Morgunblaðið - 23.01.2002, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 23.01.2002, Qupperneq 20
ERLENT 20 MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI KOSTIRNIR við notkun lífrænna efnahvata í iðn- aðarframleiðslu eru eink- um tvíþættir, að sögn Bandaríkjamannsins dr. Barry Marrs, nýskipaðs formanns vísindaráðs líf- tæknifyrirtækisins Prok- aria ehf. Hann segir að iðnaðarframleiðsla með lífænum efnahvötum sé í fyrsta lagi ódýrari og í annan stað náttúruvænni en önnur framleiðsla. Með ódýrari framleiðslu sé auðveldara að fá fram- leiðendur til að nota umrædd efni í framleiðslu sína en það auki hrein- leika í iðnaði og dragi úr úrgangi. Barry Marrs segir að Prokaria sé án efa í fremsta flokki í heiminum í genaleit í náttúrunni til framleiðslu á lífrænum efnahvötum fyrir iðn- aðar-, lyfja- og rannsóknarfyrir- tæki, sem fyrirtækið sérhæfi sig í. Vísindaráð til að velta upp nýjum hugmyndum Vísindaráð Prokaria var nýverið sett á fót. Því er ætlað að veita fyr- irtækinu aðhald og upplýsingar og velta upp nýjum hugmyndum um rannsóknir innan fyrirtækisins og rekstur þess. Barry Marrs, formað- ur ráðsins, útskrifaðist með dokt- orsgráðu í örverufræði frá Western Reserve University í Cleveland í Ohiofylki í Bandaríkjunum árið 1968. Hann var einn af stofnendum líftæknifyrirtækisins Diversa árið 1996 og gegndi stöðu forstjóra fyr- irtækisins um tíma. Hann er nú framkvæmdastjóri Fraunhofer-mið- stöðvarinnar í sameindalíftækni í Delaware. Jafnframt því að vera formaður vísindaráðs Prokaria er dr. Marrs ráðgjafi fyrirtækisins í vísindum og stjórnun. Auk hans skipa vísindaráð Prokaria þeir Will- em DeVos, prófessor við Wagen- ingen-háskólann í Hollandi og Guð- mundur G. Haraldsson, prófessor við Háskóla Íslands. Don C. Wiley, prófessor við Harvard, sem fannst látinn fyrir nokkru í Bandaríkjun- um eftir að hafa verið saknað um tíma, var einnig í vísindaráðinu. Líftæknifyrirtækið Prokaria var stofnað í júní 1998 og fékk árið eftir sérleyfi til fimm ára, frá ríkisstjórn Íslands, á leit að hitakærum örver- um á helstu hverasvæðum Íslands. Hjá Prokaria starfa 35 manns. Reynsla í að koma hugmyndum á framfæri Marrs sagði í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins fyrir skömmu að meginástæðan fyrir því að hann hafi ákveðið að þiggja til- boð um að verða formaður vísinda- ráðs Prokaria væri góður árangur af starfi fyrirtækisins svo og sér- staklega góður orðstír Jakobs K. Kristjánssonar, líftækniprófessors og forstjóra þess. Hann sagði al- gengt að efnafræðingar séu ekki mjög opnir fyrir nýjungum á þeim sviðum efna- og líftæknifræðinnar sem þeir þekki ekki til. Þess vegna þurfi oft utanaðkomandi aðila til að hjálpa til við að koma nýjum hug- myndum á framfæri. Hugsun við- skiptalífsins þurfi því að koma að rannsóknum á þessu sviði til að nýj- ungar verði að veruleika. Þar hafi hann töluverða reynslu enda starfað á flestum sviðum líftækniiðnaðarins. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Dr. Barry Marrs, formaður vísindaráðs Prok- aria, segir að fyrirtækið sé án efa í fremsta flokki í heiminum í genaleit í náttúrunni. Ódýrari og nátt- úruvænni iðnað- arframleiðsla Brautryðjandi á sviði líftæknirann- sókna hefur verið skipaður formaður vísindaráðs Prokaria ehf. BRIMRÚN ehf. í Reykjavík, sölu- og þjónustufyrirtæki á Íslandi fyr- ir Furuno-búnað í skip og báta, og Haftækni ehf. á Akureyri hafa gert með sér samning um samstarf við sölu og þjónustu á Furuno-búnaði á Norðurlandi. Samningurinn felur m.a. í sér að Haftækni verður eitt fyrirtækja sölu- og þjónustuaðili fyrir Brimrúnu á Norðurlandi og lætur jafnframt af sölu á öðrum búnaði í samkeppni við Furuno. Í fréttatilkynningu segir að meg- inmarkmið samstarfsins sé að styrkja stöðu fyrirtækjanna á Norðurlandi og um leið Furuno á Íslandi, með því að efla og bæta viðhalds- og almenna þjónustu við notendur Furuno-búnaðar þar. Hjá Brimrúnu starfa ellefu manns og er árið í ár tíunda starfs- ár Brimrúnar. Aðalstarfsemi fyr- irtækisins hefur frá byrjun verið sala og þjónusta á Furuno-búnaði. Haftækni hóf starfsemi á árinu 1986 og hefur meginstarfsemi fyr- irtækisins ávallt verið þjónusta á siglinga-, fiskileitar- og fjar- skiptabúnaði. Hjá fyrirtækinu starfa sex manns. Haftækni selur Furuno-búnað Morgunblaðið/Kristján HALDIÐ var áfram að eyða skjölum hjá Enron-orkufyrirtækinu banda- ríska eftir að alríkisstjórnin hóf rann- sókn á málefnum fyrirtækisins, að því er lögfræðingar hluthafa í fyrirtæk- inu fullyrða. Fulltrúar Enron kváðust myndu kanna málið. Fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Enron, Maureen Castaneda, sem var sagt upp störfum hjá fyrirtækinu fyrr í þessum mánuði, sagði á mánu- dagskvöldið að skjöl hefðu verið sett í tætarann á bókhaldsdeild Enron. Castaneda safnaði nokkrum þess- ara tættu skjala og mun bera vitni af hálfu stefnenda sem höfðað hafa mál vegna taps á hlutafé með hruni Enron. William Lerach, lögfræðingur fyrir hóp hluthafa, greindi frá þessu. „Það eru engin fordæmi fyrir svona umfangsmikilli eyðingu sönnunar- gagna,“ sagði Lerach. „Það var ekki bara einu skjali eytt heldur er útlit fyrir að hundruðum þúsunda hafi ver- ið eytt.“ Castaneda var yfirmaður í þeirri deild Enron sem sá um erlendar fjár- festingar. Hún sagði í viðtali við fréttastofu ABC-sjónvarpsstöðvar- innar að hún hefði orðið vitni að eyð- ingu skjala sem hefði hafist í lok nóv- ember og haldið hefði verið áfram að minnsta kosti þangað til hún fór frá fyrirtækinu í annarri viku janúar. Endurskoðandi Enron, fyrirtækið Andersen, hefur þegar viðurkennt að þúsundum skjala varðandi Enron hafi verið fargað á skrifstofum Andersen í Houston. En fullyrðingar Castaneda eru þær fyrstu þess efnis að Enron- fyrirtækið sjálft hafi eytt mikilvægum skjölum. Vafasöm sameignarfyrirtæki Að sögn Pauls Howes, lögfræðings sem vinnur með Lerach, vörðuðu sum skjalanna, sem var eytt, umdeild sam- eignarfyrirtæki sem Enron stofnaði og hétu t.d. Jedi II og Chewco. Tap á slíkum sameignarfyrirtækjum var meginástæðan fyrir því að Enron varð að lokum gjaldþrota. „Við erum að rannsaka kringum- stæður þessarar meintu eyðilegging- ar á skjölum,“ sagði Robert Bennett, lögmaður í Washington, sem er fulltrúi Enron, í yfirlýsingu á mánu- dagskvöldið. Bennett sagði að Enron hefði gefið nokkrum sinnum út skrif- leg fyrirmæli í október í fyrra til allra starfsmanna fyrirtækisins þar sem þeim var gert að „varðveita öll viðeig- andi skjöl í ljósi væntanlegra máls- höfðana“. Ken Johnson, talsmaður orku- og viðskiptanefndar fulltrúadeildar bandaríska þingsins, sagði að rann- sóknarfulltrúar þingsins myndu at- huga þessar ásakanir. „Þetta dapur- lega mál versnar með hverri mínútu,“ sagði hann. „Það er eitt að taka slæm- ar ákvarðanir í viðskiptum. En það er allt annað mál að reyna að fela slæm- ar viðskiptaákvarðanir.“ Howes sagði að þeim starfsmönn- um Enron, sem sagt hafi verið upp störfum, hefði verið sagt að safna saman skjölum í kassa og afhenda þá fulltrúum fyrirtækisins, sem fóru í gegnum skjölin og settu á endanum fjölda þeirra í tætarann. Hefði tæt- ingin byrjað um leið og uppsagnirnar er fylgdu í kjölfar gjaldþrots Enron annan desember og færst í aukana um jól og áramót. Sagði Howes enn- fremur, að skjöl, sem hefði verið eytt, hefðu verið frá 1994, að minnsta kosti, fram til 20. desember í fyrra. Howes segir þetta afgerandi vís- bendingu. „Þvert á þrenn skrifleg fyr- irmæli um að gera þetta ekki var starfsfólkinu skipað að gera þetta,“ sagði hann. „Það voru stórar hrúgur af þessu. Tætingin færðist í aukana á síðustu vikunum.“ Mark Palmer, talsmaður Enron, sagði að fyrirtækið „vissi ekkert um þau mál sem lögfræðingar stefnenda eru að flagga framan í fjölmiðla.“ Yfirheyrslur vegna Andersens Rannsóknarfulltrúar þingsins eru nú að undirbúa yfirheyrslur, er hefj- ast eiga á morgun, vegna eyðingar þúsunda skjala á skrifstofum endur- skoðunarfyrirtækisins Andersen. Rannsóknarundirnefnd orku- og viðskiptanefndarinnar hafnaði á mánudaginn beiðni frá David B. Duncan, sem var hæst setti starfs- maður Andersens er sinnti endur- skoðuninni fyrir Enron, þar til hann var rekinn í síðustu viku vegna meintrar eyðingar skjala. Duncan segist hafa verið að fara að fyrirmæl- um frá yfirmönnum sínum. Í bréfi til nefndarinnar sagði lög- maður Duncans, Robert Giuffra, að það væri of snemmt að krefjast vitn- isburðar af hálfu skjólstæðings síns. Sagði Giuffra að Duncan vildi fá að fara yfir skjöl sem Andersen hefði lát- ið nefndinni í té, en hefði enn ekki lát- ið hann fá. Um er að ræða eyðingju skjala hjá Andersen varðandi Enron, en þeim mun hafa verið eytt eftir að endurskoðandinn vissi að bandaríska verðbréfa- og viðskiptaráðið væri far- ið að kanna gjaldþrot Enron. Þegar Duncan var rekinn sagði Joseph F. Berardino, yfirfram- kvæmdastjóri Andersens, að Duncan hefði skipulagt eyðingu skjala. Fyr- irtækið myndi ekki þola „siðlausar gjörðir, stórfelldan dómgreindar- skort og brot á vinnureglum okkar að yfirlögðu ráði.“ Í einkaviðtölum við þingnefndar- menn í síðustu viku sögðu Duncan og annar starfsmaður Andersens, Mich- ael C. Odom, að fleiri starfsmenn end- urskoðunarfyrirtækisins hefðu verið „við borðið“ þegar minnisblað um eyðingu skjala var rætt. Lögfræðing- ur Andersens, Nancy Temple, sendi minnisblað 12. október þar sem ítrek- að var við starfsmenn fyrirtækisins að það væri stefna þess að losa sig við ónauðsynleg skjöl. Mánuði síðar, og hátt í þrem vikum eftir að Enron upplýsti að verðbréfa- og viðskiptaráðið væri að rannsaka málefni fyrirtæksins, skrifaði Temple annað minnisblað þar sem starfsfólki Andersens var sagt að geyma skjöl varðandi Enron. Maureen Castaneda sýnir fréttamönnum ABC-sjónvarpsins tætlurnar af skjölum sem hún segir að hafi verið eytt. Eyddu skjölum eftir að rannsókn hófst Houston. The Los Angeles Times. AP ’ Þetta dapurlegamál versnar með hverri mínútu. ‘ STJÓRNVÖLD í Pakistan vísuðu því á bug í gær að þau hefðu staðið að baki árás á menningarmiðstöð Bandaríkjanna í borginni Kalkútta á Indlandi í gærmorgun. Innanríkis- ráðherra Indlands hafði áður fullyrt að hópur sem lýsti ábyrgð á tilræðinu tengdist leyniþjónustu Pakistanhers. Árásin var gerð um klukkan hálf sjö að staðartíma í gærmorgun. Fjór- ir árásarmenn á tveimur mótorhjól- um keyrðu upp að menningar- miðstöðinni og skutu með AK-47 rifflum að indverskum lögreglumönn- um sem stóðu þar vörð. Fimm lög- reglumenn féllu í árásinni og um tutt- ugu manns særðust, allt Indverjar. Tilræðismennirnir komust undan. Í menningarmiðstöðinni eru meðal annars bókasafn og upplýsingaskrif- stofa á vegum bandaríska sendiráðs- ins, en flestir starfsmennirnir eru Indverjar. Engir Bandaríkjamenn voru í byggingunni þegar árásin var gerð. Vörður var aukinn við allar op- inberar byggingar í Vestur Bengal- fylki í kjölfar tilræðisins, sem og við bandaríska sendiráðið í Nýju Delhí. Indverski innanríkisráðherrann, Lal Krishna Advani, hafði eftir lög- reglunni í Kalkútta að hryðjuverka- hópur, sem tengdist leyniþjónustu pakistanska hersins, hefði lýst ábyrgð á tilræðinu í símtali frá Dubai. Emb- ættismenn í innanríkisráðuneytinu sögðu að um væri að ræða hreyf- inguna Harkat-ul-Jihad-i-Islami, sem hefur bækistöðvar í Pakistan og hefur átt í skærum við indverska herinn í Kasmír-héraði. Talsmenn hreyfingar- innar neituðu þessum fullyrðingum. Mohammed Aziz Khan, talsmaður pakistanska utanríkisráðuneytisins, vísaði því á bug að pakistanska leyni- þjónustan hefði átt aðild að tilræðinu. „Þetta eru algjörlega tilhæfulausar ásakanir,“ sagði Khan í yfirlýsingu sinni og fordæmdi árásina. Fimm falla í árás á menningarmiðstöð Bandaríkjanna í Kalkútta Pakistanar neita aðild að tilræðinu Islamabad, Kalkútta, Nýja Delhí. AFP, AP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.