Morgunblaðið - 23.01.2002, Side 35
Minnistæð eru ferðalög upp að
Hafravatni þegar verið var að byggja
félagsheimili sundfélagsins Ægis og
var þá oft glatt á hjalla í „Ægis-
klíkunni“. Einnig skemmtileg skíða-
ferðalög í Jósefsdal sem þóttu í þá
daga mikil ferðalög fyrir unglinga.
Þetta voru glaðværir og góðir dagar
og allt heilbrigðar saklausar skemmt-
anir. Það er ekki ofmælt að segja að
Svanhildur var miklum mannkostum
búin. Vel greind, skemmtilega
hnyttin í samræðum, ákveðin, með
eldheitar skoðanir á mönnum og mál-
efnum, en þó aldrei illkvittin. Skap-
mikil var hún í meira lagi en jafn-
framt afar viðkvæm og stundum
auðsærð en sáttfús var hún svo sann-
arlega. Á fimmtíu árum hafa vissu-
lega skipst á skin og skúrir í lífi sex
vinkvenna. Engin okkar hefur farið
varhluta af erfiðleikum og sorgum.
Við slíkar aðstæður hefur reynt á að
sýna dyggan stuðning, trúnað og
traust. Það kunni Svanhildur. Hún
gat samglaðst á góðri stund og sýnt
hluttekningu í sorg. Ekki má láta hjá
líða að minnast síðasta fundar okkar
vinkvenna, sem var í hádegi á sunnu-
degi, viku áður en Svanhildur fór í
sína örlagaríku ferð. Þá geislaði hún
og var yfirveguð og afslöppuð. Henni
leið vel í sambúðinni með Bæringi og
lýsti honum sem ljúfum manni og
prúðum. Við áttum svo sannarlega
góða stund saman gömlu vinkonurn-
ar og erum þakklátar fyrir þessa síð-
ustu samverustund. Við viljum minn-
ast Svanhildar eins og hún var
þennan dag.
Það er von okkar að mannkostir
Svanhildar fái notið sín í afkomend-
um hennar. Synirnir eru fimm talsins
og unni hún þeim af öllu hjarta.
Barnabörnunum fylgdist hún með af
einstakri alúð og hlúði að eftir bestu
getu. Ef til vill hefur sú kynslóð misst
mest. Tengdadæturnar voru henni
afar kærar. Vottum við þeim öllum
samúð okkar.
Fráfall Svanhildar var ótímabært
en slysin gera ekki boð á undan sér.
Ásta móðir hennar, háöldruð, sér að
baki einkadóttur sinni og sendum við
henni okkar hlýjustu samúðarkveðj-
ur.
Einnig sendum við sambýlismanni
hennar, bræðrum og öðrum ástvinum
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Halla, Elsa, Sigrún,
Sólveig og Thelma.
Nú er höggvið skarð í hóp starfs-
manna fjarsölu Flugleiða, Svanhildur
hætti reyndar að vinna í september
sl. eftir liðlega 20 ára starf hjá Flug-
leiðum og ætlaði að njóta lífsins með
sambýlismanni sínum, Bæringi.
Svanhildur var litríkur persónu-
leiki, bráðgreind og sagði skemmti-
lega frá og var oft mikið hlegið í kaffi-
tímum þegar hún tók sig til og sagði
frá spaugilegum atvikum sem hent
höfðu og gat hún gert óspart grín að
sjálfri sér.
Sem starfsmaður sinnti Svanhild-
ur starfi sínu vel, var þjónustulunduð
og vel liðin bæði af viðskiptavinum og
samstarfsfólki. Við sem unnum næst
henni sögðum alltaf að ef við værum
farþegar veldum við Svanhildi sem
okkar sölumann því hún var svo sér-
lega hjálpleg við sína viðskiptavini.
Það gustaði af henni þegar hún gekk í
salinn, alltaf vel til höfð og glæsileg.
Það skipti ekki máli hvort um vinnu,
útlit eða hennar girnilega nesti var að
ræða, allt var þetta gert af sömu al-
úðinni. Það hefur margt breyst síðan
Svanhildur hóf störf hjá Flugleiðum,
ný kerfi verið tekin í notkun, ekki
bara eitt heldur mörg en það vafðist
ekki fyrir henni að tileinka sér nýj-
ungar, hún hafði skoðanir á þessu
öllu saman og viðraði þær ófeimin en
eftir þessar útrásir þá tileinkaði hún
sér ný vinnubrögð og gerði það með
sóma.
Það er mikill sjónarsviptir að
manneskju eins og Svanhildi, í amstri
dagsins fer maður í huganum yfir lið-
in ár, hún færði okkur kveðjuköku í
desember, þá nýkomin úr Hvera-
gerði, endurnærð og geislandi en síst
grunaði okkur að þetta yrði hennar
hinsta kveðja til okkar.
Við kveðjum hana með söknuði og
sendum aðstandendum hennar inni-
legar samúðarkveðjur.
Samstarfskonur í
fjarsölu Flugleiða.
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2002 35
✝ Þorbjörg HelgaÁsbjarnardóttir
(Obba) fæddist í
Reykjavík 25. maí
1932. Hún lést á
Fylkissjúkrahúsinu
á Stord í Noregi 15.
janúar síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Ásbjörn Ólafs-
son Jónsson, mál-
arameistari, f. 20.
júlí 1901, d. 23. apríl
1967 og Petrína
Guðmundsdóttir,
húsfreyja, f. 13. júní
1908, d. 14. maí
1938. Systkini Þorbjargar eru
Alma Ásbjarnardóttir, f. 10.
mars 1926, Bragi Ásbjarnarson,
f. 2. maí 1929, Gyða Ásbjarnar-
dóttir, f. 8. desember 1935,
Helga Jóna Ásbjarnardóttir, f.
26. júlí 1943, og Salvar Júl-
íusson, f. 29. desember 1952.
Hinn 20. júlí 1950 giftist
Þorbjörg Sveini
Ágústssyni, kenn-
ara, f. 10. október
1923 á Ásum, d. 2.
febrúar 1991. Börn
þeirra eru Ásbjörn
Sveinsson, f. 23.
júní 1950, d. 10.
ágúst sama ár, og
Kristín Sveinsdótt-
ir, verslunarmaður
og húsfreyja í
Steinkjer í Noregi,
f. 23. október 1959.
Maki hennar er
Paul Rostad, f. 5.
desember 1954 í
Steinkjer. Börn þeirra eru Stef-
án Marius, f. 17. janúar 1990, og
Thor Inge, f. 18. júlí 1991. Hinn
17. maí 1969 giftist Þorbjörg Jo-
hannesi Ask, bónda, f. 29 maí
1945 í Noregi.
Útför Þorbjargar (Obbu) fór
fram frá Hatlestrandkirkju í
Noregi þriðjudaginn 22. janúar
Þá er hún Obba systir dáin og þykir
mér afar sárt að sjá á bak henni. Það
voru ekki alltaf blíð örlög sem skópu
líf hennar, en meðfædd lífsgleði hjálp-
aði henni í gegnum lífsins ólgu sjó.
Mamma okkar dó aðeins 29 ára að
aldri frá fjórum börnum. Þá tvístr-
aðist systkinahópurinn og varð það að
sjálfsögðu okkur öllum sárt. Sáumst
við Obba ekki í ein sex ár, sem var
langur tími á þessum mikilvægu mót-
unarárum. Fljótlega urðum við þó all
nánar og æ síðan. Þar sem hún var 3
½ ári eldri en ég fékk ég þó að sjálf-
sögðu ekki alltaf að vera með henni.
En ég minnist margra góðra stunda,
t.d. þegar við vorum að æfa grip á gít-
ar og þegar lagi var náð sungum við
„híalagga, húalagga“ og æfðum stíft
og náðum loks að verða samtaka. Ég
minnist einnig lagsins „Ég langömmu
á sem að létt er í lund“, sem var sung-
ið af krafti. Mikið fannst okkur að
langamma hlyti að vera gömul. Svo
minnist ég einnig sólbaða uppi á þaki
á Hringbraut 45. Þar var mjög bratt
þak á þessu fjögurra hæða húsi, en við
létum það ekki á okkur fá heldur fór-
um út um þakgluggan og nutum sól-
arinnar. Í dag má ég ekki svo mikið
sem líta þarna upp þá sundlar mig við
tilhugsunina. Já, það var ýmislegt
brallað, skautaferðir á Tjörnina voru
toppurinn og að sjálfsögðu sundferð-
irnar í Sundhöllina.
Obba var í Reykholtsskóla í tvo vet-
ur, en á sumrin vann hún austur í
Gnúpverjahreppi við sveitastörf í
Fossnesi. Þar réðust hennar örlög að
verða sveitakona, en hún kynntist þar
fyrri manni sínum, Sveini Ágústssyni.
Þau voru myndarlegt par og giftist
hún honum 1950. Eignuðust þau Ás-
björn, sem dó tæpra tveggja mánaða
og saknaði Obba hans ætíð sárt. Hún
var mikil barnagæla og man ég að
hún sagðist alltaf ætla að eignast tíu
börn en ég ekkert. En hún fæddi að-
eins þennan eina son sem hún missti,
en ég eignaðist átta. Það sýnir hvað
við mennirnir ráðum litlu. Þau hjónin
byggðu upp húsakost á Móum, en áð-
ur bjuggu þau í Ásum, þaðan sem
Sveinn var. Árið 1959 eignuðust þau
kjördóttur, Kristínu, mikla ágætis
stúlku. Hún býr nú í Steinkjer í Norð-
ur-Noregi ásamt eiginmanni og
tveimur yndislegum sonum, sem nú
sakna ömmu sinnar sárt.
En örlagadísirnar urðu Sveini og
Obbu ekki hliðhollar, það er sitthvað
gæfa og gjörvileiki, og slitu þau sam-
vistum 1967. Þá fóru þær mæðgur
Obba og Kristín í Mosfellsbæ þar sem
Obba fór að vinna á Skálatúni í nokk-
ur ár og eignaðist hún þar marga vini
sem dáðu hana. Obba var nefnilega
þeim kostum búin að ná til fólks með
léttleika sínum og lífsgleði.
Í Mosfellsbæinn kom ungur maður
frá Noregi, búfræðingur að mennt,
sem hóf störf á Blikastöðum. Það var
hann Johannes Ask sem Obba giftist
17. maí 1969. Ári síðar fluttu þau svo
til Noregs ásamt Kristínu, sem þá var
á ellefta ári. Fyrstu sjö árin bjuggu
þau í Norður-Noregi, en þar sem það
er hefð í Noregi að elsti sonur taki við
búi foreldra sinna, fluttu þau sig suð-
ur til Hatlestrand þar sem Johannes
tók við búinu á Ask og bjó Obba þar til
dauðadags. Það voru því örlög Obbu
að fara frá búskap á Íslandi til bú-
skapar í Noregi. Munurinn var aðeins
sá að kýrnar voru ögn stærri og trén
allnokkru hærri og fleiri.
Hún undi sér vel þótt hún saknaði
ættingjanna heima fyrir og síminn
var óspart notaður, þó meira í seinni
tíð.
Því miður hittumst við Obba allt of
sjaldan, en hún var mjög góð heim að
sækja. Við hjónin heimsóttum hana
sumarið 2000 og það var yndisleg
dvöl. Obba var snillingur í matargerð
og reyndar í öllu sem hún tók sér fyrir
hendur. Allt lék í höndunum á henni.
Hún var þekkt í sveitinni sinni fyrir
sínar frábæru pönnukökur og var hún
ósjaldan fengin til að baka þær.
Já, Obbu er svo sannarlega sárt
saknað, eins og börnin mín sögðu:
„Obba er alltaf svo ung.“ Hún var svo
góð við þau og það gladdi Obbu mjög
þegar einn sonur minn skýrði dóttur
sína í höfuðið á henni.
Því miður varð lífshlaup hennar
ekki lengra, þar sem hún lést af völd-
um heilablóðfalls 15. janúar sl.
Ég og öll mín fjölskylda viljum
þakka elsku Obbu systur samfylgdina
og ekki síst vil ég þakka henni stuðn-
inginn við missi barnsins míns.
Ég bið Guð að blessa eiginmann
hennar, dóttur, tengdason og dóttur-
syni.
Farðu í Guðs friði.
Gyða systir og Baldvin.
ÞORBJÖRG HELGA
ÁSBJARNARDÓTTIR
ASK (OBBA)
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er
móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru
nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í
úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í
bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess
(minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með-
allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090.
6 07$0 8..
9#(!":
$ !
)
-
'
#"
'
$
#00%
-
-/
'
123/
& '
(/
)
-/ $$(( # 5 /)()*
,9%)1*()*
'" * "%)( 8%
2 /)()*
-/9*%/ "%)( %&,0% ()*
9% "%)( *4%)*4%%()*
&&&&&5
/
'
188..
9 4// %#
* 1 (
'
#4
'
5
'2
$
#6
39(<((
1*<(( ,(=%()*
-(>*1*((
'%)1*()*
1*'59(( 6!9")*
0 .51*((
%.!% -( ,%)*
'" # 151*()* ?+=%&((5
3
'
98
6 @ 90$8.. 4,(/*
A;
! "#
*7
82
#
-( ((
/)((
$ 1*4 /)((
9 >* /)((
"%( !%)5
9 2
- B @ .@8..
&! ::
$ !
'
12
%
' -/
"
#00%
'"()*
'"((
-/((
*%95()*
'"((
$&"()*
-25()*
'*4%)()*
"%( !%)5
3
-0 8$
9%# :
@(
)
:
)/
. 4%)1*4()*5