Morgunblaðið - 06.03.2002, Side 18

Morgunblaðið - 06.03.2002, Side 18
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 18 MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hluti TM-bréfa seldur Ísfélagi Vestmannaeyja að baki kaupum Ísfélagsins í gær. Þessir aðilar munu eignast lang- stærstan hluta þess hlutar sem Landsbankinn keypti af Straumi á föstudag en ekki hefur verið end- anlega gengið frá með hvaða hætti það verður gert, þ.e. hvaða félög í eigu aðilanna kaupa hlutabréfin af Landsbankanum. Þá er hugsanlegt að Landsbankinn haldi eftir litlum hlut. Ekki fékkst staðfest söluverð hlutarins til Ísfélagsins en ef gert er ráð fyrir að selt hafi verið á genginu 67, sem var kaupverðið á hlut Straums í TM, nemur verð- mæti viðskiptanna tæpum 722 milljónum króna. Verð hlutabréfa í TM lækkaði á Verðbréfaþingi í gær um 5% og fór í 55 krónur á hlut en viðskipti innan þingsins námu alls tæpum 700 þúsund krónum. LANDSBANKI Íslands hf. seldi í gær hlutabréf í Tryggingamiðstöð- inni hf. (TM) að nafnverði 10,5 milljónir króna. Kaupandi hlutar- ins er, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, Ísfélag Vest- mannaeyja. Landsbankinn keypti sl. föstu- dag öll hlutabréf Fjárfestingar- félagsins Straums hf. í TM að nafnverði 25,1 milljón króna eða sem svarar til tæplega 10,8% eign- arhluta í TM. Eftir kaupin átti Landsbankinn 13,6% hlutafjár í TM og var sá hlutur orðinn að 14,1% eða 32,8 milljónir að nafn- verði áður en salan átti sér stað í gær. Eftir söluna á Landsbankinn 9,56% hlut í TM eða 22,3 milljónir að nafnverði. Heimildir Morgunblaðsins herma að fjölskylda Sigurðar Ein- arssonar og tengdir aðilar standi EIMSKIPAFÉLAG Íslands tapaði um 868 milljónum króna á árinu 2001 og versnar afkoma félagsins nokkuð á milli ára. Tap félagsins á árinu má rekja til veikingar krón- unnar, minnkandi innflutnings í áætlanasiglingum og harðrar sam- keppni. Á seinni hluta ársins urðu jákvæð umskipti í rekstri félagsins. Afkoma fyrir fjármagnsliði í rekstri Eimskipafélagsins var já- kvæð um 100 milljónir króna á síð- asta ári. Fjármagnsliðir voru nei- kvæðir um 1.551 milljón króna á árinu og tekjufærður tekjuskattur var 582 milljónir króna. Tap á fyrstu 6 mánuðum ársins var 1.446 milljónir króna, á móti 578 milljóna króna hagnaði á síðari helmingi árs- ins. Þrátt fyrir óviðunandi rekstrar- afkomu, þegar litið er á árið 2001 í heild sinni, skilar rekstur samstæð- unnar 1.098 milljónum króna í veltufé samanborið við 1.168 millj- óna króna veltufé frá rekstri á árinu 2000. Jákvætt veltufé má rekja til fjármagnskostnaðar og af- skrifta sem vega þungt í rekstrar- afkomu ársins 2001 án þess þó að hafa áhrif á fjárstreymi félagsins. Rekstrartekjur Eimskips og dótturfélaga þess námu 18.392 milljónum króna árið 2001, en voru 16.657 milljónir króna árið 2000. Flutningatekjur jukust um 14% og tekjur vegna annarrar starfsemi jukust um 15%. Gjaldskrárhækkun á seinni hluta ársins, auk nýrrar tekjuöflunar, átti sinn þátt í að bæta afkomu félagsins. Rekstrargjöld samstæðunnar án fjármagnsliða voru 18.292 milljónir króna á árinu 2001, en námu 15.830 milljónum króna árið 2000. Viða- miklar breytingar urðu á skipastóli félagsins í árslok 2000 og lauk þeim með kaupum á Brúarfossi í apríl 2001. Töluverður kostnaður féll til við breytingarnar sem er nú kom- inn fram að fullu. Þessi breyting leiðir til lægri rekstrarkostnaðar, en vegna samdráttar í flutningum á almennri stykkjavöru og þar með lakari nýtingu skipastólsins hefur hagræðingin ekki enn komið fram að fullu. Fjármagnsgjöld samstæðunnar umfram fjármunatekjur námu 1.551 milljón króna samanborið við 651 milljón króna árið 2000. Gengistap samstæðunnar nam 2.514 milljónum króna. Reiknaðar tekjur vegna verðlagsbreytinga voru 1.208 millj- ónir króna og söluhagnaður af hlutabréfum nam 325 milljónum króna. Veiking krónunnar helsta orsök versnandi afkomu Meginorsök óviðunandi rekstrar- afkomu félagsins má rekja til veik- ingar íslensku krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum. Gengi krón- unnar hefur veruleg áhrif á lang- tímaskuldir félagsins sem eru að stærstum hluta í erlendum mynt- um. Á árinu 2001 veiktist íslenska krónan gagnvart erlendum myntum um 17%. Gengislækkun krónunnar hækkar bókfærðar skuldir félagsins og er færð í rekstrarreikning sem gengistap. Þrátt fyrir gengisáhættu er skuldsetning í erlendum myntum til lengri tíma talin hagkvæmari en innlend lántaka, vegna mikils vaxta- munar milli erlendra og innlendra lána. Verulega var dregið úr fjárfest- ingum samstæðunnar á árinu 2001 í samanburði við árin 1999 og 2000. Fjárfestingar í flutningastarfsemi námu 1.424 milljónum króna og vega þar þyngst kaup á nýjum Brú- arfossi á fyrri hluta ársins. Aðrar fjárfestingar í flutningastarfsemi voru í lágmarki á árinu. Fjárfest- ingar í hlutabréfum námu 751 millj- ón króna, en seld voru bréf fyrir 927 milljónir króna. Innflutningur í áætlunarkerfi fé- lagsins dróst saman í tonnum talið um 6% og útflutningur um 4%. Á heildina litið drógust áætlanaflutn- ingar eingöngu saman um 2%, þar sem aukning var í flutningum milli erlendra hafna og frá Ameríku til Evrópu, sem vegur upp á móti sam- drætti í inn- og útflutningi. Stór- flutningar jukust um 13% á árinu. Flutningar á landi og með strand- flutningaskipi stóðu nánast í stað á milli ára. Alls jukust flutningar með skipum félagsins um 4% á árinu eða úr 1.450 þúsund tonnum í 1.510 þúsund tonn. Burðarás hf., dótturfélag Eim- skips, annast fjárfestingarstarfsemi félagsins fyrir utan flutningastarf- semi. Á árinu 2001 lækkaði mark- aðsverðmæti skráðrar hlutabréfa- eignar Burðaráss í verði um 13,2%. Bókfært verð hlutabréfaeignar fé- lagsins sem skráð var á hlutabréfa- markaði um áramót var 11.751 milljón króna, en markaðsverð var 13.144 milljónir króna. Áfram erfitt rekstrarumhverfi Afkoma fór batnandi á fjórða árs- fjórðungi eftir taprekstur á fyrri hluta ársins, en þess ber að geta að síðasti ársfjórðungur er að jafnaði sterkur í flutningum. Aðhaldsað- gerðir sem gripið var til hafa jafn- framt skilað sér á síðari hluta árs- ins. Gert er ráð fyrir að rekstrarumhverfi verði erfitt á árinu 2002, samkeppni hörð og samdráttur í innflutningi. Áfram verður lögð rík áhersla á aðhald í rekstri félagsins á árinu 2002 og er gert ráð fyrir að aðhaldsaðgerðir sem gripið var til á síðari hluta árs- ins 2001 muni skila sér að fullu á árinu 2002. Ákvörðun hefur verið tekin af stjórn félagsins um að ráð- ast í byggingu og rekstur á nýju vöruhóteli í Sundahöfn. Gengið verður frá samningum þar að lút- andi á næstunni. Samkvæmt rekstraráætlun er gert ráð fyrir hagnaði af rekstri félagsins á árinu 2002. Aðalfundur Eimskipafélags Ís- lands fyrir starfsárið 2001 verður haldinn í Súlnasal Radisson SAS Hótels Sögu kl. 14 fimmtudaginn 14. mars 2001. Eimskip tapaði 868 milljónum  0       1-         $! %           &'(                                          5/32-   5/32-     '$ $!) '* *"! )  ' *!  ')$ #**    ( *!) '( &*(  ' '$& #+ '.'"                       !  " #  " #  " #      !  -        !     Betri afkoma á seinni hluta ársins HALLDÓR Jónsson, fiskverkandi á Ísafirði, hefur óskað eftir því við Fiskistofu og embætti Ríkislög- reglustjóra að fram fari opinber rannsókn á brottkasti á loðnu. Segir Halldór sögur vera á kreiki um um- talsvert brottkast um borð í loðnu- skipunum og það hafi m.a. fengist staðfest með sjónvarpsmyndum. Fiskistofustjóri telur ekki tilefni til að aðhafast frekar í málinu. Í bréfi Halldórs til Fiskistofu- stjóra og Ríkislögreglustjóra segir m.a. að að undanförnu hafi gengið sögur af umtalsverðu brottkasti afla frá loðnuskipum. „Samkvæmt sög- um þessum er miklu magni af hrygningarloðnu kastað þar frá borði á ýmsan hátt. Má þar nefna sem dæmi að skipin hafi fyllt nætur sínar svo mjög að ekki hafi nýst nema hluti aflans, þrátt fyrir að þau hafi gefið afla úr nótinni eins og heimilt er samkvæmt lögum. Einnig hafa heyrst sögur um að við dælingu úr nótum skipa renni umtalsvert magn hrygningarloðnu frá borði,“ segir ennfremur í bréfinu. Þá segir Halldór að í kvöldfrétta- tíma Ríkisútvarpsins sl. sunnudag hafi verið sýndar lifandi myndir úr veiðiferð loðnuskips þar sem glögg- lega mátti sjá mikið af loðnu renna frá skipinu. Hann telur að meint brottkast varði við lög og óskar eftir því að málið verði rannsakað og þannig komið í veg fyrir að lögbrot sem þessi séu stunduð við umgengni um auðlind sem er í sameign þjóð- arinnar. Ekki tilefni til rannsóknar Þórður Ásgeirsson, Fiskistofu- stjóri, telur að ekki sé ástæða til op- inberrar rannsóknar á brottkasti á loðnu, enda gefi umræddar sjón- varpsmyndir ekki tilefni til þess. All- ir sem þekki til loðnu- og síldveiða viti að alltaf fari eitthvað af fiski í sjóinn án þess að það flokkist undir brottkast. Þá komi oft fyrir að skip fái meira í nótina en hægt sé að koma fyrir í skipinu. Reglugerðir um loðnu- og síldveiðar viðurkenni þennan möguleika og í þeim sé heimild til að gefa öðrum úr nótinni það sem ekki kemst í skipið. Séu ekki aðstæður til að nýta þessa heimild sé ekkert hægt að gera nema sleppa því sem eftir er í veið- arfærinu. Í yfirlýsingu sem Magnús Þór Hafsteinsson, fréttamaður, birti á fréttavefnum InterSeafood.com í gær segir hann að rangt sé að bendla umrædd myndskeið frá loðnuveiðum, sem birt voru í Ríkis- sjónvarpinu sl. sunnudag, við brott- kast á fiski á Íslandsmiðum. Mynd- irnar voru teknar um borð í loðnuskipinu Grindvíkingi GK og segir Magnús að öll vinnubrögð Rúnars Björgvinssonar skipstjóra og áhafnar hans á Grindvíkingi GK hafi verið til mikillar fyrirmyndar. Á myndunum hafi sést smáræði af loðnu, sem hafði sullast niður á dekk Grindvíkings, skolast fyrir borð á meðan áhöfnin bjó skip sitt fyrir ferð til löndunar. Skipið hafi verið drekk- hlaðið, með um1.100 tonn um borð, leiðindaveður á miðunum og þung velta á skipinu. Skipverjar hafi unn- ið verk sín eins og best varð á kosið miðað við ríkjandi aðstæður. Vill rannsókn á brottkasti á loðnu Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Halldór vill að meint brottkast verði rannsakað af Fiskistofustjóra og Rík- islögreglustjóra. Þannig verði komið í veg fyrir að lögbrot sem þessi séu stunduð við umgengni um auðlind sem er í sameign þjóðarinnar. MÓÐURFÉLAG UVS, Iceland Genomics Corporation, hefur nú lok- ið við hlutafjárútboð að fjárhæð um 600 m.kr. sem greiðist inn í áföngum á árinu. Um var að ræða lokað hluta- fjárútboð meðal fárra stórra fjár- festa, bæði núverandi hluthafa og nýrra. Pharmaco hf. var leiðandi að- ili í útboðinu og er að því loknu orðið stærsti hluthafi í félaginu með um fjórðungs hlut. UVS hefur jafnframt gert samn- ing við líftæknifyrirtækið Nimble- Gen Systems um þjónustu og hýs- ingu á útibúi þess hérlendis í húsakynnum UVS en NimbleGen hefur þróað nýja aðferð við að útbúa örflögur til erfðarannsókna. Megin- kostir þessarar nýju tækni eru sagð- ir þeir að framleiðsla örflagna er sveigjanlegri, hraðvirkari og ódýrari en hingað til hafi þekkst. UVS lýkur 600 milljóna króna hlutafjárútboði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.