Morgunblaðið - 23.01.2002, Síða 12

Morgunblaðið - 23.01.2002, Síða 12
DÓMNEFND um samkeppni um skipulag við tónlistarhús, ráð- stefnumiðstöð og hótel við höfnina í Reykjavík telur að markmið sam- keppninnar hafi náðst, þ.e. að fá fram hugmyndir að skipulagi svæð- isins sem nýst gætu við framhald verkefnisins um TRH. Alls bárust 44 tillögur og sagði Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir borgarstjóri þegar niðurstöður voru kynntar að dóm- störf hefðu verið vandasöm vegna fjölda tillagna og þeirra fjölmörgu þátta sem taka þurfti tillit til. Þá telur dómnefndin að tillög- urnar sýni að sú ákvörðun að velja TRH stað á hafnarsvæðinu bjóði uppá marga áhugaverða mögu- leika á skipulagi og útfærslu bygg- inga. Hægt verði með góðu skipu- lagi og vönduðum byggingum að tengja saman miðborgar-, menn- ingar-, athafna- og hafnastarfsemi. Bygging TRH á þessum stað geti orðið eitt helsta kennileiti borg- arinnar. Eins og fram hefur komið í blaðinu hlaut tillaga Guðna Tyrf- ingssonar, Lotte Elkjær, Mikel Fischer-Rassmussen og Lasse Grosböl fyrstu verðlaun. Dómnefnd ákvað að veita þrenn þriðju verð- laun en engin önnur verðlaun. Með því vildi hún gefa verðlaunatillög- unni meira vægi gagnvart þeim sem eiga eftir að koma við sögu framkvæmda. Íslenskir arkitektar eru höf- undar tillagnanna þriggja sem hlutu þriðju verðlaun. Í fyrsta lagi eru það Kristján Ásgeirsson og Jakob E. Líndal. Annar hópur sem fékk þriðju verðlaun eru arkitekt- arnir Aðalsteinn Snorrason, Björn Guðbrandsson, Egill Guðmunds- son, Gísli Gíslason, Guðrún Ingv- arsdóttir, Jón Guðmundsson og Örn Þór Halldórsson. Í hópnum voru einnig Hilmar Gunnarsson hönnuður og Þorvarður Björg- vinsson byggingafræðingur. Í þriðja lagi fékk Auður Hrönn Guð- mundsdóttir, arkitekt í Þýskalandi, þriðju verðlaun. Dómnefnd um tónlistarhús telur markmið samkeppni hafa náðst Dómnefnd telur Auði Hrönn Guðmundsdóttur hafa tekist að skapa umhverfi sem yrði eftirsóknarverður samkomustaður borgarbúa. Þessi tillaga Aðalsteins Snorrasonar og fleiri þykir dómnefnd bjóða uppá góðar lausnir þrátt fyrir óraunhæfar breytingar á höfninni. Þykja breytingar á Austurhöfninni draga úr notagildi hennar. Dómnefnd telur að arkitektunum Kristjáni Ásgeirssyni og Jakobi E. Líndal hafi tekist að leysa það erfiða verkefni sem snýr að legu TRH gagnvart miðborginni og byggðinni austan við Lækjargötu. Hugmyndir munu nýtast við skipu- lag svæðisins LÖGREGLAN í Reykjavík handtók í gær tvo unga menn sem grunaðir eru um innbrot í verslunina Office 1 í fyrri- nótt. Þýfið, skjávarpi og borð- tölva, er jafnframt komið til skila. Tilkynnt var um grunsam- legar mannaferðir við versl- unina skömmu eftir miðnætti í fyrrinótt. Þegar lögreglumenn bar að reyndist hafa verið brotin rúða í hurð og verðmætun stolið. Skömmu síðar fann lögregla stolinn bíl sem talið var að mennirnir hafi verið á en þeir fundust þó ekki í fyrstu. Eftir að hafa unnið úr tiltækum gögnum í framhaldi af afbrotinu hóf lögreglan leit og handtók hina grunuðu. Tveir hand- teknir vegna innbrots FRÉTTIR 12 MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ HÆSTIRÉTTUR hefur heimilað Félagsbústöðum hf. í Reykjavík að láta bera út konu sem leigt hefur íbúð í eigu félagsins frá því í ágúst en fengið ítrekaðar viðvaranir vegna ónæðis sem nágrannar hennar urðu fyrir. Leigusamn- ingnum var rift með símskeyti og féllst Héraðsdómur Reykjavíkur ekki á útburðarkröfuna þar sem ekki var talið sannað að konan hefði fengið símskeytið í hendur. Hæstiréttur taldi hins vegar að yf- irlýsingin í símskeytinu hefði þau áhrif að lögum sem henni var ætl- að, þótt óvíst væri hvort hún hefði nokkru sinni borist í hendur leigj- andans. Fram kemur í úrskurði héraðs- dóms að leigusamningur var gerð- ur 7. ágúst sl. og fékk konan afnot íbúðarinnar degi síðar. Íbúar í fjöl- býlishúsinu sendu fyrirsvarsmanni Félagsbústaða bréf dagsett 20. ágúst og kvörtuðu undan ónæði frá íbúðinni. Í bréfinu kemur fram, að frá fyrsta degi fylgdu mikil vanda- mál leigjandanum, sem höfðu mjög truflandi áhrif á íbúa hússins. Þau tengdust mikilli óreglu, há- stemmdri tónlist, háreysti, slags- málum o.fl., enda var oft gest- kvæmt í íbúðinni og þar var um að ræða svonefnda „góðkunningja lögreglunnar“. Samdægurs sendi fyrirsvars- maður Félagsbústaða leigjandan- um bréf sem bar yfirskriftina AÐ- VÖRUN og sagði þar að ef aðvörunin yrði ekki tekin til greina sendi leigusali lokaaðvörun um rýmingu íbúðarinnar. Leigjandinn kvittaði fyrir móttöku símskeyt- isins. Hélt uppteknum hætti þrátt fyrir aðvörun Konan hélt síðan uppteknum hætti og 1. október sendu Fé- lagsbústaðir henni annað sím- skeyti sem bar yfirskriftina LOKAAÐVÖRUN þar sem vísað var til fyrra símskeytis og lagt fyr- ir leigjandann að bæta ráð sitt að viðlagðri riftun húsaleigusamn- ingsins og eftirfarandi útburði. Konan kvittaði einnig fyrir mót- töku þessa símskeytis. Hinn 15. október riftu Félagsbú- staðir síðan húsaleigusamningnum með símskeyti sem ber yfirskrift- ina RIFTUN. Á símskeytið er skráð „Enginn heima. Tilk. skilin eftir“. Leigjandinn sagðist fyrir dómi ekki hafa fengið riftunaryfir- lýsingu Félagsbústaða og ekkert hafa um hana vitað fyrr en hún fékk tilkynningu héraðsdóms um útburðarkröfu. Í úrskurði héraðsdóms segir að ráða megi af framlögðum gögnum að háttsemi leigjandans gagnvart íbúum í fjölbýlishúsinu veiti Fé- lagsbústöðum rétt til að rifta leigusamningnum. Á hinn bóginn liggi ekki fyrir ótvíræð sönnun fyr- ir því, að leigjandinn hafi móttekið riftunaryfirlýsingu Félagsbústaða frá 15. október sl. Því verði að hafna útburðarkröfunni. Hæstiréttur segir hins vegar í sínum dómi, að samkvæmt fram- lögðu afriti símskeytisins hafi Fé- lagsbústaðir falið Landssíma Ís- lands hf. að koma símskeytinu til skila. Afrit þetta beri með sér að þetta hafi verið reynt, en starfs- maður ritsímans í Reykjavík ritaði á það að enginn hefði verið heima og skeytið verið skilið eftir. Sam- kvæmt meginreglu 13. greinar húsaleigulaga hafði þessi yfirlýs- ing þau áhrif að lögum, sem henni var ætlað, þótt óvíst væri hvort hún hefði nokkru sinni borist í hendur varnaraðila. Af þeim sök- um taldi Hæstiréttur ekki efni til annars en að verða við útburð- arkröfunni. Dóminn kváðu upp hæstarétt- ardómararnir Markús Sigur- björnsson, Árni Kolbeinsson og Gunnlaugur Claessen. Skúli Bjarnason hrl. var lögmaður sókn- araðila, Félagsbústaða hf., og Kristján Stefánsson hrl. lögmaður varnaraðila, konunnar. Útburður heimilað- ur þrátt fyrir óvissu um skil á símskeyti ÞRÍTUG kona var á mánudagdæmd í tíu mánaða fangelsi, þar afaf 8 mánuði skilorðsbundið, í Hér-aðsdómi Reykjavíkur fyrir fjögur þjófnaðarbrot árið 2001. Konan játaði að hafa stolið mat- vörum og vaxtæki, samtals að verðmæti 19.586 krónur í Hag- kaupum, Kringlunni, í febrúar í fyrra, matvörum að verðmæti 3.030 krónur í versluninni 10–11 í Arnarbakka, einnig í febrúar, og stolið límmiðum og dúkkuleikföng- um að verðmæti 2.850 krónur í versluninni Leikbæ í Faxafeni í ágúst. Konan hefur allnokkurn saka- feril að baki en henni hefur sex sinnum verið refsað fyrir umferð- arlagabrot og fimm sinnum hefur hún verið dæmd fyrir hegningar- lagabrot. Hún var síðast dæmd í september sl. en þá var ekki talin ástæða til þess að gera henni sér- staka refsingu í viðbót við 8 mán- aða skilorðsbundinn fangelsisdóm frá í júní sl. fyrir þjófnaði, hylm- ingu, skjalafals, nytjastuld og fíknilagabrot. Refsing ákærðu nú var hegningarauki við þann dóm að því er varðar þjófnaðina í febr- úar og ágúst. Brot ákærðu í nóv- ember sl. telst hins vegar vera ítrekað. Var því skilorðsdómurinn dæmdur upp og konunni gerð refs- ing í einu lagi. Pétur Guðgeirsson héraðsdóm- ari kvað upp dóminn. Kári Rafn Kjartansson sótti málið fyrir ákæruvaldið. Verjandi ákærðu var Hilmar Ingimundarson hrl. Tíu mánaða fangelsi fyrir þjófn- aðarbrot UM ÁRAMÓT hækkaði geymslugjald hjá Skráningar- stofu úr 600 krónum í 1.500 krónur. Jafnframt hækkaði verð á númeraplötum sem framleiddar eru á Litla- Hrauni um 50%. Mikil aukn- ing varð á síðasta ári í inn- lögnum á númeraplötum. Karl Ragnars, fram- kvæmdastjóri Skráningar- stofu, sagði að á síðasta ári hefðu bifreiðagjöld og þunga- skattar verið felldir niður á bílnúmerum sem lögð hefðu verið til geymslu hjá Skrán- ingarstofu og öðrum skoðun- arstöðvum. Við þessa breyt- ingu hefði innlögn á númerum aukist mjög mikið. Dæmi væru um að eigendur vinnu- véla hefðu lagt númer í geymslu og einungis tekið þau út þegar einhver verkefni væru fyrir vélina. Þessi aukning hefði orðið til þess að skoðunaraðilar, þ.e. Skráningarstofa, bifreiða- skoðunarstöðvar og pósthús- in, hefðu kvartað undan því að umsýslugjaldið, sem var 600 kr., væri allt of lágt og langt undir því að standa undir kostnaði sem af þessu leiddi. Pósthúsin hefðu gengið svo langt að segja samningn- um upp vegna óánægju með gjaldskrána. Niðurstaðan hefði orðið sú að hækka geymslugjaldið upp í 1.500 krónur. Karl sagði að þó að þetta væri umtalsverð hækkun mætti ekki gleyma því að bú- ið væri að fella niður gjöld og skatta af geymdum númerum og því væri í reynd um minni gjöld fyrir bifreiðaeigendur að ræða. Verð á númeraplötum hækkar um 50% Karl sagði að um áramót hefði verð á númeraplötum hækkað um 50%, en ákvörðun um það hefði verið tekin á Litla-Hrauni þar sem plöt- urnar eru framleiddar. Karl sagði að framleiðsla á plötum hefði minnkað mikið á síðustu misserum vegna þess að inn- flutningur á bílum hefur dregist mikið saman. Hann sagði að verð á númeraplöt- um hefði verið óbreytt í tíu ár. Geymslu- gjald á bílnúm- erum hækkar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.