Morgunblaðið - 23.01.2002, Síða 2

Morgunblaðið - 23.01.2002, Síða 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isMonica Seles stöðvaði sigur- göngu Venus Williams/B4 Liverpool hefur lagt Manchester Utd. að velli í fimm skipti í röð/B2 4 SÍÐUR Sérblöð í dag „MÉR líður eins og ég hafi lent und- ir beittum valtara, ég er allur skor- inn og lurkum laminn,“ sagði Jök- ull Bergmann fjallgöngumaður, sem lenti í snjóflóði í Skíðadal sl. sunnudag. „Hann var ótrúlega heppinn,“ sagði móðir hans, Anna Dóra Hermannsdóttir, er blaða- maður Morgunblaðsins ræddi við þau á bæklunardeild Landspítala í Fossvogi í gær. Jökull er hálsbrotinn og viðbeins- brotinn og hlaut slæm sár bæði á fótum og höfði. Hann er þó ekki lamaður. Segir hann læknana hafa hætt að telja fjölda sauma á höfði hans en þó nefnt að í aðgerðir þar hefðu farið 10 pakkar af saumum. „Það er eins og hópur af indíánum hafi farið í hausinn á mér,“ segir hann. Jökull missti mikið blóð og verður honum gefið blóð á næst- unni og hann segir að sig svimi strax og hann reyni að rísa á fætur. Hann segir sig verkja í skrokkinn og fær lyf til að halda verkjunum í skefjum en ber sig annars vel. Líklega vont að lenda „Þetta var svo þunnt flóð og lítill snjór að ég lendi að miklu leyti í stórgrýti og þess vegna fer ég svona illa,“ segir Jökull og kveðst lítið geta sagt hvað gerðist eftir að flóðið hreif hann fyrr en hann rank- ar við sér nokkru síðar. „Ég man þó að rétt áður en flekinn fer af stað bið ég annan félaga minn sem var næst mér að doka við því mér fannst þetta eitthvað tvísýnt. Síðan fer flekinn af stað og ég er mjög ná- lægt brotlínunni. Síðan man ég að ég fer fram af klettabrún og er nokkuð lengi í loftinu. Þá hugsa ég með mér að nú verði líklega vont að lenda og dett síðan út aftur.“ Jökull kveðst muna það næst að Sigurbjörn Gunnarsson, annar fé- lagi hans í fjallgöngunni, er að skera hluta af bakpoka sínum til að nota sem hálskraga. Þriðji sam- ferðarmaður þeirra, Jón Marinó Sævarsson, fór að sækja hjálp og kom síðan til baka. Sagði hann þessi viðbrögð Sigurbjörns bera vott um ótrúlega næmt auga hans fyrir því hvað gerst hefði en Jökull kvartaði um eymsl í hálsi og í fram- haldi af því útbjó Sigurbjörn krag- ann. Hann sagði fagmennsku hafa setið í fyrirrúmi hjá öllum sem komu við sögu björgunarinnar, björgunarsveitinni á Dalvík sem og öðrum. Þegar hér var komið sagði Jökull að þeir félagar hefðu rölt áleiðis niður fjallið. Móðir Jökuls, Anna Dóra Hermannsdóttir og unnusta, Sunna Björk Bragadóttir, fóru til móts við þá en þær voru á Klængs- hóli, innsta bæ í Skíðadal sem er í eigu fjölskyldunnar. Þar hefur Jök- ull aðsetur og hefur tekið á móti hópum sem hann fer með á fjöll. Jökull, sem er 25 ára, hefur síðustu 10 árin stundað fjallamennsku og starfað sem leiðsögumaður á því sviði bæði hérlendis og erlendis. Björgunarmenn komu á vettvang og var Jökull fluttur á börum síð- asta spölinn og var ekið með hann á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Þar kom í ljós að hann var hálsbrot- inn og var ákveðið að flytja hann suður með sjúkraflugi strax á sunnudagskvöldið. Ótrúlegt að ekki fór verr Anna Dóra Hermannsdóttir segir það hreint ótrúlegt hversu heppinn Jökull hafi verið og að ekki skyldi hafa farið verr. Jökull segir líka mikinn stuðning í viðveru móður sinnar og unnustu á sjúkrahúsinu og bendir líka á að unnustan sé sjúkraþjálfari og hann eigi því að geta verið í góðum höndum áfram. Þá hefur mikið af vinum og fé- lögum Jökuls úr björgunar- og fjallamennskunni heimsótt hann. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Jökull lendir í hremmingum í fjalla- klifri en hann hefur ekki látið það á sig fá og ekki heldur nú. „Ég er orðinn vanur að lenda í svona og það hjálpar,“ segir hann og kveðst ætla að halda áfram í fjallaklifri. Allur lurkum laminn Morgunblaðið/Kristinn Jökull Bergmann liggur á bæklunardeild Landspítala í Fossvogi. Hjá honum er móðir hans, Anna Dóra Hermannsdóttir. SALA á kjöti jókst um 2% á síðasta ári samkvæmt bráðabirgðatölum frá Bændasamtökunum. Sala á kinda- kjöti dróst hins vegar saman um 5,7%. Líkt og undanfarin ár jókst sala á svínakjöti og kjúklingum, en þessar tvær greinar eru núna með rúmlega 45% kjötmarkaðarins. Í fyrra seldust 19.733 tonn af kjöti, samanborið við 19.544 tonn ár- ið 2000. Sala á kindakjöti hefur minnkað ár frá ári síðustu ár, en ár- ið 2000 stöðvaðist þessi þróun. Þá jókst kindakjötssala um 4,4%. Í fyrra gekk þessi aukning til baka. Salan á árinu var 6.825 tonn, sem er heldur minni sala en á árinu 1999. Framleiðsla á kindakjöti dróst hins vegar saman um 11,5% í fyrra. Ástæðan er minni fallþungi og fækkun á sauðfé í kjölfar niður- skurðar í tengslum við gildistöku nýs búvörusamnings. Í fyrra voru framleidd 8.612 tonn af kindakjöti og er framleiðslan því um 1.800 tonnum meiri en salan á innanlands- markaði. Þessi umframframleiðsla er flutt úr landi. Árið 1991 nam neyslan á kindakjöti á innanlandsmarkaði 7.947 tonnum. Samdrátturinn er því rúmlega þúsund tonn á 10 árum. 14,8% aukning í kjúklingasölu Í fyrra jókst sala á alifuglum um 14,8% og sala á svínakjöti jókst um 9,1%. Nokkur ár eru síðan sala á svínakjöti fór fram úr sölu á nauta- kjöti, en á síðasta ári fór salan á kjúklingum líka upp fyrir nautakjöt- ið sem nú er fjórða söluhæsta kjöt- tegundin. Sala á nautakjöti dróst saman í fyrra um 4,2%. Sala á mjólk reiknuð á prótein- grunni nam tæplega 108 milljónum lítra sem er aukning um 3,5%. Sala reiknuð á fitugrunni dróst hins veg- ar saman um 0,9% og varð 98 millj- ónir lítra. Munurinn hefur verið að aukast ár frá ári, en ástæðan er sú að sala á feitum mjólkurvörum, eins og nýmjólk og smjöri, er sífellt að minnka, en sala á próteinríkum mjólkurvörum eykst að sama skapi. Sala á kjöti jókst um 2% í fyrra Sala á kindakjöti minnkaði um 5,7%                             !""  # #    $ %  $ $%   $ %  ! "&#'&() ! & #*#+  ,)  -   -   -     -          ÞRÍR smábátar sem lágu við flotbryggju í Ólafsvík skemmd- ust töluvert er 80 tonna bátur, Gullborg SH338, sem var að koma inn til löndunar, rakst utan í þá. Festingar slitnuðu á flot- bryggjunni sem skemmdist einn- ig við áreksturinn og færðist úr stað. Hafnarstarfsmenn unnu við það í gærkvöldi að festa hana. Óhappið átti sér stað laust eft- ir kl. 20 í gærkvöldi og sam- kvæmt upplýsingum lögreglunn- ar í Ólafsvík var orsökin bilun í skiptingu bátsins. Björn Arnalds- son, hafnarstjóri í Ólafsvík, sagð- ist ekki vita til þess að Gull- borgin hefði skemmst við árekst- urinn. Hann sagði erfitt að meta hversu mikið fjárhagslegt tjón hefði hlotist af árekstrinum en að í dag yrði haft samband við tryggingafélögin og bryggjan lagfærð. Bátur rakst á flotbryggju Flotbryggjan losnaði og þrír smábátar skemmdust. Morgunblaðið/Alfons STJÓRN Knattspyrnusam- bands Íslands (KSÍ) hefur ákveðið að greiða tæpar tíu milljónir króna til 56 aðild- arfélaga KSÍ. Eggert Magn- ússon, formaður KSÍ, sagði að sambandið hefði reynt að létta undir með aðildarfélögum frá árinu 1992 er 5% gjald af að- göngumiðum efstu deildar og bikarkeppni var fellt niður. Með þessu síðasta útspili KSÍ hefur sambandið skilað aðildarfélögum sínum um 160 milljónum króna frá árinu 1992 með framlögum, niður- fellingu gjalda og yfirtöku á kostnaði. KSÍ greiðir arð til félaga  Aðildarfélög KSÍ/B3 TÆPLEGA helmingur fyrirtækja, sem svöruðu könnun Samtaka at- vinnulífsins um viðhorf til Háskóla Ís- lands, taldi að framlög sín til kennslu og rannsókna við HÍ myndu aukast ef skattafrádráttur vegna slíkra fram- laga yrði aukinn. Um 28% svöruðu neitandi og um 24% tóku ekki afstöðu. Gústaf Adolf Skúlason, forstöðu- maður stefnumótunar- og samskipta- sviðs SA segir að hefði verið spurt um háskóla almennt mætti ætla að fleiri fyrirtæki hefðu svarað játandi. Könn- unin var gerð að beiðni Stúdentaráðs HÍ og voru spurningar sendar 1344 aðildarfyrirtækjum SA. Skattafrá- dráttur mun auka fram- lög til HÍ  Vilja aukin/27

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.