Morgunblaðið - 06.03.2002, Síða 26

Morgunblaðið - 06.03.2002, Síða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. SIV Friðleifsdóttir umhverf-isráðherra kynnti stefnu-mótunina fyrir frétta-mönnum í gær og sagðist þar vera bjartsýn á að það tækist að staðfesta Kyoto-bókunina fyrir þinglok í vor. Málið ætti að vera vel kynnt fyrir þingmönnum. Aðildar- ríki loftslagssamningsins vinna nú að því að staðfesta bókunina, sem var frágengin í nóvember árið 2001, fyrir leiðtogafund um sjálf- bæra þróun í Jóhannesarborg í S-Afríku í haust. Formlega verður það svo í verkahring utanríkisráð- herra að staðfesta bókunina fyrir Íslands hönd, líkt og gildir almennt með alþjóðasamninga. Til að loftslagssamningurinn öðl- ist gildi þurfa ríki að staðfesta bók- unina sem samanlagt losa 55% af losun iðnríkjanna á gróðurhúsaloft- tegundum. Aðildarríkin stefna að því að klára fullgildinguna fyrir 1. júní nk. en Siv sagði að sum lönd gætu átt í erfiðleikum í þeirri vinnu og nefndi hún Danmörku sem dæmi um það. Danir teldu sig hafa fengið ranga viðmiðun á losun gróðurhúsalofttegunda árið 1990. Kyoto-bókunin við Rammasamn- ing Sameinuðu þjóðanna um lofts- lagsbreytingar var samþykkt á fundi aðildarríkja samningsins í árslok 1997. Nokkuð dróst að ganga endanlega frá útfærslu ákvæða bókunarinnar og þar með- töldu íslenska ákvæðinu svonefnda. Frá þessu var gengið á sjöundu ráðstefnu aðildarríkja samningsins í Marrakesh í nóvember sl. sem fyrr segir. Nú liggja fyrir hverjar skuldbindingar Íslands og annarra ríkja verða samkvæmt bókuninni. Heimildir Íslands til losunar Heimildir Íslands til útstreymis gróðurhúsalofttegunda, eða losun- ar, eru tvíþættar. Í fyrsta lagi á al- mennt útstreymi gróðurhúsaloft- tegunda frá Íslandi ekki að aukast meira en sem nemur 10% frá árinu 1990. Það þýðir að útstreymið á að vera innan við 3,2 milljónir tonna koltvíoxíðgilda árlega að meðaltali árin 2008 til 2012. Þetta er mjög nálægt sérstakri útstreymisspá sem stjórnvöld létu gera með að- stoð nokkurra stofnana. Þar er heildarútstreymið á árunum 2008– 2012 áætlað 3 milljónir tonna að teknu tilliti til 200 þúsund tonna sem nást með bindingu kolefnis í landgræðslu og skógrækt. Í öðru lagi á koltvíoxíðútstreymi frá nýrri stóriðju eftir árið 1990, sem fellur undir íslenska ákvæðið, ekki að vera meira en 1,6 milljónir tonna árlega að meðaltali fyrir sama tímabil. Miðað við fyrirhug- aðar álversframkvæmdir á þetta markmið að nást, svo fremi sem tímamörk standast eins og með Kárahnjúkavirkjun. Hafa þrjú verkefni þegar náð 5% viðmiðunar- mörkum íslenska ákvæðisins, þ.e. stækkun verksmiðju Ísals, stækk- un Járnblendifélagsins á Grundar- tanga og ný verksmiðja Norðuráls. Fimm prósentin eru stærðarmörk sem einstök verkefni þurfa að ná til þess að falla undir íslenska ákvæð- ið, sem miðast við að losun kol- tvíoxíðs frá nýju stóriðjuverkefni eða stækkun eftir 1990 auki út- streymi á einhverju ára samnings- tímans um meira en 5% af allri los- un gróðurhúsalofttegunda hér á landi árið 1990. Á kynningarfundi með umhverf- isráðherra í gær kom fram að um- fangsmikið samráð hefði farið fram innan stjórnarráðsins um stefnu- mörkun í loftslagsmálum. Sérstak- ur stýrihópur ráðuneytisstjóra fól starfshópi, skipuðum fulltrúum sömu ráðuneyta, að vinna drög að þessari stefnumörkun. Hópnum stýrði Magnús Jóhannesson, ráðu- neytisstjóri í umhverfisráðuneyt- inu. Stefnumörkunin felur í sér til- lögur um ráðstafanir á næstu árum sem leiða eiga til lækkunar á út- streymi gróðurhúsalofftegunda eða aukningar á bindingu kolefnis. Helstu ráðstafanir eru taldar hér upp á síðunni. Siv sagði að fullgilding á bókun- inni væri í fullum gangi hjá rík- isstjórninni. Málið færi svo bráð- lega til Alþingis sem þingsályktun frá utanríkisráðherra. Ætti að skila nærri 700.000 tonna minni losun Umhverfisráðuneytið hefur heildarumsjón með framkvæmd loftslagssamningsins og Kyoto- bókunarinnar hér á landi. í samgöngum verða á áby gönguráðuneytisins, brey skattlagningu á dísilbílum fjármálaráðuneytisins, or aðaraðgerðir í fiskiskipafl ábyrgð sjávarútvegsráðun ráðstöfun íslenska ákvæð aðgerðir til þess að halda ú flúorkolefna í lágmarki á iðnaðarráðuneytisins, takm urðun sorps og útstreymi unarstöðum á ábyrgð um ráðuneytisins, binding með ræktun á ábyrgð land ráðuneytisins og rannsókn og fræðsla sameiginlega allra ráðuneytanna. Þess mótun verður svo endursk ið 2005 eftir því sem tilefn sagði Siv á fundinum í gær ári ber aðildarríkjum Ky unarinnar að sýna fram anlegan árangur í þeirri vi Stefnumörkun stjórnvalda um skuldbindingar loftsl Stefnt að stað ingu Kyoto-bók fyrir þinglo Morgunbl Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra kynnti stefnumörkun valda vegna Kyoto-bókunarinnar á fundi með fréttamönnum Við hlið hennar er Magnús Jóhannesson, ráðuneytisstjóri í umh ráðuneytinu, og lengst til vinstri er Óttar Freyr Gíslason, starfs stýrihópsins sem mótaði stefnumörkunina. Ríkisstjórnin samþykkti í gær stefn mörkun um ráðstafanir til að standa skuldbindingar loftslagssamningsins Kyoto-bókunarinnar á árunum 2008–2 Umhverfisráðherra er bjartsýnn á að landi takist að staðfesta bókunina áðu leiðtogafundur um sjálfbæra þróun fram í S-Afríku næsta haust.  Draga á úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda frá samgöngu með almennum aðgerðum og með breytingum á skattlagnin dísilbílum, sem leiða á til aukningar í innflutningi á slíkum til einkanota á kostnað bensínbíla.  Tryggja á að fyrirtæki í áliðnaði geri fullnægjandi ráðstafa þess að halda útstreymi flúorkolefna frá framleiðslunni í lá marki.  Leita á leiða til að draga úr orkunotkun í fiskiskipaflotanum  Draga á úr urðun úrgangs og útstreymi gróðurhúsalofttegu frá urðunarstöðum.  Auka á bindingu kolefnis með skógrækt og landgræðslu.  Leggja á áherslu á rannsóknir á þeim þáttum sem áhrif haf streymi gróðurhúsalofttegunda.  Efla á fræðslu og upplýsingagjöf til almennings um leiðir ti að draga úr útstreymi sömu lofttegunda. Ráðstafanir stjórnvald LÝÐRÆÐI Á NETINU Eitt grundvallaratriði lýðræðis erað færa valdið til fólksins, að almenningur geti lagt sitt af mörk- um til að hafa áhrif á samfélag sitt og umhverfi. Um þessar mundir er verið að gera ýmsar tilraunir hér á landi til að auka þátttöku borgar- anna í sveitarstjórnarmálum og tengjast þær Staðardagskrá 21 um markmið og leiðir að sjálfbærri þró- un. Um helgina var opnaður sérstak- ur hverfavefur í Mosfellsbæ og er hann í tengslum við kynningu á Staðardagskrá 21, sem um þessar mundir fer fram á Bókasafni Mos- fellsbæjar. Á hverfavefnum geta íbúar Mos- fellsbæjar nálgast upplýsingar á Netinu um hverfið, sem þeir búa í, og skrifar Jóhann Sigurjónsson bæj- arstjóri íbúum hvers hverfis fyrir sig bréf þar sem hann fjallar um ým- is mál, sem hverfin varða. Um leið hvetur Jóhann íbúa Mosfellsbæjar til að nota sér vefinn: „Ítrekað skal að hér hefur verið fjallað um þau atriði sem fram komu í athugasemdum frá íbúum hverfis- ins. Það er því ekki ólíklegt að til staðar séu önnur atriði sem brenna á íbúunum og ekki hefur verið fjallað um hér í þessum stutta pistli. Ég vil því hvetja þig til að koma með ábendingar um málefni sem þú ert óánægður með eða fá frekari skýr- ingar á þeim atriðum sem fjallað er um hér að framan. Einnig væri gott að heyra af því sem þér finnst vel gert og þú ert ánægður með.“ Vefurinn er einfaldur og aðgengi- legur, en vitaskuld er umræða á hon- um lítið farin af stað eftir svo stutt- an tíma. Tilraun af þessu tagi byggist á því að umsjónarmenn heimasíðunnar og bæjaryfirvöld verði vakandi yfir þeim athugasemd- um, sem berast frá íbúum, þannig að gagnvirkni miðilsins og möguleikar til að koma af stað gagnlegri um- ræðu verði nýttir eftir megni. Það kann að virðast mikið í lagt að viðhafa stór orð um grundvöll lýð- ræðisins í sambandi við opnun á nýj- um vef, en því má ekki gleyma að öll viðleitni til að færa valdið nær íbú- um landsins og auka þátttöku þeirra og áhrif í sambandi við ákvarðanir er af hinu góða. BÆNDUR OG AFURÐASALA Búnaðarþing stendur yfir þessadagana og ljóst að afurðasölu-mál bænda eru þar mjög til umræðu. Í setningarræðu sinni sagði Ari Teitsson, formaður Bændasam- takanna, m.a.: „Möguleikar bænda á að vinna af- urðir sínar og markaðssetja með hagkvæmum hætti ráða einnig miklu um samkeppnishæfni landbúnaðar- ins. Á því sviði er víða pottur brotinn hérlendis. Nágrannar okkar á Norð- urlöndunum hafa komið stærstum hluta búvöruvinnslu sinnar fyrir í framleiðendasamvinnufélögunum og byggja þar á langri reynslu. Áratuga samstarf mikils hluta íslenzkra bænda í kjötvinnslu missti fótfestu við fall Sambandsins þótt endalokin væru raunar ekki staðfest fyrr en við gjaldþrot Goða á liðnu sumri. Mjólk- uriðnaðurinn á Norðurlandi á einnig í vanda, m.a. vegna þátttöku í sam- vinnufélögum í blönduðum rekstri. Staða afurðavinnslu er því ekki sú, sem bændur hefðu kosið, og það veik- ir samkeppnishæfni íslenzks land- búnaðar.“ Sú staða afurðastöðvanna, sem Ari Teitsson lýsir með þessum orðum, er umhugsunarefni. Ekki sízt vegna þess að afkoma of margra bænda er óviðunandi. Þótt neytendum finnist hátt verð á ýmsum landbúnaðaraf- urðum er ljóst að bændur fá ekki í sinn hlut nema tiltölulega lítinn hluta af því verði sem neytendur borga fyr- ir vöru þeirra. Kaupmenn og þá ekki sízt tals- menn stórmarkaða halda því fram og færa nokkur rök fyrir máli sínu að hlutur smásölunnar í verði búvara sé mjög takmarkaður. Ef það er rétt og með hliðsjón af þeirri vitneskju, sem fyrir liggur um afkomu bænda, er eðlilegt að spurt sé hvort afurðastöðvarnar taki svo mik- ið í sinn hlut. Þegar í ljós kemur að þær standa líka höllum fæti er nær- tækt að spyrja hvað sé að. Bændur og afurðastöðvarnar framleiða og vinna matvöru sem mik- il og traust eftirspurn er eftir. Hvað veldur því, þegar svo öruggur mark- aður er fyrir hendi, að þeir sem koma að framleiðslu, vinnslu og dreifingu geta ekki búið við sæmilega afkomu? Í ræðu sinni við upphaf Búnaðar- þings sagði Guðni Ágústsson land- búnaðarráðherra m.a.: „Við vitum að sláturhúsum hefur fækkað umtalsvert en við trúum að þau þurfi að vera í hverjum lands- fjórðungi, jafnvel litlar einingar. En það má ekki gerast hvað sem það kostar. Er það t.d. rétt, sem ágætur Vestfirðingur sagði við mig, að eftir að þeir hættu að reyna að reka slát- urhús hefðu tekjur hans aukizt um- talsvert. Áður hefði hluti tekna farið í hlutafjárkaup eða reddingar til skamms tíma sem engu skiluðu þegar upp var staðið.“ Auðvitað er það svo eins og land- búnaðarráðherra víkur að með óbein- um hætti í þessum orðum að vinnslu- stöðvarnar hafa verið alltof margar. En þeim hefur fækkað. Mjólkurbúum hefur fækkað og sláturhúsum hefur fækkað. Ekki fer á milli mála að þessi rekstur hefur um langt árabil verið mjög óhagkvæmur og lagst af mikl- um þunga á bændur. Hins vegar er ljóst að tækifæri bænda til að ná fram betri kjörum hlýtur að felast í aukinni rekstrarhagkvæmni vinnslu- stöðvanna. Smásöluverðið tekur mið af þeirri samkeppni sem ríkir á markaðnum í matvörum almennt. Leiðin til betri lífskjara fyrir bændur landsins hlýtur því að byggjast á aukinni hagkvæmni í eigin rekstri og ódýrari vinnslu afurðanna í vinnslu- stöðvunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.