Morgunblaðið - 23.01.2002, Blaðsíða 24
SÍÐKJÓLA- og smókingklæddu
fólki verður ekki hleypt inn í Scala-
óperuna í Mílanó næstu þrjú árin,
heldur einungis gallaklæddum
verkamönnum. Þetta er ekki boðorð
frá tískuhúsum Mílanóborgar, held-
ur hefur þessu frægasta óperuhúsi
heims verið lokað meðan unnið er að
löngu tímabærum viðgerðum á því.
Óperuunnendur þurfa þó hvergi að
örvænta, því að meðan á fram-
kvæmdum stendur verður óperan
starfrækt í húsnæði annars staðar.
Reyndar hefur ýmsum þótt þar lágt
lagst, því nýja húsnæðið, Arcim-
boldi-leikhúsið, sem tekur um 2.400
manns í sæti, er í iðnaðarhverfi í út-
jaðri borgarinnar og hefur ekki þann
glæsileik til að bera sem óperugestir
á Scala eru vanir. Það kom þó ekki í
veg fyrir það að húsfyllir væri á
fyrstu frumsýningu í Arcimboldi á
laugardaginn, en það var óperan La
traviata eftir Verdi sem hafði orðið
fyrir valinu, fyrir fyrstu sýningu þar,
undir stjórn eins þekktasta hljóm-
sveitarstjórans á Scala, Riccardo
Muti. Gríðarleg fagnaðarlæti brut-
ust út í sýningarlok, og var lengi
klappað fyrir tónlistarfólki og hljóm-
sveitarstjóra og listamennirnir kall-
aðir margoft fram. Í aðalhlutverkum
voru albanska sópransöngkonan
Inva Mula og argentínski tenórinn
Marcelo Alvarez.
Armani ánægður
með nýja húsið
Gagnrýnendur voru þó ekki
ánægðir með hljómburðinn í nýja
húsinu þrátt fyrir að komið hefði
verið fyrir sérstökum glerflekum til
þess gerðum að gera hljómburð
hússins sem bestan, og mörgum
fannst gler og hrá steinsteypa nýja
húsnæðisins slæm umskipti frá pelli
og purpura og logagylltum skreyt-
ingum gömlu Scala. Tískukóngurinn
Giorgio Armani var þó yfir sig hrif-
inn af nýja húsnæðinu og sagði að
nýtískulegt Arcimboldi-leikhúsið
væri til þess fallið að opna Scala-
óperuna fyrir annars konar og fjöl-
breyttari gestum en þeim sem sóttu
hana á gamla staðnum.
„Nýja húsið er stórt og opið og
fullt af alls konar fólki af öllum gerð-
um,“ sagði Armani í samtali við Reu-
ters-fréttastofuna, og bætti því við
að sér líkaði vel einfaldleikinn í
steypu, harðviði og gleri á nýja
staðnum, góður í samanburði við 18.
aldar skrautstílinn í gömlu Scala.
Ítalski myndlistarmaðurinn Gio
Pomodoro sagði að nýja húsið væri
leikhús framtíðarinnar, fallegt og
einfalt. Kaupsýslumaðurinn Renzo
Radaelli var þó í flokki þeirra sem
voru síður hrifnir, og sagði nýtt hús-
næði Scala-óperunnar ekki standast
samanburð við gamla húsið; þar
gengi hann inn og skynjaði um leið
söguna og vissi að hann sæti þar sem
óperuskáldin góðu, Verdi, Bellini og
Donizetti, hefðu eitt sinn setið.
„Þetta er bara eins og hvert annað
nýtt leikhús,“ sagði hann.
Endurbætur kosta
meira en nýja húsið
Óperusérfræðingum þótti eins og
gagnrýnendum sitthvað vanta á
hljómburðinn í nýja húsinu. Hljóm-
sveitin þótti of hávær á kostnað
söngvaranna, og talsvert þótti vanta
á að hljómurinn í Arcimboldi-leik-
húsinu hefði sama karakter og gamla
Scala.
Það var Giovanni Pirelli, einn eig-
enda stórfyrirtækjasamsteypunnar
Pirelli, sem greiddi stærstan hlut
kostnaðar við nýja leikhúsið, eða um
tvo milljaraða af þeim fjórum sem
kostaði að smíða það. Hins vegar
hljóða áætlanir um endurbyggingu
gömlu Scala-óperunnar upp á um
fimm milljarða króna, eða talsvert
meira en kostaði að byggja nýja hús-
ið, og er gert ráð fyrir að verkið taki
um þrjú ár. Brýnustu viðgerðirnar
verða á sviði hússins og rými bak-
sviðs. Sýningum í gömlu Scala-
óperunni lauk 30. desember með
sýningum á Ótelló eftir Verdi, en þar
var Placido Domingo í aðalhlutverki.
Þegar gamla Scala verður opnuð að
nýju í desember 2004, verður Arcim-
boldi-leikhúsið nýtt fyrir farandsýn-
ingar af ýmsum toga og sérstakar
uppfærslur Scala-óperunnar.
Reuters
Lögreglumenn úr riddarasveit tóku á móti gestum á frumsýningu Scala-óperunnar í Arcimboldi-leikhúsinu.
Galaklæðnaður víkur fyrir
gallaklæðnaði á La Scala
LISTIR
24 MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
RÓMANTÍSKAR gamanmyndir
eru sívinsælt kvikmyndaform í
Hollywood en árangurinn í sam-
ræmi við þá áherslu sem lögð er á
kvikmyndagreinina. Tilfinningamál
eru þar gjarnan
meðhöndluð eins
og um kappleik
sé að ræða, og er
handritshöfund-
urinn þá í hlut-
verki nokkurs
konar íþrótta-
fréttaritara.
Keppendur eru
karl og kona, og
framan af eiga þau í harðvítugri
baráttu.
Allt er útskýrt jafnóðum af
fréttaritaranum (s.s. að liðin eigi
ekki að eiga í baráttu heldur að
vinna saman), líkt og áhorfendur
ráði ekki við að lesa myndina sjálfir.
Undir lokin er samið um jafntefli og
áhorfendur eiga helst að tárast af
gleði yfir því að kvikmyndapersón-
urnar hafa loks uppgötvað það sem
þeir vissu frá upphafi, að söguhetj-
urnar eru sem skapaðar fyrir hvor
aðra.
Þeir sem séð hafa fyrsta leik-
stjórnarverkefni Peters Chelsom,
Town and Country, kunna að hafa
tekið hans nýjustu mynd, Slembi-
lukku, með nokkrum fyrirvara því
þar var á ferðinni eitthvert það allra
misheppnaðasta stykki sem rekið
hefur á fjörur kvikmyndaáhuga-
manna um langt árabil. Þessar
áhyggjur reynast þó ástæðulausar.
Viðvaningsbragurinn sem einkenndi
fyrstu myndina er víðs fjarri hér
þar sem sagt er frá þeim Jonathan
(Cusack) og Söru (Beckingsale) sem
verja saman einni kvöldstund í New
York, verða ástfangin, en ákveða að
láta hendingu ráða því hvort fund-
um þeirra muni bera saman aftur.
Þráðurinn er svo tekinn upp aftur
nokkrum árum síðar þegar bæði
hafa fundið sér annan maka og eru
við það að ganga í hjónaband. Það
er þó sem eitthvað angri þau og
bæði ákveða að gera lokatilraun til
að hafa uppi á hinu.
Við tekur svo röð gamansamra
atvika og á það reynir hvort þau nái
saman á ný.
Handritið er vel smíðað, aftur og
aftur farast elskendurnir á mis og
þessir misheppnuðu endurfundir
eru helsta uppistaða myndarinnar
og vel leystir af hendi. Það væri þó
orðum aukið að segja söguþráðinn
spennandi, málslok eru flestum ljós,
en ánægjan af myndinni felst í því
að fylgjast með flækjunum og hug-
vitsamlegum lausnum handritsins.
Leikarar standa sig með prýði.
John Cusack er sterkur að vanda og
hin breska Kate Beckingsale veldur
vel hlutverki sínu. Þá er ákveðinn
stíll yfir útliti myndarinnar en þess-
ir þættir ná aldrei að dylja þá stað-
reynd að um mjög dæmigerða, en
haganlega smíðaða rómantíska
gamanmynd er að ræða.
KVIKMYNDIR
Smárabíó, Regnboginn
Leikstjóri: Peter Chelsom.
Handritshöfundur: Marc Klein.
Aðahlutverk: John Cusack, Kate Beck-
ingsale, Jeremy Niven. Sýningartími: 90
mín. Bandaríkin. Miramax, 2001.
SERENDIPITY (SLEMBILUKKA) Örlögin ráða
ferðinni
Heiða Jóhannsdóttir
John Cusack
UNDIR fyrirsögninni „Sunnu-
dags-matinée“, sem í vistarbandi
hreintunguhaftsins mætti e.t.v. end-
urnefna sunnusíðdegistónleika (þó
ekki náist þar með allur hefðtengdur
merkingarblær franskættaða al-
þjóðaorðsins af
góðborgaratil-
standi og hljóm-
skálaléttúð) efndu
Sigrún Hjálmtýs-
dóttir og Gerrit
Schuil til tónleika í
Ými á sunnudag.
Mun hollenzki pí-
anistinn hafa
skipulagt 13 tón-
leika röð í frábæru
tónlistarhúsi Karlakórs Reykjavíkur,
hverja öðrum forvitnilegri að bæði
flytjendum og efnisvali.
Í þessu tilviki hefði mátt tala um
ítalskt söngvasíðdegi. Að frátöldum
tveim textum á þýzku, einum á
frönsku og einum á tékknesku, voru öll
lögin nefnilega við ítalskan frumtexta,
þó að aðeins helmingur þeirra væri
eftir ítölsk tónskáld. Eins og algengt
er orðið var „hitað upp“ með ítölskum
fornsöngvum („arie antiche“) – þó svo
að Schuil benti réttilega á í tónleika-
skrá að þau ættu betra skilið. Um var
að ræða O del mio dolce ardor (Gluck),
Le violette (A. Scarlatti), Selve amiche
(Caldara) og Il mio bel foco (B. Marc-
ello). Styrkbrigðin í söng Sigrúnar
voru svolítið flögrandi í þessum fyrstu
lögum þar sem veikustu nótur urðu
einum of veikar, með þeim afleiðingum
að þær sterkustu stóðu fullmikið út úr.
Að sumu leyti var eins og vantaði n.k.
„kompressor“ eða tónjafnara. Senni-
legast var þó bara verið að aðlagast
húsinu, því eftir á kvað lítið sem ekkert
að því.
Þó að söngurinn væri bráðfallegur
sem vænta mátti, hnaut maður samt
ósjálfrátt um smækkun tónbila á
punkteraða flúrstaðnum (á orðinu
„albergo“) í Selve amiche, þar sem
mann minnti að ætti að stökkva niður
í fimmundum. Lítið atriði í sjálfu sér,
en þó partur af svip lagsins. „Fljót-
andi“ útfærsla Gerrits af blokkhljóm-
um fylgibassans kom hins vegar vel
út, enda harla sennilegt að annað eins
hafi verið gert til forna á hljómborð
við einfaldan tölusettan bassa. Þá
kunnu hljómborðsmenn líka almennt
meira fyrir sér en viðgengst úr miklu
sérhæfðara klassísku píanónámi nú-
tímans, sem gerir hvorki ráð fyrir út-
setningum né spuna.
Fjögur sönglög eftir Mozart voru
næst á skrá. Hæst bar tvö fyrstu, hið
ljóðræna Ridente la calma í ítölskum
stíl í samræmi við textann, og hið
meistaralega Abendempfindung, sem
í fullþroska lífsvetrarblæ sínum
minnti nærri óhugnanlega á anda ef
ekki stíl síðustu söngljóða Brahms.
Hvort tveggja var afburðavel flutt.
Dans un bois vantaði aftur á móti að-
eins sterkari heildarsvip, og An Cloë
virtist ívið of hægt.
Hin kostulegu þrjú lög Rossinis, La
regata veneziana (um kappróður séð-
an augum ástkonu sigurvegarans – á
undan, meðan og á eftir) eru þekktari í
útgáfunni fyrir söngkvennadúó
(reyndar önnur lög við sama texta), en
nutu sín einnig í nærverandi líflegri út-
færslu. Píanóleikur undirleikarans,
sem hafði í alla staði verið óaðfinnan-
legur frá upphafi, sýndi einu merki
dagsins um stirðleika í forspili og rít-
ornellóköflum Tornami a vagheggiar
úr „Alcina“ eftir Händel. Skemmtilega
bergmálaður söngurinn var hins vegar
glæsilegur, og jafnvel flúrið líka, sem
naut smá viðbótarskrauts í lokaítrek-
un að hætti tilurðartímans.
Nú kom að mestu meistaratökum
Sigrúnar. Fyrst í sönglesi og aríunni
Dove sono úr Figaro Mozarts, sem
skilaði söknuði greifynjunnar af
djúpri tilfinningu, þrátt fyrir að mað-
ur sé þar vanari ögn dimmari „nobil-
issime“ mezzo-kenndum blæ Dame
Kanawa en Súsönnulegum súbrettu-
sópran Diddúar í þessari frægu aríu.
Úr fyrstu óperu Mozarts, „Zaïde“ –
björgunaróperu á þýzku líkt og Brott-
námið og með nánast sama söguþráð
– kom næst hin ótrúlega bráðþroska
aría Ruhe sanft, mein holdes Leben.
Arían gerir ráð fyrir allkröfuhörðum
„bravura“-söng í lokin, en Sigrún fór
líka fislétt með hann, og flutningurinn
myndaði í það heila tekið listrænan
hápunkt af fágætari sortinni, kannski
burtséð frá einstaka eftirhreytu af
fyrrgetinni dýnamískri ofvökurð. Ah!
Non credea mirarti úr „La Sonn-
ambula“ eftir Bellini var hins vegar
og án nokkurs fyrirvara stórglæsilega
flutt, enda stóð ekki á verðskulduðum
bravóhrópum áheyrenda. Af tjarn-
tærum óði vatnadísarinnar Rusölku
til silfurtunglsins úr samnefndri óp-
eru Dvoráks, Píseò rusalky o mes-
íèku, var ómenguð unun, sem minnk-
aði ekki við nærri sinfónískan píanó-
leik Gerrits Schuils.
Þurfti raunar ekki snilldarlega út-
fært aukalag eins og Caro nome úr
„Rigoletto“ til að undirstrika, að Sig-
rún Hjálmtýsdóttir í toppformi stend-
ur óumdeilanlega hæst í stafni meðal
hérlendra sópransöngkvenna. Hafa
hlustendur stundum risið úr sætum af
minna tilefni en þessu – þó að mæt-
ingin hefði að vísu mátt vera betri en
raun bar vitni.
TÓNLIST
Ýmir
„Antiche“ aríur eftir Gluck, Scarlatti,
Caldara og Marcello og „bel canto“ aríur
eftir Rossini, Bellini og Dvorák. Sigrún
Hjálmtýsdóttir sópran; Gerrit Schuil, pí-
anó. Sunnudaginn 20. janúar kl. 16.
EINSÖNGSTÓNLEIKAR
Ítalskur meistarasöngur
Ríkarður Ö. Pálsson
Sigrún
Hjálmtýsdóttir
STEINUNN Jó-
hannesdóttir
heldur fyrirlestur
í Snorrastofu um
ritun Reisubókar
Guðríðar Símon-
ardóttur í kvöld
kl. 21. Bókin, sem
er skáldsaga
byggð á heimild-
um, kom út fyrir
síðustu jól og
fjallar um Tyrkjaránið 1627 og tíu út-
legðarár Guðríðar, sem er einna
kunnust þeirra sem í ráninu lentu. Á
þeim sex árum sem Steinunn aflaði
efnis til bókarinnar ferðaðist hún á
allar söguslóðir Tyrkjaránsins hér
heima og erlendis og varð margs vís-
ari um svið atburðanna og örlög hinna
fjölmörgu Íslendinga sem rænt var.
Heimildir Steinunnar eru víða að
fengnar, bæði innlendar og erlendar,
og varpa ljósi á líf og kjör þræla og
ambátta á 17. öld, þar sem Guðríður
er í miðju sögunnar.
Fyrirlestur
um skáldsögu
Steinunn
Jóhannesdóttir
♦ ♦ ♦
FIMM þúsundasti bókartitillinn leit
dagsins ljós í hillum Blindrabóka-
safns Íslands á dögunum og var það
bókin Lísa og galdrakarlinn í næstu
götu. Útlánum safnsins fjölgar með
hverju ári og þau voru um 50.000 á
síðasta ári. Safnið gegnir almennri
bókasafnsþjónustu fyrir blinda og
sjónskerta og aðra sem eiga í erf-
iðleikum með að lesa hefðbundið let-
ur. Lestur jólabókanna stendur nú
sem hæst og hafa um 40 titlar verið
lesnir inn á bönd eða eru á leiðinni í
safnið. Stór þáttur í starfsemi
Blindrabókasafns er innlestur náms-
bóka fyrir framhaldsskólanemendur
með dyslexíu. Námsbækurnar eru
nú teknar upp á stafrænu formi.
5.000. bókar-
titillinn á
blindraletri