Morgunblaðið - 19.03.2002, Síða 30

Morgunblaðið - 19.03.2002, Síða 30
30 C ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir L ÓÐIN tilheyrði áður Tjarn- argötu 3 c og vestasta hluta lóðarinnar Vonarstræti 10. Í B-skjali er lóðin skráð 1240 ferálnir. Skúli Thoroddsen sýslumaður, alþingismaður og rit- stjóri reisti sér hús á lóðinni árið 1908. Það er tvílyft timburhús með háu risi, kvistum og stendur á stein- kjallara. Rögnvaldur Ólafsson arki- tekt teiknaði húsið. Útbygging er á suðurhlið, ofan á henni eru svalir sem gengið er út frá kvisti. Enn fremur fékk Skúli leyfi fyrir bygg- ingu prentsmiðjuhúss á lóðinni. Sama ár, þann 6. október, er fyrsta brunavirðingin gerð. Þar seg- ir m.a. að húsið sé 18 1/2 x 21 al. og útskot á framhlið 2 x 5 al. og við- bygging í norður 10 x 11 1/2 al. að grunnfleti og hæð 12 1/2 al., byggt af bindingi, klætt utan með 5/4“ plægð- um borðum, plönkum og járni yfir á þremur hliðum og þaki; eldvarnar- gafl er að vestanverðu. Í öllum út- veggjum er milliþil úr plægðum 3/4“ borðum með sagi að utanverðu en pappa að innan. Milligólf er í öllum bitalögum. Niðri í húsinu eru sex herbergi, eldhús, búr, gangur, for- dyri og einn skápur. Allt þiljað og með striga og pappír á veggjum og loftum, allt málað. Brjóstpanill er í einu herberginu. Uppi eru sjö íbúð- arherbergi, einn gangur í vinkil og sex fastir skápar, allt þiljað, með striga og pappír á veggjum og loft- um, allt málað. Í risi eru fjögur íbúð- arherbergi, þrjú geymsluherbergi og gangur. Íbúðarherbergin eru þilj- uð og með striga og pappír á veggj- um og loftum, þar er allt málað. Á skammbitum er gólf úr plægðum 5/4“ borðum. Kjallari með stein- steypugólfi er undir húsinu öllu, 3 172 alin að hæð. Hann er með tveim- ur langskilrúmum úr steini og einu þverskilrúmi. Í honum eru þrjár geymslur, þvottahús með eldavél, kolaklefi og klefi með miðstöðvar- hitavél. Rafleiðslupípur eru um allt húsið. Við norðurhlið hússins er einlyft útbygging með risi, byggð eins og húsið, járnklædd á þaki og veggjum. Í henni er prentsalur og gangur sem allt er þiljað og með striga og pappír á veggjum og í loftum og málað. Upp við vesturhliðina á útbyggingunni er skúr með uppgangi á aðra hæð í íbúðarhúsinu; byggður eins og það. Grunnflötur hans er 4 x 5 álnir. Ofan á útbyggingunni eru þaksvalir og undir henni er kjallari 3 1/2 alin á hæð, með steinsteyptu gólfi. Út- byggingin er notuð fyrir prentsmiðj- una. Ofan á útbyggingunni eru svalir með fallegu handriði, en þakið hallar dálítið. Skúli Thoroddsen var fæddur 6. janúar 1859. Foreldrar hans voru Jón Thoroddsen sýslumaður og skáld, fæddur 5. október 1818 að Reykhólum og Kristín Ólína þor- valdsdóttir Sívertsen í Hrappsey. Foreldr- ar Jóns voru hjónin Þórður Þóroddsson bóndi á Reykhólum og kona hans Þórey Gunnlaugsdóttir. Þórður faðir Jóns nam beykisiðn í Dan- mörku og tók upp nafnið Thoroddsen, en það var nokkuð al- gengt á meðal Íslend- inga að laga föður- nafn sitt að erlendum hætti. Þórey var dóttir Gunnlaugs Magnússonar prests á Ríp í Skaga- firði. Í ævisögu Skúla Thoroddsen eftir Jón Guðnason, segir að Jón hafi haft tvo um þrítugt þegar hann var settur sýslumaður í Barðastranda- sýslu. Kona Skúla var Theodóra Guðmundsdóttir skáldkona frá Kvennabrekku í Dölum, fædd 1. júlí 1863. Séra Guðmundur faðir hennar var bæði prófastur og alþingismað- ur. Hann var sonur Einars Ólafsson- ar bónda í Skáleyjum og konu hans Ástríðar Guðmundsdóttur. Móðir Theodóru var Katrín Ólafsdóttir Sí- vertsen prófasts og alþingismanns í Flatey. Skúli og Theodóra voru þre- menningar. Þegar séra Guðmundur hafði setið á Kvennabrekku í tvo áratugi fluttist hann að Breiðabólstað á Skógar- strönd og bjó þar til æviloka, árið 1882. Katrín og Guðmundur eignuð- ust fimmtán börn en aðeins þrjú þeirra komust til fullorðinsára, Ást- hildur, sem varð eiginkona Péturs Thorsteinssonar kaupmanns og út- gerðarmanns, Ólafur er varð læknir á Stórólfshvoli og Theodóra. Skúli Thoroddsen var aðeins 26 ára þegar hann var skipaður sýslu- maður í Ísafjarðarsýslu og bæjarfóg- eti á Ísafirði, þann 6. október 1885. Þá var Ísafjörður annar stærsti kaupstaður á landinu. Varla verður annað sagt en gustað hafi um Skúla á meðan hann gegndi þar embætti. Tíu af þrettán börnum Skúla og Theo- dóru fæddust á Ísafirði. Eitt barn misstu þau hjón á meðan þau bjuggu þar. Á Ísafjarðarárum sínum stofnaði Skúli prentsmiðju ásamt nokkrum öðrum. Í þessari prentsmiðju var fyrsta blað Þjóðviljans prentað. Árið 1901 fluttist fjölskyldan að Bessastöðum á Álftanesi. Þar fædd- ust þrjú yngstu systkinin og var Sig- urður Thoroddsen verkfræðingur elstur þeirra. Í æviminningum hans, „Eins og gengur“, eru skemmtilegar frásagnir frá æskuárunum bæði frá Bessastöðum og Vonarstræti 12. Grímur Thomsen hafði búið á Bessa- stöðum þegar hann lést árið 1896 seldi ekkja hans, Jakobína Jónsdótt- ir, jörðina með húsum og kirkju Landsbanka Íslands. Skúli virðist strax hafa fengið áhuga á staðnum en það var úr vöndu að ráða fyrir hann að versla við Landsbankann þar sem Tryggvi Gunnarsson réð ríkjum, en vegna ólíkra stjórnmála- Vonarstræti 12 Skúli Thoroddsen, sýslumaður, alþingismaður og ritstjóri, reisti húsið við Vonarstræti 12 árið 1908, segir Freyja Jónsdóttir. Húsið þótti mjög veglegt á þeirra tíma vísu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Vonarstræti 12 árið 1912. Opið virka daga frá kl. 8-12 og 13-17 Einbýlishús LÆKJARSEL Glæsilegt 387 fm einbýlishús með tvöföldum bílskúr, teiknað af Kjartani Sveinssyni. Íbúðarhús á tveim jafn- stórum hæðum með tveim íbúðum. Á efri hæðinni er keyrt að aðalhæð- inni og á neðri hæðinni er minni íbúð með sérinngangi sem hefur stækkun- armöguleika. Húsið er allt hið vand- aðasta, með vönduðum innréttingum og gólfefnum. Hús með mikla mögu- leika. 7800 LEIRUTANGI Á einum vinsælasta stað í Mosfells- bænum er til sölu 200 fm einbýlishús á einni hæð með fallegri og stórri lóð. Í húsinu eru þrjú svefnherbergi, stofa, borðstofa, sjónvarpshol, eldhús og bað ásamt rúmgóðum innbyggðum bílskúr. 7825 Sýnishorn úr söluskrá 4ra herb. og stærri LAUGARNESVEGUR Til sölu rúmgóð 101 fm 4ra herbergja íbúð á þriðju hæð í góðu fjölbýlishúsi. Íbúðin er óvenju rúmgóð, með ágætri sameign. Áhugaverð snyrtileg íbúð, að hluta í upprunalegu ástandi. Íbúð sem vert er að skoða. 3722 KLUKKUBERG - HAFNAR- FJÖRÐUR Um er að ræða mjög fallega og góða íbúð á fyrstu hæð með sérinngangi og stórri verönd út úr stofu. Íbúðin skiptist í forstofu, baðherbergi, hol, stofu, eldhús og eitt svefnherbergi. Forstofan er flísalögð með fataskáp og fatahengi. Baðherbergið er stórt,z flísalagt með baðkari og þvottaað- stöðu. Góð gólfefni og fallegar inn- réttingar. Verð 12,9 m. 3723 NÓNHÆÐ - GARÐABÆR Nýkomin í sölu ágæt 4ra herbergja 112 fm íbúð á 1. hæð. Íbúðin er rúm- góð og björt. Stofan er rúmgóð og nýtist einnig sem borðstofa. Gott skápapláss. Svalir í suðvestur. Parket og dúkur á gólfum. Stutt í leikskóla, skóla og alla þjónustu. Sameign mjög snyrtileg. Íbúðin er laus strax. 3726 Landsbyggðin LAUGARÁS - BISKUPSTUNGUR Til sölu áhugav. glæsil. 137 fm einb. á einni hæð auk um 50 fm bílskúrs. Hér er um að ræða skemmtil. eign, byggða eftir 1980. Húsið er í fögru umhverfi. Hitaveita, stór ræktuð lóð. Eign sem vert er að skoða. 14320 BÚJARÐIR BÚJARÐIR Til sölu hjá okkur er nú fjöldi áhugaverðra jarða m.a. hlunnindajarðir, jarðir með greiðslumark í sauðfé og mjólk, einnig jarðir fyrir garð- yrkju, skógrækt, hrossarækt, svínarækt, frístundabúskap og ferða- þjónustu. Jarðir þessar eru víðsvegar um landið. Erum einnig með á söluskrá fjölda sumarhúsa og hesthúsa. Hjá okkur er einnig oft til sölu framleiðsluréttur í mjólk. Lítið við á www.fmeignir.is eða fáið senda söluskrá í pósti eða á skrifstofu. SELFOSS - EINBÝLI - ÚTSÝNI Til sölu áhugavert 153 fm einbýli sem er hæð og ris. Eignarlóð. Góður út- sýnisstaður. Fyrirliggjandi samþ. teikning af tvöföldum bílskúr. Laust fljótlega. 14289 REYKJAMÖRK - HVERAGERÐI Gott 229 fm einbýli ásamt 31 fm bíl- skúr. Um er að ræða glæsilegt stein- hús byggt 1971. Eign sem áhugavert er að skoða. Verð 17,8 m. 14324 EINBÝLISHÚS Sunnubraut 202 fm einbýli á einni hæð með innbyggðum bílskúr. Hús á mjög eftirsóttum stað við sjávargötu. Einkas. V 20.0 m Álfhólsvegur 152 fm nýl. endurbyggt einb. á tveimur hæðum 5 svefnh. 41 fm bíl- skúr, einkas. V 18,0 m. Langabrekka 257 fm einbýli á tveim- ur hæðum, góð innr. í eldh. 4 svh. Á jarðh. er 2ja herb. ósamþykkt íbúð, 43 fm bílskúr, mikið útsýni. Hrauntunga 138 fm einbýli á einni hæð, mikið endurnýjað, t.d. nýl. innr. í eld- húsi, 4 svefnh. 36 fm bílskúr, eign í mjög góðu lagi. Einkas. Furugrund 133 fm einbýli á einni hæð, nýlegt parket, 4 svefnh., 30 fm bíl- skúr. Einkas. RAÐHÚS OG PARHÚS Starengi Glæsilegt 150 fm endaraðhús á einni hæð, mjög fallegar innréttingar, gegnheilt parket, 21 fm bílskúr, einkasala. (958) Bræðratunga 124 fm raðhús á tveimur hæðum, 3 svefnh. laust fljótl. áhv. 3,0 m. Byggsj. Einkasala. V 16,3 m. (944) Fjarðarsel 147 fm mikið endurnýjað endaraðhús, 4 svefnh. 24 fm bílskúr (929) SÉR HÆÐIR. Þinghólsbraut 133 fm efri hæð með sér inng. í tvíbýli, 4 svefnh. falleg innrétting í eldhúsi, parket á gólfum, góð eign, bíl- skúrsréttur. 2JA TIL 4RA HERB. ÍBÚÐIR. Stórholt 3ja herb. 77 fm á 1. hæð í tví- býli, nýleg innr. í eldhúsi, aukaherb. í kjall- ara, einkas. V 9,8 m. Gnoðavogur 77 fm 3ja herb. enda íbúð á 2. hæð, laus strax, einkas. Reynihvammur 60 fm neðri hæð með sér inng. í tvíbýli afh. fullfrágengið að utan án málningar og tilbúið til innréttingar. Til afh. strax. Þinghólsbraut 104,7 fm á 1. hæð með sér inng. 4 svefnh. NÝBYGGINGAR. Jónsgeisli 215,7 fm raðhús á tveimur hæðum 4 svefnh. stór stofa, 22 fm bílskúr. Afhent tilbúið að utan með grófjafnaðri lóð, en að innan fulleinangrað og múrðir út- veggir, maghónií-gluggar. Atvinnuhúsalóð 2070 fm til sölu, samþykktar teikingar fyrir 1026 fm húsi, byggingarhæf í vor. SUMARHÚSALÓÐIR Eigum eftir nokkra skógivaxnar lóðir í landi Hvamms við Skorradalsvatn. Allar nánari uppl. og teikningar á skrifstofu og á www.eignaborg.is HÖFUM Fjársterkan kaupanda að einbýlis- húsi við Birkigrund í Kópavogi.Sjá nánar og fleiri eignir á á netinu www.eigna- borg.is/ SJÁ NÁNAR OG FLEIRI EIGNIR Á NETINU WWW.EIGNABORG.IS/— Hamraborg 12, Kópavogi, sími 564 1500, fax 554 2030. Jóhann Hálfdánarson, Vilhjálmur Einarsson, löggiltir fasteigna- og skipasalar  564 1500 20 ára EIGNABORG FASTEIGNASALA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.