Morgunblaðið - 23.01.2002, Qupperneq 41
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2002 41
ÚT er komin ný námskrá Endur-
menntunarstofnunar Háskóla Ís-
lands fyrir vorönn 2002.
„Hátt á þriðja hundrað nám-
skeiða á fjölmörgum fræðasviðum
eru í boði fyrir háskólafólk og al-
menning.
Nýjung í fræðslukostum er Nám
á Netinu, og er hvort tveggja í senn
boðið upp á stök netnámskeið á sviði
stjórnunar og samskipta og lengra
nám. Netnámskeiðin eru frá banda-
ríska fyrirtækinu Skillsoft en einnig
kynnir Endurmenntunarstofnun
sex mánaða fjarnám í Markaðssetn-
ingu á Netinu við The University of
British Columbia í Vancouver í
Kanada.
Í fréttatilkynningu frá Endur-
menntunarstofnun HÍ segir: „End-
urmenntun HÍ hefur jafnframt tek-
ið upp samstarf við IMG um fræðslu
fyrir stjórnendur. Á vormisseri
munu sérfræðingar IMG m.a.
kenna nýjum stjórnendum grunn-
þætti í stjórnunarfræðum, fjalla um
mat á arðsemi starfsmannastjórn-
unar og fræða fólk í stjórnunar-
störfum um hvernig nýta megi nið-
urstöður neyslurannsókna í mark-
aðssetningu.
Sérsniðin námskeið fyrir fyrir-
tæki og stofnanir njóta vaxandi vin-
sælda og er það orðinn fastur liður í
starfsemi Endurmenntunar að
miðla námskeiðum beint til vinnu-
staða. Meðal þeirra eru námskeið í
samskiptafærni, þjónustu, sölu-
tækni og markaðssetningu.
Nú sem endranær kappkostar
Endurmenntun HÍ að fá til kennslu
færustu sérfræðinga – innlenda
sem erlenda. Meðal erlendra fyrir-
lesara sem miðlar sérþekkingu
sinni á vorönn er Ivan Robertson,
prófessor í vinnusálfræði við Man-
chester School of Management.
Hann kennir á námskeiðinu Starfs-
mannaval og starfsmannamat og
heldur auk þess erindi á ráðstefnu
Félags viðskipta- og hagfræðinga
um skyld málefni í byrjun febrúar.
Aðrir sérfræðingar sem leggja
Endurmenntun lið eru David Platt
frá Harvard-háskóla sem kennir
metnaðarfullt námskeið um Micro-
soft.NET og hinn margverðlaunaði
bandaríski vefhönnuður Kelly Goto
kennir hvernig má skipuleggja og
hanna lifandi gagnvirkar vefsíður.
Goto er höfundur bókarinnar Web –
Redesign and Workflow that works.
Nú sem fyrr verða allar listgrein-
ar teknar fyrir á kvöldnámskeiðum
Endurmenntunar. Framhald verð-
ur á námskeiðinu Hvað ertu tónlist?
sem naut gífurlegra vinsælda á
haustmisseri. Þar kennir Jónas
Ingimundarson píanóleikari fólki að
njóta tónlistar eins og honum einum
er lagið. Hann fær til liðs við sig
þekkta tónlistarmenn, m.a. Sigrúnu
Hjálmtýsdóttur og Guðna Franz-
son. Ópera Wagners Hollendingur-
inn fljúgandi er viðfangsefni á nám-
skeiði sem haldið er í samstarfi við
Vinafélag Íslensku óperunnar, en
hún verður sett upp á Listahátíð
snemmsumars.
Í samstarfi við Þjóðleikhúsið
verður efnt til námskeiðs um leik-
ritun og í tilefni af aldarafmæli Hall-
dórs Laxness verður haldið nám-
skeið um höfundaverk hans.
Rímnakveðskapur, íslensk myndlist
fyrri alda, ævintýrabókmenntir, isl-
am og nútíminn og stjörnuskoðun
verða viðfangsefni á öðrum nám-
skeiðum. Á tungumálasviði verður
boðið upp á námskeið í arabísku,
rússnesku og tékknesku og Karl
Ágúst Úlfsson leikari kennir hvern-
ig nýta má kímni í daglegu lífi.
Frekari upplýsingar um vornám-
skeiðin, nám á Netinu og nám sam-
hliða starfi eru á vef Endurmennt-
unar www.endurmenntun.is. Þar og
í síma er hægt að skrá sig á nám-
skeið,“ segir í fréttatilkynningu frá
Endurmenntunarstofnun.
Nám á Netinu
og sam-
starf við IMG
Á þriðja hundrað námskeiða á vorönn Endurmenntunarstofnunar HÍ
RANGT var haft eftir Ægi Axels-
syni hjá Flytjanda á Egilsstöðum í
frétt í blaðinu sl. fimmtudag um
upphæð tjóns vegna bílveltu á Jök-
uldal. Ægir sagði að tjónið gæti
numið allt að tug milljóna króna, en
það færi eftir því hvort bíllinn væri
grindarskakkur og skemmdum á
farmi. Beðist er velvirðingar á mis-
tökunum.
Flygillinn úr Vídalínskirkju
Í tónlistarumfjöllun í blaðinu í
gær um tónleika í Fjölbrautaskól-
anum í Garðabæ var Fazioli-flygill-
inn ranglega sagður úr Víðistaða-
sókn. Rétt er að hann var fenginn að
láni úr Vídalínskirkju í Garðasókn.
Beðist er velvirðingar á mistök-
unum.
LEIÐRÉTT
FÉLAGSFUNDUR verður hjá
Vinstrihreyfingunni – grænu fram-
boði í Hafnarfirði fimmtudaginn 24.
janúar kl. 20 í Góðtemplarahúsinu,
Suðurgötu 7 í Hafnarfirði. Á dagskrá
fundarins verður m.a. kosning upp-
stillingarnefndar fyrir framboðslista
VG í bæjarstjórnarkosningunum í
vor, segir í frétt frá stjórn VG í Hafn-
arfirði.
Félagsfundur hjá
VG í Hafnarfirði