Morgunblaðið - 06.03.2002, Síða 24

Morgunblaðið - 06.03.2002, Síða 24
UMRÆÐAN 24 MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ NÝLEGA var hald- inn fundur í Reykjavík um kolmunna í N-Atl- antshafi. Áður hefur verið reynt að semja um kolmunna á grund- velli afskiptasemi apparats í Kaup- mannahöfn sem kallast Alþjóðahafrannsókn- arráðið. Apparat er réttnefni – því Alþingi hefur aldrei samþykkt lög um framsal á ráð- gjöf í hafrannsóknum til Kaupmannahafnar –enda bannað sam- kvæmt stjórnarskrá. Íhlutun þessa apparats í veiðiráð- gjöf er því gróf og ólögleg íhlutun í málefni þjóðarinnar. Tillaga Alþjóðahafrannsóknar- ráðsins í kolmunnaveiðum hefur verið 600 þúsund tonn af kolmunna. Í hvaða umboði er þessi yfirþjóð- lega og ólöglega afskiptasemi? Veitt hefur verið tvöfalt til þrefalt meira árlega en ráðgjöf apparatsins áformaði. Það gleðilega er (veldur gremju apparatsins?) að kolmunn- astofninn stækkar – nýliðun fer batnandi – aldrei gengið betur! Af hverju á að breyta því sem gengur svo vel? Verðmæti hefðu glatast fyrir tugi milljarða, ef apparatið hefði náð fram að „samið“ yrði t.d. 1998. Þá værum við nú föst í gildru apparat- sins, eins og í hvalveiðunum, sem engar eru, vegna valdaráns sams konar ólöglegs apparats á hvalveið- um! Um leið og „samið“ yrði í kol- munna myndi áróður apparatsins margfaldast um „ábyrga veiði- stjórn“ og pínulítinn kvóta í kol- munna. Kolmunnaveiðar eru orku- frekar og verða sjálfvirkt arðlausar löngu áður en hætta stafar af veið- unum. Vanmetinn áhættuþáttur við frið- un á kolmunna er aukið álag á fæðubúr hafsins. Þeir sem eru sam- mála um að vistkerfinu stafi ógnun af stækkun hvala- stofna geta ekki sýnt þá tvöfeldni að vera svo sammála því að friða kolmunna um- fram þörf og auka þannig álagið á fæðu- búr hafsins. Minna má á skaðann sem hefur orðið af þeim mistökum að vera með „stjórnun“ á rækjuveiðum á Flæmska hattinum – á grundvelli áróðurs frá náskyldu apparati – NAFO. Flæmdir voru úr landi á annan tug togara og skráðir þar sem sókn- ardagar voru leyfilegir. Tjón þjóð- arinnar nemur tugum milljarða ár- lega í töpuðum gjaldeyristekjum og þarmeð stórauknum viðskiptahalla um sömu fjárhæð. Aðgerðin var jafnskynsamleg og rekið hefði verið álver úr landi „af því bara“. Á síðasta ári veiddust einungis 50% af rækjukvóta á Flæmska, því arðsemin lækkaði vegna aukins orkukostnaðar. (hækkunar á olíu). Þar sannaðist að áhætta takmark- ast við ákveðinn afla á sóknarein- ingu. Allt tal um „áhættu“ af veið- um er því vanþekking eða áróður (græðgi til að sölsa undir sig völd?) Skaðinn af „stjórnuninni“ á rækju- veiðum á Flæmska hattinum er næg þótt við þræðum ekki hjólfarið með kolmunnann! Skaði þjóðarinnar vegna of lítilla aflakvóta í flestum fisktegundum má að stærstum hluta rekja til áróðurs frá apparatinu í Kaup- mannahöfn. Ofverndaður hungrað- ur þorskur át upp rækjustofninn hérlendis (1998 og 1999) – hundruð þúsunda tonna. Samt vantaði fæðu og þorskurinn er nú „týndur“. Til að búa til 1,5 kg af þorski er fórnin 10 kg af rækju, á 100 kr/kg = 1000 (15% fóðurnýting í náttúrulegu um- hverfi). Afraksturinn er þá 300 með því að fórna 1000 kr. Fórnarkostn- aður varð bæði töpuð rækja og týndur þorskur fyrir hundruð millj- arða!! Niðurstaðan er að minnsta áhættan sé að veiða kolmunna með óbreyttu sniði og hlusta ekki á til- hæfulausan áróður apparatsins. Það er gömul og góð regla að breyta ekki hlutum sem ganga vel. Lævísan áróður frá apparatinu í Kaupmannahöfn verður að stöðva. Breyta mætti starfseminni í sak- lausan gagnabanka um stærð fiski- stofna í heimshöfunum. Apparatið í Köben Kristinn Pétursson Kolmunni Niðurstaðan er sú, segir Kristinn Pétursson, að minnsta áhættan sé að veiða kolmunna með óbreyttu sniði og hlusta ekki á tilhæfulausan áróður apparatsins. Höfundur er fiskverkandi. MENN fara mikinn í fjölmiðlum þessa dag- ana, ýmist til að ásaka eða afsaka,, og nú er bitbeinið blessuð þjóð- kirkjan. Ég les að menn hafa komist að þeirri niðurstöðu að þjóðkirkjan sé ekki þjóðkirkja, heldur heiti hún Þjóðkirkja. Ég les einnig að kirkjan sé ekki ríkiskirkja, en eigi samt allt sitt undir stuðningi ríkisins og starfsmenn kirkjunnar eru opinberir starfs- menn. Mér er einnig kunnugt um að til er ráðuneyti kirkjumála sem hefur vas- ast í ýmsum málum geistlegra manna og þjóðkirkjunnar og gerir enn. Við vitum einnig að æðsti yf- irmaður kirkjunnar er ekki biskup- inn, ekki Kristur, heldur forseti lýð- veldisins. Það getur vel verið að slík kirkja sé ekki ríkiskirkja í huga sumra, en ástand henn- ar er annarlegt – hún nýtur forréttinda, sem henni sjálfri eru skað- leg. Forréttindi kirkj- unnar halda ekki fyrir mér vöku, en misnotk- un þessara forréttinda er ekki fagnaðarefni. Í skjóli hins opinbera hefur þjóðkirkjan mik- ið vald sem hún þarf að fara gætilega með. Það hefur hún ekki gert, því miður. Þjóðkirkjufólk veit að sverðin eiga að vera tvö, ríki og kirkja. Fjármunaleg hags- munatengsl milli þessara aðila, ómagastaða kirkjunnar gagnvart ríkinu, gerir hana máttvana og áhrifalitla. Guðsmenn eiga ekki að að vera ríkisstarfsmenn, það hefði hvorkið gengið með Jesaja eða Jer- emía og það gengur ekki heldur í dag. Slík staða hlýtur að slæva kirkj- una og gera rödd hennar hjáróma. Meira en þrjátíu þúsund Íslend- ingar eru utan þjóðkirkjunnar og þeim finnst sinn hlutur fyrir borð borinn. Margir þeirra eru farnir að ókyrrast. Þorri þjóðarinnar vill að jafnstöðu verði komið á. Eru þeir sem eru utan þjóðkirkju annars flokks þegnar? Biskup þjóðkirkjunnar segir í grein í Morgunblaðinu 6.2. sl.: „Sóknargjöld sem ríkið stendur skil á eru enn sem fyrr meðlimagjöld. Sóknargjöld eru innheimt fyrir öll löggilt trúfélög í landinu og þar sitja allir við sama borð í þeim efnum á grundvelli trúfélagaskráningar.“ Þetta er ekki rétt hjá biskupi. Hann veit eins vel og ég að gjöldin sem renna til þjóðkirkjunnar eru um þrjátíu af hundraði hærri, en til ann- arra trúfélaga. Þarna er um að ræða grófa mismunum sem lýðst væntan- lega enn vegna forréttindastöðu þjóðkirkjunnar. Þessi mál öll þarf að endurskoða. Núverandi skipan er að sjálfsögðu arfur aldanna, þegar einokun og mis- munun var daglegt brauð og valds- herrarnir gerðu það sem þeim best líkaði hverju sinni. Þróun jafnrétt- ismála hefur verið ör og þegar litið er til landanna í kringum okkar hafa þau, sem betur fer, flest horfið frá þeirri skipan að ein kirkjudeild fái yfirburðaaðstöðu í skjóli stærðar sinnar eða umhyggju ríkisvaldsins. Blessun Guðs og boðun fagnaðar- erindisins eiga að vera ær og kýr hverrar kirkju. Ef styrkur þjóðkirkj- unnar er mismunum sem getur leitt af sér valdníðslu er hún illa sett. Slíkt ástand er Guðs kristni í land- inu ekki til framdráttar. Forréttindakirkjan Gunnar Þorsteinsson Kirkjur Í skjóli hins opinbera hefur þjóðkirkjan mikið vald, segir Gunnar Þor- steinsson, sem hún þarf að fara gætilega með. Höfundur er forstöðumaður Krossins í Kópavogi. Sauðfjársamningur sem samþykktur var 11.3. 2000 með fyrir- vara um nauðsynlegar lagaheimildir Alþingis er með ótrúleg nýmæli varðandi beingreiðslur og aðrar greiðslur, vegna framleiðslunnar til að greiða niður verð til neytenda. Framleiðslu- hvetjandi ákvæði Samningurinn kveð- ur á um sérstaka út- hlutun til góðra bænda sem „hafa haft miklar og vaxandi afurðir eftir hverja á eða hafa stækkað bú sín á undanförnum árum“, 60 milljónum á ári er varið til þessara bænda allan samningstímann. Stenst svona ákvörðun í mismun- un milli bænda stjórnarskrá Íslands? Samkvæmt GATT-samningum og WTO-samningum, sem ríkisstjórn Íslands er aðili að, gengur þetta þvert á stefnu þeirra samninga, að greiða jöfnunargreiðslur eða styrki út á framleiðsluna. Þessi ákvörðun er framleiðsluhvetjandi og kemur því aftan að öllum sauðfjárbændum mið- að við markaðsaðstæður innanlands. Hvernig gat ríkisstjórn Íslands og Alþingi samþykkt þessar greiðslur? Hvernig gátu bændasamtökin það og komið þannig enn og aftur aftan að þeim sauðfjárbændum, sem hafa hlýtt kalli með því að draga saman framleiðslu sína, með því að verð- launa þá sem framleiða meira á yf- irfullan innanlandsmarkað? Öll aukning framleiðslunnar kemur nið- ur á bændum, því þeir verða sjálfir að greiða með útflutningnum. Er hægt að rökstyðja að þessi nýja úthlutun til sérstakra bænda, upp á 420 milljónir í samningnum, sé nið- urgreiðsla til neytenda? Hluti af ráðstöfunarfé Í samningnum er kveðið á um að bændur hafi m.a. umsjón með ráð- stöfun á þjónustu- og þróunarkostn- aði, 235 milljónir á ári til að greiða t.d. geymslugjald á kjöti, vaxtagjöld og nánast hvað eina, sem þeim gæti dottið í hug. Hvernig gat ríkisstjórn Íslands og Alþingi afhent þessa fjár- muni til Bændasamtakanna, án þess að tryggja aðild sína að úthlutun með tilliti til jafnrar niðurgreiðslu á markaði innanlands og hvetjandi að- gerðum til hagræðingar á þeim markaði? Í samningnum er einnig ákveðið að veita 35 milljónum árlega til að efla fagmennsku í sauðfjárrækt, sem framkvæmdanefnd samningsins á líklega að hafa frjálsar hendur með að úthluta, í allt 245 milljónum. Hvernig á að rök- styðja að þessi sér- kennilega greiðsla í bú- vörusamningi, til hliðar við aðrar greiðslur rík- isins til félagskerfisins, sé niðurgreiðsla til neytenda í nýjum bú- vörusamningi? Gæðastýringin Samningurinn segir að þeir bændur sem taka þátt í gæðastýr- ingu fái greiðslur að hámarki 100 kr. á kg á ákveðna gæðaflokka dilka- kjöts, frá beingreiðslum, fyrstu upp- kaup ríkissjóðs af 25.000 ærgildum fyrstu tvö árin, 2001 og 2002, síðan af niðurfærslu beingreiðslna 2003. Árið 2003 12,5% og síðan hækkandi til 2007, þá 22,5%. Í peningum talið frá 217 milljónum til 391 milljónar á ári, sem á að færa frá lélegum(!) sauð- fjárbændum til góðra(!) sauðfjár- bænda. Þessi tilfærsla á bein- greiðslum yfir á framleiðslu kjötkílóa er verulega framleiðsluhvetjandi inn á yfirfullan innanlandsmarkað og er þess vegna ótrúleg niðurstaða. Í fylgiskjali með sauðfjársamn- ingnum var sett fram áætlun um gæðastýringuna, sem var ekki sam- þykkt á Alþingi árið 2000, þar sem segir: „Landbúnaðarráðherra skal leggja fyrir Alþingi eigi síðar en 1. febrúar 2002 frumvarp til laga um breytingu á IX. kafla laganna með nánari ákvæðum um álagsgreiðslur vegna gæðastýringar.“ Gæðastýring í framleiðslu sem nær ekki til markaðarins og neyt- enda er engin gæðastýring, heldur tilraun til ráðstjórnar í tilbúnu op- inberu kerfi, með ströngu eftirliti embættismanna og löggjöf, sem myndi þá væntanlega heimila fjár- sektir og refsingar, ef eftirlitsmönn- um væri ekki hlýtt. Þessi framkvæmd fyrirhugaðrar gæðastýringar hefur ekki verið rædd við sláturleyfishafa, með tilliti til þess hvernig hún þjóni markaðin- um eða hver eigi að borga þann kostnað, sem af því hljótist. Stenst væntanlega gæðastýring það, að hægt sé að taka beingreiðslur frá bónda og færa til annars bónda, ef hann uppfyllir ekki inngönguskilyrði til gæðastýringar? Nær væri fyrir samtök bænda og sláturleyfishafa að vinna að því að þjóna markaðinum betur, t.d. með því að neytendur gætu keypt dilka- kjöt eftir kjötmati í verslunum og tryggja þannig að fjármunir ríkisins nái til niðurgreiðslu til neytenda í lægra verði, sem síðan skili sér beint til bóndans í meiri innanlandssölu þegar hann framleiðir það sem markaðurinn sækist eftir. Ef hann framleiðir ekki góða vöru, þá sé hún verðfelld. Eftirlitið sé þar, en ekki hjá embættismönnum sem yfirlíta gæðahandbók, sem bóndinn á að skrifa í til þóknunar þeim, kanna málningu útihúsa, athuga fermetra- fjölda í fjárhúsi o.fl. Þegar búvörusamningurinn var kynntur sauðfjárbændum töluðu for- ystumenn bænda um, að það væri krafa ríkisins, að fyrirhuguð gæða- stýring næði fram að ganga. Þetta er ekki rétt. Hvaðan koma þá þessi sér- kennilegu gæðastýringaráform? Enginn hefur enn kannast við króg- ann? Hér með er kallað eftir að- standendum hans, að þeir rökstyðji framsetninguna. Sú gæðastýring, sem segir í sauð- fjársamningnum að gerð hafi verið sérstök áætlun um, var því engin þá. Hún virðist hafa verið sett saman á samningafundum af sex fulltrúum bænda eða einhverjum þeirra. Þessi fyrirhugaða gæðastýring og ráð- stjórn endar með sínum aukna til- kostnaði á haustin hjá bóndanum við sláturbílinn, sem tekur féð hans til slátrunar. Útilokað er að samþykkja að stjórn BÍ og Landssamtök sauðfjár- bænda geti ákveðið gæðastýringu, sem ráðherra síðan staðfesti með reglugerð. Þessa fyrirhuguðu með- ferð fjármuna af niðurgreiðslufé rík- isins til neytenda verður Alþingi að bera ábyrgð á. Hafna á algjörlega fyrirhugaðri gæðastýringu mismununar, of- stjórnar og skriffinnsku. Bein- greiðslur til bænda eru niður- greiðslur á framleiðslunni til neytenda innanlands og eiga að tryggja eins og hægt er rekstrarör- yggi bænda og jafnræði miðað við áunna stöðu. Forsjárhyggja sauðfjársamnings Halldór Gunnarsson Sauðfjárbúskapur Á að lögbinda, spyr Halldór Gunnarsson, „gæðastýringu“ mis- mununar, ofstjórnar og skriffinnsku? Höfundur er bóndi og sóknarprestur í Holti undir Eyjafjöllum. Mikið úrval af brjóstahöldurum verð frá kr. 700 Mömmubrjósta- haldarar kr. 1900 Úrval af náttfatnaði fyrir börn og fullorðna Nýbýlavegi 12, sími 554 4433 Bómullar-satín og silki-damask rúmföt Skólavörðustíg 21, sími 551 4050

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.