Morgunblaðið - 23.01.2002, Blaðsíða 38
FRÉTTIR
38 MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ATVINNU-
AUGLÝSINGAR
I
I
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
ATVINNUHÚSNÆÐI
Atvinnuhúsnæði
til leigu
Höfum til leigu ýmsar gerðir og stærðir
af skrifstofu- og verslunarhúsnæði
í Reykjavík.
Allar upplýsingar veittar á skrifstofu
Eyktar í síma 595 4400.
Eykt ehf., Lynghálsi 4.
HÚSNÆÐI Í BOÐI
Barcelóna
Ertu að fara til Barcelóna? Leigi íbúð viku í
senn.
Uppl. gefur Helen í síma 899 5863.
KENNSLA
Eigum lausa tíma
fyrir fótbolta
á sunnudögum
í Íþróttahúsi Gerplu, Skemmuvegi 6. Einnig
í hádeginu á þriðjudögum og miðvikudögum.
Upplýsingar í símum 557 4925 og 557 4923.
NAUÐUNGARSALA
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum sem hér segir:
Áshamar 57, 2. hæð til hægri (010203), þingl. eig. Kristina Goremykina
og Jósef Agnar Róbertsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður mið-
vikudaginn 30. janúar 2002 kl. 14.00.
Bessastígur 8 (Skógar), vesturendi, þingl. eig. Hrefna María Guð-
mundsdóttir, gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf., miðvikudaginn
30. janúar 2002 kl. 15.00.
Bílskúr á Áshamri 57 nr. 060109, þingl. eig. Gunnar Ingólfur Gíslason,
gerðarbeiðandi Búnaðarbanki Íslands hf., miðvikudaginn 30. janúar
2002 kl. 14.30.
Brekastígur 31, kjallari, þingl. eig. Guðni Stefán Thorarensen, gerðar-
beiðendur Íbúðalánasjóður og Vestmannaeyjabær, miðvikudaginn
30. janúar 2002 kl. 15.30.
Heiðarvegur 41, þingl. eig. Sólveig Thorarensen og Heimir Guð-
mundsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Sparisjóður Hafnar-
fjarðar, miðvikudaginn 30. janúar 2002 kl. 16.00.
Strandvegur 81—83—85, þingl. eig. Lífró ehf., gerðarbeiðandi Vest-
mannaeyjabær, miðvikudaginn 30. janúar 2002 kl. 17.00.
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum,
22. janúar 2002.
TILKYNNINGAR
Auglýsing um skipulag í Kópavogi
Nýbýlavegur 72
Deiliskipulag
Tillaga að breyttu deiliskipulagi Nýbýlavegar
72 auglýsist hér með skv. 25. gr. skipulags-
og byggingarlaga nr. 73/1997. Í tillögunni felst
að heimilt verði að byggja þriggja hæða íbúð-
arhús á lóðinni með 5 íbúðum og tveimur inn-
byggðum bílskúrum. Nýtingarhlutfall lóðar
verður 0,65. Uppdrættir, ásamt skýringarmynd-
um verða til sýnis á Bæjarskipulagi Kópavogs,
Fannborg 6, 2. hæð, frá kl. 9.00—16.00 alla
virka daga frá 25. janúar til 22. febrúar 2002.
Athugasemdir eða ábendingar skulu hafa bor-
ist skriflega Bæjarskipulagi eigi síðar en
kl. 15.00 þriðjudaginn 12. mars 2002.
Þeir, sem ekki gera athugasemdir innan tilskil-
ins frests, teljast samþykkir tillögunni.
Skipulagsstjóri Kópavogs.
SMÁAUGLÝSINGAR
TILKYNNINGAR
Sálarrannsóknarfélag
Reykjavíkur,
Síðumúla 31,
s. 588 6060.
Miðlarnir, spámiðlarnir og hug-
læknarnir Þórhallur Guð-
mundsson, Ólafur Hraundal
Thorarensen, Bíbí Ólafsdóttir,
Lára Halla Snæfells, Erla Alex-
andersdóttir, Margrét Haf-
steinsdóttir og Garðar Björg-
vinsson michael-miðill starfa
hjá félaginu og bjóða félags-
mönnum og öðrum uppá einka-
tíma.
Upplýsingar um félagið, einka-
tíma og tímapantanir eru alla
virka daga ársins frá kl. 13—18.
Utan þess tíma er einnig hægt
að skilja eftir skilaboð á sím-
svara félagsins.
Netfang: mhs@vortex.is .
Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur
starfar í nánum tengslum við Sál-
arrannsóknarskólann á sama stað.
SRFR.
FÉLAGSLÍF
I.O.O.F. 18 1821238 N.K.
GLITNIR 6002012319 I
Njörður 6002012319 I
I.O.O.F. 7 1821237½ Þb.
I.O.O.F. 9 1821238½
HELGAFELL 600201239 IV/V
Hörgshlíð 12.
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund í kvöld kl. 20.00.
Í kvöld kl 20 Bænastund,
alþjóðleg bænavika.
Samkoma í Kristniboðs-
salnum í kvöld kl. 20.30.
Guðlaugur Gunnarsson talar.
Allir hjartanlega velkomnir.
sik.is
Háseti og vélavörður
Vélavörð, helst með 1000 ha réttindi,
vantar strax á 280 tonna netabát frá
Grindavík. Upplýsingar í síma 426 8032
og 868 5988.
ATVINNA
mbl.is
BANDARÍSKA alríkislögreglan
(FBI) í Flórída hefur yfirheyrt ung-
an Kýpur-Grikkja frá grískumæl-
andi hluta Kýpur vegna sprengju-
hótunarinnar í bresku farþega-
þotunni sem lenti á Keflavíkur-
flugvelli á á laugardag á leið sinni
frá London til Orlando. Maðurinn er
grunaður umfram aðra farþega um
að bera ábyrgð á hótuninni.
Tveir lögreglumenn frá lögregl-
unni á Keflavíkurflugvelli fóru með
flugvélinni áfram til Orlando og
bentu bandarísku lögreglunni á
manninn við komuna og var hann
tekinn í yfirheyrslu með réttarstöðu
grunaðs einstaklings. Honum var
sleppt að loknum yfirheyrslum en
unnt er að ná tali af honum síðar ef
þörf krefur og sama gildir um hina
farþegana sem voru í vélinni.
Grunsemdir lögreglunnar á
Keflavíkurflugvelli beindust að
manninum við athugun á meðan
flugvélin átti viðdvöl á Keflavíkur-
velli en ekki var gengið svo langt að
láta hann sæta sérstakri gæslu ís-
lensku lögreglumannanna í flugvél-
inni á leiðinni til Orlando. Þá treysti
lögreglan á Keflavíkurflugvelli sér
ekki til að halda honum eftir hér á
landi. Grunsemdir lögreglu vöknuðu
eftir ábendingar frá samferðafólki
mannsins um óeðlilega hegðun hans.
Mishermt var í Morgunblaðinu í
gær um málið að íslenska lögreglan
hefði ekki vitneskju um hinn
grunaða í vélinni á leið vestur um
haf.
Rithandarsýnishorn rann-
sökuð í Bandaríkjunum
Samkvæmt upplýsingum Óskars
Þórmundssonar, yfirlögregluþjóns á
Keflavíkurflugvelli, var sprengju-
hótunin tvíþætt, annars vegar skrif-
uð á spegil á salerni flugvélarinnar
og hins vegar skrifuð á blað við hlið
spegilsins.
Sérfræðingar hjá bandarísku lög-
reglunni eru m.a. að fara yfir rit-
handarsýnishorn sem tekin voru af
farþegum og áhöfn vélarinnar við
komuna til Keflavíkur og send voru
út með íslensku lögreglumönnunum.
Verið er að bera sýnishornin saman
við skriftina á spegli vélarinnar þar
sem sprengjuhótunin var birt. Enn-
fremur var hótun skrifuð á blað sem
fest var við spegilinn og er sömuleið-
is verið að bera skriftina saman við
rithandarsýnishornin sem aflað var
hérlendis. Athugun hérlendis leiddi í
ljós líkindi á milli rithandar hins
grunaða og skriftarinnar á hótunar-
blaðinu.
Sprengjuhótunin 14 mínútur
að berast Almannavörnum
Könnun hjá Almannavörnum rík-
ins í gær hefur leitt í ljós að tilkynn-
ing um sprengjuhótunina var tæpar
14 mínútur að berast Almannavörn-
um en ekki 40 mínútur, sem olli
áhyggjum um að boðin hefðu mis-
farist í kerfinu.
„Klukkan 15.36 berst fyrsta til-
kynning til Flugmálastjórnar í
Reykjavík frá [flugstjórnarmiðstöð-
inni í] Gander,“ sagði Hafþór Jóns-
son aðalsviðsstjóri Almannavarna.
„Í framhaldi af því afgreiðir Flug-
málastjórn málið til Keflavíkur.
Klukkan 15.38 hefur flugturninn í
Keflavík samband við vélina sem
svarar þannig: „We dońt need any
assistance. Low level security
threats.“ Flugmaðurinn segist vera í
sambandi við flugfélag sitt og allt er
talið í lagi. Klukkan 15.52 kemur
orðið „sprengjuhótun“ fyrst til sög-
unnar. Í framhaldi af því hefst boð-
un samkvæmt þeim áætlunum sem
þar um gilda. Boðin berast síðan Al-
mannavörnum kl. 16.05. Ég held því
að þetta sé innan eðlilegra marka.“
Sprengjuhótunin í farþegaþotu Virgin Atlantic-flugfélagsins
Kýpur-Grikki grunaður
umfram aðra farþega og
yfirheyrður af FBI
SJÚKRAÞJÁLFARAR hafa til
skoðunar að gefa einhliða út gjald-
skrá. Gauti Grétarsson, formaður
samninganefndar sjúkraþjálfara,
segir að sjúkraþjálfarar hafi verið
samningslausir í 15 mánuði og
hvorki gangi né reki í viðræðum við
Tryggingastofnun ríkisins um gerð
nýs samnings.
„Samninganefnd Tryggingastofn-
unar hefur vísað til þess að hún geti
ekki vikið frá fjárveitingu sem
ákveðin er í fjárlögum og því hefur
hún hafnað því að skoða leiðréttingu
á gjaldskrá þrátt fyrir að TR geri
auknar kröfur til sjúkraþjálfara um
aðbúnað og vinnuframlag.
Við vorum með félagsfund í síð-
ustu viku þar sem samþykkt var að
ef ekki verður breyting á afstöðu
samninganefndar munum við fara út
í aðgerðir sem skila árangri. Í dag
rukkum við TR um hlut sjúklings, en
ef við förum út í aðgerðir munum við
rukka sjúklinginn um þá gjaldskrá
sem við setjum upp einhliða. Síðan
þurfa okkar skjólstæðingar að fara
upp í Tryggingastofnun og fá end-
urgreiddan þann mismun sem um
ræðir,“ sagði Gauti.
Gauti sagði að samninganefnd TR
hefði krafist þess að sjúkraþjálfarar
gæfu afslátt af gjaldskrá við tiltek-
inn fjölda meðferða. Sjúkraþjálfarar
væru þeirrar skoðunar að hann
kæmi óeðlilega snemma inn og höfn-
uðu algerlega kröfum TR um aukinn
afslátt.
Ekki náðist í fulltrúa samninga-
nefndar Tryggingastofnunar í gær.
Sjúkraþjálfarar
undirbúa aðgerðir
HARALDUR Örn Ólafsson sjö-
tindafari er einn eftir af Íslending-
unum fjórum sem hafa glímt við
Aconcagua, hæsta fjall S-Ameríku,
að undanförnu. Hann er kominn með
lungnakvef og á leið til byggða.
Aðstæður hafa verið óvenju erfið-
ar undanfarnar vikur og mikil snjó-
koma á fjallinu sem hefur gert það að
verkum að enginn fjallgöngumaður
hefur komist á tindinn um nokkurt
skeið. Flestir hafa yfirgefið efstu
búðir til þess að bíða af sér veður og
margir gefist upp. Haraldur fékk
lungnakvefið í efstu búðum, sem
kenndar eru við Berlín, í 5.800 metra
hæð. Ef ekki er brugðist hart við get-
ur það reynst skeinuhætt hraustustu
mönnum. „Ég er á sýklalyfjum og
verð fram að helgi í borginni Mend-
oza en vonast þá til þess að veður
verði skapleg svo ég geti snúið aftur
og glímt við Aconcagua,“ sagði Har-
aldur Örn við bakvarðasveit sína.
Haraldur með lungna-
kvef á leið til byggða