Morgunblaðið - 23.01.2002, Qupperneq 37
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2002 37
sæll. Allt stóð eins og stafur á bók
sem hann sagði og hann sýndi mikla
hagsýni og forsjálni og skilaði hvar-
vetna góðu búi þar sem hann fór með
ráðsmennsku. Sigurjón Pétursson
var enda afburða glöggur og gjörhug-
ull maður, skarpgreindur og ávann
sér traust og virðingu þeirra sem með
honum störfuðu.
Í persónulegum samskiptum var
Sigurjón Pétursson afar þægilegur
og umgengnisgóður. Hann var glaður
og reifur og hló hátt og hressilega
þegar tilefni var til og það var oft þeg-
ar hann átti í hlut. Hans er því sárt
saknað af samstarfsmönnum og
vinnufélögum gegnum tíðina. Sigur-
jón var útivistarmaður og ferðagarp-
ur. Þau hjónin, hann og Ragna, ferð-
uðust mikið um landið og mátti búast
við því að rekast á þau á ólíklegustu
stöðum.
Ég votta eftirlifandi eiginkonu
hans, sonum og fjölskyldu allri samúð
mína og fjölskyldu minnar og kveð
góðan dreng með söknuði.
Steingrímur J. Sigfússon.
Þegar fréttir berast af alvarlegu
umferðarslysi spyr maður sjálfan sig
oft þeirrar spurningar hvort um
banaslys hafi verið að ræða eða hvort
einhver hafi slasast það alvarlega að
um varanleg örkuml verði að ræða.
Þessi spurning vaknaði þegar fréttir
bárust af alvarlegu umferðarslysi á
Holtavörðuheiði fimmtudagskvöldið
10. janúar sl. Því miður er tíðni alvar-
legra umferðaslysa orðin það mikil að
maður verður hálfdofinn í hvert sinn
sem slíkar fréttir berast. Þegar ég
frétti af þessu slysi grunaði mig ekki
að morguninn eftir fengi ég fréttir af
því að Sigurjón Pétursson, starfmað-
ur Sambands íslenskra sveitarfélaga
og samstarfsmaður okkar hjá Kenn-
arasambandi Íslands, hefði látist í
umræddu slysi – en sú var samt raun-
in. Það er erfitt að trúa því að þessi
lífsglaði maður hefði verið kallaður
burt úr þessum heimi svona skjótt.
Maður spyr sig af hverju, hver er til-
gangurinn? Við þessum spurningum
fæst ekki svar.
Starf Sigurjóns hjá Sambandi ís-
lenskra sveitarfélaga var þannig að
hann var einn nánasti samstarfsmað-
ur okkar hjá Kennarasambandinu
hvað varðar öll málefni grunn- og tón-
listarskóla einkum á sviði kjarasamn-
ingagerðar og úrvinnslu samninga.
Með störfum sínum ávann Sigurjón
sér traust okkar og kemur þar margt
til. Sigurjón kunni manna best að
gera greinarmun á starfi og leik og
þess vegna var alltaf hægt að líta upp
úr dægurþrasinu og slá á létta strengi
þegar hann var annars vegar. Þó að
Sigurjón hafi ekki alltaf verið sam-
mála okkur og stundum hafi okkur
fundist hann standa fullfast á sínu
vann hann starf sitt af trúmennsku og
heiðarleika. Þegar niðurstaða var
fengin í mál þurfti ekki að hafa frekari
áhyggjur af því máli vegna þess að
það sem hann samþykkti var endan-
legt hvort sem það var munnlegt eða
skriflegt. Helsti kostur góðs samn-
ingamanns er heiðarleiki og í þeim
anda vann Sigurjón. Við munum því
fyrst og síðast minnast hans fyrir það
að hann var maður orða sinna. Þannig
mátti alltaf treysta því að það sem
Sigurjón sagði það stóð.
Það verður vissulega tómlegra að
líta inn á Háaleitisbrautinni í framtíð-
inni þegar Sigurjóns nýtur ekki leng-
ur við. Við munum sakna hlýlegs við-
móts hans, léttleika, hláturs og
gefandi samstarfs.
Við kveðjum nú kæran samferða-
mann með þakklæti fyrir að hafa
fengið að kynnast honum og vinna
með honum. Eiginkonu Sigurjóns og
fjölskyldu hans allri sendum við inni-
legar samúðarkveðjur og biðjum
þann sem öllu ræður að styrkja þau í
sorginni.
Guð blessi minningu Sigurjóns
Péturssonar. F.h. Kennarasambands
Íslands
Eiríkur Jónsson.
Skrýtið hvernig lífið kynnir fólk
fyrir manni.
Sem unglingur kynntist ég borg-
arfulltrúanum Sigurjóni Péturssyni
úr fjarlægð. Hafði svosum ekki marg-
ar skoðanir á honum. Hann var glað-
beittur en æsingslaus baráttumaður
með hjartað á réttum stað, og yfirveg-
aður sigurvegari í sögulegum borg-
arstjórnarkosningum 1978.
Mörgum árum seinna tókust kynni
með okkur Skildi syni hans sem varð
fljótt kærasti vinur sem nokkur getur
hugsað sér. Þá brá öðru ljósi yfir
Sigurjón Pétursson, því að það hlaut
að vera mikið spunnið í fólk sem
framleiddi eintök eins og Skjöld og
Brynjar. Sú tilgáta sannaðist mjög
fljótt.
Fundirnir urðu auðvitað of fáir og
of stuttir. En það þurfti ekki mörg
gamlárskvöld í Asparfellinu til að
skynja glaðværðina og hlýjuna á
heimilinu, jákvæð lífsviðhorf og sam-
heldni fjölskyldunnar. Það var aug-
ljóst að þarna þótti „gamla“ og Rögnu
bezt að vera, með fólkinu sínu,
strákunum og barnabörnunum. Og
líklega var það sú ánægja sem gerði
tartaletturnar svona ógleymanlegar.
Ég sendi fjölskyldunni allri mínar
dýpstu samúðarkveðjur.
Karl Th. Birgisson.
Það er alltaf erfitt að kveðja vini og
samstarfsfélaga, ekki síst þegar þeir
hverfa snögglega á braut. Sigurjón
Pétursson er mörgum harmdauði.
Hans er sárt saknað af fjölskyldu
sinni en að auki var hann vinmargur
maður og einstaklega traustur í sam-
starfi. Í áratugi lagði Sigurjón fram
krafta sína í þágu annarra og mældi
þann tíma ekki í krónum og aurum.
Hann var í forsvari fyrir fagfélag sitt í
mörg ár og málsvari fyrir kjósendur
Alþýðubandalagsins í borgarstjórn
Reykjavíkur í á annan áratug. Þá eru
ótalin fjölmörg félagsstörf sem Sig-
urjón tók þátt í innan flokksins sem
og annars staðar.
Við sem hér skrifum unnum náið
með Sigurjóni síðustu árin sem Al-
þýðubandalagið starfaði sem form-
legur stjórnmálaflokkur. Þar kom
hann að mörgum erfiðum málum,
m.a. að fjármálum flokksins, sem eru
öllum stjórnmálaflokkum erfið en
voru einstaklega erfið í Alþýðubanda-
laginu á þeim árum. Þar reyndist ráð-
gjöf Sigurjóns okkur heilladrjúg eins
og alltaf. Þótt hann væri glaðvær
maður í daglegri framkomu var hann
alltaf með báða fæturna á jörðinni og
vissi ekki hvað það var að gefast upp.
Hann taldi að ætíð mætti finna lausn
á öllum vandamálum og hafði auðvit-
að rétt fyrir sér í því.
Rætur Sigurjóns í Alþýðubanda-
laginu og þeim hugsjónum sem það
stóð fyrir voru djúpar. Hann naut
trausts og virðingar ungra jafnt sem
eldri flokksmanna, enda valinn þar til
margra trúnaðarstarfa. Til margra
ára sat hann í stjórn og sá um rekstur
Sigfúsarsjóðs sem stofnaður var í
minningu baráttumannsins Sigfúsar
Sigurhjartarsonar. Þar nýttust kraft-
ar hans vel og þá um leið flokknum í
heild vegna þess hversu traustur bak-
hjarl Sigfúsarsjóður hefur alla tíð ver-
ið í hreyfingu vinstrimanna á Íslandi.
Síðustu árin sem Alþýðubandalag-
ið var með skrifstofu fór starfsemin
fram í nýuppgerðu húsnæði sem Sig-
fúsarsjóður keypti og lagði flokknum
til í Austurstræti í Reykjavík. Sigur-
jón var þar potturinn og pannan í öllu
sem viðkom framkvæmdum. Það
voru stoltir félagar í Sigfúsarsjóði
sem afhentu flokknum húsnæðið til
afnota 1. maí 1997 og eins og venju-
lega brýndi Sigurjón það fyrir okkur
sem þar áttum að vinna, að njóta vel
en ganga jafnframt vel um. Hann var
síðan reglulegur gestur á skrifstof-
unni, leit eftir rekstri húsnæðisins og
vakti dag og nótt yfir því sem honum
var falið að sjá um. Þá tók hann einnig
virkan þátt í þeirri pólitísku umræðu
sem átti sér stað á skrifstofu Alþýðu-
bandalagsins þar sem reynsla hans og
þekking nýttist okkur öllum, m.a. í að-
draganda þess að Samfylkingin varð
til.
Við viljum þakka Sigurjóni fyrir
gott og innihaldsríkt samstarf. Hann
var sannarlega einn af þeim sem unnu
óeigingjarnt starf í annarra þágu ára-
tugum saman. Hann gerði það vegna
þess að hugsjón hans fyrir kjörum
þeirra sem minna mega sín og fyrir
betri framtíð allra landsmanna knúði
hann til þess. Við höfum misst mikinn
og góðan félaga sem skilur eftir sig
minningar sem munu næra baráttu-
vilja okkar. Fjölskyldu og nánustu
vinum Sigurjóns sendum við okkar
dýpstu samúðarkveðjur með ósk um
styrk í sorginni sem svo óvænt hefur
knúið dyra.
Margrét Frímannsdóttir,
Heimir Már Pétursson,
Elín Björg Jónsdóttir.
Leiðir okkar Sigurjóns Pétursson-
ar lágu saman árið 1970, er við vorum
kjörnir í borgarstjórn Reykjavíkur.
Það tókst strax með okkur gott sam-
starf, sem stóð í tæp 12 ár eða allan
þann tíma, er við vorum samtímis í
borgarstjórn. Sigurjón var góður í
samstarfi, heiðarlegur og orðheldinn.
Hann var góður stjórnmálamaður,
flutti ágætar ræður og var mikill
málafylgjumaður. Hann tók við for-
ustu borgarstjórnarflokks Alþýðu-
bandalagsins árið 1970 af Guðmundi
heitnum Vigfússyni og fórst það vel
úr hendi. Var þó engan veginn auðvelt
að taka við af Guðmundi Vigfússyni,
svo vel hafði hann unnið sem borg-
arfulltrúi.
Mest reyndi á samstarfshæfileika
Sigurjóns á tímabilinu 1978–1982, er
Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag og
Framsóknarflokkur fóru með völd í
Reykjavík. Sigurjón var þá forseti
borgarstjórnar og leiðtogi meirihlut-
ans enda þótt samstarfið væri að öðru
leyti á jafnréttisgrundvelli. Sigurjón
sýndi mikla lipurð og hæfileika í
þessu samstarfi ólíkra flokka. Í borg-
arstjórnarkosningunum 1978 hlaut
Alþýðubandalagið fimm borgarfull-
trúa, Alþýðuflokkurinn tvo og Fram-
sóknarflokkurinn einn. En þrátt fyrir
þennan mikla mun á stærð flokkanna
í borgarstjórn samþykkti Sigurjón, að
samstarf flokkanna yrði á jafnréttis-
grundvelli og hver flokkur hefði einn
fulltrúa í borgarráði. Með þessu sýndi
hann mikið raunsæi og sanngirni
gagnvart samstarfsflokkunum.
Við Sigurjón sátum saman í borg-
arráði, borgarstjórn og útgerðarráði
Reykjavíkurborgar allan þann tíma,
er við vorum saman í borgarstjórn.
En einnig fórum við saman í ferðalög
til útlanda á vegum borgarstjórnar
Reykjavíkur. Ég kynntist því Sigur-
jóni vel á þessum árum. Sigurjón var
hrókur alls fagnaðar á góðri stundu.
Hann var vel að sér og það var
skemmtilegt að ræða við hann, ekki
aðeins um stjórnmál, heldur einnig
um hin ýmsu mál.
Sigurjón var einlægur verkalýðs-
sinni og mikill Alþýðubandalagsmað-
ur. Hann valdist til margvíslegra
trúnaðarstarfa í sínu stéttarfélagi og
flokki.
Það er mikil eftirsjá að Sigurjóni
Péturssyni. Hann var vel gerður mað-
ur og hæfileikaríkur. Efirlifandi eig-
inkona hans er Ragna Brynjarsdóttir.
Við hjónin vottum henni og sonum
þeirra okkar dýpstu samúð. Drottinn
blessi minningu Sigurjóns Pétursson-
ar.
Björgvin Guðmundsson.
Kveðja frá Grunni, félagi
stjórnenda á skólaskrifstofum
Hörmulegar slysafregnir setja svip
sinn á samfélag okkar þessa dagana.
Fjölskyldur og vinir horfa með sorg
og söknuði á bak ástvinum sem svo
sviplega eru frá þeim teknir.
Í dag kveðjum við kæran félaga og
samstarfsmann, Sigurjón Pétursson.
Yfirfærsla á málefnum grunnskól-
ans frá ríki til sveitarfélaganna var
mikið verkefni. Ýmsar úrtöluraddir
heyrðust og margir efuðust um að
sveitarfélög væru fær um að valda því
verkefni. Þær raddir eru nú þagnaðar
og öllum ljóst að þar var vel að verki
staðið. Margir lögðu þar hönd á plóg
og var Sigurjón Pétursson þar
fremstur í flokki. Sigurjón var deild-
arstjóri grunnskóladeildar Sambands
íslenskra sveitarfélaga frá stofnun
þeirrar deildar til dauðadags. Víðtæk
reynsla hans og þekking nýttust vel í
því starfi. Það útheimti marga hans
bestu kosti, góða skipulagsgáfu og
skilning á stöðu sveitarfélaga, yfirsýn
og skilning á málefnum skóla og
kennara, lipurð og ákveðni, sanngirni
og réttsýni og síðast en ekki síst mikla
starfsorku og þrautseigju. Þannig
verður Sigurjóns minnst af sam-
starfsmönnum hans um málefni
skóla. Hans verður sárt saknað úr
okkar röðum. Við vottum fjölskyldu
Sigurjóns dýpstu samúð.
$ $$@.$
.08..
/34%# C
$ !
*
#;
'
-/
6
#00%
#(1*()* $ 3((
%)1*(( 6! 6 ()*
("3#/1*((9 ''"()*
&&&&&5
3
(
8$6 @'1D
4//
36/ )%
*
#$
'
) '
$
#00%
7
'
'
(2
*
2 '"(( &"8( ()*
0%#&'"()*
&"'"()*
D) " 0% /)()*
)(!( 5
<
=
=
'
7 -@$ 68..
9"%%& E&
*F5
*
2
>
82
258
'
?2
82
5
9%) "*()*
*% 1*4(( 0))'3 &"()*
9%)1*4()*
1*4(1*4(( '"()*
,1*4()* (5(((
*% 1 %%
1*4(1 %%
'"?3%/
! -()#(5
- B $ $ 8..
<(&::
'%)*(
'
7
$
#6%%
'
1
<( ()* 1,%#($*((
&" ()* '"'"((
&" ()* #(%?+((
# ()* /("3((
&&&&&5
7
.90
8 $
((!A
9
*
#"
'
8 2 5
1
$
#00%
05%((
&"5%()*
$ )#(%()*
5%((5