Morgunblaðið - 06.03.2002, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.03.2002, Blaðsíða 39
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2002 39 BRÚÐARHELGI Garðheima var haldin helgina 2. og 3. mars, einnig var rósasýning. Sýndar voru yfir 60 tegundir íslenskra ræktaðra rósa. Valin var fegursta rósin ásamt feg- urstu rósinni í brúðarvönd. Fegursta rósin var kosin Metal- ina (koníakslituð) framleiðandi Dalsgarður, var hún einnig kosin fegursta rósin í brúðarvöndinn. Í 2. sæti Suplesse (hvít/bleik) og í 3ja sæti Black Magic (dumbrauð). Brúðarleikur var í gangi og vinn- ingar í boði svo sem brúðarkjóll að eigin vali, húsbúnaðarvinningar og fleira, sem fyrirtækin Hjörtur Niel- sen, TM-húsgögn, Prinsessan í Mjódd, Flex boutique, Kertasmiðj- an Blesastöðum, Betri Stundir, Neglur og List, Garðheimar og fleiri gáfu. Voru vinningar, sem 30 verðandi brúðhjón hlutu, dregnir út á klukkustundar fresti, segir í fréttatilkynningu. Metalina (koníakslituð). Fegursta rósin Í TILEFNI af alþjóðlegum baráttu- degi kvenna fyrir friði og jafnrétti verður opinn fundur föstudaginn 8. mars kl. 17 í BSRB-salnum, Grett- isgötu 89, „Áhrif hnattvæðingar á stöðu kvenna“. Fundarstjóri: Björk Vilhelmsdótt- ir. Erindi halda: María S. Gunnars- dóttir, Auður Styrkársdóttir, Rósa Erlingsdóttir, Lilja Hjartardóttir, Hildur Fjóla Antonsdóttir og Mar- grét Guðnadóttir. Kvæðakonurnar Magnea Hall- dórsdóttir og Bjargey Arnórsdóttir kveða stemmur. Við upphaf fundar- ins spilar Allegro-hópur Suzuki- skólans undir stjórn Lilju Hjalta- dóttur. Að fundinum standa: Menningar- og friðarsamtök ísl. kvenna, Banda- lag háskólamanna, BSRB, Barna- heill, Félag einstæðra foreldra, Fé- lag ísl. hjúkrunarfræðinga, Félag leikskólakennara, Íslandsdeild Amn- esty International, Jafnréttisnefnd Háskóla Íslands, Kennarasamband Íslands, Kvenfélagasamband Ís- lands, Kvennasögusafn, Kvenrétt- indafélag Íslands, Mannréttinda- skrifstofa Íslands, Samtök um Kvennaathvarf, Sjúkraliðafélag Ís- lands, Starfsmannafélag Reykjavík- urborgar, Starfsmannafélag ríkis- stofnana, Stéttarfélag ísl. félags- ráðgjafa, Stígamót, Vera og Ör- yrkjabandalag Íslands, segir í frétta- tilkynningu. Áhrif hnatt- væðingar á stöðu kvenna HORNSTRANDAFARAR Ferða- félags Íslands halda árshátíð sína 8.– 10. mars í Ólafsvík. Lagt verður af stað með rútu frá BSÍ kl. 20 á föstu- dagskvöldi. Kl. 11 á laugardegi verð- ur farin létt og þægileg ganga í 3–4 klst. til að hita mannskapinn upp fyr- ir hátíðina. Að göngu lokinni tekur við svaml í pottum og samfelld af- slöppun fram undir kvöld. Um kvöldið verður árshátíð Horn- strandafara. Veislustjóri verður Jón Sæmundur Sigurjónsson, en „Klaka- bandið“ og „Laugabakkabræður“ munu halda mönnum við efnið á dansgólfinu, segir í fréttatilkynn- ingu. Miðaverð á árshátíðina er 3.500 kr. Gisting á Hótel Höfða frá föstudegi, þ.e. tvær nætur með morgunmat og göngunesti á laugardegi er 5.300 kr., en ein nótt 3.300 kr. Verð með rútu er 2.000 kr. fram og til baka. Hornstranda- farar með árshátíð AÐALFUNDUR Félags grunn- skólakennara verður haldinn í dag, miðvikudaginn 6. og fimmtudaginn 7. mars í Borgartúni 6 í Reykjavík. Á aðalfundinum fer fram kosning formanns og stjórnar félagsins til þriggja ára. Einnig verður kosið í samninganefnd, skólamálanefnd og fleiri trúnaðarstöður. Mörkuð stefna í kjaramálum, skólamálum og innra starfi félagsins. Erindi halda: Tómas Ingi Olrich, menntamálaráðherra, Birgir Björn Sigurjónsson, Eiríkur Jónsson og Kristín Marja Baldursdóttir. Tónlist flytja Stefán Þorleifsson og Jón Ósk- ar Guðlaugsson, segir í fréttatil- kynningu. Aðalfundur Félags grunn- skólakennara KINTHISSA, sem hefur kennt Tai Chi-hreyfingar í rúm 20 ár víðs veg- ar í Evrópu, heldur kynningu og sýnikennslu á Tai Chi í húsakynnum Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, Háaleitisbraut 11 – 13, fimmtudag- inn 7. mars kl. 20 – 21.30. Í framhaldi af kynningunni heldur hún námskeið helgina 8. – 10. mars í LaoJia (langt kerfi), mánudaginn 11. mars í Sabre (Tai Chi sverð) og helgina 15. – 17. mars í Reeling Silk og 19 skrefa kerfinu (stutta kerfið). Á kynningarfundinum er hægt að skrá sig á námskeiðin, sem eru jafnt fyrir byrjendur og lengra komna. Aðgangur að kynningarfundinum er ókeypis, segir í fréttatilkynningu. Kynning og sýnikennsla á Tai Chi VEITINGASTAÐURINN Sommel- ier fagnar 2 ára afmæli sínu dagana 6.–16. mars með matarveislu þar sem lögð er áhersla á lambið og þorskinn. Boðið er upp á nýstár- legar útfærslur á alþjóðlegum nót- um úr þessum tveimur tegundum. Í forrétt er boðið upp á lamba- þrennu og þorskþrennu og gestir geta valið úr lambaréttum og þorsk- réttum í aðalrétt. Má geta þess að boðið verður upp á verðlaunarétt Patriks Docekals sem sigraði í Ice- land Naturally Chef of the Year- keppninni sem haldin var í tengslum við Food & Fun-sælkera- hátíðina. Sömu daga er boðið upp á úrval osta og hvítvína með. Með ostinum er borið fram hunang,“ segir í fréttatilkynningu frá Sommelier. Lambið og þorskurinn á veisluborði STUÐNINGSHÓPUR um krabba- mein í blöðruhálskirtli verður með mánaðarlegan rabbfund sinn í húsi Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð 8 í Reykjavík í dag, miðvikudaginn 6. mars, kl. 17. Gestur fundarins verður Margrét Gunnarsdóttir, yfirsjúkraþjálfari endurhæfingardeildar LSH í Kópa- vogi. Margrét fjallar um áhrif lík- amsþjálfunar eftir greiningu og meðferð krabbameins, gildi slökunar og svara fyrirspurnum. Kaffi verður á könnunni, segir í fréttatilkynningu. Fundur um krabbamein í blöðruhálskirtli JÓN Þrándur Stefánsson, prófessor við Viðskiptaháskólann í Otaru í flyt- ur erindi á málstofu um stjórnun og viðskipti í Japan í dag, miðvikudag- inn 6. mars kl. 16. Í erindi sínu fjallar Jón um jap- anskt viðskiptaumhverfi með sér- stakri áherslu á stjórnunarhætti í japönskum fyrirtækjum og stjórn- sýslu en hann vinnur nú að rannsókn á því sviði. Í næstu viku verður undirritaður samstarfssamningur um nemenda- skipti milli Viðskiptaháskólans á Bif- röst og Viðskiptaháskólans í Otaru. Samkvæmt samningnum munu tveir nemar frá Bifröst stunda nám sitt í Japan næsta vetur. Stofnað var til samningsins, sem markar tímamót hvað varðar aðgengi íslenskra náms- manna að viðskiptamenntun í Japan, í tengslum við opnun sendiráðs Ís- lands í Tokyo síðastliðið haust. Málstofan sem fer fram í hátíðar- sal skólans er öllum opin, segir í fréttatilkynningu. Málstofa á Bifröst Í TILEFNI af 10 ára afmæli Sam- taka garðyrkju- og umhverfisstjóra sveitarfélaga SAMGUS, standa sam- tökin í samvinnu við Samband ís- lenskra sveitarfélaga fyrir ráðstefnu í fyrirlestrasal Fjölbrautaskólans í Garðabæ um umhverfismál sveitar- félaga, föstudaginn 8. mars kl. 9.30. Á ráðstefnunni verður fjallað um umhverfismál sveitarfélaga frá ýms- um sjónarhornum. Fyrirlesarar eru: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Kolbrún Þóra Oddsdóttir, Þráinn Hauksson, Bjarki Jóhannesson, Laufey Jó- hannsdóttir, Ragnhildur Skarphéð- insdóttir, Tryggvi Marinósson, Páll Stefánsson, Hrannar Björn Arnars- son, Sigurborg Kr. Hannesdóttir, Þórhallur Pálsson, Andrés Arnalds, Árni Bragason, Árni Steinar Jó- hannsson, Helga Gunnlaugsdóttir. Ráðstefnustjóri er Erla Bil Bjarn- ardóttir. Ráðstefnugjald er kr. 3.000. Hádegisverður og kaffiveitingar eru innifaldar í verðinu. Ráðstefnan er öllum opin, en markhópur hennar er einkum fulltrúar í sveitarstjórnum og nefnd- armenn í umhverfis-, skipulags-, tækni-, náttúruverndar- og heil- brigðisnefndum, ásamt starfsmönn- um sveitarfélaga sem starfa á þess- um sviðum. Einnig ætluð fagfólki græna geirans. Léttar veitingar verða í boði Samgus í lok ráðstefnu, segir í fréttatilkynningu. Ráðstefna um umhverfismál sveitarfélaga ALÞJÓÐLEGUR baráttudagur kvenna er 8. mars og 12 ára afmæli Stígamóta. Af því tilefni munu Stígamót standa fyrir málstofu um vændi í Norræna húsinu laugardag- inn 9. mars kl. 11 – 14. Jafnframt verður hafið átaksverkefni til þess að bæta þann stuðning sem Stíga- mót veita nú þegar konum í kynlífs- iðnaði. Fundarstjóri verður Hanna María Karlsdóttir. Erindi halda: Kolbrún Erna Pétursdóttir, Dorit Otzen forseti International Abolit- ionist Federation og forstöðukona Hreiðursins – athvarfs fyrir vænd- iskonur í Danmörku, Kolbrún Hall- dórsdóttir, Bryndís Björk Ásgeirs- dóttir, Thelma Ásdísardóttir, Rúna Jónsdóttir. Hljómsveitin Rokkslæðan með þeim Kiddu rokk, Dísu, Guðveigu Takemehome og Kristínu Eysteins mun skemmta, segir í fréttatilkynn- ingu. Málstofa um vændi EFTIRFARANDI tillaga var sam- þykkt á fundi atvinnumálanefndar Blönduósbæjar: „Fundur í atvinnumálnefnd Blönduósbæjar, haldinn 28. febrúar 2002, samþykkir að skora á eigendur Áburðarverskmiðjunnar í Gufunesi að kanna til hlítar möguleika á að flytja starfsemi verksmiðjunnar til Blönduóss. Nefndin vill í því sam- bandi benda á hagkvæmni þess að staðsetja verksmiðjuna skammt frá Blönduvirkjun, sem gæti gefið verk- smiðjunni möguleika á hagkvæmara orkuverði. Ásamt því að Blönduós er mjög vel settur samgöngulega séð. Þá skorar atvinnumálanefndin á þingmenn kjördæmisins að vinna þessu máli brautargengi,“ segir í fréttatilkynningu. Vilja Áburðar- verksmiðjuna til Blönduóss SÁLFRÆÐISTÖÐIN Þórsgötu 24 hefur opnað heimasíðu. Hægt er að fara inn á hana og skoða upplýsingar um starfsemi Sálfræðistöðvarinnar, námskeið m.a. um vinnusálfræði, sjálfsstyrkingu og flughræðslu. Bækur sem höfundar Sálfræðistöðv- arinnar hafa skrifað eru einnig kynntar á heimasíðunni. Netfang Sálfræðistöðvarinnar er www.salfraedistodin.is. Sálfræðistöðin opnar heimasíðu HELGINA 3.-5. maí næstkomandi verður haldin sýning í Íþróttamið- stöðinni að Varmá í Mosfellsbæ. Þar gefst almenningi kostur á að kynna sér þá fjölbreyttu flóru íþrótta og tómstunda sem í boði er hér á landi en fjöldi félaga og fyrirtækja kynnir þar vörur sínar og þjónustu. Gestum sýningarinnar verður boðið að taka þátt í ýmsum uppákomum utan sem innandyra með skemmtilegum leikj- um og þrautabrautum. Í tengslum við sýninguna verða haldin stutt en hnitmiðuð námskeið fyrir almenning og myndarleg ráð- stefna þar sem tekið verður á heitum málefnum tengdum íþrótta- og æskulýðsstarfi. Sýningin er sam- starfsverkefni Ungmennafélags Ís- lands, Ungmennasambands Kjalar- nesþings og Mosfellsbæjar. Sýning tengd íþróttum og tómstundum Rangt föðurnafn Í frásögn Fasteignablaðs Morgun- blaðsins í gær um húsið Þórsmörk, Lækjargötu 12 í Hafnarfirði, var ranglega farið með nafn Þorvaldar Árnasonar skattstjóra, sem lét byggja húsið 1927. Eru lesendur beðnir velvirðingar á mistökunum. Rangt föðurnafn Ranglega var farið með föðurnafn Svanlaugs Sveinssonar, tæknifræð- ings á gatnadeild Hafnarfjarðarbæj- ar í frétt á bls. 13 í Morgunblaðinu á laugardag. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Röng fyrirsögn Fyrirsögn var röng í fréttatilkynn- ingu sem birtist í Morgunblaðinu sl. sunnudag um námskeið hjá Hóp- vinnukerfum. Þar átti að standa „Námskeið um alþjóðlegan staðal í skjalastjórn endurtekið,“ eins og fram kom í fréttinni, þar sem fjallað var um ISO-15489-2001. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Rangt nafn Í Velvakanda sl. sunnudag var rangt farið með nafn Þóreyjar Rutar Jóhannesdóttur. Beðist er velvirð- ingar á því. Leiðrétt ÞANN 9. mars næstkomandi milli klukkan 13:00 – 17:00 munu kenn- arar og nemendur Menntaskólans í Kópavogi kynna starfsemi skól- ans. „Gestum verður m.a. boðið að bragða á ýmsum sýnishornum af framleiðslu matvælanema, kynnast tölvustuddri dönskukennslu, nálg- ast eddukvæðin á nýjan hátt, taka þátt í spennandi tilraunum í eðlis- og efnafræði, skoða hvernig lagt er á borð fyrir mismunandi tæki- færi, taka þátt í ferðagetraun, horfa á leikþátt í sögu, ferðast um landið með jarðfræðina að leiðar- ljósi, kynnast franskri náms- stemmningu og upplifa stærð- fræðikennslu nútímans, svo fátt eitt sé nefnt,“ segir í fréttatilkynn- ingu. „Menntaskólinn í Kópavogi starfar eftir áfangakerfi og þann 9. mars munu allar kennslustofur verða opnar og nemendur og kennarar kynna áfangana. Einnig verða námsráðgjafar til viðtals. Með jöfnu millibili munu nemend- ur skólans flytja skemmtiatriði, svo sem söng, dans og leik. Margt mun því verða til þess að gleðja augu, eyru og bragðlauka manna,“ segir þar ennfremur. Opið hús í Menntaskólanum í Kópavogi FUNDUR Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Sveitarfélaginu Skagafirði haldinn 2. mars 2002 sendir frá sér eftirfarandi ályktun „Fundur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Sveitarfélaginu Skagafirði mótmælir harðlega fyrir- hugaðri sölu sveitarfélagsins á hlut sínum í Steinullarverksmiðjunni á Sauðárkróki. Jafnframt mótmælir fundurinn þeirri stefnu stjórnvalda að halda sveitarfélögum í landinu í þeirri úlfakreppu að þau telji sig knúin til að selja dýrmætar eignir sínar til að standa undir skuldbind- ingum sem þau hafa stofnað til. Það var mikið átak á sínum tíma hjá Skagfirðingum að koma verk- smiðjunni upp á Sauðárkróki. Auk þess að vera eitt mikilvægasta at- vinnufyrirtæki héraðsins hefur hún skilað sveitarfélaginu miklum arði. Vinstrihreyfingin – grænt fram- boð telur að skoða eigi aðrar leiðir til að auka tekjur sveitarfélagsins af Steinullarverksmiðjunni enn frekar. Leiðir sem einnig tryggi framtíð hennar í Skagafirði. Með sölu nú setur sveitarfélagið framtíð verksmiðjunnar á Sauðár- króki í óvissu. Svo stuttu fyrir kosn- ingar er eðlilegra að láta nýrri sveit- arstjórn það hlutverk eftir að taka stærri ákvarðanir um endurskipu- lagningu á eignum og fjárreiðum sveitarfélagsins.“ Sölu Steinullar- verksmiðjunnar á Sauðárkróki mótmælt CP-félagið heldur fræðslufund um spastísk einkenni og meðferðarúr- ræði, fimmtudaginn 7. mars kl. 20 í húsnæði Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, Háaleitisbraut 11–13. Fyrirlesarar verða: Ólafur Thor- arensen barnalæknir og Lúðvík Guðmundsson endurhæfingarlækn- ir. Að loknum erindum fer fram al- menn umræða. Aðgangur er ókeypis og allir vel- komnir. Heimasíða félagsins er: cp.is, segir í frétt frá stjórn CP-fé- lagsins. Fræðslufundur hjá CP-félaginu GUNNAR Grímsson viðmótshönn- uður og vefsmiður kennir á grunn- námskeiði í vefsmíðum sem hefst hjá Endurmenntun 13. mars kl. 8:30. Farið verður í smíði og viðhald á vef- svæðum í XHTML kóða og í forrit- inu Dreamweaver. Notagildi og skýrt viðmót verður haft að leiðar- ljósi og áhersla lögð á skipulögð vinnubrögð. Ítarleg handbók um vef- smíðar fylgir með. Frekari upplýsingar um efni nám- skeiðsins eru á vefsíðunni www.end- urmenntun.is og þar er jafnframt hægt að skrá sig. Grunnnámskeið í vefsmíðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.