Morgunblaðið - 23.01.2002, Síða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
Uppfærslutilboð – 30% afsláttur!!
www.atv.is – Skeifunni 17
Afritunarhugbúnaður
INGA Jóna Þórðardóttir, borgar-
fulltrúi og oddviti sjálfstæðismanna í
borgarstjórn, tilkynnti á blaða-
mannafundi í gær að hún hygðist
draga framboð sitt í leiðtogaprófkjöri
sjálfstæðismanna í Reykjavík til
baka. Hún lýsti jafnframt yfir stuðn-
ingi við Björn Bjarnason mennta-
málaráðherra í fyrsta sætið.
Hún segist taka þessa ákvörðun í
trausti þess að sjálfstæðismenn sam-
einist um að Björn leiði framboðslista
flokksins. Sjálf býðst Inga Jóna til að
taka áttunda sætið á framboðslista
flokksins, baráttusætið, ef þess verð-
ur óskað.
„Þegar svo mikið liggur við eiga
forystumenn ekki að sundra liðinu
heldur að sameina kraftana. Í ljósi
þess að Sjálfstæðisflokkurinn í
Reykjavík stendur frammi fyrir því
að endurheimta borgina úr höndum
R-listans, vil ég leggja mitt af mörk-
um til að sjálfstæðismenn gangi sam-
einaðir til þeirrar baráttu,“ sagði
Inga Jóna í yfirlýsingu sinni.
„Ég þakka sérstaklega þennan
stuðning sem kemur fram í yfirlýs-
ingu Ingu Jónu og ég er henni inni-
lega sammála um það, að lykillinn að
því að við sjálfstæðismenn náum ár-
angri í kosningunum í vor er að sjálf-
sögðu að við stöndum saman,“ sagði
Björn Bjarnason um ákvörðun Ingu
Jónu.
„Þetta er mjög mikilvæg og þýð-
ingarmikil yfirlýsing af hálfu Ingu
Jónu. Það er ljóst að hún er ekkert að
hugsa um eigið skinn í þessum efnum
heldur hagsmuni heildarinnar og að
skapa sem best skilyrði þess að það
megi leggja grunn að því að koma hér
á góðri stjórn í höfuðborginni á nýjan
leik. Mér þykir vænt um að þetta
skuli ganga fram með þessum hætti,“
sagði Davíð Oddsson forsætisráð-
herra um ákvörðun Ingu Jónu.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg-
arstjóri sagði ekki ný tíðindi að Sjálf-
stæðisflokkurinn skipti um forystu-
mann í borginni. „Mér finnast þetta
talsvert merkileg tíðindi. Það sem
kannski opinberast þarna er að það
skuli þurfa að ganga svona langt í því
að ryðja hindrunum úr vegi svo að
Björn Bjarnason geti ákveðið að fara
í framboð, en sem kunnugt er liggur
sú ákvörðun ekki enn fyrir,“ sagði
Ingibjörg Sólrún.
Inga Jóna lýsir yfir
stuðningi við Björn
Forystumenn/26
Býðst til að taka
áttunda sætið á
framboðslista
sjálfstæðismanna
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra
segir að auðvitað eigi að fylgja því
eftir að stórir aðilar misnoti ekki
aðstöðu sína og 60% eignaraðild á
verslunarfyrirtækjum í matvæla-
iðnaði sé allt of há hlutdeild og
auðvitað komi til greina af hálfu
ríkisins og Alþingis að skipta upp
slíkum eignum séu þær misnot-
aðar. Þetta kom fram í umræðu
utan dagskrár um horfur í efna-
hagsmálum á Alþingi í gær.
Málshefjandi í umræðunni var
Össur Skarphéðinsson, formaður
Samfylkingar, og sagði hann að
stóru verslunarkeðjurnar í landinu
hefðu í skjóli einokunar keyrt upp
matarverð. „Hreðjatak þeirra á
markaðnum hefur kallað fáheyrða
dýrtíð yfir neytendur,“ sagði hann
og bætti við að ríkisstjórninni bæri
skylda til þess að feta í fótspor
verkalýðshreyfingarinnar og fara í
viðræður við þessa aðila, krefjast
þess í nafni þjóðarheillar að þeir
sýndu ábyrgð og lækkuðu mat-
arverð.
Verðbólgan, hækkun vísitölu
neysluverðs og verðþróun í þjóð-
félaginu komu mjög til umræðu í
utandagskrárumræðunni og lýstu
bæði Össur og Davíð yfir ánægju
með framlag þeirra fyrirtækja sem
þegar hefðu gripið til þess ráðs að
lækka sitt vöruverð.
Vaxtalækkun
innan skamms
Forsætisráðherra sagði ljóst að
ríkisstjórnin mundi standa við það
sem hún hefði þegar tilkynnt
verkalýðshreyfingunni að hún
mundi gera varðandi hækkun á út-
gjöldum. Sagði hann verulegar lík-
ur og „jafnvel yfirgnæfandi líkur“
á því að það mark sem menn hefðu
sett sér gagnvart uppsögn kjara-
samninga stæðist. Vísaði hann til
jákvæðrar þróunar á ýmsum svið-
um efnahagsmála, t.d. styrkingar
krónunnar og hækkunar á verði
hlutabréfa auk þess sem atvinnu-
leysi væri lítið og hefði verið lengi.
„Þess vegna segi ég að það eru
miklar líkur á að þetta muni allt
saman ganga eftir en við verðum
að sjá mjög jákvæða hluti ganga
fram hvarvetna. Og þegar þetta
gengur eftir, þá mun það einnig
ganga eftir að verðbólgan á árinu
verði kringum 3,5% sem er mjög
viðunandi árangur,“ sagði for-
sætisráðherra.
Aðalatriðið sagði forsætisráð-
herra vera það að trúin á mark-
aðnum færi vaxandi og það væri
enn eitt dæmið um það að efna-
hagsástandið hér á landi væri að
komast í mjög gott horf og allar
ástæður væru til þess að fyllast
bjartsýni.
„Ég tel að vaxtalækkanir séu
ekki langt undan heldur skammt
undan. Ég tel að við munum sjá
fram á vaxtalækkanir þegar í
næsta mánuði. Þegar eftir næstu
mælingu á vísitölunni munum við
sjá fram á vaxtalækkanir til við-
bótar öðrum hlutum,“ sagði Davíð
Oddsson og bætti við: „Skatta-
lækkanir, vaxtalækkanir, styrking
á gengi, lækkandi verðbólga, lítið
atvinnuleysi, traustur kaupmáttur.
Hver myndi ekki vera ánægður
með þess háttar efnahagsástand í
sínu landi?“
Davíð Oddsson forsætisráðherra um samþjöppun á matvörumarkaði
Kemur til greina að
skipta upp eignum
Forsætisráðherra segir/10
„FLESTIR þeirra sem sitja í fang-
elsum á Íslandi í dag eru þar vegna
afbrota sem þeir frömdu í tengslum
við fíkniefnaneyslu,“ segir Heimir
Ríkharðsson, lögreglumaður í for-
varnar- og fræðsludeild lögregl-
unnar í Reykjavík og segir lög-
regluna fullyrða að fíkniefni og
afbrot haldist í hendur. Lögreglan í
Reykjavík stendur ásamt Félags-
þjónustunni í Reykjavík og Marita
forvarnar- og hjálparstarfi að fíkni-
efnafræðsluverkefninu „Hættu áður
en þú byrjar“ sem beint er að nem-
endum í 9. bekk grunnskóla. Haldnir
eru fræðslufundir í grunnskólunum
með nemendum þar sem leitast er
við að skýra út fyrir unglingunum
hvernig heimur það sé í raunveru-
leikanum sem neytendur fíkniefna
lifa í. Markmiðið er, að sögn að-
standenda verkefnisins, ekki að
hræða nemendur heldur skýra út
með faglegum forsendum lífið, hætt-
urnar og afleiðingar eiturlyfjaneyslu
eins og þær líta út fyrir þá sem hafa
upplifað slíkt og eins og málið lítur
út frá sjónarhóli lögreglu.
Morgunblaðið/Júlíus
Fíkniefni og
afbrot hald-
ast í hendur
UM 500 aldraðir einstaklingar bíða
nú eftir rými í þjónustuhúsnæði
eða á hjúkrunarheimilum í Reykja-
vík. Þörf þeirra er misjöfn, en sam-
kvæmt nýrri vistunarskrá frá
heilbrigðisráðuneytinu er þörf 255
einstaklinga sem bíða eftir hjúkr-
unarrými mjög brýn. 1.014 aldr-
aðir einstaklingar bíða rýmis á
landsvísu samkvæmt vistunar-
skránni.
„Skráin hefur lítið breyst und-
anfarna fjóra mánuði,“ segir Hrafn
Pálsson, deildarstjóri öldrunar-
mála hjá heilbrigðisráðuneytinu.
„Ástæðan er sú að þegar Sóltún
var opnað fóru aðeins um 20
manns úr heimahúsum þar inn,
hinir komu af sjúkrahúsunum.
Landakot hefur verið stíflað. Þar
þarf að vera möguleiki á flæði í
gegn svo að hægt sé að taka fólk til
endurhæfingar og koma því heim
aftur, sé þess kostur. Markmiðið er
að enginn þurfi að bíða eftir hjúkr-
un í mjög brýnni þörf lengur en 90
daga. Við vonumst til að ná því
markmiði á næstu fjórum árum.“
Hrafn segir að ítarlegri úttekt
heilbrigðisráðuneytisins á mál-
efnum aldraðra sé að ljúka um
þessar mundir og er ætlunin að
kynna hana fyrir ríkisstjórn og
þingheimi á yfirstandandi þingi.
Langur biðlisti þegar á Sóltúni
Þegar eru komnir 192 ein-
staklingar á biðlista eftir plássi á
Sóltúni, en heimilið var opnað 4.
janúar sl. Alls eru þar 92 hjúkr-
unarrými og er búið að úthluta
þeim öllum. Anna Birna Jensdóttir,
framkvæmdastjóri Öldungs hf.
sem rekur Sóltún, segir sama fólk-
ið oft á biðlistum eftir hjúkr-
unarrúmi á fleiri en einu hjúkr-
unarheimili og svo sé einnig um þá
sem bíða eftir plássi í Sóltúni.
Ingibjörg Hjaltadóttir, sviðs-
stjóri hjúkrunar á öldrunarsviði
Landspítala – Háskólasjúkrahúss á
Landakoti, segir að 43 sjúklingar
af öldrunarsviði hafi fengið pláss á
Sóltúni. „Það hefur grynnkað á
biðlistanum inn á öldrunarsvið af
bráðadeildunum, en hann er ekki
tæmdur.“ Nú bíða 19 sjúklingar af
bráðadeildum í Fossvogi eftir
plássi á öldrunarsviði, en voru 30
áður en Sóltún var opnað. Af Land-
spítala við Hringbraut bíða 20 eftir
plássi, en voru 22 fyrir opnun Sól-
túns. „Það eru ekki allir fluttir inn
í Sóltún ennþá svo áhrifin munu
vara fram í næstu viku og jafnvel
eitthvað lengur,“ segir Ingibjörg.
„Við búumst við því að það verði
langtímaáhrif af opnun Sóltúns svo
álagið komi til með að minnka.“
Ingibjörg segir misjafnt hve lengi
sjúklingar þurfi að bíða eftir
plássi. Þeir sem beðið hafa lengst
hafa verið á biðlista síðan í októ-
ber, en flestir frá því um og eftir
áramótin.
255 í mjög brýnni þörf
fyrir aðstoð bíða hjúkr-
unarrýmis í Reykjavík
Þið verðið/14