stadda drykklanga stund en reyndi síðan að flýja af vettvangi. Ísraelska lögreglan skaut hann hins vegar til bana í nálægu húsasundi. Avi Pazner, talsmaður Ísraels- stjórnar, sakaði Arafat um að bera ábyrgð á verknaðinum enda „gerði hann ekkert“ til að koma í veg fyrir ódæðisverk hryðjuverkamanna. Árásin kom einungis klukkustund- um eftir að Hamas-samtökin lýstu yfir „algeru stríði“ á hendur Ísrael í kjölfar þess að ísraelski herinn felldi fjóra liðsmenn Hamas í aðgerðum í bænum Nablus á Vesturbakkanum í gærmorgun. Ísraelar sakaðir um að hafa drepið fjóra „með köldu blóði“ Talsmenn Ísraelshers sögðu að í aðgerðunum í Nablus hefði ein allra stærsta sprengjuverksmiðja, sem fundist hefði á Vesturbakkanum, verið eyðilögð. Héldu þeir því fram að mennirnir fjórir hefðu fallið í skotbardaga en tveir þeirra voru á lista Ísraelsmanna yfir þá menn sem þeir vilja hvað helst handsama. Mahmud Allul, borgarstjóri í Nablus, sagði mennina hins vegar hafa verið drepna „með köldu blóði“. Sagði hann að þrír þeirra hefðu fundist látnir í rúmi sínu en lík þess fjórða hefði fundist á baðherberginu. Eftir að hersveitir Ísraela héldu á brott aftur frá Nablus söfnuðust um fimm þúsund stuðningsmenn Hamas saman fyrir framan fangelsi í bæn- um og kröfðust þess að öllum föng- um þar yrði sleppt. Köstuðu þeir grjóti að byggingunni og létu ófrið- lega. Til að komast hjá frekari óeirðum greindi einn af yfirmönnum palest- ínsku lögreglunnar múgnum frá því að Arafat hefði skipað svo fyrir að sleppa skyldi bróður eins mannanna, sem felldir voru í gærmorgun. Múg- urinn ærðist hins vegar á nýjan leik þegar tilkynnt var að kanna þyrfti betur hvort rétt væri að sleppa tutt- ugu róttækum íslamstrúarmönnum úr fangelsinu til viðbótar. Áður hafði Ísraelsher dregið sig til baka frá bænum Tulkarm á Vestur- bakkanum en hann hernámu Ísr- aelsmenn á mánudag. Það var í fyrsta sinn sem Ísraelar hernema heilan bæ á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna frá því að palest- ínska heimastjórnin var stofnuð árið 1994. Palestínumaður felldur eftir skotárás í Jerúsalem AP Ísraeli lætur geðshræringu sína í ljós eftir árásina í Jerúsalem í gær. Jerúsalem. AFP.                               !"# $  !  " &       !    ' #$ ()$  *   #+ % %   '          18. TBL. 90. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 23. JANÚAR 2002 TIL handalögmála kom þegar hnefaleikakapparnir Mike Tyson og Lennox Lewis hittust í gær til að kynna væntanlegan slag sinn um WBC-heimsmeistaratitilinn í hnefa- leikum sem fara á fram 6. apríl nk. Gæti farið svo að uppákoman yrði til þess að ekkert yrði af bardag- anum, að sögn fréttaskýrenda. Tildrög slagsmálanna voru þau að Tyson lét sér ekki nægja að gefa Lewis illúðlegt augnaráð, þegar þeir félagar voru kynntir til sög- unnar á sviði í New York, heldur óð beint í heimsmeistarann núverandi. Ruddi hann sér leið framhjá aðstoð- armönnum Lewis og upphófust slagsmál milli kappanna tveggja og hóps fylgdarmanna þeirra. Aðstoð- armenn Lewis fullyrtu að Tyson hefði bitið í fætur þess fyrrnefnda meðan á átökunum stóð en hinn síð- arnefndi hlaut hins vegar ljótan skurð á höfðinu eins og sjá má á myndinni. Tyson lét sér þó ekki nægja að gera atlögu að Lewis heldur hreytti einnig ónotum í við- stadda fréttamenn áður en hann hvarf á braut. Reuters Tyson óð í Lennox Lewis NÝLEG heimsókn Karstens Han- sens, sem fer með fjár- og efnahags- mál í færeysku landsstjórninni, til Ís- lands og yfirlýsingar hans við það tækifæri hafa dregið dilk á eftir sér innan landsstjórnarinnar. Er þá eink- um átt við þau ummæli hans í viðtali við Morgunblaðið, að gangi olíuleitin vel verði Færeyjar líklega orðnar sjálfstætt ríki eftir fjögur ár. Anfinn Kallsberg lögmaður úr Fólkaflokkinum hefur mótmælt opin- berlega ummælum Hansens á Ís- landi, sem og líkum ummælum Høgna Hoydals í færeyskum fjölmiðlum. Þeir Hansen og Hoydal eru í Þjóðveld- isflokknum en þriðji stjórnarflokkur- inn er Sjálfstjórnarflokkurinn. „Sem lögmaður og formaður lands- stjórnarinnar vísa ég á bug yfirlýs- ingum um fjögurra ára aðlögunar- tíma sem óábyrgu hjali. Þær ganga þvert á samninga milli stjórnarflokk- anna og einnig gegn meirihlutasam- þykkt lögþingsins um fullveldi Fær- eyja,“ segir Kallsberg. Kallsberg bendir á, að samkvæmt stjórnarsamþykkt skuli hin efnahags- lega aðlögun að fullveldi standa í 10 til 12 ár og hann segir, að yfirlýsingar Þjóðveldisflokksmannanna stangist á við það, sem þeir hafi sjálfir skrifað undir með Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur. Þar er kveðið á um, að Færeyingar taki smám saman við sérfæreyskum mál- um og þá því aðeins, að þeir treysti sér til að bera allan kostnað af þeim. Hansen og Hoydal vísa aðfinnslun- um hins vegar á bug og segja, að gert sé ráð fyrir, að Færeyingar verði bún- ir að taka við sínum sérmálum ekki síðar en eftir 10 ár. Ekkert banni hins vegar, að það gerist á skemmri tíma. Deilt um yfirlýs- ingar Hansens Þórshöfn. Morgunblaðið. NORSKIR skólar mega nota kennslubækur með auglýsing- um og þurfa ekki að bera það sérstaklega undir menntamála- ráðuneytið. Þessi er niðurstaða Kristinar Clemet, menntamála- ráðherra Noregs. Clemet segir í viðtali við norska dagblaðið Verdens Gang, að hún ætli ekki að hafa neitt eftirlit með þeim kennslu- bókum, sem prýddar séu auglýs- ingum, og Ulf Erik Knudsen, talsmaður Framfaraflokksins í menntamálum, er sama sinnis. Segir hann, að kennslubækur, sem fjármagnaðar eru með aug- lýsingum, geti dregið verulega úr útgjöldum skóla og nemenda. Þetta fyrirkomulag er þekkt frá Svíþjóð en þar hefur Free- book-útgáfan bæði gefið út og gefið nemendum sjö ólíkar kennslubækur, sem kostaðar eru með auglýsingum. Að sögn Ylvu Pavlov, framkvæmda- stjóra Freebook, er nú farið að vinna að norskum kennslubók- um og þegar búið að safna 40 auglýsendum. Knudsen, talsmaður Fram- faraflokksins, lagði þó áherslu á, að það væri ekki sama hver aug- lýsti í kennslubókunum. Aldrei kæmi til greina að leyfa, að klámfyrirtæki eða annar slíkur iðnaður fengi að bjóða nemend- um vöru sína með þessum hætti. Auglýs- ingar í skóla- bókum FJÖRUTÍU og níu ára gamall Íri, Colm Murphy, var í gær fundinn sekur fyrir rétti í Dublin um aðild að sprengjutilræðinu í Omagh á Norð- ur-Írlandi 15. ágúst 1998 en 29 manns féllu í ódæðinu. Murphy er fyrsti maðurinn sem sakfelldur er fyrir aðild að tilræðinu, sem var það mannskæðasta í sögu átakanna á N- Írlandi en klofningshópur úr Írska lýðveldishernum, IRA, lýsti á sínum tíma ábyrgð á því á hendur sér. Aðstandendur fórnarlamba ódæð- isins í Omagh fögnuðu fréttunum mjög en þeir hafa lengi barist fyrir því að sökudólgarnir yrðu látnir sæta ábyrgð. Murphy var þó ekki fundinn sekur um að hafa borið beina ábyrgð á ódæðinu heldur er hann dæmdur fyrir að hafa átt aðild að samsæri til að koma fyrir sprengju, sem líkleg var til að verða fólki að bana. Fólust sannanir á hendur honum einkum í notkun tveggja farsíma, sem tengdir hafa verið glæpnum með óyggjandi hætti. Dæmt vegna ódæðisins í Omagh Dublin. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.