Morgunblaðið - 23.01.2002, Síða 23
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2002 23
meistar inn. is
HÖNNUN LIST
Bíll og borg –
Ráðstefna og sýning
um nýjungar í bílaiðnaði og hvernig draga má
úr mengun bíla á höfuðborgarsvæðinu á
Grand Hóteli, Reykjavík, 25. janúar 2002
Borgarstjóri Reykjavíkur, Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir, setur ráðstefnuna kl. 9:00. Síðan flytur
umhverfisráðherra, Siv Friðleifsdóttir, ávarp.
Fyrirlesarar dagsins eru:
Peter Ahlvik, Ecotraffic í Svíþjóð, Jouko Parviainen, Finnlandi, Þór
Tómasson, Hollustuvernd ríkisins, Runólfur Ólafsson, FÍB, Eiríkur Ein-
arsson, Toyota/P. Samúelsson, Kristján Kristinsson, Olíufélagið hf.
Esso, Björn Halldórsson, Sorpu, Guðmundur Tryggvi Ólafsson, Kjöt-
mjöli, Þorsteinn I. Sigfússon, Íslensk NýOrka hf., Pétur Pétursson,
Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins, Ólöf Guðný Valdimarsdóttir,
Landvernd. Í ráðstefnulok verða pallborðsumræður.
Ráðstefnugjald:
7.000 kr. og innifalið er léttur hádegisverður og molakaffi.
Hægt er að skrá sig á ráðstefnuna með því að senda tölvupóst til
sibbaa@simnet eða í síma: 466 1266/864 0019.
Á SÝNINGU Orra Jóns-
sonar sem opnaði fyrir
skömmu í Gallerí Skugga
á Hverfisgötu, er röð
þessarra mynda; innlit í
yfirgefin hús víða um
land. Orri nam ljósmynd-
un við School of Visual
Arts í New York, lauk
námi fyrir fimm árum og
hefur haldið nokkrar sýn-
ingar á ljósmyndum, nú
síðast á þessari röð
mynda úr eyðibýlum í
elsta ljósmyndagalleríi
Danmerkur og fékk hún
ákaflega góða dóma þar-
lendra gagnrýnenda. Þá
hefur hann unnið talsvert
að tónlist, meðal annars í
hljómsveitinni Slowblow.
Hann samdi tónlistina við
kvikmyndina Nói albinói
ásamt leikstjóranum,
Degi Kára Péturssyni,
en hún verður frumsýnd
síðar á þessu ári, og einn-
ig tónlist við kvikmyndina War and
Resilience eftir Grétu Ólafsdóttur
og Susan Muska sem frumsýnd
verður í mars næstkomandi.
Hingað til hefur Orri haldið sig
við persónulega svarthvíta ljós-
myndun en það átti eftir að breytast
þegar hann leit inn í eyðibýlin í Öx-
arfirði. „Þegar ég var krakki fórum
við stundum í heimsókn til skyld-
fólks þar og það var reynt að skilja
mig nokkrum sinnum eftir,“ segir
Orri. „Þegar ég heimsótti ætt-
ingjana þar sumarið 1999 þá var
stór hluti sveitarinnar farinn í eyði.
Ég rambaði um á þessum bæjum
með litla myndavél, tók mikið af
myndum og þegar ég kom heim sá
ég að það hlyti að vera áhugavert að
mynda þetta með stærra formati.
Þannig gæti ég náð einhverju af
þessum fínlegu smáatriðum inni í
húsunum, blæbrigðum í litum, flagn-
andi málningu, ryki og slíku.“ Orri
sneri því aftur í Öxarfjörðinn, vopn-
aður stórri belgvél sem tekur 4 x 5
tommu blaðfilmur. „Þegar ég sá út-
komuna úr þeim tökum vildi ég
halda áfram. Ég fékk styrk til
verksins úr Menningarborgarsjóði
og síðasta sumar komst ég aftur af
stað, fór hringinn með fjölskyldunni
á tveimur og hálfri viku og myndaði
mikið. Í lok sumars fór ég svo á
Vestfirðina og safnaði efni.“
– En hvað er það sem heillar við
eyðibýlin?
„Ég hef lítinn áhuga á að skil-
greina það mjög nákvæmlega. Það
er sérstök upplifun að ferðast á milli
og snuðra um annarra manna hý-
býli. Ég áttaði mig ekkert á því
hvernig verkið myndi þróast meðan
ég var á kafi í myndatökunum en
inni í húsunum gerir maður sér
ósjálfrátt í hugarlund hvernig fólk
hafi búið þar. Á hverju býli er sér-
stök stemmning. Stundum er eins
og fólkið hafi farið í miklum flýti. En
ég reyni á engan hátt að takast á við
þann veruleika í myndunum; ég
reyni bara að búa til myndir sem
mig langar að
horfa á. Ég er ekki
heimildaljósmynd-
ari. Hef meiri
áhuga á smáatrið-
um sem oft fara
framhjá fólki eins
og hvar rykið sest,
hversu mörg lög af
málningu séu und-
ir veggfóðrinu.
Svo finnst mér
hin líkamlega
vinna við að taka
ljósmynd; mæla
ljósið, reikna út
framköllunartím-
ann og vinnan í
myrkraherberg-
inu, vera stór hluti
af ánægjunni.
Sumir geta ef-
laust horft á
myndirnar og velt
sér uppúr landspólitískum pæling-
um um eyðingu byggðar og slíkt, en
það er ekki kveikja myndanna. Að
einhverju leyti eru þær þó heimildir.
Nokkrum sinnum hef ég myndað í
býlum og snúið aftur síðar til að
taka meira en þá eru þau horfin.
Eyðibýlin eru ekki í varanlegu
ástandi og þessvegna finnst mér
liggja á að vinna verkefnið hratt,
núna. Ég ætla að halda áfram að
mynda þessi býli í svona tvö ár og
síðan er draumurinn að gefa mynd-
inar út á bók. Ég vil ekki þurfa að
svekkja mig eftirá yfir að hafa ekki
þurrausið efnið þegar býlin verða öll
farin eða erlendir auðmenn búnir að
gera þau upp.“
Orri bendir á að þar sem hann fari
inn í býlin verði útkoman öðruvísi en
þegar hús eru mynduð að utan og í
heild. Þessvegna reyni hann líka
alltaf að fá leyfi eigenda eða umsjón-
armanna húsanna áður en hann
hefst handa. „Stundum hefur fólk
óskað eftir því að nafn býlisins eða
staðsetning komi ekki fram og sjálf-
sagt að verða við því, enda kemur
slíkt málinu ekki við. En ég hef
stundum hugsað um að ef ég væri
ekki Reykvíkingur heldur utan af
landi, segjum úr Öxarfirðinum, þá
hefði ég aldrei farið útí þetta. Fólk í
sveitunum skilur oft ekkert í því
sem ég er að gera: að ljósmynda
ruslið! En það sýnir ótrúlegt um-
burðarlyndi gagnvart því sem það
telur vitleysu í mér, sem er ágætt.“
– Þú víkur þér ekkert undan feg-
urðinni; þetta eru óneitanlega fal-
legar myndir.
„Ég reyni að búa til fallegar
myndir, þótt þær séu af hlutum sem
sumum þykja ljót viðfangsefni. Ég
reyni alltaf að gera fallegar myndir
sem ég hef sjálfur áhuga að horfa á.“
Fegurð í
eyðingunni
Á ljósmyndum Orra Jónssonar sjást innviðir
íslenskra eyðibýla; litríkur heimur flagnandi
málningar, upplitaðs veggfóðurs og um-
merkja um horfna menn. Í ofurskörpum
myndunum birtist fegurð sem ljósmyndarinn
skynjar í eyðingunni, en í samtali við Einar
Fal Ingólfsson sagðist hann hafa takmark-
aðan áhuga á heimildargildinu.
Ljósmynd/Orri Jónsson
efi@mbl.is
Ljósmynd/Orri Jónsson
Morgunblaðið/Einar Falur
Orri Jónsson, ljósmyndari og tónlistarmaður.
EINS og annars staðar í heim-
inum gerir nú önnur kynslóð
sænskra innflytjenda kvikmyndir
sem endurspegla hvernig tveir
heimar þeirra blandast saman og
stöðu þeirra innan hans. Það væri
gaman að fá eina þannig íslenska
mynd og sjálfsagt upplýsandi fyrir
marga. Josef Fares er af líbönskum
uppruna og í þessari mynd sinni
tekur hann létt á málum og sýnir
heim sinn í rómantískri gaman-
mynd.
Roro er ástfanginn af Lisu, þegar
líbönsk amma hans finnur handa
honum fallega stúlku, Yazmin, til að
giftast. Þau hafa engan áhuga hvort
á öðru en ljúga í fjölskyldur sínar
að þau ætli að giftast bara til að
hætt verði að nauða í þeim. En það
á eftir að hafa margar ófyrirsjáan-
legar afleiðingar. Inn í ævintýrið
fléttast Måns, vinur Roro, en greyið
á í vandræðum með að ná honum
upp.
Mér varð strax hugsað til bresku
myndarinnar East Is East þar sem
umfjöllunarefnið er svipað og efn-
istökin einnig bráðfyndin. Það verð-
ur að segja að sú mynd tók alvar-
legar á vandamálunum sem skapast
geta þegar maður er fastur á milli
tveggja menningarheima, einnig er
tekið á skilningi sem þarf að ríkja á
milli foreldra og barna sem sjá hlut-
ina í mjög ólíku ljósi.
Jalla Jalla er einnig áhrifarík
mynd en á mun yfirborðskenndari
hátt þar sem hún er býsna form-
úlukennd og eiginlega er lokaatriðið
neyðarlega „amerískt“. Fares lætur
vonda karlinn vera þann sem vill
halda í gamla siði og upphefja sjálf-
an sig út á það og góði karlinn er sá
sem vill halda í siðina en lætur að
lokum undan þar sem hann virðir
tilfinningar annarra.
Það er kannski ekki rétt að reyna
að rýna í þessa á mynd á þessum
nótum. Jalla Jalla er fyrst og
fremst góð skemmtanagildsins
vegna, þótt bakgrunnurinn sé
árekstrar ólíkra menningarheima.
Bróðir Fares leikur Roro, og pabba
hans leikur einmitt pabbi þeirra.
Amman leikur ömmuna, og á allt
þetta fólk stórleik, þótt það sé að
öllum líkindum að leika sjálft sig að
mestu. Það gefur myndinni ótvírætt
heimildargildi sem er skemmtilegt.
Þetta er einfaldlega mynd um
ástina... já vel heppnuð, rómantísk
gamanmynd með góðum húmor,
sem er sætur og grófur og allt þar á
milli. Mynd sem flestir ættu að hafa
gaman af og skiptir þá ekki máli
aldur, kyn, litarháttur, trúarbrögð
eða þjóðerni. Jamm og já.
Tveggja heima rómantík
KVIKMYNDIR
Regnboginn
Leikstjórn og handrit: Josef Fares. Kvik-
myndataka: Aril Wretblad. Aðalhlutverk:
Fares Fares, Torkel Petersson, Tuva Nov-
otny, Laleh Pourkarim, Jan Fares og
Leonard Terfelt. Svíþjóð. 88 mín. Memfis
Film & Television 2000.
JALLA JALLA Hildur Loftsdóttir