Morgunblaðið - 06.03.2002, Page 2

Morgunblaðið - 06.03.2002, Page 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Pires skaut Arsenal á toppinn / B2 Grétar Hjartarson verður í byrjunarliðinu í Brasilíu / B1 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is 4 SÍÐUR Sérblöð í dag FIMM af sjö núverandi bankaráðs- mönnum í Íslandsbanka gefa kost á sér til áframhaldandi setu, en alls gefa átta menn kost á sér til setu í ráðinu, sem skipað er sjö manns. Framboðs- frestur rann út í gær en aðalfundur Íslandsbanka fer fram nk. mánudag, 11. mars. Ljóst virðist að átök séu framundan um meirihluta í banka- ráðinu. Jón Ólafsson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu í bankaráðinu sem aðalmaður, en gef- ur hins vegar kost á sér sem varamað- ur. „Ástæða þess er sú að ég hef ákveðið að selja hlutabréf mín í bank- anum um leið og viðunandi verð býðst. Hafandi tekið þá ákvörðun tel ég eðlilegt að draga mig í hlé frá stjórnarstörfum á næsta aðalfundi,“ segir í fréttatilkynningu sem Jón sendi frá sér í gær. Þeir sem gefa kost á sér til áfram- haldandi setu í ráðinu eru þeir Krist- ján Ragnarsson, formaður bankaráðs Íslandsbanka, Víglundur Þorsteins- son, stjórnarformaður BM Vallár, Einar Sveinsson, framkvæmdastjóri Sjóvár-Almennra, Helgi Magnússon, framkvæmdastjóri Hörpu-Sjafnar, og Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs. Þrír gefa að auki kost á sér, þeir Gunnar Jónsson, lögmaður Jóns Ólafssonar, Hreggviður Jónsson, fyrrverandi forstjóri Norðurljósa, og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Tveir núverandi stjórnarmanna gefa ekki kost á sér í aðalstjórn, þeir Jón Ólafsson, stjórnarformaður Norðurljósa, og Einar Örn Jónsson, framkvæmdastjóri fjárfestingar- félagsins Saxhóls, en hann tók sæti Eyjólfs Sveinssonar, framkvæmda- stjóra Frjálsrar fjölmiðlunar, sem sagði af sér bankaráðssetu í febrúar sl. Sem varamenn bankaráðs gefa kost á sér þeir Einar Örn Jónsson, Eiríkur S. Jóhannsson, kaupfélags- stjóri KEA, Friðrik Jóhannsson, framkvæmdastjóri Burðaráss, Guð- mundur B. Ólafsson, lögfræðingur VR, Gunnar Felixson, forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar, Jakob Bjarnason, stjórnarformaður Vinnslustöðvarinnar, Jón Ólafsson og Örn Friðriksson, formaður Samiðnar. Kosið verður í bankaráðið með svo- kallaðri margfeldiskosningu en þá er kosið á milli einstaklinga. Gildi hvers atkvæðis er margfaldað með fjölda þeirra stjórnarmanna sem kjósa skal og má hluthafi skipta atkvæðamagni sínu þannig reiknuðu í hverjum þeim hlutföllum sem hann sjálfur kýs á jafnmarga menn og kjósa skal eða færri. Ef ekki er á atkvæðaseðli getið skiptingar atkvæða á milli þeirra sem þau eru greidd skal þeim skipt að jöfnu. Fulltrúi hins almenna hluthafa Hreggviður Jónsson segir í samtali við Morgunblaðið að hann gefi kost á sér „sem sjálfstæður stjórnarmaður fyrir hönd hins almenna hluthafa“. Hann segist hafa verið beðinn að gefa kost á sér en vill ekki tjá sig um hver bað hann um það. Gunnar Jónsson segir í samtali við Morgunblaðið að hann gefi kost á sér að beiðni Jóns Ólafssonar. „Eins og fram hefur komið er Jón að leitast við að selja bréf sín í bank- anum en sú sala er ekki um garð gengin. Hann á því enn talsverðra hagsmuna að gæta. Hann bað mig því að gefa kost á mér sem sinn fulltrúi. Ég varð við þeirri beiðni hans, en gerði honum um leið grein fyrir því að ef ég næði kosningu væri hlutverk mitt í stjórn bankans að vinna að hagsmunum bankans til heilla fyrir alla hluthafa, ekki einstaka eigendur, í samræmi við þær skyldur sem stjórnarmenn í hlutafélögum almennt bera,“ segir Gunnar. Stærstu hluthafar Íslandsbanka voru í desember sl. FBA Holding, Líf- eyrissjóður verslunarmanna, Lífeyr- issjóðurinn Framsýn, Íslandsbanki- FBA og Tryggingamiðstöðin, Sjóvá- Almennar tryggingar, Burðarás, Líf- eyrissjóður sjómanna, Fjárfestingar- félagið Straumur og Lífeyrissjóðir Bankastræti 7. Hreinn Loftsson, stjórnarfor- maður Tryggingamiðstöðvarinnar, eins stærsta hluthafa Íslandsbanka, segist reikna með að atkvæði Trygg- ingamiðstöðvarinnar í stjórnarkjöri Íslandsbanka verði meðal annarra mála sem rædd verði á stjórnarfundi Tryggingamiðstöðvarinnar á fimmtu- dag. Hreinn vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Eignarhlutur Trygg- ingamiðstöðvarinnar í Íslandsbanka er 4,34%. Kristján Ragnarsson, formaður bankaráðs Íslandsbanka, vildi ekki tjá sig um framboð til ráðsins þegar Morgunblaðið leitaði álits hans í gær. Átta gefa kost á sér í bankaráð Íslandsbanka, en bankaráðsmenn eru sjö Þrír nýir aðilar bjóða sig fram Byggt á Eimskipa- félagsreit í haust GERT er ráð fyrir að fram- kvæmdir á svokölluðum Eim- skipafélagsreit í Skuggahverf- inu hefjist næstkomandi haust. Þetta kom fram í máli Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra á fundi hennar með íbúum miðborgar á mánudagskvöld. Sagði hún fyrirhugað að byggja á lóðinni 250 íbúðir og er áætlað að fólk flytji inn í þær árið 2004. Eins og Morgunblaðið hef- ur greint frá gerði upprunaleg tillaga að deiliskipulagi efri hluta hverfisins, milli Lindar- götu og Hverfisgötu, ráð fyrir talsverðu niðurrifi húsa sem fyrir eru á svæðinu. Sagði borgarstjóri að vegna mikillar andstöðu við þær tillögur hefði verið fallið frá þeim. Nú væri verið að vinna deiliskipu- lag út frá tillögum sem gerðu ráð fyrir mun minni breyt- ingum. KAUPMÁTTUR dagvinnulauna rýrnaði að meðaltali um 2,3% milli fjórða ársfjórðungs ársins 2001 og jafnlengdar ársins á undan eftir að hafa aukist undanfarin misseri. Dagvinnulaun hækkuðu á tíma- bilinu að meðaltali um 5,9%, en á sama tíma hækkaði vísitala neyslu- verðs um 8,4%. Í frétt frá kjararannsóknanefnd af þessu tilefni kemur fram að launahækkun flestra starfsstétta var á bilinu 4,4–8,2%. Þá hækkuðu laun kvenna um að meðaltali 6,2% en karla um 5,8% og laun á höf- uðborgarsvæðinu hækkuðu um 7,0% en laun utan höfuðborgar- svæðisins hækkuðu um 4,8%. Launahækkun einstakra starfs- stétta var með þeim hætti að iðn- aðarmenn hækkuðu um 4,4%, þjón- ustu- og afgreiðslufólk um 6,9%, skrifstofufólk um 5,2%, tæknar og sérmenntað starfsfólk einnig um 5,2% og sérfræðingar um 8,2%. Laun hærri á höfuð- borgarsvæðinu Á fjórða ársfjórðungi í fyrra voru dagvinnulaun verkafólks að meðal- tali á landinu öllu 128.900 kr., iðn- aðarmanna 210.100 kr., þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólks 155.800 kr. skrifstofufólks 158.400 kr., tæknar og sérmenntað starfsfólk voru með 243.900 kr. og sérfræðingar með 338.100 að meðaltali í dagvinnu- laun. Fram kemur að karlmenn eru með hærri laun en konur og að laun bæði karla og kvenna á höfuðborg- arsvæðinu eru í nær öllum tilvikum hærri en laun sömu starfsstétta á landsbyggðinni. Samanburður kjararannsóknanefndar á fjórða ársfjórðungi 2000 og 2001 Kaupmáttur rýrnaði um 2,3% Í ÁTTA manna úrslitum í gærkvöld á atskákmótinu í Ráðhúsinu sem haldið er til minningar um Dan Hansson sigraði Ivan Sokolov Hol- lendinginn Jan Timman, Tomas Oral sigraði Vladimir Malakhov, Jó- hann Hjartarson vann Nick de Firmian en Hannes Hlífar tapaði fyrir Tékkanum Jan Votova. Mikil spenna hefur verið í mörgum skák- unum og áhorfendur haft gaman af þegar skákmennirnir hafa glímt við klukkuna ekki síður en andstæðing- inn. Votova hefur komið einna mest á óvart á mótinu og sigraði hann m.a. stigahæsta keppandann, hollenska stórmeistarann Loek van Wely, í báðum atskákunum. Votova hefur fæst skákstig keppendanna í undan- úrslitum. Þá hefur Jóhann Hjart- arson einnig teflt mjög sannfærandi á mótinu og sigraði m.a. í báðum at- skákunum gegn enska undra- barninu Luke McShane. Ein mest spennandi skákin í gær var á milli Jaan Ehlvest og Hannesar Hlífars. Hannes vann fyrri skákina en varð mát í þeirri síðari. Voru þá tefldar tvær hraðskákir og vann Hannes þá fyrri eftir að hafa fengið mjög erf- iða stöðu en síðan þá síðari mjög sannfærandi. Í undanúrslitum sem hefjast kl. 17 í dag teflir Jóhann gegn Jan Votova og Ivan Sokolov gegn Tomas Oral. Morgunblaðið/Árni Sæberg Jóhann áfram en Hannes Hlífar úr leik  Fjórir Íslendingar/35

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.