Morgunblaðið - 23.01.2002, Page 17
Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir
Frá stofnfundi um sjálfseignarstofnun Safns Jósafats Hinrikssonar.
FYRIR skemmstu var haldinn
stofnfundur sjálfseignarstofnunar
um Safn Jósafats Hinrikssonar í
Fjarðabyggð. En eins og kunnugt
er þáði Fjarðabyggð safnið að gjöf
frá erfingjum Jósafats heitins Hin-
rikssonar á árinu 2000. Á undan-
förnum mánuðum hefur sérstök
nefnd á vegum sveitarfélagsins
unnið að því að flytja safnið austur,
gera úttekt á mögulegu húsnæði
undir safnið og undirbúa stofnun
sjálfseignarstofnunarinnar.
Nú eru allir safngripirnir komnir
austur í geymslu og eru í fínu
ástandi þrátt fyrir að hafa lent í
eldsvoða þegar gamla frystihúsið
brann nú rétt fyrir jólin. Fram að
þessu hefur verið gert ráð fyrir að
safnið verði til húsa í gamla hafn-
arhúsinu sem er í miðbæ Neskaup-
staðar, en það þarfnast töluverðra
viðgerða.
Enn sem komið er eru aðilar að
sjálfseignarstofnuninni samtals sjö:
Síldarvinnslan hf., Samvinnufélag
útgerðarmanna í Neskaupstað,
Fjarðabyggð, hafnarsjóður Fjarða-
byggðar, Netagerð Friðriks Vil-
hjálmssonar, Sparisjóður Norð-
fjarðar og Trölli ehf. En gert er ráð
fyrir að þau fyrirtæki sem gerast
aðilar að sjálfseignarstofnuninni á
árinu 2002 verði stofnaðilar. Verk-
efni sjálfseignarstofnunarinnar
næstu misserin er að móta næstu
skref í uppbyggingu safnsins, koma
því upp og, þegar þar að kemur,
halda utan um rekstur þess. Stefnt
er að því að opna safnið á sum-
armánuðum árið 2003.
Sjálfseignarstofnun
um rekstur Safns
Jósafats Hinrikssonar
Neskaupstaður
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2002 17
„FJÁRHAGSSTAÐA beggja hrepp-
anna er sterk, svo sameiningin er á
jafnréttisgrundvelli. Íbúafjöldinn er
líka svipaður, en samtals erum við
um 500,“ segir Bjarni Einarsson,
oddviti Gnúpverjahrepps. Gnúp-
verjahreppur og Skeiðahreppur hafa
nú verið sameinaðir, en nafn á nýja
sveitarfélagið verður ákveðið á
næstunni.
Bjarni segir að sameiningin sé í
raun aðeins formleg staðfesting á
orðnum hlut, hrepparnir eigi langa
og farsæla sambúð að baki. Þeir hafi
til dæmis rekið saman skóla. „Það
breytist nánast ekkert við þetta,
nema hvað nú þurfum við að finna
nafn á sveitarfélagið og að loknum
kosningum í vor verður ráðinn sveit-
arstjóri. Við ætlum ekki að velja einn
úr hópi sveitarstjórnarmanna, held-
ur einhvern utanaðkomandi, enda
hefur það virkað vel annars staðar.“
Fjárhagsstaða hreppanna er sterk
og er hvorugur að bjarga hinum með
sameiningunni, að sögn Bjarna.
„Stærsti útgjaldaliðurinn er rekstur
leikskóla og skóla, sem er um 50–
60% af útgjöldunum árlega. Við njót-
um hins vegar fasteignaskatta frá
Búrfellsvirkjun og Sultartangavirkj-
un og erum því betur settir en marg-
ir aðrir hreppar.“
Gullskeið eða KÁ-hreppur?
Sameiningarnefnd mun velja nafn
á nýja sveitarfélagið. „Margir hafa
nefnt nafnið Þjórsárhreppur. Svo
hafa ýmsar tillögur komið fram og
ekki allar í alvöru, t.d. Gullskeið og
KÁ-hreppur.“
Rökin fyrir síðastnefnda nafninu
munu vera þau, að ef sveitarfélagið
kenni sig við Kaupfélag Árnesinga
þurfi ekki að breyta nafninu á ný
þótt aðrir hlutar Suðurlands verði
innlimaðir síðar. „Ég býst við að
margar frumlegar tillögur komi
fram, en ég á von á að jarðbundnir
menn veljist í sameiningarnefndina,“
segir Bjarni Einarsson oddviti.
Kosið um sameiningu Skeiða- og Gnúpverjahrepps
Sameining á
jafnréttisgrunni
! " #$%
+&# &, .& "# /0 & .& "#" +1(
!
"# $
&
$$' (
' %
%
%
%
2 *
"3"
4 ""3"
Árnessýsla
SKJÓT og rétt viðbrögð skipta oft
sköpum á neyðarstund. Björgunar-
sveitin Björg á Drangsnesi eign-
aðist nýlega svokallaða neyðar-
tösku. Það er taska með
súrefnistækjum sem grípa má til
þegar veikindi eða slys ber að hönd-
um. Það getur skipt öllu máli fyrir
t.d hjartasjúkling að fá súrefni
strax.
Læknisþjónustu sækja Drangs-
nesingar sem og flestir aðrir íbúar
Strandasýslu til Heilbrigðisstofnun-
ar Hólmavíkur. Þar er nýr fullbúinn
sjúkrabíll. Við bestu skilyrði að
sumarlagi er sjúkrabíllinn um 20
mínútur að fara þessa leið á
Drangsnes og er það aukið öryggi
að nú er á staðnum tæki til að grípa
til meðan beðið er eftir lækni og
sjúkrabíl með fullkomin tæki. Og
við erfiðari aðstæður getur ferðin
tekið mun lengri tíma.
En þessi súrefnistæki koma að
litlu gagni á neyðarstund ef enginn
kann að nota þau og því var nám-
skeið á Drangsnesi í notkun súrefn-
istækisins. Leiðbeinendur á nám-
skeiðinu voru þau Sigríður
Einarsdóttir hjúkrunarfræðingur á
Hólmavík og Gunnar Jónsson
sjúkraflutningamaður. Var einnig
farið yfir undirstöðuatriði við blást-
ursaðferðina og hjartahnoð. Mjög
margir voru á námskeiðinu og má
ætla að fimmti hver íbúi Drangs-
ness geti nú brugðist við og notað
súrefnistækin ef á þarf að halda.
Voru þau Sigríður og Gunnar mjög
ánægð með þátttökuna á námskeið-
inu og það framtak að kaupa þessi
tæki á staðinn.
Morgunblaðið/Jenný Jensdóttir
Sigríður Einarsdóttir hjúkrunarfræðingur, Óskar Torfason, Guðbjörg
Hauksdóttir og Gunnar Jónsson sjúkraflutningamaður æfa handtökin.
Læra að nota
neyðartöskuna
Drangsnes
ELDUR kom upp síðdegis á mánu-
dag í timburplötum í verknámshúsi
Fjölbrautaskóla Norðurlands
vestra á Sauðárkróki. Vegfarandi,
sem átti leið um, varð eldsins var
og hringdi á slökkviliðið. Því næst
náði hann sambandi við húsvörðinn
til að komast inn og sameiginlega
slökktu þeir eldinn. Þegar slökkvi-
liðsmenn komu á vettvang beið
þeirra aðeins að reykræsta hús-
næðið. Má fullvíst telja að þessi
glöggi vegfarandi hafi forðað skól-
anum frá stórtjóni en fleiri höfðu
áður átt þarna leið um án þess að
verða nokkurs varir.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni á Sauðárkróki varð tjón
óverulegt og gat kennsla hafist að
nýju í gærmorgun. Talið er að
neistar úr logsuðutækjum hafi læst
sig í timburplötur með fyrrgreind-
um afleiðingum en þegar eldsins
varð vart voru tveir tímar liðnir frá
því að verklegri kennslu lauk í hús-
inu.
Eldur í verknámshúsinu
Vegfarandi af-
stýrði stórtjóni
Sauðárkrókur