Morgunblaðið - 19.03.2002, Síða 2
2 C ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir
G
RJÓTAÞORP er svæðið
sem afmarkast af Aðal-
stræti, Túngötu, Garða-
stræti og Vesturgötu.
Húsin við vestanvert Aðalstræti hafa
þó verið talin til Kvosarinnar.
Byggðin í Grjótaþorpi ber að miklu
leyti svip eldri tíðar og mörg
húsanna teljast gömul á íslenskan
mælikvarða. Byggðin er kennd við
Grjóta, eina af hjáleigum Reykjavík-
ur, segir í bók Páls Líndals, Reykja-
vík – Sögustaður við Sund. Það er
ekki sjálfgefið að alltaf ríki friður og
ró í Mjóstræti 2b í Grjótaþorpi, enda
er Mjóstræti í hjarta miðbæjarins,
sem slær með mismiklum látum all-
an sólarhringinn. Á daginn berst
hóflegur umferðarniður inn um
gluggana og notalegur ys frá fjöl-
breyttu miðbæjarmannlífi, en á nótt-
unni – og þá sérstaklega um helgar –
berst glaumur frá nærliggjandi
skemmtistöðum með tilheyrandi
drykkjulátum inn til íbúa í Mjóstræti
2b.
Oddur og Ásta hafa staðið í
ströngu við að ná fram þeim sjálf-
sögðu réttindum að fá svefnfrið í
hverfinu sínu og hafa unnið nokkra
áfangasigra í þeim efnum.
„Það líður ekki sú vika að við hjón-
in séum ekki spurð að því hvort við
búum virkilega ennþá í Mjóstræt-
inu,“ segir Oddur hlæjandi. „Stað-
reyndin er sú að hér er gott að búa,
það er gaman að vera nálægt mið-
bænum, stutt í ýmsa merka staði; að
Tjörninni, niður á höfn, í mannlífið í
miðbænum og ekki síst á Borgar-
bókasafnið, sem við vorum svo hepp-
in að fá í nágrennið. Hvert hús hefur
merka sögu að segja og Grjótaþorpið
allt býr yfir miklum karakter. Okkar
hverfisskóli er Vesturbæjarskóli, en
börnin okkar ganga í Landakots-
skóla og þar er yndislegt að vera.
Hverfið er að yngjast upp, hér býr
mikið af barnafólki. Það mætti þó
bæta aðstöðuna fyrir börnin, t.d.
með betra leiksvæði inni í hverfinu.
Þegar ég skoðaði skipulagið hér í
kring á sínum tíma var gert ráð fyrir
borgargarði á milli húsanna við Mjó-
stræti 6 og 10. Það tók langan tíma
að koma þessum garði í gagnið en er
hann var loks kláraður samanstóð
hann af einni klifurgrind, sandkassa
og bekk til að sitja á. Þetta urðu mik-
il vonbrigði því við höfðum reiknað
með að sjá meira í þennan garð lagt.“
Að sögn Odds og Ástu var það til-
viljun ein sem réð því að þau keyptu
þetta hús fyrir fimmtán árum. Þau
hrifust af teikningum og skipulaginu
í kring og þau gerðu tilboð í efri hæð-
irnar tvær, en jarðhæðin var eyrna-
merkt sem iðnaðar- eða verslunar-
húsnæði. „Þetta hentaði okkur vel
með tilliti til hljóðfæraleiks míns, við
sáum fyrir okkur að við yrðum ein í
húsinu á kvöldin og um helgar. En
skömmu síðar var skipulaginu breytt
og búið var að gera tilboð í jarðhæð-
ina sem íbúðarhúsnæði. Þar sem við
vorum í raun að kaupa okkur frið-
helgi hentaði þetta ekki okkar
áformum, og eins og sönnum Íslend-
ingum sæmir spenntum við bogann
til fulls og keyptum jarðhæðina einn-
ig. Við leigðum hana síðan út í tólf ár
til að standa straum af afborgunum.“
Samkvæmt svæðisskipulagi var
gert ráð fyrir tveimur friðuðum hús-
um á reitnum fyrir framan húsið
þeirra en á endanum var einungis
annað húsið flutt á reitinn. Með eft-
irgangsmunum fengu þau loks sam-
þykkt að lokað yrði fyrir bílaumferð
þarna, en þangað til höfðu allt að
fimmtíu bílar getað lagt fyrir framan
gluggana hjá þeim.
Íbúarnir aldrei spurðir
„Fyrst við vorum hingað komin
þýddi ekkert annað en að berjast
fyrir réttindum okkar. Við höfðum
látið ýmislegt yfir okkur ganga og
íbúarnir voru aldrei spurðir áður en
einhver starfsemi var skipulögð í
hverfinu okkar. Steininn tók úr þeg-
ar nektarstaður hóf starfsemi sína
nánast í næsta húsi við okkur.
Strangt til tekið má segja að okkur
gildi einu hvaða starfsemi fer fram í
þessum húsum á meðan það raskar
ekki okkar heimilisfriði,“ segir Odd-
ur. „En því var ekki þannig farið,
ónæðið sem frá þessum stöðum
barst var orðið mjög mikið. Það er
hins vegar rétt að það komi fram að
það munar um hvern metra sem
íbúðarhúsin eru fjær skemmtistöð-
unum, og margir íbúar Grjótaþorps
verða ekki fyrir neinu ónæði. En við
fórum ekki varhluta af glaumnum
frá skemmtistöðunum, ekki síst
þeim sem hýstir eru í gömlu versl-
unar- og skrifstofuhúsnæði og jafn-
vel gömlum pakkhúsum sem auðvit-
að voru ekki byggð með tilliti til
nútíma hljómflutningstækja. Okkur
finnst það afturför að afgreiðslutími
veitingahúsanna hafi verið lengdur.
Hér er fyrst og fremst komið til móts
við veitingamenn og leigubílstjóra án
þess að íbúar séu hafðir með í ráðum.
Það er ekki nóg að hvetja til búsetu í
hjarta borgarinnar ef íbúum er gert
ókleift að hafast við á heimilum sín-
um vegna skarkala. Þótt breyttur af-
greiðslutími veitingahúsa hafi átt að
verða til þess að dreifa brottför gesta
öldurhúsanna á lengri tíma varð það
ekki raunin, fólk mætir seinna og
dvelur lengur fram á morguninn. Yf-
irvöld í Stokkhólmi eru fyrir löngu
búin að gera sér grein fyrir því að
ekki svarar kostnaði að halda úti lög-
gæslu og annarri þjónustu vegna
lengri afgreiðslutíma vínveitinga-
húsa; þeir gestir sem sannanlega
komu í bæinn til að skemmta sér
fóru heim á svipuðum tíma og áður,
eftirlegukindurnar eru betur
geymdar heima en ráfandi ofurölvi
um borgina sjálfum sér og öðrum til
tjóns. Við, íbúarnir, verðum ekki vör
við þessa huggulegu og upplífgandi
kaffihúsamenningu sem verið var að
boða hér í Reykjavík. Þá má einnig
geta þess að þegar borgaryfirvöld
hafa gert okkur íbúum glaðan dag
hefur það viljað loða við allar slíkar
samkundur, sérstaklega í tíð
Reykjavíkurlistans, að græjurnar
eru alltaf stilltar í botn.“
Reglur um hávaða
„Við höfum því frá því við flutt-
umst hingað barist fyrir því að réttur
okkar sem íbúa væri virtur. Og það
hefur í tíð Reykjavíkurlistans verið á
brattann að sækja. Við höfðum í
gegnum tíðina ritað borgarfulltrúum
tugi bréfa þar sem óskað var liðsinn-
is og var engu af því nokkurn tímann
svarað, hvað þá að komið væri til
móts við óskir okkar. Það var ekki
fyrr en málefni íbúa Grjótaþorps
komust í hámæli í fjölmiðlum að
hreyfing komst á þessi mál. Mitt í
þeirri orrahríð kom Heilbrigðiseft-
irlit Reykjavíkur að málum og okkur
lærðist að ákveðnar reglur gilda um
hávaðamengun. Allri atvinnustarfs-
semi, hvaða nafni sem hún nefnist,
ber að hlíta lögum frá Alþingi um há-
vaðamengun sem þýðir í raun að tak-
mörk eru fyrir þeim hávaða er frá
starfseminni má stafa á ákveðnum
tímum sólarhrings og gilda lögin
jafnt um veitingarekstur sem aðra
atvinnustarfsemi. Þegar þetta var
loksins mælt, að okkar beiðni, kom í
ljós að nánast hver einasti skemmti-
staður í Kvosinni fór á einhverjum
tíma yfir viðmiðunarmörk.
Kvartanir okkar og kærur til lög-
reglunnar skiluðu því loks að Lög-
reglustjórinn í Reykjavík skipaði til-
sjónarmann með Kvosinni og
nágrenni úr liði lögreglunnar sem
hefur það hlutverk að gæta hags-
muna íbúanna verði þeir fyrir sann-
anlegu ónæði, hvenær sem er sólar-
hringsins. Fari staðirnir yfir leyfileg
hávaðamörk sendir lögreglan sitt lið
á staðinn sem metur hvort hávaðinn
sé meiri en lög leyfa. Eftir að við-
komandi fór að vinna að þessu máli
gjörbreyttist lífið hér hjá okkur og
erum við lögreglustjóra afskaplega
þakklát fyrir það.“
Flestir glæpir
framdir í miðbænum
Samkvæmt nýlegum fréttum hef-
ur komið í ljós að hlutfallslega flestir
glæpir eru framdir í miðbæ Reykja-
víkur. Oddur segir að vissulega séu
íbúar miðbæjarins áhyggjufullir
vegna þessa. „Mér stóð hreint ekki á
sama er dóttir mín vildi ganga ein
síns liðs til kóræfingar í Dómkirkj-
unni klukkan tíu á sunnudagsmorg-
uninn var því ég gat ekki treyst því
að drykkjufólkið væri farið úr mið-
bænum á þeim tíma. Þótt opinberar
tölur hafi sagt að skemmtistöðum í
miðbænum fari fækkandi sjáum við
íbúarnir ekki þá þróun heldur þvert
á móti og teljum að miðbænum
hnigni. Þegar litlu búðirnar hverfa
koma oftast einhvers konar öldurhús
í staðinn. Ég hef heyrt að borgaryf-
irvöld hafi áhyggjur af því að ímynd
miðbæjarins á morgnana sé ekki
nógu aðlaðandi fyrir ferðamenn, þeir
geti t.d. ekki skoðað sólarupprásina í
friði því þeir geti átt á hættu að
hnjóta um eftirlegukindur af börun-
um, og þegar foreldrar koma úr öðr-
um hverfum borgarinnar með börn
sín að gefa öndunum við Tjörnina
megi pabbarnir þakka fyrir að vera
ekki hent út í hana. En ég spyr bara:
Hvað um okkur íbúana sem komið
höfum okkur fyrir hér, fegrað og
bætt mannlífið? Gerir ekkert til þótt
útúrdrukknir samborgararnir hafi af
okkur nætursvefninn og skilji eftir
sín stykki hér í kring bara af því að
við kusum okkur búsetu í hjarta bæj-
arins? Við höfðum fengum okkur
fullsödd á því að vera skilgreind sem
örgustu kverúlantar, sem kunna
ekki að meta það að hafa nektarstaði
og bari í næstu húsum við okkur.
Borgaryfirvöld virtust halda að hér á
litla Íslandi væri hægt að hafa nekt-
arstaði við hliðina á almennum versl-
unum og íbúðum, því hér mundu
ekki dafna þær hliðargreinar sem
fylgja ætíð svona starfsemi. En ég
tel að við Íslendingar höfum verið
slegnir blindu varðandi þessi efni.
Það var ekki fyrr en Guðrún Ög-
mundsdóttir alþingismaður lét mál
nektarstaðanna til sín taka að augun
tóku að sjá. Auðvitað er hér stundað
bæði vændi, eiturlyfjaneysla og jafn-
vel mansal samhliða þessum stöðum
eins og alls staðar í heiminum. Við
höfum hreint ekkert við þetta mis-
skilda frjálsræði að gera.“
Heima er best
Oddur og Ásta segja að barátta
þeirra sé nú ekki merkilegri en svo
að ef þeim sé tryggður svefnfriður á
nóttunni og rúðurnar í húsi þeirra
ekki brotnar séu þau ánægð á sínum
stað. „Við erum að tala um þau sjálf-
sögðu mannréttindi að fá að vera í
friði heima hjá okkur, að þurfa ekki
að flýja heimilið vegna utanaðkom-
andi aðstæðna. Við gerum okkur
grein fyrir því að það er ekki hægt að
gera allt í einu og við höfum fullan
skilning á því að það hafi þurft að
byggja hér upp þjónustu í nýjum
hverfum og aðra starfsemi í kringum
þau. En nú er komið að íbúum mið-
bæjarins og þeirra þörfum. Hvernig
á hún Helga litla t.d. að geta sofið í
vagninum sínum hérna úti á svölum
ef hávaðinn er svo mikill að fullorðið
fólk þolir ekki við? Við viljum
tryggja henni, og okkur öllum, eðli-
legan heimilisfrið. Það fer vel um
okkur í Grjótaþorpinu og hér eigum
við góða vini og nágranna. Einnig er-
um við alltaf að læra eitthvað nýtt
um miðbæinn okkar og erum t.d. að
átta okkur á því núna í gegnum hana
Hildi okkar að það er öflugt barna-
starf í Dómkirkjunni og fer hún
tvisvar í viku á kóræfingar í kirkj-
unni auk samverustundar sem hún
sækir með jafnöldrum sínum á mið-
vikudagseftirmiðdögum. Það er bara
tveggja mínútna gangur á bókasafn-
ið, sem er alveg stórkostlegt. Það er
búið að gera húsið skemmtilega upp
og þar er öruggt umhverfi. Baldvin
unir þar löngum stundum við tölv-
urnar og Hildur sækir mikið í bæk-
urnar og ef þau eru ekki komin heim
á réttum tíma í kvöldmatinn hringj-
um við bara í safnvörðinn, sem send-
ir þau heim um hæl. Það eru forrétt-
indi að búa í miðbænum.“
Í hjarta
borgarinnar
Fjölskyldan í Mjóstræti 2b í Reykjavík.
Íbúum Grjótaþorps fjölgaði um einn 25. febrúar síð-
astliðinn þegar Helga Oddsdóttir leit dagsins ljós.
Helga býr hjá foreldrum sínum og systkinum, þeim
Oddi Björnssyni hljómlistarmanni og Ástu Kristínu
Gunnarsdóttur, Baldvini 7 ára og Hildi 9 ára. Hún svaf
vært þegar Guðlaug Sigurðardóttir heimsótti fjöl-
skylduna, en rumskaði nokkru síðar, fékk sér að
drekka og sofnaði aftur, eins og ungbarna er siður.
Það var ró og friður yfir heimilinu.
gudlaug@mbl.is
!
!
Ársalir ........................................... 19
Ás ................................................ 4-5
Ásbyrgi ........................................ 33
Berg ............................................... 16
Bifröst .......................................... 35
Borgir ............................................ 10
Brynjólfur Jónsson ..................... 3
Eign.is .......................................... 38
Eignaborg ....................................... 2
Eignamiðlun .......................... 12-13
Eignaval ....................................... 46
Fasteign.is .................................. 47
Fasteignamarkaðurinn ............. 41
Fasteignamiðlunin .................... 36
Fasteignamiðstöðin .................. 30
Fasteignasala Íslands ................. 6
Fasteignasala Mosfellsbæjar .... 5
Fasteignastofan ........................ 48
Fasteignaþing ............................... 7
Fjárfesting .................................. 20
Fold ............................................... 40
Foss ................................................ 31
Garðatorg .................................... 32
Garður .......................................... 28
Gimli ............................................. 23
Híbýli ............................................ 25
Híbýli og skip .............................. 42
Holt ............................................... 23
Hóll ............................................... 45
Hraunhamar ............................. 8-9
Húsakaup ..................................... 37
Húsið ............................................. 14
Húsin í bænum ........................... 39
Höfði .............................................. 17
Höfði Hafnarfirði ....................... 34
Íslenskir aðalverktakar ........... 43
Kjöreign ......................................... 11
Lundur .................................... 18-19
Lyngvík ........................................ 22
Miðborg ......................................... 21
Óðal og Framtíðin ...................... 27
Skeifan ......................................... 44
Stakfell ........................................ 42
Vagn Jónsson ............................. 27
Valhöll .................................. 24-25
Efnisyfirlit