Morgunblaðið - 06.03.2002, Side 15

Morgunblaðið - 06.03.2002, Side 15
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2002 15 ÁRNI Sigfússon skipar efsta sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykja- nesbæ við komandi bæjarstjórnar- kosningar og Böðvar Jónsson skipar annað sætið. Þrír bæjarfulltrúar og einn varabæjarfulltrúi skipa fjögur af fimm efstu sætunum en breyting hefur orðið á röð þeirra. Tillaga kjörnefndar að skipan listans var samþykkt samhljóða á fundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélag- anna í Reykjanesbæ í fyrrakvöld. Fyrir hefur legið að tveir efstu menn listans við tvennar síðustu kosning- ar, Ellert Eiríksson bæjarstjóri, og Jónína A. Sandgers, formaður bæj- arráðs, gáfu ekki kost á sér áfram og hafði fulltrúaráð sjálfstæðisfélag- anna ákveðið fyrir nokkru að Árni Sigfússon, stjórnsýslufræðingur og fyrrverandi borgarfulltrúi og borg- arstjóri í Reykjavík, myndi vera í forystu listans og verða jafnframt bæjarstjóraefni flokksins. Breyting hefur orðið á röð þeirra bæjarfulltrúa sem áfram eru á list- anum. Böðvar Jónsson sem var í fimmta sætinu færist upp í annað sætið, Björk Guðjónsdóttir úr fjórða í það þriðja en Þorsteinn Erlingsson sem nú skipar fimmta sætið var í því þriðja við síðustu kosningar. Þá fær- ist Steinþór Jónsson, fyrsti vara- maður flokksins, upp í fjórða sæti listans. Þá er nýtt fólk í fjórum af fimm næstu sætum framboðslistans, þeim sætum sem nú eru varabæjar- fulltrúasæti. Ellert bæjarstjóri skip- ar heiðurssætið. Breiður hópur Árni Sigfússon segist ánægður með framboðslistann. Hópurinn sé breiður, þannig sé þar bæði að finna sterka menn úr flokknum og fólk sem minni þátt hafi tekið í flokks- starfinu og segist hann þakklátur fyrir þann stuðning sem það sýni. Nefnd á vegum fulltrúaráðsins hefur unnið að undirbúningi mál- efnastarfs fyrir framboðið. Árni seg- ir að safnað hafi verið upplýsingum á tveimur opnum fundum og bætt í reynslubrunninn sem fyrir væri. Nú muni frambjóðendurnir vinna úr þessum gögnum og móta kosninga- stefnuskrána. Telur hann að hún muni liggja fyrir innan fárra vikna. Listi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ er þannig skipaður: 1. sætið skipar Árni Sigfússon, Heið- argili 2, stjórnsýslufræðingur, 2. Böðvar Jónsson, Melavegi 10, bæj- arfulltrúi, 3. Björk Guðjónsdóttir, Háteig 23, bæjarfulltrúi, 4. Steinþór Jónsson, Bragavöllum 7, hótelstjóri, 5. Þorsteinn Erlingsson, Hrauntúni 3, bæjarfulltrúi, 6. Sigríður Jóna Jó- hannesdóttir, Smáratúni 6, skrif- stofumaður, 7. Garðar K. Vilhjálms- son, Óðinsvöllum 2, framkvæmda- stjóri, 8. Ríkharður Ibsen, Heiðar- garði 13, vaktmaður, 9. Rósa Ingvarsdóttir, Lyngmóa 9, skrif- stofumaður, 10. Hermann Helgason, Heiðarbraut 1c, sölstjóri, 11. Gunnar Oddsson, Smáratúni 38, fram- kvæmdastjóri, 12. Magnea Guð- mundsdóttir, Hólmgarði 2a, mark- aðsstjóri, 13. Guðfinnur Sigurvins- son, Norðurvöllum 50, háskólanemi, 14. Sóley Halla Þórhallsdóttir, Kjarrmóa 3, kennari, 15. Konráð Lúðvíksson, Heiðarhorni 21, yfir- læknir, 16. Ellert Hlöðversson, Há- teig 9, framhaldsskólanemi, 17. Sig- rún Hauksdóttir, Grænagarði 13, húsmóðir, 18. Kristján Einarsson, Hlíðarvegi 72, fv. flugumferðar- stjóri, 19. Sigríður Friðjónsdóttir, Hæðargötu 12, tanntæknir, 20. Jón Borgarsson, Jaðri, Kirkjuvogi 1, vél- virki. 21, Sigurður Steindórsson, Ásabraut 7, fv. launafulltrúi, 22. Ell- ert Eiríksson, Suðurgarði 12, bæj- arstjóri. Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins hefur samþykkt framboðslista Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ stilltu sér upp til myndatöku þegar búið var að ákveða listann. Árni og Böðvar í efstu sætum Reykjanesbær UNGLINGAMEISTARAMÓTIÐ í badminton sem haldið var í Kefla- vík um helgina reyndist stærsta bandmintonmót sem haldið hefur verið hér á landi. Spilaðir voru 609 leikir, tæplega 70 fleiri en í því móti sem stærst hefur verið fram til þessa. Badmintondeild Keflavíkur ann- aðist framkvæmd mótsins ásamt Badmintonsambandi Íslands. Á mótinu voru 270 keppendur frá ell- efu aðildarfélögum innan Badmin- tonsambandsins. Gisti fjöldi kepp- enda í Holtaskóla um helgina. Þrír einstaklingar urðu þrefaldir Íslandsmeistarar í unglingaflokk- um með því að sigra í einliða-, tví- liða- og tvenndarleik. Það voru Heiðar Ernest Karlsson UMSB í flokki 13 ára og yngri, Atli Jóhann- esson úr TBR í flokki 15 ára og yngri og Baldur Gunnarsson úr TBR í flokki 19 ára og yngri. Badmintondeild Keflavíkur átti 32 keppendur sem unnu þrenn gullverðlaun og sjö silfur. Deildin verður hins vegar að bíða enn um sinn eftir Íslandsmeistarartitli í þessari grein, að sögn Sesselju Birgisdóttir sem er formaður deildarinnar. Stærsta badminton- mót lands- ins Keflavík OLÍUFÉLAGIÐ hf., Esso, hefur fært útgerð björgunarskipsins Hannesar Þ. Hafstein í Sandgerði átta vinnuflotgalla að gjöf. Var gjöfin afhent við athöfn um borð í skipinu þegar undirritaður var þriggja ára samningur um kaup Björgunarskipasjóðs Suðurnesja á olíu og fleiri vörum til rekstrar skipsins af Esso. Myndin var tekin að athöfninni lokinni er Sigfús Magnússon, for- maður sjóðsins, Hjálmar Hjálm- arsson, vélstjóri, og Ingvar Stef- ánsson, deildarstjóri hjá Olíu- félaginu, stilltu sér upp til mynda- töku undir skildi með nafni björg- unarskipsins. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Gefa björgunar- skipinu flotgalla Sandgerði STEFNT er að því að fram- kvæmdastjóri Markaðs- og atvinnu- málaskrifstofu Reykjanesbæjar (MOA) boði fulltrúa ýmissa hags- munahópa til samráðsfundar tvisvar á ári. Við umræður í markaðs- og at- vinnuráði Reykjanesbæjar um starfsáætlun MOA fyrir yfirstand- andi ár kom fram tillaga frá Ey- steini Eyjólfssyni og Brynjari Harð- arsyni, fulltrúum Samfylkingar- innar, um að efnt yrði til samráðs við sveitarfélög og fleiri aðila í þeim tilgangi að styrkja tengsl MOA við nágrannasveitarfélögin og atvinnu- lífið. Steinþór Jónsson, varaformaður ráðsins, lagði til á síðasta fundi að framkvæmdastjóra yrði falið að boða sömu aðila til tveggja samráðs- funda á ári, í stað þess að kjósa sam- ráðsnefnd, og var það samþykkt. Boða á fulltrúa sveitarstjórna sem MOA þjónar til samráðsfundarins, fulltrúum atvinnurekenda og launa- manna, lífeyrissjóða, Eignarhalds- félags Suðurnesja og fjármálastofn- ana. Markmið fundanna á að vera að efla tengsl skrifstofunnar við þá sem eiga hagsmuna að gæta af árangurs- ríkri starfsemi hennar. Afla upplýs- inga um verkefni sem talið er mik- ilvægast að vinna og hvernig MOA geti sem best þjónað því hlutverki sínu að stuðla að öflugu atvinnulífi sem staðið geti undir vel launuðum störfum á svæðinu. Efnt verður til sam- ráðs um atvinnuþróun Reykjanesbær

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.