Morgunblaðið - 06.03.2002, Síða 13

Morgunblaðið - 06.03.2002, Síða 13
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2002 13 MÁLEFNI miðborgarinnar voru til umræðu á fyrsta hverfisfundi Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur borgar- stjóra sem haldinn var í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu á mánu- dagskvöld. Er stefnt að því að slíkir fundir verði haldnir í öllum átta hverf- um borgarinnar á næstu vikum eins og gert hefur verið undanfarin ár. Ingibjörg fór á fundinum yfir al- menn atriði varðandi uppbyggingu borgarkerfisins og meginverkefni borgarinnar sem sveitarfélags. Þá kynnti hún helstu skipulagsmál sem eru í brennidepli á miðborgarsvæðinu og umhverfis það. Að lokinni kynningu svaraði borg- arstjóri fyrirspurnum fundargesta. Fyrsta spurningin varðaði spor- bundnar samgöngur í Reykjavík og innti fyrirspyrjandi eftir því hvort kæmi til greina að einhver af þeim undirgöngum, sem fyrirhuguð eru í í framtíðinni, myndu nýtast fyrir lest- ar- eða sporbundnar samgöngur. Svaraði Ingibjörg því til að lestar- samgöngur hefðu verið til skoðunar í borgarkerfinu og þá ekki síst í sam- bandi við hugsanlegan flutning innan- landsflugsins úr Vatnsmýrinni til Keflavíkur. Meðal annars hefði verið skoðað hvort hægt væri að koma sporbundinni umferð fyrir í Hlíðar- fæti, fyrirhuguðum göngum sem liggja eiga í gegn um Öskjuhlíðina. Þessu væri haldið opnu í dag en at- huganir hefðu leitt í ljós að lestarsam- göngur yrðu of dýrar til að sá mann- fjöldi, sem er á höfuðborgarsvæðinu, stæði undir þeim. Hins vegar þyrfti ekki að vera langt í að mannfjöldinn yrði nægilegur til þess. Grjótaþorp og hótel í Aðalstræti Íbúar í Grjótaþorpi gagnrýndu hót- elbyggingu sem fyrirhuguð er í Að- alstræti og var spurt hvort til stæði að minnka umfang hennar en upphafleg- ar hugmyndir gerðu ráð fyrir minni byggingu. Spurt var hvort borgar- stjóra þætti eðlilegt að sami hönnuð- ur stæði að deiliskipulagi Grjóta- þorpsins og hönnun hótelsins. Eins var gagnrýnt að svör við athugasemd- um íbúa vegna deiliskipulagsins hefðu borist seint eða ekki. Lýst var yfir áhyggjum af flutningsleiðum að hót- elinu. Þá var gagnrýnt að gamall hlynur, sem stendur við Túngötuna, þurfi að víkja vegna hótelsins. Í svari Ingibjargar kom fram að lengi hefði verið gert ráð fyrir hóteli í deiliskipulagi svæðisins. Stærsti hluti endurbóta í miðborginni hefði verið kostaður af opinberu fé og því hefði borgaryfirvöldum þótt fengur að því að fá einkaaðila til að byggja upp hót- el á þessum stað og var unnið út frá því. Afleiðing þessarar ákvörðunar hafi verið fornleifauppgröfturinn í Aðalstræti og þegar minjarnar hafi komið í ljós hafi forsendur hótelsins breyst. Stækka hafi þurft hótelið til að koma þeirri starfsemi, sem átti að rúmast í kjallara þess, fyrir annars staðar. Sagði Ingibjörg ekki hægt að leysa þetta með góðum hætti nema að hækka húsið. Ingibjörg lagði áherslu á að hönn- un deiliskipulags Grjótaþorpsins væri undir handleiðslu Borgarskipulags Reykjavíkur og samþykkt af Skipu- lags- og bygginganefnd. Hún tæki þær ákvarðanir sem máli skiptu varð- andi skipulagið. Hvort sami hönnuður væri fenginn af öðrum aðilum til að hanna hótel væri þeirra mál. Ingibjörg harmaði að svör við at- hugasemdum íbúa hefðu borist seint og illa og sagðist skyldu athuga það mál. Varðandi aðflutningsleiðir að hótelinu sagði hún að skoða þyrfti þann þátt sérstaklega við skipulagn- ingu svæðisins. Loks sagði hún að ekki stæði til að hlynurinn í Túngötu hyrfi enda væri hann friðaður. Í umræðu um bréfasendingar íbúa og svartregðu Borgarskipulags benti einn íbúanna á að lagaumhverfi borg- arinnar væri orðið ærið flókið og spurði hvort ekki væri ástæða til að setja á laggirnar embætti umboðs- manns borgarbúa sem þeir gætu leit- að til teldu þeir brotið á sér í borg- arkerfinu. Svaraði Ingibjörg því til að þegar lögum um umboðsmann Al- þingis var breytt hefði verið sett inn ákvæði um að hann hefði einnig með stjórnsýslu sveitarfélaga að gera. Íbúar sveitarfélaga hefðu því aðgang að honum. Bílastæði og umferð Bílastæðamál voru nokkuð til um- ræðu á fundinum og sagði íbúi við Bragagötu að á kvöldin neyddist hann til að leggja bíl sínum ranglega þegar hann kæmi heim sem kallaði svo aftur á að hann þyrfti að færa bílinn í bítið morguninn eftir ætti hann ekki að fá sekt fyrir rangstöðuna. Spurði við- komandi hvort ekki væri hægt að sjá í gegn um fingur sér með rangstöður í íbúðargötum þar sem bílastæði skorti og bifreiðar íbúa trufluðu ekki versl- un eða þjónustu. Sagði Ingibjörg að alls staðar í borginni, frá Vesturbænum og allt að Elliðaám, brynni umferð og bíla- stæðamál á íbúum. Þetta kæmi til þar sem þessi hverfi væru ekki skipulögð með tilliti til jafnmikillar bílaeignar og er í dag. Við þetta yrði alltaf erfitt að eiga. „Hitt er svo annað mál hvort ekki megi biðja hina ágætu og vinnu- sömu starfsmenn bílastæðasjóðs og lögreglunnar að hugsa aðeins um það hvort bílar, sem lagt er ólöglega, trufli eða trufli ekki,“ sagði borgar- stjóri en bætti við að vissulega væri þetta mismunandi og oft væri bílum lagt þannig að aðrir vegfarendur kæmust ekki leiðar sinnar. Á hinn bóginn benti hún á að borgin gæti ein- ungis reynt að hafa taumhald á starfsmönnum bílastæðasjóðs en lög- reglan væri ekki á forræði borgaryf- irvalda og því gætu þau ekki skipt sér af því hvernig hún brygðist við bílum sem lagt er ólöglega. Íbúi í Þingholtunum lýsti yfir áhyggjum af uppbyggingu Lands- spítala og óttaðist að hún gæti valdið aukinni umferð á íbúasvæðinu. Taldi hann að umferðin myndi fara eftir sem áður inn á svæðið eftir flutning Hringbrautarinnar. Eins spurði hann hvort íbúar, sem væru tilbúnir til að rýma fyrir einkabílastæðum á sínum lóðum, fengju fyrirgreiðslu í borgar- kerfinu, t.d. með flutningi brunahana eða á annan hátt, svo að hægt væri að koma innkeyrslu að bílastæðunum fyrir. Loks innti hann eftir afstöðu borgaryfirvalda til veitingar heimilda fyrir gistiheimilum og orlofsíbúðum í íbúðahverfum, en að sögn íbúans er töluvert um að íbúðarhúsnæði í Þing- holtunum sé keypt upp í þeim til- gangi. Svaraði borgarstjóri því til að ekki væri undarlegt að fólk hefði áhyggjur af stækkun Landspítala og færslu Hringbrautarinnar þar sem um mikl- ar framkvæmdir væri að ræða. Verið væri að skoða hvernig koma mætti umferð af Snorrabrautinni á slaufu inn á Hringbrautina og það væri m.a. vegna þessa úrlausnaratriðis sem færsla Hringbrautarinnar hefði frest- ast. Ekki mætti gleyma að tilgang- urinn með flutningnumværi að miklu leyti sá að beina umferð frá byggð í Þingholtunum. Varðandi fyrir- greiðslu vegna bílastæða inni á lóðum fólks sagði Ingibjörg þetta ekki eins einfalt og það virtist þar sem oft þyrfti að leggja niður bílastæði við götu til að búa til aðkeyrslur. Hún sagði reglur varðandi gistirými vera þær að sækja þyrfti um leyfi ef gisti- rýmið færi yfir ákveðna stærð. Erf- iðara væri að eiga við það sem kalla mætti minni heimagistingu. Loks spurði íbúi í Skuggahverfi hvernig til stæði að hátta bílastæða- málum á Eimskipafélagsreitnum sem hefja á framkvæmdir á í haust. Sagði Ingibjörg að kröfurnar í skipulaginu væru tvö bílastæði á hverja íbúð og eitt bílastæði á hverja 50 fermetra at- vinnuhúsnæðis. Gert væri ráð fyrir að stærsti hluti þessara bílastæða yrði neðanjarðar. Svæðið ætti því að anna eftirspurn eftir bílastæðum. Opnað fyrir Lækinn? Einn fundarmanna gerði hnignum miðbæjarkvosarinnar að umtalsefni og sagði að oft væri talað um að miðbæinn skorti bakland. Rætt væri um Vatnsmýrina í því sambandi en minna væri talað um möguleika til uppbyggingar á hafnarbökkunum. Það sem helst hamlaði því væri Geirs- gatan en hún skæri hafnarbakkana frá miðbæjarsvæðinu. Spurði hann því hvort ekki mætti leggja Geirsgötu í stokk til að koma í veg fyrir þetta. Ingibjörg svaraði því til að á sínum tíma hefði verið rætt um að leggja Geirsgötu í göng en kostnaður við það hefði verið talinn of mikill, ekki síst vegna staðsetningarinnar sem gerði það að verkum að grafa þyrfti göngin undir sjávarmál. Eins væri Geirsgat- an stofnbraut sem væri á forræði rík- isins og ekki hefði verið lagt í það af hálfu borgarinnar að setja fram kröf- ur um að gatan yrði lögð í stokk. Þá væru áhöld um að lagning brautar- innar í stokk myndi þjóna tilgangi sín- um þar sem umferðarstraumurinn yrði ekki það mikill um hana. Viðhald innanhúss í Austurbæjar- skóla var gagnrýnt og sagði viðkom- andi að það væri borginni til vansa. Sagði borgarstjóri að þessi gagnrýni kæmi á óvart því gríðarlegum fjár- munum hefði verið varið til viðhalds skólans á síðustu árum og væri þar örugglega um að ræða á annað hundrað milljónir króna. Sami fyrirspyrjandi rifjaði upp hugmyndir um að opna fyrir Lækinn í Lækjargötu þannig að hann yrði veg- farendum sýnilegur og spurði hvort þær hefðu verið athugaðar. Sagði Ingibjörg að þetta hefði verið lengi í umræðunni enda hefðu sambærilegar framkvæmdir gefið góða raun víða er- lendis. Taldi hún að hafa ætti þetta í huga þegar hafist yrði handa við end- urskipulagningu Lækjargötu og Lækjartorgs. Miðborg í brennidepli Sporbundnar almenn- ingssamgöngur, opnun Lækjarins við Lækj- argötu og bílastæði og hótelbygging í Aðalstræti var meðal þess sem brann á íbúum miðbæjarsvæðis Reykjavíkur á fundi þeirra með borgarstjóra á mánudag. Morgunblaðið/Golli Bekkurinn var þétt setinn á fyrsta hverfisfundi borgarstjóra en þar svaraði hann fyrirspurnum varðandi málefni miðborgarinnar.Miðborg  Borgin hefur farið í átak varðandi hreinsun bílhræja í mið- borginni. Sagði borgarstjóri á annan tug bílhræja hafa leynst á ýmsum baklóðum á Laugaveginum en þar sem um einkalóðir hefði verið að ræða hefði þurft samvinnu við einkaaðila til að koma þeim í burtu.  Til stendur að lagfæra brúna á Skothúsvegi en að sögn borg- arstjóra er hún farin að láta á sjá.  Við Austurbæjarskóla er verið að koma upp sparkvelli eða fót- boltavelli með gervigrasi.Verður hann vel afgirtur og er stefnt að því að koma upp slíkum völlum í öllum hverfum borgarinnar.  Búið er að marka þá stefnu að á íbúasvæðum Bílastæðasjóðs fái hvert heimili tvö íbúakort í stað eins áður. Punktar úr miðborginni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.