Morgunblaðið - 23.01.2002, Page 25

Morgunblaðið - 23.01.2002, Page 25
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2002 25 FYRIR jól fréttu Hafnfirðingar að bæjarstjórinn hefði stofnað einkahlutafélagið Norðurbakka ehf., ásamt tveimur öðrum. Mikil leynd hafði hvílt yfir þessu, enda verið að gefa ákveðnum aðilum einkarétt á lóðabraski á besta stað í bænum. Þátttakendur í þessu Monopoly-spili ætla að byggja Man- hattan-hverfi á Norðurbakkanum. Áformin voru kynnt með gögnum sem benda til þess að þremenning- arklíkan sé búin að spila lengur en Hafnfirðingar halda. Ráðgert er að byggja 600 íbúðir með nýtingar- stuðli sem er margfaldur á við það sem þéttast þekkist hér á landi. Til- lagan endurspeglar eiginhagsmuna- hyggju aðstandenda. Ekkert tillit er tekið til þess að útlit Hafnar- fjarðar breytist til frambúðar, né næstu nágranna. Útkoman verður svefnbær við sjó. Að frátöldum tekjum á bygginga- tíma verða fasteignagjöld einu tekj- urnar af þessum framkvæmdum. Hafnfirskir verktakar fá að berjast innbyrðis um að bjóða í einstaka verkþætti, sem undirverktakar. Er- lendir arkitektar eiga síðan að skipuleggja hverfið. Skólahverfi Víðistaðaskóla, skólahverfi Norður- bakkans, verður í uppnámi því skól- inn er illa í stakk búinn til að bæta við sig nemendum. Hann er enn ekki einsetinn og uppfyllir hvorki væntingar né kröfur um nútíma skólastarf. Bryggjuhverfi eru þekkt fyrir- brigði erlendis. Gott dæmi um vel- heppnað bryggjuhverfi er í Björg- vin í Noregi. Það er að hluta til gamalt og nýtt í bland. Nýrri hlutinn hefur verið lagaður að þeim eldri. Tekið var mið af stærð, lögun og mæli- kvarða húsanna. Hæð húsanna er hvergi meiri en fjórar hæðir og þetta hefur ekki hamlað uppbyggingu hverfisins. Í hverfinu eru 4 hótel, þar á með- al 273 herbergja Rad- isson SAS hótel í hæsta gæðaflokki, ásamt fjölmörgum verslunum, söfnum, veitingastöðum og íbúðum. Það er til eft- irbreytni hvernig að þessari upp- byggingu Björgvinjarbúa var staðið og jafnframt umhugsunarefni að hugmyndir eins og þær sem Norð- urbakki ehf. matreiddi ofan í Hafn- firðinga á jólaföstunni skuli yfirleitt á borð bornar. Við Íslendingar get- um „státað“ af einu bryggjuhverfi, sem er hjákátleg eftirlíking af hafn- arhverfum við Miðjarðarhaf, illa staðsett, dæmi um lélegt skipulag og slæman arkitektúr. Þetta stend- ur nú Hafnfirðingum til boða. Tillögur Vinstrihreyfingin – grænt fram- boð í Hafnarfirði telur að Norður- bakkinn verði betur nýttur sem athafna- svæði og sem stækk- unar- og þróunar- möguleiki fyrir mið- bæinn. Svæðið verði áfram tengt hafnar- starfsemi. Þannig mætti stuðla að efl- ingu atvinnulífs í Hafnarfirði með sér- stakri áherslu á ferða- þjónustu. Stöðugt vax- andi fjöldi ferðamanna kemur til landsins, en allt of fáir koma til Hafnarfjarðar. Nokkr- ir aðilar í Hafnarfirði hafa reynt að byggja upp starfsemi tengda ferðaþjónust- unni og er það virðingarvert fram- tak sem þarf að styðja miklu betur við. Markviss uppbygging gæti skapað 300–400 ný störf. Uppbygging VG í Hafnarfirði telja að með öfl- ugri uppbyggingu ferðaþjónustunn- ar í bænum megi auka verulega tekjur bæjarins og samtímis auka veg og virðingu hans. Möguleikarn- ir eru miklir. Liður í því er að á Norðurbakkanum rísi stórt 3–4 stjörnu hótel með 200–250 her- bergjum, ásamt fjölnota ráðstefnu- sal og fundaraðstöðu. Í tengslum við hótelið yrði aðstaða fyrir aðila, sem gera út á ferðamenn, s.s. með hestaferðum, hvalaskoðun og dags- ferðum um Reykjanes og nágrenni. Huga þarf að því að hægt sé að taka á móti skemmtiferðaskipum. Vítamínsprauta Ráðstefnusal við hótel má nýta til margra annarra hluta en til ráð- stefnuhalds. Salinn má nýta sem leikhús, tónlistarhús, kvikmynda- hús og jafnvel óperuhús. Tækni- skóli Íslands með tilheyrandi þró- unarsetri væri velkominn á Norðurbakkann. Þar verði enn- fremur yfirbyggð göngugata með verslunum og skrifstofum auk íbúða. Þetta myndi stuðla að fjöl- skrúðugra mannlífi og yrði vítamín- sprauta fyrir menningarlíf Hafn- firðinga. Hafnarfjörður er vaxandi bær og það verður aukin þörf fyrir athafnasvæði, stjórnsýslu, menntun og menningu á næstu árum og ára- tugum. Okkur ber að hafa langtíma- hagsmuni Hafnarfjarðar í huga og hafna steingeldum hugmyndum um uppbyggingu, sem engu skilar, nema skammtímagróða til þeirra sem eru að spila Monopoly með bæjarstjóranum. Manhattan á Norðurbakka Sigurbergur Árnason Höfundur er arkitekt og formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Hafnarfirði. Skipulagsmál Tækniskóli Íslands með tilheyrandi þróunar- setri, segir Sigurbergur Árnason, væri velkom- inn á Norðurbakkann. Skipulags- og byggingarsvið Tillaga a› A›alskipulagi Reykjavíkur 2001- 2024 Fjölmargar nýstárlegar hugmyndir um þéttingu byggðar og uppbyggingu Reykjavíkur sem alþjóðlegrar og vistvænnar höfuðborgar eru birtar í aðalskipulagstillögunni og eru borgarbúar hvattir til að kynna sér þær. Í samræmi við 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, er hér með auglýst til kynningar tillaga að Aðal- skipulagi Reykjavíkur 2001-2024. Skipulagstillagan er sett fram í greinargerð á þéttbýlisuppdrætti sem sýnir þróun byggðar, landnotkun og helstu umferðaræðar í Reykjavík og á sveitarfélagsuppdrætti sem sýnir land- notkun utan þéttbýlis í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur. Greinargerð er skipt í þrjá hluta:  Stefnumörkun  Lýsing aðstæðna, forsendur, skýringar og rökstuðningur með stefnumörkun  Þróunaráætlun miðborgar, landnotkun. Umhverfismat aðalskipulagsins og þemaheftin Umhverfi og útivist og Húsvernd í Reykjavík munu liggja frammi með tillögunni. Umsögn Skipulagsstofnunar um tillöguna og athuga- semdir Skipulags- og byggingarsviðs við hana munu jafnframt liggja frammi. Tillaga að Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 liggur frammi á eftirtöldum stöðum, frá 23. janúar 2002 til 6. mars 2002:  Kynningarsal Skipulags- og byggingarsviðs að Borgartúni 3  Ráðhúsi Reykjavíkur  Borgarbókasafni Reykjavíkur við Grófartorg  Þjóðarbókhlöðu við Arngrímsgötu  Menningarmiðstöðinni Gerðubergi  Miðgarði, fjölskylduþjónustu í Grafarvogi Þéttbýlisuppdráttur tillögunnar verður til sýnis víða um borgina á upplýsingaskiltum Reykjavík- urborgar frá 28. janúar til 16. febrúar 2002. Einnig er hægt að kynna sér efni tillögunnar á www.reykjavik.is. Athugasemdum við tillöguna skal skila skriflega til Skipulags- og byggingarsviðs Reykja- víkurborgar, Borgartúni 3, 105 Reykjavík, merkt Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024, eigi síðar en 6. mars 2002. Þeir sem ekki gera athugasemd við tillög- una innan tilskilins tíma teljast samþykkir tillögunni. Skipulags- og byggingarsvið Reykjavíkurborgar A T H Y G L I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.