Morgunblaðið - 06.03.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.03.2002, Blaðsíða 21
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2002 21 Heimsferðir kynna nú glæsilegt úrval sérferða sinna fyrir árið 2002, þar sem þú getur valið um spennandi nýjar ferðir með reyndum fararstjórum Heimsferða. Þeir kynna þér nýja sýn á land og þjóð og tækifæri til að upp- lifa menningu og fegurð heillandi áfangastaða með nýjum hætti á nýju ári. Hvort sem þú vilt stutta helgarferð til að njóta náttúrufegurðar Gardavatns, sitja á útitónleikum í Arenunni í Verona, fara í menningarreisu um hjarta Evrópu eða ganga um Austurrísku alpana, þá bjóðum við hér spenn- andi valkosti á nýju ári. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Glæsilegar Sérferðir Heimsferða Fegurð Tékklands 4. apríl Prag - Budapest - Vín 25. apríl - 20. ágúst Budapest 5. maí Miðevrópuævintýri 12. maí Vorsigling á Dóná 12. maí Verona 30. maí - 13. júní - 12. sept. Lago di Garda 23. maí - 6. júní - 19. sept. Prag 3. júní - 30. júlí - 20. ágúst Parma 1. ágúst Sumar í Týról 20. júní Gönguferð í Ítölsku Ölpunum 11. júlí Róm - Sardinía 22. ágúst Fáðu bæklinginn sendan Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 Keflavík: 420 6000 • Akureyri: 460 0600 Selfossi: 482 1666 • og hjá umbo›smönnum um land allt www.urvalutsyn.is Úrval-Úts‡n Dublin Bóka›u fer›ina o g fá›u nánari uppl‡sing ar á netinu! Skemmtilegar sko›unarfer›ir: • Borgarfer› um Dublin og nágrenni • Írskt kráarkvöld • Ballykissangel - skemmtileg sveitafer› Betri fer›ir - betra frí sí›ustu sætin Menning, listir, hef›ir og saga la›a til sín fólk á öllum aldri auk fless sem tápmiki› og fjörugt mannlífi› heillar. Borgin i›ar af fjöri og allir finna skemmtun og stemmningu vi› sitt hæfi. Örfá sæti laus í golffer›ir 28. mars og 25. apríl.Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 1 70 23 03 /2 00 2 Páskafer› 28. mars - 1. apríl 9 sæti laus Vorfer› 25. - 28. apríl Laus sæti vegna forfalla FIMM Ísraelar og tveir Palestínumenn féllu í átökum fyrir botni Miðjarðarhafs í fyrrinótt og gærmorgun, en blóðsúthellingarnar þar undan- farna daga hafa verið einhverjar þær grimmileg- ustu sem orðið hafa síðan átök blossuðu upp á ný fyrir um einu og hálfu ári. Ísraelar hertu loftárásir sínar á skotmörk á Vesturbakkanum og Gaza í gærmorgun, að sögn til að hefna aðgerða palestínskra vígamanna gegn ísraelskum borgurum. Meðal skotmarka Ísraela í gær voru þrjár byggingar sem tilheyra aðalstöðv- um heimastjórnar Palestínumanna og var Yasser Arafat, forseti heimastjórnarinnar, staddur í fárra metra fjarlægð frá einni byggingunni, en hann sakaði ekki. „Við munum hvergi gefa eftir í stríðinu gegn hryðjuverkamönnum, vegna þess að frá okkar bæjardyrum séð er þetta barátta upp á líf og dauða,“ sagði Avi Pazner, talsmaður Ísr- aelsstjórnar, og bætti hann því við, að friðarvið- ræður við Palestínumenn gætu ekki hafist nema þegar Ísraelar hefðu haft sigur í þessu stríði. Klukkan fimmtán mínútur yfir tvö í fyrrinótt að staðartíma (15 mín. eftir miðnætti að íslenskum tíma) réðst palestínskur vígamaður, vopnaður handsprengjum, hnífi og riffli, inn á veitingahús í Tel Aviv og hóf skothríð þar sem hópur kvenna var að skemmta sér. Þrír Ísraelar, þ. á m. einn lögreglumaður, féllu og 31 særðist. Árásar- maðurinn var felldur. Al-Aqsa-herdeildirnar, sem eru palestínsk samtök, lýstu árásinni á hendur sér. Í gærmorgun sprengdi sjálfsmorðsárásarmað- ur sig í loft upp í strætisvagni í ísraelska bænum Afula. Auk árásarmannsins féll einn Ísraeli og ell- efu særðust. Önnur palestínsk samtök lýstu sig ábyrg fyrir þessu tilræði, og sögðu það hefnd fyr- ir ítrekaðar innrásir Ísraela inn í flóttamannabúð- ir Palestínumanna á undanförnum dögum. Á Vesturbakkanum, skammt suður af Jerúsal- em, féll ísraelsk kona og maður hennar særðist lítillega þegar palestínskir byssumenn skutu á þau þar sem þau voru á ferð í bíl sínum. Ísraelskir hermenn svöruðu skothríðinni. Sprengja sprakk í framhaldsskóla í arabísku hverfi í gærmorgun og særðust sjö nemendur og kennari þeirra. Í yfirlýsingu sem send var ísr- aelskum útvarpsstöðvum lýstu áður óþekkt sam- tök sig ábyrg fyrir sprengjutilræðinu. Kalla sam- tökin sig Hefnum ungbarnanna og munu ísraelskir öfgasinnar standa að þeim. Talið er að sprengingin kunni að hafa verið svar við sjálfs- morðsárás, er gerð var í Jerúsalem sl. laugardag, þar sem tíu Ísraelar féllu, þar af fimm börn. Fimmtán Palestínumenn særðust á Gaza-svæð- inu í gær, þar af þrír alvarlega, þegar sprengja sprakk, að því er virðist óviljandi, í hálfbyggðu húsi í íbúðarhverfi. Á undanförnum fjórum dög- um hafa 32 Palestínumenn og 27 Ísraelar fallið í átökum. Yfir 50 manns hafa fallið í átökum fyrir botni Miðjarðarhafs undanfarna daga Átökin einhver þau blóð- ugustu í hálft annað ár AP Sex Palestínumenn, sem létu lífið á mánudag í Ramallah er Ísraelar skutu á tvo bíla í borginni, voru jarðsettir í gær. Fimm fórnarlambanna voru börn eða unglingar. Jerúsalem. AP. Ponom- aríov vann Adams Linares. AP. HEIMSMEISTARI Alþjóða- skáksambandsins (FIDE) í skák, Úkraínumaðurinn Rúsl- an Ponomaríov, sigraði á mánu- dag Bretann Michael Adams í níundu umferð á skákmótinu í Linares á Spáni. Er Ponomar- íov nú í öðru sæti með fjóra og hálfan vinning í átta skákum. Adams lék illa af sér í 23. leik og tókst Ponomaríov, sem er aðeins 18 ára gamall, smám saman að bæta stöðu sína og loks að gersigra andstæðing- inn. „Adams lék bara illa,“ sagði heimsmeistarinn er hon- um var óskað til hamingju með sigurinn. Efstur á mótinu er Rússinn Garrí Kasparov með jafnmarga vinninga og Ponomaríov en í aðeins sjö skákum, einn kepp- andi situr hjá í hverri umferð mótsins og var Kasparov í því hlutverki á mánudag. Tíunda umferð verður tefld í dag, mið- vikudag, og mætast þá Kasp- arov og Viswanathan Anand en Ponomaríov situr hjá. Anand er nú í þriðja sæti með 4 vinninga en hann gerði á mánudag jafn- tefli við Spánverjann Francisco Vallejo sem er 19 ára. Skákmótið í Linares á Spáni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.