Morgunblaðið - 06.03.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.03.2002, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2002 11 Heimsferðir selja nú síðustu sætin um páskana þar sem þú getur valið um sól og strönd á Kanarí, Benidorm eða Costa del Sol, eða heillandi menningarviku í Prag, þessari fegurstu borg heimsins. Í öllum tilfellum er beint flug á áfangastað og þar taka reyndir farar- stjórar Heimsferða á móti þér til að tryggja þér ánægjulega dvöl í fríinu og bjóða þér spennandi kynnisferðir. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð frá kr. 57.805 Verð fyrir manninn m.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, El Pinar. Almennt verð kr. 60.695. Innifalið í verði: Flug, gisting, skattar. Verð kr. 69.900 M.v. 2 í stúdíó, Aguamarina. Alm. verð kr. 73.395. Skattar kr. 3.350, ekki innifaldir. Síðustu sætin um páskana með Heimsferðum Costa del Sol 27. mars – 11 nætur Verð frá kr. 59.705 Verð fyrir manninn m.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, El Faro. Innifalið í verði: Flug, gisting, skattar. Verð kr. 69.000 M.v. 2 í íbúð, El Faro. Skattar kr. 3.350, ekki innifaldir. Benidorm 27. mars – 14 nætur Verð frá kr. 73.562 Verð fyrir manninn m.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, Green Sea. Alm. verð kr. 77.240. Innifalið í verði: Flug, gisting, skattar. Verð kr. 88.850 M.v. 2 í stúdíó, Green Sea. Alm. verð kr. 93.293. Innifalið í verði: Flug, gisting, skattar. Kanarí 28. mars – 2 vikur Verð frá kr. 36.900 Flugsæti fyrir manninn. Flugvallarskattar, kr. 3.550, bætast við fargjald. Verð kr. 57.700 Flug og hótel, m.v. 2 í herbergi, Quality með morgunmat. Skattar kr. 3.550, ekki innifaldir. Prag 28. mars – Vikuferð FYRSTU hátíðirnar í tengslum við Stóru upplestrarkeppnina í 7. bekk grunnskóla á landinu voru haldnar í gær í Garðabæ og Þorlákshöfn. Skáld keppninnar að þessu sinni eru tvö, Halldór Laxness og Ingi- björg Haraldsdóttir. Upplesararnir í 7. bekk flytja brot úr Heimsljósi Laxness og ljóð eftir Ingibjörgu, auk ljóða að eigin vali. Upplestrarkeppnin í 7. bekk er nú haldin í sjötta sinn og nær í fyrsta skipti til landsins alls. 4.500 nemendur í 145 skólum taka þátt í keppninni eða um 95% árgangsins. Nemendur hafa frá degi íslenskrar tungu, hinn 16. nóvember, æft upp- lestur og framburð reglulega Morgunblaðið/Golli Einbeittir áheyrendur hlýða á upplestur 7. bekkinga í Garðaskóla í gær. Upplestur 7. bekkinga HÉR fer á eftir í heild bréf Sam- keppnisstofnunar til Kristjáns Lofts- sonar, stjórnarformanns Olíufélags- ins hf., vegna ákvörðunar félagsins um að ganga til samstarfs við stofn- unina um að upplýsa meint brot fé- lagsins á samkeppnislögum. Bréfið er dagsett í gær, 5. mars, og undir það ritar Georg Ólafsson, forstjóri Samkeppnisstofnunar. „Samkeppnisstofnun vísar til bréfs yðar, dags. 1. mars sl., þar sem upp- lýst er að fram séu komnar vísbend- ingar um að ákveðnir þættir í starf- semi Olíufélagsins hf. hafi á undanförnum árum að einhverju leyti stangast á við ákvæði sam- keppnislaga. Í bréfinu kemur fram að þetta byggi á rannsókn á þeim gögnum sem Samkeppnisstofnun lagði hald á 18. desember 2001. Í bréfi yðar kemur einnig fram að stjórn Olíufélagsins hf. hafi falið lög- manni félagsins að ganga til við- ræðna og/eða samstarfs við Sam- keppnisstofnun um að upplýsa meint brot félagsins á samkeppnislögum til fulls. Er í bréfinu jafnframt sett fram ósk stjórnar Olíufélagsins hf. um slíkt samstarf og samvinnu við stofn- unina. Að höfðu samráði við sam- keppnisráð vill Samkeppnisstofnun til svars við bréfi yðar taka eftirfar- andi fram: Eins og yður er kunnugt hefur Samkeppnisstofnun hafið rannsókn á því hvort Olíufélagið hf., Skeljungur hf. og Olíuverslun Íslands hf. hafi haft með sér ólögmætt samráð um m.a. verð, markaðsskiptingu og gerð tilboða og brotið þar með gegn 10. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993. Leiði rannsókn þessi í ljós að umrædd fyr- irtæki hafi brotið gegn ákvæðum samkeppnislaga má búast við því að samkeppnisráð birti rökstudda ákvörðun í málinu og beiti heimildum sínum skv. 52. gr. laganna og leggi á stjórnvaldssektir. Í 2. mgr. 52. gr. samkeppnislaga segir að samkeppnisráð geti við ákvörðun fjárhæðar sektar m.a. haft hliðsjón af samstarfsvilja hins brot- lega fyrirtækis. Ákvæði þetta kom inn í samkeppnislög með lögum nr. 107/2000. Í athugasemdum með frumvarpi til laga um breytingu á samkeppnislögum segir að þessi breyting tryggi að samkeppnisráð geti við álagningu sekta lagt til grundvallar svipuð sjónarmið og gilda í EES-samkeppnisrétti. Bæði Eftirlitsstofnun EFTA og fram- kvæmdastjórn EB hafi gefið út regl- ur þar sem við það er miðað að fyr- irtækjum sé umbunað ef þau gefa sig fram og upplýsa um þátttöku í ólög- mætu samráði. Reynslan hefur sýnt að reglur af þessum toga eru mik- ilvægur þáttur í að uppræta skaðlegt samráð fyrirtækja. Samkeppnisráð mun við beitingu 52. gr. samkeppnislaga hafa hliðsjón af þeim sjónarmiðum sem fram koma í nýrri tilkynningu framkvæmda- stjórnar EB um að leggja ekki á eða lækka sektir í samráðsmálum. Til- kynning þessi var birt í stjórnartíð- indum EB 19. febrúar sl. (O.J. C 45/ 03) og gildir á EES-svæðinu þegar framkvæmdastjórn EB beitir sam- keppnisreglum EES-samningsins, sbr. 56. gr. EES-samningsins. Þar sem samkeppnisyfirvöld hafa þegar undir höndum margvísleg gögn sem gefa ólögmætt samráð Olíufélagsins hf., Olíuverslunar Íslands hf. og Skeljungs hf. til kynna getur ekki komið til álita í máli þessu að fella niður sektir Olíufélagsins hf. ef meint brot teljast sönnuð. Hins vegar verða sektir sem hugsanlega verða lagðar á Olíufélagið hf. lækkaðar ef eftirfar- andi skilyrði eru uppfyllt: 1. Til þess að njóta lækkunar sektar verður fyrirtækið að láta Sam- keppnisstofnun í té sönnunargögn sem að mati stofnunarinnar eru mikilvæg viðbót við þau sönnunar- gögn sem stofnunin hefur þegar í fórum sínum. Þá verður fyrirtækið einnig að hætta þátttöku sinni í hinu meinta ólögmæta samráði. 2. Hugtakið „mikilvæg viðbót“ vísar til þess að hve miklu leyti sönn- unargögn þau sem fyrirtækið læt- ur Samkeppnisstofnun í té, með tilliti til eðlis gagnanna og ná- kvæmni, hjálpa til við að upplýsa staðreyndir málsins. Samkeppnis- ráð mun almennt séð líta svo á að skrifleg sönnunargögn sem stafa frá þeim tíma er meint brot áttu sér stað hafi ríkari gildi heldur en gögn eða upplýsingar sem koma til síðar. Jafnframt hafa bein sönnun- argögn meiri þýðingu heldur en þau sem tengjast málinu með óbeinum hætti. 3. Samkeppnisráð mun í ákvörðun sinni skera úr um: a) Hvort sönnunargögn sem fyrir- tækið lét í té hafi á þeim tíma- punkti er það gerðist haft veru- lega þýðingu með tilliti til þeirra sönnunargagna sem þá lágu þegar fyrir. b) Uppfylli fyrirtæki skilyrðin fyrir lækkun sektar mun sektin lækka eftir neðangreindum reglum: – fyrsta fyrirtækið sem uppfyllir skilyrðin fyrir lækkun sektar getur fengið sektarupphæðina lækkaða um 30 til 50%; – annað fyrirtækið sem uppfyllir skilyrðin fyrir lækkun sektar getur fengið sektarupphæðina lækkaða um 20 til 30%; – önnur fyrirtæki sem á eftir koma og uppfylla skilyrðin fyrir lækkun sektar geta fengið allt að 20% lækk- un á sektarupphæðinni. 4. Þegar metið er hversu mikla lækk- un á sektarfjárhæðinni fyrirtæki hlýtur er tekið tillit til þess á hvaða tímapunkti fyrirtækið lagði fram sönnunargögnin og hversu mikla þýðingu þau höfðu fyrir rannsókn málsins. Einnig hefur samkeppn- isráð hliðsjón af samstarfsvilja fyr- irtækisins eftir að það lagði fram sönnunargögnin. 5. Ef fyrirtæki lætur Samkeppnis- stofnun í té sönnunargögn sem varpa ljósi á áður óþekktar stað- reyndir í málinu og hafa beina þýð- ingu varðandi mat á alvarleika hins meinta ólögmæta samráðs og hversu lengi það hefur varað þá mun samkeppnisráð ekki nota þær upplýsingar til að hækka sektina hjá viðkomandi fyrirtæki. Ef meint brot Olíufélagsins hf. á samkeppnislögum teljast sönnuð getur fyrirtækið samkvæmt framan- greindu vænst 30–50% lækkunar á sekt ef það uppfyllir öll framan- greind skilyrði. Þess er vænst að lög- maður Olíufélagsins hf. hafi sem fyrst samband við Samkeppnisstofn- un svo unnt sé að skipuleggja upplýs- ingagjöf félagsins til samkeppnisyf- irvalda.“ Bréf Samkeppnisstofnunar til Olíufélagsins vegna erindis þess um samstarf við samkeppnisyfirvöld 30–50% lækkun sektar að uppfylltum öllum skilyrðum VEGNA FRÉTTAR um jólaverslun á höfuðborgarsvæðinu á blaðsíðu 2 í Morgunblaðinu í gær vilja bæði Gallup og Reykjavíkurborg taka skýrt fram að ekki hafi verið um veltutölur í jólaverslun að ræða. Bjarni Reynarsson hjá Þróunar- sviði Reykjavíkurborgar segir að vegna mistaka hafi upprunaleg skýrsla Gallup ekki fylgt með sam- antekt Reykjavíkurborgar sem kynnt var á hverfafundi miðborgar á mánudagskvöldið. Í skýrslu Gall- up komi skýrt fram að fólk hafi verið spurt um megininnkaup á gjafavöru annars vegar og matvöru hins veg- ar. Þóra Ásgeirsdóttir, stjórnandi viðhorfsrannsókna hjá Gallup, segir að niðurstöður úr könnuninni megi alls ekki túlka sem veltutölur í mat- vöru- og gjafavöruverslun fyrir jól- in. Fólk hafi verið spurt hvar það hafi gert megininnkaup sín og töl- urnar endurspegli auðvitað svör við þeirri spurningu. Þetta tákni að lík- lega sé hlutur minni verslunar- kjarna vanmetinn þar sem það sé auðvitað mjög líklegt að megininn- kaupin fari fram í stóru verslunar- kjörnunum. Viðhorfskönnun Gallup á jólaverslun Ekki veltutölur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.