Morgunblaðið - 23.01.2002, Qupperneq 15
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2002 15
Vinnustofa SÍBS • Hátúni 10c • Sími: 562 8500 • Fax: 552 8819 • Heimasíða www.mulalundur.is
TILBOÐ Á EGLA BRÉFABINDUM - VERÐ 274 KR / STK.
Tilboðið gildir til 31. janúar 2002
BIC Atlantis penni
Verð 91 kr/stkk
NOVUS MASTER
gatar 25 blöð.
Verð 382 kr
NOVUS heftari
heftar 30 blöð.
Verð 674 kr Borðmotturnar frá Múlalundi
2 dagar
í Slava!
Miðasala opin alla virka
daga kl 13-17 og fram
að sýningu sýningardaga.
Sími 4621400. www.leikfélag.is
FORMENN stéttarfélaga á Akureyri og Eyjafirði
afhentu Kristjáni Þór Júlíussyni, bæjarstjóra á
Akureyri, bréf þar sem minnt er á samkomulag á
milli Alþýðusambands Íslands og Samtaka at-
vinnulífsins frá því í desember síðastliðnum um
frestun á endurskoðun launaliðar kjarasamninga,
en skýr viðmið eru í samkomulaginu um uppsagn-
arheimild fari verðbólga yfir ákveðið mark. „Með
þessu var samþykkt að allir legðust á eitt um að
lækka verðbólguna, en sveitarfélögin voru ekki
formlega inni í þessu samkomulagi og því vildum
við minna þau á þetta samkomulag,“ sagði Björn
Snæbjörnsson formaður Einingar-Iðju. Önnur
sveitarfélög í Eyjafirði, Grímsey, Hrísey, Ólafs-
fjörður, Dalvíkurbyggð, Arnarneshreppur, Hörg-
árbyggð, Eyjafjarðarsveit, Svalbarðsstrandar-
hreppur og Grýtubakkahreppur hafa einnig
fengið samskonar bréf frá forsvarsmönnum stétt-
arfélaganna.
Varnaðarorðin áttu
fullan rétt á sér
Markmið samkomulags ASÍ og SA var að stuðla
að hjöðnun verbólgu og treysta kaupmátt launa,
en það var byggt á samráði við ríkisstjórnina m.a.
um stöðugleika í efnahagsmálum, lækkun á græn-
metisverði, verðlagseftirliti og lækkun trygging-
argjalds svo dæmi séu tekin. Formenn eyfirsku
stéttarfélaganna benda á að nú hafi komið í ljós að
varnaðarorð þau sem féllu í aðdraganda sam-
komulagsins í liðnum mánuði, þar sem varað var
við fyrirætlunum um stórfelldar hækkanir á þjón-
ustugjöldum og íþyngjandi álögum á íbúa bæði á
vegum ríkis og sveitarfélaga, hafi átt fullan rétt á
sér. „Gjaldskrárhækkanir þessara aðila á síðustu
vikum eru ein helsta ógnunin við markmið sam-
komulags aðila vinnumarkaðarins um lækkun
verðbólgu og aukningu kaupmáttar launa,“ segir í
bréfi formanna stéttarfélaganna til forsvars-
manna eyfirsku sveitarfélaganna. Segja þeir að
opinberir aðilar geti með aðgerðum sínum eða að-
gerðarleysi ráðið úrslitum um hvort markmið
samkomulagsins náist. „Þess er krafist að sveit-
arfélögin axli sína ábyrgð með því að draga þegar í
stað til baka ákvarðanir sem þegar hafa náð fram
að ganga eða eru áformaðar um hækkanir á álög-
um,“ segir í bréfinu og bent á að ábyrgð þeirra
sem ekki verði við áskoruninni sé mikil.
Björn sagði misjafnt milli sveitarfélaga hvort
búið væri eða ætti að hækka gjaldskrár. Þannig
ætti að skoða milli umræðna um fjárhagsáætlun
Akureyrarbæjar tillögu um 8% hækkun á leik-
skólagjöldum. Hann sagði vissulega jákvætt að
búið væri að lækka gjaldskrá Norðurorku vegna
heita vatnsins.
Ætlumst til þess að sveitarfélögin
standi með okkur í baráttunni
Hann bendir á að einungis 3 sveitarfélög á
svæðinu, Eyjafjarðarsveit, Arnarneshreppur og
Hörgárbyggð nýti ekki hámarksútsvar. Í hinum
sveitarfélögunum þar sem skattprósentan sé í
botni greiði menn þannig 38,78% í skatta, en íbúar
hinna sveitarfélaganna þriggja 38,54% eða 0,24%
minna en nágrannar þeirra. Það þýddi um 8 þús-
und krónum meiri álögur á fólk með 2ja milljón
króna tekjur á ári. Íbúar þessara sveitarfélaga
njóti þannig ekki þeirrar skattalækkunar, 0,33%
sem ríkið ákvað á liðnu ári. „Menn verða ekki varir
við þessa lækkun þegar sveitarfélögin hækka sín-
ar álögur á móti,“ sagði Björn.
„Við ætlumst til þess að sveitarfélögin standi
með okkur í þessari baráttu við verðbólguna, enda
hlýtur það að vera einnig þeirra hagur.“
Sveitarstjórnarmenn minntir á samkomulag ASÍ og SA um lækkun verðbólgu
Gjaldskrárhækkanir ógna
markmiðum samkomulagsins
Morgunblaðið/Kristján
Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri,
t.h., ræðir við Björn Snæbjörnsson, formann Ein-
ingar-Iðju, Helga Jónsson, formann Rafvirkja-
félags Norðurlands, og Konráð Alfreðsson, for-
mann Sjómannafélags Eyjafjarðar, í gær.
FJÁRHAGSAÐSTOÐ félagsmála-
ráðs Akureyrarbæjar nam rúmum
37 milljónum króna á síðasta ári og
hækkaði um tæp 44% á milli ára. Í
desember sl. lágu fyrir 215 beiðnir
um fjárhagsaðstoð og voru veittir
195 styrkir að upphæð tæplega 6,4
milljónir króna og 6 lán að upphæð
um 280.000 krónur.
Í ljósi mikillar hækkunar fjár-
hagsaðstoðar á síðasta ári var í fé-
lagsmálaráði rætt um hvort og þá
hvernig eigi að breyta úthlutunar-
reglum. Félagsmálaráð samþykkti
tillögur um breytingar á framfærslu-
grunni, sem gera ráð fyrir hækkun á
húsnæðishluta þeirra í samræmi við
breytingar undanfarinna ára. Jafn-
framt leggur félagsmálaráð áherslu
á að skerpa þurfi á framkvæmd út-
hlutunarreglna.
Rúmar 37
milljónir í
fjárhags-
aðstoð
MIKILL samdráttur hefur orðið í
fraktflutningum áætlunarskipa sjó-
leiðina til og frá Akureyri á undan-
förnum árum. Árið 1996 voru sjó-
flutningar til og frá bænum tæplega
100 þúsund tonn en á síðasta ári að-
eins um 30 þúsund tonn.
Pétur Ólafsson, skristofustjóri
Hafnasamlags Norðurlands, sagði að
Samskip hefðu hætt sjóflutningum
frá Akureyri hinn 1. ágúst árið 2000
og að einnig hefðu sjóflutningar
dregist saman hjá Eimskipi. Þetta
hefði þýtt mun minna umfang í frakt-
flutningum um höfnina. „Þessir flutn-
ingar eru að mestu komnir á vegina,
sem þola illa þessa auknu umferð,
auk þess sem slysahætta hefur auk-
ist. Vörugjöld Akureyrarhafnar hafa
dregist mikið saman, sem aftur gerir
allan rekstur mun erfiðari en áður.
Það hefur orðið mikil uppbygging
hafnarmannvirkja og þetta er þróun
sem menn sáu ekki fyrir.“
Pétur sagði að einnig hefði orðið
samdráttur í sjóflutningum á olíu og
þá hefðu sementsflutningar einnig
verið fluttir á vegina sl. haust. „Við
eigum okkar tryggu viðskiptavini,
sem eru Samherji og ÚA, en skip
þeirra hafa einnig landað annars
staðar á landinu. Á vordögum og
fram á sumar, þegar frystiskipin eru
á karfaveiðum á Reykjaneshrygg,
kemur varla frystiskip hingað til bæj-
arins. Þá landa skipin fyrir sunnan og
það er vel skiljanlegt en það hefur
vissulega áhrif á þá aðila hér sem
þjónusta skipin.“
Samdráttur í löndun
á frystum fiski og bolfiski
Á síðasta ári var um 8.000 tonnum
af frystum fiski landað á Akureyri en
árið áður var aflinn um 12.000 tonn.
Bolfiskaflinn sem fór um Akureyrar-
höfn í fyrra var um 10.600 tonn en um
12.600 tonn árið 2000. Heldur meira
af rækju var landað á Akureyri í
fyrra en árið áður. Landaður rækju-
afli í fyrra var um 6.900 tonn og jókst
um 1.200 tonn á milli ára. Einnig varð
aukning í loðnu á milli ára en sam-
dráttur í síld. Pétur sagði að loðnan
hefði mikil áhrif á tölur um landaðan
afla á milli ára „en við hefðum viljað
fá meira af frystum fiski og bolfiski
hér í gegn“.
Heildartekjur Hafnasamlags
Norðurlands á síðasta ári voru 123
milljónir króna en voru 127 milljónir
króna árið áður. Pétur sagði sam-
dráttinn vera um 13% á milli ára, á
föstu verðlagi.
Tekjur Hafnasamlags Norðurlands dragast saman á milli ára
Mikill samdráttur
í fraktflutningum á sjó
SPARISJÓÐUR Svarfdæla og
Slökkvilið Dalvíkurbyggðar
skrifuðu í gær undir samkomu-
lag, sem felur í sér að slökkvi-
liðsmenn byggðarlagsins munu
á næstu vikum gera úttekt á
ástandi reykskynjara í öllum
íbúðarhúsum Dalvíkurbyggðar
og í Hrísey. Og þar sem ekki
eru reykskynjarar munu þeir
gera tillögur um úrbætur.
Á móti skuldbindur Spari-
sjóðurinn sig til þess að greiða
niður um helming kaup á öllum
reykskynjurum þar sem þeirra
er þörf og slökkviliðsmenn
munu aðstoða fólk við uppsetn-
ingu þeirra endurgjaldslaust.
Undanfarin 12 ár hefur
Sparisjóðurinn styrkt kaup á
hjálmum fyrir hjóla-, skíða- og
hestafólk í byggðarlaginu og
nemur sá stuðningur milljónum
króna, að sögn Friðriks Frið-
rikssonar sparissjóðsstjóra.
Hann sagði að kaup á hjálmum
hefðu verið styrkt eftir alvar-
legt slys á skíðasvæðinu í
Böggvisstaðafjalli fyrir um 12
árum.
Styrkir
kaup á
reyk-
skynjurum
FLUGMÁLASTJÓRN gekkst fyrir ráðstefnu á Akur-
eyri fyrir helgina, þar sem fjallað var um vetrar-
viðhald. Ráðstefnuna sátu um 40 manns, starfsmenn
Flugmálastjórnar, Keflavíkurflugvallar og Vegagerð-
arinnar.
Tilgangur ráðstefnunnar var að samræma vinnuað-
ferðir og ræða leiðir til að bæta öryggi á flugvöllum
og vegum með tilliti til hálkuvarna og snjómoksturs.
Fulltrúar Flugmálastjórnar, Keflavíkurflugvallar og
Vegagerðarinnar fluttu erindi og einnig norskur sér-
fræðingur á sviði tækjabúnaðar til hreinsunar á flug-
völlum og vegum.
Bætt öryggi á
flugvöllum og
vegum til umræðu
Morgunblaðið/Kristján
Starfsmenn Vegagerðarinnar, Keflavíkurflugvallar og Flugmálastjórnar sátu ráðstefnu.
Ráðstefna um snjómokstur og hálkuvarnir á flugvöllum og þjóðvegum