Morgunblaðið - 23.01.2002, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2002 45
DAGBÓK
EINN veikasti hlekkur-
inn í Standard-kerfinu er
opnun á tveimur gröndum
til að sýna 20–22 punkta
með jafnri skiptingu. Engu
breytir þótt þessari spila-
gerð sé troðið inn í Multi-tvo
tígla eða aðra tveggja opnun
– vandinn er sá sami: sagnir
eru komnar of hátt áður en
svarhönd fær að tjá sig.
Suður gefur; allir á hættu.
Norður
♠ 10963
♥ 10963
♦ G105
♣82
Vestur Austur
♠ 8 ♠ K72
♥ KG8542 ♥ D
♦ D2 ♦ K9843
♣K1074 ♣D953
Suður
♠ ÁDG54
♥ Á7
♦ Á76
♣ÁG6
Spil suðurs falla í tveggja-
granda-flokkinn og norður
hefur svo sem enga ástæðu
til að skipta sér af þeirri
sögn. Tvö grönd er ekki góð-
ur samningur og tapast með
bestu vörn, en hitt er verra,
að fjórir spaðar virðast
standa í NS þar eð tromp-
kóngurinn liggur fyrir svín-
ingu og vestur á Dx í tígli.
Með því að spila litlum tígli
að blindum má tryggja tvo
slagi á litinn og vörnin ætti
þá ekki að fá nema þrjá slagi
– einn á hjarta, einn á tígul
og einn á lauf.
„Ég fór niður,“ sagði Að-
alsteinn Jörgensen, þegar
spilið kom til umræðu í mat-
arhléi keppenda í Reykja-
víkurmótinu um helgina.
Aðalsteinn og Sverrir Ár-
mannsson í sveit Subaru
spila sterkt-lauf og náðu því
fjórum spöðum léttilega. En
vörnin var nákvæm. Vestur
kom út með hjarta og Að-
alsteinn drap drottningu
austurs með ás og spilaði
laufás og gosa. Vestur tók á
kónginn, síðan á hjartakóng
og spilaði svo gosanum! Við
það fríaðist hjartatían í
blindum, en hún gagnaðist
sagnhafa ekkert. Þvert á
móti gaf þessi vörn austri
tækifæri til að henda tveim-
ur laufum, svo nú komst Að-
alsteinn ekki inn í borð til að
svína fyrir trompkónginn.
Glæsilegt.
Í AV voru Gísli Þór
Tryggvason og Leifur Krist-
jánsson.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
Afmælisbörn dagsins:
Þú hefur sterkan persónu-
leika og átt auðvelt með að
tileinka þér nýjar aðferðir.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú ert kraftmikill í dag og
dregur að þér fólk sem vill
deila jákvæðri orku þinni.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú átt auðvelt með að hrífa
áhrifamikla einstaklinga með
þér í dag. Það er sama hvað
þú segir og gerir, fólk gleypir
við því.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Njóttu útiveru eða íþrótta
með vinum þínum. Það er
keppnisskap í þér og þú hefur
hug á að sigra í hverju því
sem þú tekur þér fyrir hend-
ur.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Metnaður þinn er vakinn í
dag. Þú getur heillað peninga
og stuðning út úr hverjum
sem er því fólk er reiðubúið til
að hlíta forystu þinni.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Það liggur einstaklega vel
fyrir þér að sannfæra aðra,
sérstaklega almenning, í dag.
Hikaðu ekki við að selja, tala
um og kenna hvað sem er.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þú átt auðvelt með að leggja
þig fram í vinnunni í dag. Þú
nýtur virðingar og fólk vill
rétta þér hjálparhönd vegna
þess að jákvætt hugarfar
smitar út frá sér.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Vogin er sannkallað sam-
kvæmisljón. Þú vilt njóta lífs-
ins til hins ýtrasta í dag ein-
faldlega vegna þess að innst
inni ertu hamingjusamur.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Samræður við mikilvæga fjöl-
skyldumeðlimi, hugsanlega
foreldra, ganga vel í dag.
Fólk er tilbúið að hjálpa þér
og veita þér allan þann stuðn-
ing sem þú þarft til að ljúka
ákveðnu verki.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þú munt njóta þess að fara í
stutta ferð í dag. Farðu í
stutta ökuferð ef þú getur og
njóttu tilbreytingarinnar og
umhverfisins.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þú getur hugsanlega fundið
leið til að fjármagna umbæt-
ur á heimili þínu. Þig langar
til að gera svo margt fyrir
heimilið og því mun smávægi-
legasta breyting gleðja þig.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Hæfni þín til að sannfæra
aðra er með mesta móti í dag.
Það rennur upp fyrir þér að
þú getur rakið velgengni þína
til vitneskjunnar um það að
þú ert sáttur við sjálfan þig.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þú ert reiðubúinn til að
leggja þig fram við að bæta
afkomu þína með nýjum
hætti. Peningar eru alls stað-
ar og þú ert ekki bara að afla
þeirra heldur einnig að eyða
þeim.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
VATNSBERI
LJÓÐABROT
ÁFRAM
Já, láttu gamminn geisa fram
í gegnum lífsins öldur.
Þótt upp þær stundum hefji hramm,
ei hræðstu þeirra gnöldur.
Sjá, hvílík brotnar báru mergð
á byrðing einum traustum,
ef skipið aðeins fer í ferð,
en fúnar ekki’ í naustum.
Og mundu, þótt í votri vör
þú velkist fyrir sandi,
að bylgjur þær, sem brjóta knör,
þær bera þó að landi,
og stormur þurrkar segl í svip,
þótt setji um stund í bleyti,
og – alltaf má fá annað skip
og annað föruneyti.
Hannes Hafstein
Árnað heilla
50 ÁRA afmæli. Í dagmiðvikudaginn 23.
janúar er fimmtugur Ásgeir
Einarsson bílstjóri og kaf-
ari, Sigtúni 6, Patreksfirði.
Eiginkona hans er Bylgja
Gísladóttir. Ásgeir er að
heiman í dag.
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5
a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Be7 6.
He1 b5 7. Bb3 0-0 8. h3
Bb7 9. d3 d6 10. a3 Ra5 11.
Ba2 c5 12. Rc3 Rc6 13. Re2
Bc8 14. Rg3 Be6 15. Rf5
Bxf5 16. exf5 Dd7 17. g4 h6
18. c3 Hfe8 19. b4 cxb4 20.
cxb4 Bd8 21. Bb2 a5 22.
bxa5 Bxa5 23. He2 Bb6 24.
Db3 Db7 25. Dd1
Ha4 26. Hc2 Re7 27.
Rh2 Red5 28. Df3
Hf4 29. Dg2 e4 30.
He1
Staðan kom upp í
A-flokki Corus stór-
meistaramótsins í
Wijk aan Zee. Fé-
lagarnir Boris Gelf-
and (2.708) og Mich-
ael Adams (2.742)
hafa marga hildina
háð. Fyrir um 8 ár-
um tefldu þeir
áskorendaeinvígi.
Stuttu fyrir einvígið
fór heitkona Adams frá
honum og beint í fangið á
Gelfand. Eins og gefur að
skilja bar Adams ekki sitt
barr eftir það og tapaði
einvíginu. Hann tók þó
Gelfandi í karphúsið í stöð-
unni en Englendingurinn
hafði svart. 30. ...Hxf2! 31.
Hxf2 Rf4 32. Dg3 Bxf2+
33. Kxf2 Rxd3+ 34. Kf1
Rxb2 35. h4 Dd7 36. Kg2
Rd3 37. Hf1 e3 38. g5 hxg5
39. hxg5 Rh5 og hvítur
gafst upp saddur lífdaga.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Svartur á leik.
Ljósmyndaverið Skugginn
BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 28. júlí sl. í Háteigskirkju af
sr. Sigurði Helgasyni Ruth Kristjánsdóttir og Birgir Ás-
geirsson.
Ljósmynd Sissa
BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 1. september sl. í Digra-
neskirkju af sr. Gunnari Sigurbjörnssyni Hildur Björg Ingi-
bertsdóttir og Erlingur Snær Erlingsson.
Íslandsmót
í parasveitakeppni
Vinsælasta mót vetrarins, Ís-
landsmótið í parasveitakeppni, verð-
ur haldið helgina 2.–3. febrúar næst-
komandi. Þetta er fyrsta mótið sem
spilað verður í nýju húsnæði Brids-
sambands Íslands, Síðumúla 37, 3.
hæð.
Fyrirkomulagið verður með sama
sniði og undanfarin ár. Spilaðar eru
sjö umferðir með 16 spila leikjum og
raðað í umferðir með Monrad-fyrir-
komulagi.
Spilamennska hefst kl. 11 báða
dagana. Skráning er hafin í s.
587 9360 eða á www.bridge.is.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Bridsdeild Félags
eldri borgara í Reykjavík
Tvímenningskeppni spiluð í Ás-
garði, Glæsibæ, mánud. 14. jan. 21
par. Meðalskor 216 stig.
Árangur N-S:
Eysteinn Einarsson – Jón Stefánsson 249
Halla Ólafsdóttir – Jón Lárusson 241
Sæmundur Björnss. – Olíver Kristóf. 230
Árangur A-V:
Haukur Guðm. – Friðrik Hermannss. 256
Júlíus Guðmundss. – Rafn Kristjánss. 244
Jón Karlsson – Eggert Þórhallsson 239
Tvímenningskeppni spiluð fimm-
tud. 17. janúar. 20 pör. Meðalskor
216 stig.
Árangur N-S:
Sæmundur Björnss. – Olíver Kristóf. 242
Haukur Sævaldsson – Magnús Oddss. 237
Þórarinn Árnas. – Sigtryggur Ellertss. 237
Árangur A-V:
Aðalbjörn Bened. – Leifur Jóhanness. 251
Viggó Nordquist – Þórólfur Meyvantss. 242
Halla Ólafsdóttir – Jón Lárusson 239
Bridsfélag Hafnarfjarðar
Hinn 21. janúar var spilað fyrsta
kvöld af fjórum í fjögurra kvölda
barómeter. Spilað var á átta borðum,
sjö umferðir með fjögur spil á milli
para.
Staða efstu para eftir sjö umferð-
ir:
Erla Sigurjónsdóttir – Sigfús Þórðarson 53
Halldór Einarsson – Einar Sigurðsson 30
Njáll G. Sigurðsson – Guðni Ingvarsson 20
Guðbrandur Sigurb. – Friðþjófur Einarss.17
Félag eldri borgara
í Hafnarfirði
Eldri borgarar í Hafnarfirði spila
tvímenning á 5 borðum í Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50, tvisvar í viku,
þ.e. á þriðjudögum og föstudögum.
Spilað var 15. janúar og þá urðu
úrslit þessi:
Árni Bjarnason – Þorvarður Guðmundss. 93
Jón Ó. Bjarnason – Jón R. Guðmundsson 84
Sigurlín Ágústsd. – Guðm. Guðmundsson 83
Sveinn Jónsson – Jóna Kristinsdóttir 82
18. janúar:
Maddý Guðmundsd. – Guðm. Árnason 47
Árni Bjarnason – Sævar Magnússon 44
Ásgeir Sölvason – Einar Sveinsson 42
Hermann Valsreinss. – Árni Guðmundss. 34
Gullsmárabrids
Bridsdeild FEBK í Gullsmára
spilaði tvímenning á tólf borðum
mánudaginn 21. janúar sl. Miðlung-
ur 220. Efst vóru:
NS
Unnur Jónsdóttir – Jónas Jónsson 264
Sigurpáll Árnas. – Sigurður Gunnlaugss. 260
Karl Gunnarsson – Ernst Backman 252
AV
Helga Helgad. – Þórhildur Magnúsd. 256
Guðmundur Pálss. – Kristinn Guðm. 249
Ólafur Stefánsson – Garðar Alfonsson 246
Spiladagar: Mánudagur og
fimmtudagur. Mæting: kl. 12.45 á
hádegi.
Isl-Antik Hólshrauni 5, sími 565 5858, 220 Hfj.
Bakvið Fjarðarkaup. Opið kl. 12-18 alla daga.
RISA-ÚTSALA
á ANTIKI er hafin
Verslun hættir – Allt á að seljast
Allt að 75% afsláttur