Morgunblaðið - 06.03.2002, Síða 16

Morgunblaðið - 06.03.2002, Síða 16
LANDIÐ 16 MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ ENN á ný verður gengið til kosninga um sameiningarmál í Rangárvalla- sýslu, í þetta sinn munu íbúar í Rang- árvallahreppi, Djúpárhreppi, Holta- og Landsveit og Ásahreppi kjósa um sameiningu hinn 16. mars nk. Um svipað leyti í fyrra var kosið um sam- einingu allrar sýslunnar, alls 10 hreppa í eitt sveitarfélag, en sú til- laga var felld. Síðan þá hafa íbúar í austurhluta sýslunnar, í Hvolhreppi, Fljótshlíð, A- og V-Landeyjum og A- og V-Eyjafjallahrepp, aftur gengið til kosninga og ákveðið að sameinast og eru íbúar þeirra um þessar mundir að velja um nafn á nýja sveitarfélagið. Í vesturhluta sýslunnar búa tæp- lega 1.600 manns en á kjörskrá eru rúmlega eitt þúsund manns og þarf meirihluti hvers sveitarfélags að samþykkja sameiningartillöguna til þess að hún verði gild. Sameiningarnefnd fyrir kosn- inguna hefur gefið út bækling sem sendur hefur verið inn á hvert heimili á svæðinu, en í honum má m.a. sjá helstu staðreyndir um rekstur þess- ara sveitarfélaga, lykiltölur og atriði sem sameiningartillagan byggist á. Helstu markmið sveitarfélaganna eru að efla þjónustu við íbúana, að mynda öflugri heild til ýmissa fram- kvæmda, í atvinnumálum, hagræð- ingu í yfirstjórn og að efla stjórn- sýsluna. Í hreppunum fjórum sitja nú tuttugu og tveir kjörnir fulltrúar en munu verða níu í nýju sveitarfélagi, en verði sameiningin samþykkt mun hún taka gildi eftir sveitarstjórnar- kosningarnar hinn 25. maí í vor. Kynningarfundir vegna kosning- arinnar verða í mötuneyti Grunn- skóla Djúpárhrepps 4. mars, á Laugalandi í Holtum 6. mars og í Grunnskólanum á Hellu 12. mars, en auk þess hefur sameiningarnefndin opnað heimasíðuna www.rang.is/ sameining/ þar sem menn geta kynnt sér málið og skipst á skoðunum á spjallborði. Kosið í fjórum hrepp- um í Rangárþingi Hella          (  ) (           ! " #$                      & '      )     !"      #   $  #    %#   &'    (    )              * (    * $ %#     *   + +        +    ,  -  %  . -         ! "" (  *      "    "+      (  ,-./ NÚ er fjölmennt tökulið og leik- arar á vegum Pinewood-kvik- myndaversins til Hornafjarðar en tökur á atriðum í næstu James Bond-mynd eru nú í fullum gangi. Alls munu hátt í tvö hundruð manns verða í tökuliðinu en auk þess hafa nokkrir tugir heima- manna ráðið sig í ýmis störf. Þau atriði sem tekin verða hérlendis eru aðallega áhættuatriði. Vænt- anlega verða því áhættuleikarar áberandi í leikarahópnum og óvíst hvort stjörnur á borð við Pierce Brosnan muni láta sjá sig á land- inu í tengslum við myndatök- urnar. Starfsmenn Saga Film hafa ásamt heimamönnum komið fyrir tækjum og búnaði við lónið en 25 gámar með búnaði og 11 ökutæki voru flutt til landsins. Við Jökuls- árlón er risið lítið kvikmynda- þorp; reist hafa verið fjögur stór geymslutjöld auk skemmu sem hýsir þyrlu sem kvikmyndagerð- armennirnir hafa til afnota. Einn- ig hefur starfsmannaaðstaða og mötuneyti verið sett upp. Að mestu er notast við hina náttúrulegu „leikmynd“ við Jök- ulsárlón. Umhverfið mun þó að öllum líkindum verða harla ókunnuglegt í kvikmyndinni því fjöll og ýmis kennileiti verða máð út af endanlegu myndunum. Einn- ig verður í myndinni greniskógur á bökkum Jökulsárlóns en þar er lítið um trjágróður eins og kunn- ugt er. Trjánum var komið fyrir á tökustað en 200 rauðgreni voru felld í Hallormsstaðarskógi sér- staklega fyrir myndina. Meðal þeirra ökutækja sem flutt hafa verið austur að Jökulsárlóni eru sportbílar sem Bond og and- stæðingur hans munu aka í æsi- legum eltingaleik á ísnum Jökuls- árlóni. Þetta eru bílar af gerðinni Jaguar XKR sem óvinurinn ekur og en James Bond mun sitja undir stýri á Aston Martin V12 Vanq- uish. Í Aston Martin bílana hefur komið fyrir vél og drifbúnaði úr Ford Explorer enda mun Bond ekki veita af jeppaeiginleikum á ísnum á Jökulsárlóni. Fleiri en einn bíll af hvorri tegund eru til taks því sérstakir bílar munu vera notaðir í nærmyndatökur. Þá kemur fyrir í myndinni eld- flaugaknúinn farkostur á skíðum sem í raun er vélsleði sem byggt hefur verið yfir. Breski áhættu- sérfræðingurinn Vic Armstrong stjórnar atriðunum sem tekin eru hér á landi. Hann er ekki ókunn- ugur James Bond því hann hefur verið staðgengill allra þeirra sem farið hafa með hlutverk njósn- arans. Hann var einnig staðgengill Harrisons Fords í myndunum um Indiana Jones. Auk starfsmanna Saga Film hafa fjölmargir heima- menn atvinnu af kvikmyndatök- unum með einum eða öðrum hætti. Mestallt gistirými á svæðinu er fullt og í þeirri grein þarf aukinn mannafla til starfa. Auk þess eru nokkrir tugir Hornfirðinga með bíla sína í akstri fyrir kvikmynda- geðarmennina og Björgunarfélag Hornafjarðar er í viðbragðsstöðu ef óhöpp verða hjá tökuliðinu. Verkefni á borð við þetta er mikill hvalreki bæði fyrir Íslenska kvikmyndagerð og heimamenn í Austur-Skaftafellssýslu. Áhættuatriði á ísnum á Jökulsárlóni Hornafjörður Morgunblaðið/RAX Unnið við að gera flöt á golfvelli við Jökulsárlónið, en með aðstoð tölvutækni á völlurinn að líta eðlilega út í myndinni. KYNNINGARFUNDUR vegna at- kvæðagreiðslu 9. mars nk. um sam- einingu Húsavíkur og Reykjahrepps var haldinn fyrir helgina í félagsheim- ilinu Heiðarbæ. Oddviti hreppsins, Þorgrímur J. Sigurðsson, kynnti tillögur sam- starfsnefndarinnar um samræmdan rekstur og þjónustu núverandi sveit- arfélaga og hvernig nefndin hefur séð fyrir sér að tekið yrði á verkefnum framtíðarinnar. Reinhard Reynisson, bæjarstjóri á Húsavík, sat og fyrir svörum og kynnti sjónarmið þétt- býlisins. Verði sameiningartillagan sam- þykkt verður kosið í sameinuðu sveit- arfélagi í kosningunum í vor. Miðstöð stjórnsýslu er ætlað að vera á Húsa- vík og fyrst um sinn verður stjórn- skipurit kaupstaðarins eins og það er nú aðlagðað nýju sveitarfélagi. Um áramótin fór fram skoðana- könnun um vilja hreppsbúa í samein- ingarmálum og kom í ljós að 58% íbú- anna vildu hefja viðræður við Húsvíkinga. Athygli hefur vakið að tveir hreppsnefndarmenn af fimm sögðu sig frá viðræðunum. Menn ekki á eitt sáttir Töluverðar umræður urðu á fund- inum í Heiðarbæ um nokkra mála- flokka. Þar má einkum nefna fræðslu- mál og afréttarmál auk þess sem rætt var m.a. um fjárhagsstöðu Húsavík- urbæjar, hugsanlega auknar skatta- álögur, hitaveitumál og förgun rúllu- plasts sem er í ólestri, að mati bænda. Í bæklingi sem samstarfsnefndin hefur gefið út er gert ráð fyrir að sveitarfélagið verði aðili að rekstri Hafralækjarskóla áfram eins og Reykjahreppur hefur verið auk rekstrar Borgarhólsskóla, en jafn- framt tekið fram að unnið verði að hagræðinu í rekstri þeirra með efl- ingu beggja skólanna í huga. Þetta drógu nokkrir fundarmenn í efa þar sem búast mætti við að nemendur úr Reykjahreppi yrðu, vegna hagræð- ingar, látnir sækja skóla til Húsavík- ur er tímar líða og ólíklegt að sveitar- félagið yrði í stakk búið til að standa að rekstri tveggja grunnskóla. Þetta vildu fulltrúar sameiningar- nefndarinnar og nokkrir aðrir fund- armenn meina að væri ekki rétt, en ef til vill mætti samstarf skólanna vera meira með samnýtingu á kennurum og tilfærslu á nemendum milli skóla. Ljóst er því að um ólík sjónarmið er að ræða í skólamálum og ákveðinn hluti hreppsbúa telur að væntanleg sameining skapi óvissu í málefnum grunnskólanna. Það á einnig við um leikskólamál. Í afréttarmálunum eru menn ekki á eitt sáttir, en í bæklingi samstarfs- nefndar er talað um að bændum verði tryggð sumarbeit innan sveitarfé- lagsins auk þess sem unnið verði áfram að góðu samstarfi við ná- grannasveitarfélög hvað varðar þessi mál. Sauðfjárbændur á fundinum töldu þetta ekki nægilega vel unnið og ræddu um mikilvægi þess að bændur í Reykjahreppi hefðu aðgang að beiti- landi á Þeistareykjum sem eru að hluta til eign Aðaldælahrepps. Vænt- anleg gæðastýring í sauðfjárrækt gerir kröfu til nægilegs beitilands og því komu fram ákveðnar áhyggjur ef samkomulag um beitarmál myndu ekki ganga upp. Út frá þessu má segja að skoðanir um sameininguna séu nokkuð skiptar og lýstu menn yfir því að ef Aðaldæla- hreppur og Tjörnes hefðu verið með þá hefðu verið meiri líkur á því að til- lagan hefði verið samþykkt. Kosið um sameiningu Húsa- víkur og Reykjahrepps Laxamýri Morgunblaðið/Atli Vigfússon Fulltrúar í sameiningarnefndinni, f.v.: Jón Helgi Björnsson, Þorgrímur Sigurðsson og Reinhard Reynisson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.