Morgunblaðið - 23.01.2002, Page 36
MINNINGAR
36 MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Með fáum orðum vil
ég minnast félaga Sig-
urjóns Péturssonar,
sem nú hefur verið burt
kallaður í blóma lífsins.
Mig minnir við hittast
fyrst í iðnnemasamtök-
unum á síðari hluta sjötta áratugar-
ins. Seinna lágu leiðir saman í Æsku-
lýðsfylkingunni, Sósíalistaflokknum
og Alþýðubandalaginu.
Sigurjón hóf nám í húsasmíði hjá
föður sínum, Pétri Laxdal húsasmíða-
meistara, árið 1958. Hann tók strax
þátt í störfum Félags húsasmíðanema
og var fljótlega kosinn formaður fé-
lagsins. Í stjórn Iðnnemasambands
Íslands átti hann sæti sem ritari og
síðar forseti sambandsins á árunum
1958–1960. Á þessum vettvangi hygg
ég að hann hafi fengið sína fyrstu
skólun í félagsstörfum. – Í bókinni
Með framtíðina að vopni (um hreyf-
ingu iðnnema í 100 ár) eftir Helga
Guðmundsson er haft eftir Sigurjóni
„að hvergi hafi hann setið fundi þar
sem fundarmenn voru jafnnákvæmir
um fundarsköp og reglur eins og á
þingum Iðnnemasambandsins“. – Sú
reynsla og þekking í félagsmálum
sem Sigurjón hlaut í iðnnemasamtök-
unum kom honum síðar til góða í þeim
fjölmörgu félags- og trúnaðarstörfum
sem hann gegndi. Það var því engin
tilviljun að hann var oft kosinn fund-
arstjóri á þingum þeirra samtaka sem
hann starfaði í. – Lengst af vann hann
hjá Trésmiðafélaginu, og jafnhliða
starfaði hann á vettvangi stjórnmál-
anna. Árið 1970, þá liðlega þrítugur,
var Sigurjón fyrst í framboði til borg-
arstjórnarkosninga fyrir Alþýðu-
bandalagið í Reykjavík og hlaut kosn-
ingu. Eins og fjölþætt störf hans bera
vott um naut hann trausts og virð-
ingar langt út fyrir raðir pólitískra
samherja.
Sigurjón og Raggý leigðu í Sól-
heimunum á sínum fyrstu búskapar-
árum. Um þetta leyti vorum við hjón-
in að innrétta litla íbúð aðeins tveimur
húslengdum neðar í sömu götu.
Stundum vantaði okkur ráðgjöf eða
aðstoð, og þá var stutt að fara til tré-
smiðsins. Þar mætti manni jafnan
elskulegt viðmót og hlýja þessara
ungu hjóna og aðstoðin var auðsótt.
Leiðin lá líka stundum til foreldra
Sigurjón, þeirra Péturs og Ingibjarg-
ar, sem bjuggu í einu háhýsanna við
Sólheima. Erindi mín þangað tengd-
ust yfirleitt vafstri fyrir Sósíalista-
flokkinn eða Þjóðviljann, s.s. undir-
búningi kosninga eða innheimtu
happdrættis á vegum málgagnsins.
Því nefni ég hér þessi kynni af for-
eldrum Sigurjóns að manni varð síðar
ljóst að sonurinn átti ekki langt að
sækja ósérhlífni og hollustu við mál-
stað sósíalista og verklýðshreyfingar.
Þessar eigindir voru honum í blóð
bornar; ekkert annað kom til álita.
Eftir að Sigurjón og Raggý byggðu
og fluttu í blokk í Fellsmúlanum, bar
SIGURJÓN
PÉTURSSON
✝ Sigurjón Péturs-son fæddist á
Sauðárkróki 26.
október 1937. Hann
lést af slysförum 10.
janúar síðastliðinn
og fór útför hans
fram frá Hallgríms-
kirkju 21. janúar.
fundum okkar oftar
saman. Það mátti m.a.
rekja til þess að meðal
íbúa í sömu blokk voru
tvær vinafjölskyldur
okkar hjóna og fornvin-
ir mínir úr Æskulýðs-
fylkingunni, þau Lena
og Gísli B. og Sigrún og
Stefán Sigfússon. –
Byggingarfélagarnir úr
Fellsmúlanum hafa
haldið hópinn þótt þeir
eigi ekki lengur heima
undir sama þaki. Við
hjónin og fjölskyldurn-
ar þrjár úr Fellsmúlan-
um höfum æ síðan verið tengd vin-
áttuböndum. Á seinni árum voru þau
kynni endurnýjuð. Sigurjón var hrók-
ur alls fagnaðar á góðra vina fundum.
Hann var góður söngmaður, kunni
mikið af sönglögum og textum og
hafði yndi af margs konar tónlist. Áð-
ur var minnst á hæfileika hans sem
félagsmálamanns. Í starfi því sem
hann gegndi síðast munu fjölþættir
hæfileikar hans á því sviði hafa komið
að góðum notum. – Vinahópurinn
kveður góðan félaga með söknuði. Við
Sigrún vottum Raggý, sonunum og
skyldmennum öllum einlæga samúð
okkar.
Gunnar
Guttormsson.
Að morgni 11. janúar barst okkur
sú harmafregn að félagi okkar og vin-
ur Sigurjón Pétursson hefði farist í
bílslysi kvöldið áður.
Leiðir okkar Sigurjóns munu fyrst
hafa legið saman á síðari hluta sjö-
unda áratugarins en eftir að undirrit-
aður hóf störf sem skrifstofustjóri
borgarstjórnar 1979 áttum við náið
samstarf. Sigurjón var þá forseti
borgarstjórnar og leysti þar vanda-
samt starf vel af hendi og átti traust
borgarstjórnarinnar allrar. Hann sat
í borgarstjórn í 24 ár eða til ársins
1994.
Með okkur og þeim hjónum, Sig-
urjóni og Rögnu, þróaðist góð vinátta.
Sameiginleg áhugamál okkar voru
ekki síst ferðalög um hálendið. Fjöl-
skyldur okkar og vinir hafa farið ár-
lega, í rúmlega tuttugu ár, í tíu daga
ferð um hálendið, auk vetrar- og
haustferða. Við áttum ekki margar
slóðir ókannaðar á hálendinu. Síðustu
ferðir okkar voru í Grímsvötn sl. vor
og um Brúaröræfi í sumar. Við höfð-
um ráðgert að fara í Þórsmörk liðna
helgi með félögunum, ferð sem aldrei
var farin.
Hann var einkar góður söngmaður
og engan hef ég hitt sem kunni jafn-
mikið af ljóðum, söngtextum, þulum
og þjóðsögum. Okkur eru ógleyman-
leg kvöldin í ferðum okkar þar sem
setið var við söng og sögur.
Börn hændust mjög að Sigurjóni
og hann tók þeim alltaf með miklum
fögnuði og segir það sitt um hjartalag
hans. Hann hafði gjarnan þann sið að
taka þau á kné sér og syngja þeim
barnagælur. Þótt ljúfur fjallasöngur
hans sé nú þagnaður mun hann alltaf
hljóma í huga okkar.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum.)
Elsku Ragna og fjölskylda, við
sendum ykkur vinar- og samúðar-
kveðjur á erfiðum tíma. Ykkar missir
er mikill.
Ásgerður og Gunnar Eydal.
Sigurjón Pétursson var vinur
minn. Í fljótu bragði er ekki augljóst
hvað kallaði á vinskap okkar Sigur-
jóns. Á okkur er talsverður aldurs-
munur, við höfum ólíkan bakgrunn;
hann smiður og ég kennari, og líklega
má telja vináttu okkar merkilega
vegna þess að í síðustu tveimur kjara-
samningum vegna grunnskóla sátum
við hvort andspænis öðru við samn-
ingaborðið. Fáum mönnum treysti ég
betur en Sigurjóni og starfsorka hans
var með ólíkindum. Þó má viðurkenna
að ráðning hans til Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga vakti ekki mikla
hrifningu meðal kennara. Við skildum
ekkert í því hvað maður með hans
bakgrunn hefði að gera í embætti
deildarstjóra nýrrar grunnskóla-
deildar. Hvernig gæti hann sett sig
inn í fagleg málefni grunnskólans og
hvernig ætti hann að geta skilið flók-
inn kjarasamning grunnskólakenn-
ara? Sjálfur var hann á varðbergi
gagnvart faglegu innra starfi skóla.
Hann sagði oft við mig í byrjun sam-
skipta okkar að hann væri enginn
menntamálaráðherra og Samband ís-
lenskra sveitarfélaga hefði engan
áhuga á að taka við hlutverki mennta-
málaráðuneytisins. Hann sá heldur
lítinn tilgang í því að vera ásamt okk-
ur og menntamálaráðuneytinu með
sérstaka samráðsnefnd en féllst á að
hún hefði hugsanlega tilgang fyrstu
eitt til tvö árin eftir að sveitarfélögin
tóku við grunnskólanum. Sú afstaða
hans breyttist og hann varð mjög
áhugasamur um fjölmörg mál og nú
síðast voru eineltismálin honum sér-
staklega hugleikin. Hann sagði að af-
loknu málþingi um einelti í grunn-
skólum að það hefði verið sérstakt og
stefnumótandi og vildi að gerð yrði
framkvæmdaáætlun til að koma í veg
fyrir einelti meðal grunnskólabarna
sem fyrst. Sigurjón lagði sig allan
fram við að setja sig inn í kjarasamn-
inginn og hinar margvíslegu túlkanir
á honum þar til hann var orðinn sér-
fræðingur í honum. Hann sat í sam-
starfsnefnd vegna kjarasamninga og í
samninganefnd launanefndar sveitar-
félaga í samningunum 1997 og 2000/
2001. Í tengslum við samningana fór-
um við í mikla undirbúningsvinnu
sem m.a. fól í sér kynnisferð til Norð-
urlandanna. Sigurjón var áhugasam-
ur og hafði trú á að hægt væri að
breyta samningnum og færa hann
nær nútímanum. Að öllum öðrum
ólöstuðum var Sigurjón grunnskóla-
deild Sambands íslenskra sveitarfé-
laga holdi klædd. Öllum fyrirspurn-
um vegna grunnskóla var beint til
hans. Hann var ómissandi við að
kynna og innleiða nýja samninginn.
Hann fór í ótal fundaferðir og var í
einni slíkri þegar andlát hans bar að
höndum. Hann hélt utan um alla
þræði, vann fundargerðir samstarfs-
nefndar og var okkar mikilvægasti
tengiliður í öllu er lýtur að kjara-
samningi grunnskólakennara. Vissu-
lega vorum við ekki alltaf sammála en
við hættum ekki fyrr en fyrir lá sam-
eiginleg og ágreiningslaus túlkun.
Skemmtilegast var þegar við sendum
ótal tölvubréf okkar á milli þar til nið-
urstaða var fengin. Við höfðum mikil
samskipti, Sigurjón og ég. Töluðum
saman í síma oft í viku og stundum oft
á dag. Þess á milli notuðum við tölvu-
póstinn. Skömmu áður en hann and-
aðist sagði hann mér frá fyrirhuguðu
námskeiði vegna tónlistarskólans. Ég
skrifaði honum á Netinu og kvartaði
yfir því að nú væru tónlistarskóla-
kennarar búnir að „ræna“ honum frá
okkur. Ég óskaði honum jafnframt
góðrar ferðar. Sigurjón er farinn í
sína hinstu ferð og sá sem öllu ræður
hefur tekið hann til sín. Skyndilega er
honum kippt í burtu, fullum af lífs-
gleði og starfsþreki. Hann var nýbú-
inn að festa kaup á sumarbústað og
hlakkaði til að taka þar til hendi og
stunda veiði enda mikill áhugamaður
um útivist.
Grunnskólakennarar hafa misst
mikið og það verður erfitt að fylla
skarðið sem Sigurjón skilur eftir sig.
Ég syrgi látinn vin en sárastur er þó
söknuður fjölskyldunnar og færi ég
henni mínar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Félag grunnskólakennara þakkar
Sigurjóni Péturssyni samstarfið og
vottar honum virðingu.
Guðrún Ebba
Ólafsdóttir.
Minnisstæður stjórnmálamaður og
mjög góður félagi er skyndilega fall-
inn í valinn og fregnin um það var
okkur vinum hans mikið reiðarslag.
Sigurjón Pétursson er eftirminni-
legur öllum sem kynntust honum.
Fundum okkar bar fyrst saman í
borgarstjórn þegar ég kom þar sem
óreyndur varaborgarfulltrúi. Sigur-
jón var þá foringi Alþýðubandalags-
manna í borgarstjórn og þótt við vær-
um ekki í sama flokki þá voru flokkar
okkar báðir í andstöðu við meirihluta
sjálfstæðismanna og því áttum við
margvíslegt samstarf. Sigrurjón var
glöggskyggn málafylgjumaður og
gaman var að fylgjast með honum á
borgarstjórnarfundum. Hann gekk
gjarnan um gólf meðan aðrir töluðu,
sérstaklega ef um miklar ákvarðanir
var að ræða, en þegar umræðunni var
að ljúka fór hann í ræðustól og rökfast
og í hnitmiðuðum setningum dró
hann saman kjarna málsins.
Hann hafði einlægan vilja til þess
að gera borgina okkar betri og rétta
hlut þeirra sem áttu undir högg að
sækja eða voru verr settir. Þrátt fyrir
það að Sigurjón ætti oft í hvössum
deilum við andstæðinga og þá sér-
staklega sjálfstæðismenn leyfi ég mér
að fullyrða að hann átti vináttu og
virðingu okkar allra í borgarstjórn-
inni. Sigurjón naut trausts langt út
fyrir raðir Alþýðubandalagsmanna
og átti trausta vini ekki síður í öðrum
flokkum. Mér var persónuleg vinátta
Sigurjóns, hlýleiki og hollráð afar
mikils virði.
Sigurjón var ættaður að norðan,
Skagfirðingur og Siglfirðingur, og
kunni vel að gleðjast og í mannfagn-
aði naut hann sín ákaflega vel. Söng-
maður var hann ágætur og á góðum
stundum kyrjaði hann af listfengi og
innri gleði siglfirska bragi og kvæði
frá æskustöðvum sínum.
Mörgum kvöldverðarboðum okkar
sveitarstjórnarmanna bæði í Reykja-
vík og út um land gjörbreytti hann
með léttleika og söng. Hann hafði
þann sérstæða eiginleika að geta hrif-
ið fólk úr ólíkum áttum með sér, eig-
inleika sem ég hygg að flestir stjórn-
málamenn vildu hafa.
Hann var vaxinn upp í fremur
þröngum kjörum en hófst af sjálfum
sér, skynsemi sinni og atgjörvi til far-
sællar forystu. Hann gleymdi aldrei
uppruna sínum og hjarta hans sló
ætíð með þeim sem hann deildi kjör-
um með í æsku.
1994 hvarf Sigurjón úr borgar-
stjórn Reykjavíkur eftir langa og far-
sæla setu þar. Það var okkur sem
mynduðum Reykjavíkurlistann mikill
missir því Sigurjón hafði reynslu
framyfir flest okkar og víðtæka þekk-
ingu á málefnum borgarinnar. Síðar
gerðist Sigurjón starfsmaður Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga og ann-
aðist þar málefni grunnskólans eftir
að rekstur hans fluttist alfarið til
sveitarfélaganna. Þar lágu leiðir okk-
ar aftur saman.
Vann hann þar gott starf og átti
þátt í því hve yfirfærslan tókst vel.
Sigurjón var mikill útivistarmaður
og/eða öllu heldur nútímaútilegumað-
ur.
Hann var jeppakarl og ferðaðist
um hálendið ætíð þegar færi gafst,
vetur, sumar, vor og haust og þar átti
hann unaðsstundir. Sigurjón átti ein-
staklega góðan lífsförunaut þar sem
var Ragna kona hans. Þau voru mjög
samhent hjón og deildi hún útivist-
aráhuganum með honum. Það duldist
engum sem kynntist Sigurjóni hvað
fjölskyldan var honum kær.
Nú er Sigurjón fallinn frá. Hörmu-
legt slys á Holtavörðuheiði batt enda
á vegferð hans. Ég færi Rögnu og
öðrum ástvinum mínar innilegustu
hluttekningarkveðjur. Eftir lifir í
huga okkar minning um elskulegan
vin og samferðamann.
Sigrún
Magnúsdóttir.
Hreinskiptinn, rökfastur og glað-
lyndur. Þessir eðlisþættir Sigurjóns
Péturssonar koma fyrst í huga okkar
fyrrum samstarfsmanna í borgar-
stjórn Reykjavíkur þegar við minn-
umst hans við hinstu kveðju. Hörmu-
legt slys svipti honum burt úr
jarðvistinni langt fyrir aldur fram.
Hann var við sveitarstjórnarstörf, á
leið af fundi norður í landi, þegar kall-
ið kom. Sveitarstjórnarstörfum helg-
aði hann stærstan hluta starfskrafta
sinna. Sigurjón var fyrst kjörinn í
borgarstjórn Reykjavíkur 32 ára
gamall. Þar var hann fulltrúi Alþýðu-
bandalagsins og borgarráðsmaður frá
1970–1994. Við sem sátum með hon-
um í minnihluta borgarstjórnar um
nokkurra ára bil deildum með honum
sýn félagshyggjunnar hvort sem við
vorum samflokksmenn hans eða í öðr-
um þeim flokkum sem síðar mynduðu
Reykjavíkurlistann. Þekking Sigur-
jóns á málefnum Reykjavíkurborgar
var mikil og nýttist vel í samstarfi
okkar, m.a. í þéttum vinnulotum við
fjárhagsáætlanagerð borgarinnar.
Sigurjón Pétursson var sósíalisti að
lífsskoðun, vaxinn af kjarna róttækr-
ar verkalýðshreyfingar. Þegar hitn-
aði í kolum og réttlætismálin brunnu
honum á hjarta mátti kenna ylinn frá
hugsjónaeldum þeim sem kveiktir
voru í foreldrahúsum bernsku hans.
En Sigurjón bjó einnig yfir fastri rök-
hyggju og íhygli sem komu störfum
hans til góða, ekki síst þegar hann sat
yfir tölum og reiknaði til niðurstöðu af
yfirvegaðri skynsemi. Sigurjón var
prýddur mörgum mannkostum. Einn
var sá að geta verið ósammála og
jafnvel deilt við félaga sína sem og
pólitíska andstæðinga án þess að það
bitnaði á persónulegum samskiptum.
Á þann eiginleika hans reyndi oftar
en einu sinni á hans ferli, meðal ann-
ars við átök sem urðu í Alþýðubanda-
laginu á sínum tíma. Sigurjón kunni
að sýna fólki virðingu og vinskap þótt
hrikti í pólitískum stoðum. Eftir skoð-
anaskipti var stutt í handabandið
þétta og ævinlega var gamansemin
skammt undan, leiftrandi sönggleði
og hlátrasköll á góðum stundum.
Sigurjón Pétursson var rökfastur
stjórnmálamaður, mælskur og
fylginn sér. Fáir Íslendingar hafa afl-
að sér meiri reynslu og þekkingar á
sviði sveitarstjórnarmála en hann,
enda voru honum jafnan falin trún-
aðarstörf á þeim vettvangi. Með glað-
lyndi sínu og léttleika aflaði hann sér
velvildar vina og félaga sem nú minn-
ast hans við leiðarlok. Við erum hon-
um þakklát fyrir samfylgdina og
kveðjum hann með söknuði og virð-
ingu. Rögnu Brynjarsdóttur eigin-
konu hans, sonum og öðrum nákomn-
um vottum við innilega samúð okkar.
Kristín Á. Ólafsdóttir,
Ólína Þorvarðardóttir,
Guðrún Ögmundsdóttir
og Elín G. Ólafsdóttir.
Fallinn er frá, langt um aldur fram,
Sigurjón Pétursson húsasmiður og
fyrrverandi forseti borgarstjórnar í
Reykjavík. Sigurjón lést í einu hinna
hörmulegu umferðarslysa sem því
miður hafa mjög sett mark sitt á ný-
byrjað ár.
Leiðir okkar Sigurjóns lágu fyrst
saman fyrir rúmum tuttugu árum, en
hann gegndi þá, og lengi síðan, ýms-
um trúnaðarstörfum fyrir Alþýðu-
bandalagið. Sigurjón átti að baki
glæstan feril í sveitarstjórnarmálum,
en þeim helgaði hann krafta sína sem
starfsmaður Sambands íslenskra
sveitarfélaga síðustu árin. Áður var
hann borgarfulltrúi í Reykjavík í ára-
tugi, þar af forseti borgarstjórnar ár-
in 1978–1982 og í borgarráði frá 1970–
1991. Á þessum tíma gegndi hann
fjölmörgum trúnaðarstörfum á veg-
um borgarinnar. Fyrir utan störf að
borgarmálum og sveitarstjórnarmál-
um vann Sigurjón mikið að verkalýðs-
málum, var m.a. formaður Iðnnema-
sambandsins og lengi í forustu
Trésmiðafélags Reykjavíkur. Sigur-
jón gegndi eins og áður sagði fjöl-
mörgum trúnaðarstörfum fyrir flokk
sinn, Sósíalistaflokkinn, og síðan Al-
þýðubandalagið. Þar var hann m.a.
lengi formaður framkvæmdastjórnar
og um langt árabil í forsvari fyrir svo-
nefndan Sigfúsarsjóð sem sá hreyf-
ingunni fyrir húsnæði. Í þessum
störfum, sem og öllum öðrum, var
Sigurjón einstaklega traustur og far-
MIKIL áhersla er lögð á, að
handrit séu vel frá gengin, vél-
rituð eða tölvusett. Sé handrit
tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Það
eykur öryggi í textameðferð og
kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá
er enn fremur unnt að senda
greinarnar í símbréfi (569 1115)
og í tölvupósti (minning-
@mbl.is). Nauðsynlegt er, að
símanúmer höfundar/sendanda
fylgi.
Um hvern látinn einstakling
birtist formáli, ein uppistöðu-
grein af hæfilegri lengd, en aðr-
ar greinar um sama einstakling
takmarkast við eina örk, A-4,
miðað við meðallínubil og hæfi-
lega línulengd, - eða 2.200 slög
(um 25 dálksentimetra í blaðinu).
Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak-
markast við eitt til þrjú erindi.
Greinarhöfundar eru beðnir að
hafa skírnarnöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.
Frágangur afmælis-
og minningargreina