Morgunblaðið - 28.03.2002, Page 8

Morgunblaðið - 28.03.2002, Page 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 28. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Breytingar á heilbrigðiskerfi landsmanna Umræða sé lif- andi og upplýst Áársfundi Rann-sóknarstofnunar íhjúkrunarfræði í Háskóla Íslands fyrir skemmstu var fjallað um breytingar á rekstrar- formi heilbrigðisþjónust- unnar. Þar héldu nokkrir sérfræðingar fyrirlestra um hin ýmsu svið breyt- inganna og í pallborðsum- ræðum og manna í millum kom glöggt fram, að sögn Helgu Jónsdóttur dósents í hjúkrunarfræði við HÍ, að skoðanir eru skiptar og ekki allir á eitt sáttir. Morgunblaðið lagði nokkr- ar spurningar fyrir Helgu. Hverjar eru helstu breytingarnar sem hér um ræðir? „Umræða um íslenskt heilbrigðiskerfi hefur á undanförnum árum ein- kennst mjög af kröfu um hagræð- ingu og aukin afköst. Þegar hefur þessa orðið vart, m.a. í styttri legutíma sjúklinga á sjúkrahús- um, auknu vinnuálagi á heilbrigð- isstarfsfólk, löngum biðlistum eft- ir sjúkrahúsþjónustu og vistun á hjúkrunarheimili, auknum út- gjöldum einstaklinga og fjöl- skyldna vegna minni hlutdeildar ríkisins í kostnaði við sérfræði- þjónustu, þjálfun og lyfjakaup. Á undanförnum árum hefur orðið veruleg breyting á Vesturlöndum í þá veru að ríkisábyrgð á heil- brigðisþjónustu hefur minnkað en fjárhagsleg ábyrgð, ábyrgð á eig- in heilsu og ábyrgð á umönnun sjúkra og aldraðra hefur færst æ meir á herðar einstaklinga og fjöl- skyldna. Þessa þróun má greina hér á landi. Í þessu samhengi er verið að leggja til ýmsar breyt- ingar á rekstrarformum. Sumar eru þegar komnar í framkvæmd eins og þjónustusamningar við einkaaðila um rekstur hjúkrunar- heimilis.“ Hafa þessar breytingar verið illa kynntar almenningi? „Íslensk heilbrigðisþjónusta á að þróast í samvinnu opinberra aðila, heilbrigðisstarfsmanna, fræðimanna og almennings sem þiggjanda þjónustu jafnframt því sem hann stendur straum af rekstri heilbrigðisþjónustunnar sem skattgreiðendur. Nú er þessi samvinna ekki með þeim hætti sem æskilegast væri. Gott heil- brigðiskerfi er hornsteinn velferð- arkerfis okkar og umræðan um það þarf að vera lifandi og upp- lýst. Hún þarf að byggjast á rann- sóknum og þekkingu og taka mið af væntingum og þörfum íslensks samfélags og má ekki takmarkast við þrönga pólitíska og efnahags- lega hagsmuni.“ Er verið að varpa meiri ábyrgð á sjúklinga og aðstandendur þeirra? „Í sjálfu sér ber hver og einn einstaklingur ábyrgð á varðveislu eigin heilbrigðis að því marki sem hann hefur bolmagn til. Hins veg- ar er það svo að þegar heilsan bilar þarfnast fólk aðstoðar heilbrigð- isstarfsmanna og þá á sú aðstoð að vera auð- sótt. Með styttri legu- tíma á sjúkrahúsum, löngum bið- listum eftir sjúkrahús- og hjúkrunarheimilisdvöl, hærri líf- aldri fólks og aukningu lang- vinnra sjúkdóma gefur auga leið að einstaklingar og fjölskyldur eru í verulega vaxandi mæli að annast lasburða og aldraða í heimahúsum og það oft án full- nægjandi aðstoðar. Einnig skiptir máli hvort þau gera það nauðug eða viljug. Konur bera í langflest- um tilvikum hitann og þungann af umönnun nákominna ættingja. Vinna íslenskra kvenna utan heimilis er mikil og taka þarf mið af henni í þessum aðstæðum.“ Hvernig kemur einkarekstur í heilbrigðiskerfinu inn í þessa um- ræðu? „Íslenskt heilbrigðiskerfi hefur flokkast að mestu leyti sem fé- lagslegt kerfi en hefur verið að færast meira til einkareksturs. Það getur m.a. haft í för með sér ójafnari aðgang að þjónustu. Hins vegar er mikilvægt að greina á milli einkareksturs og einkavæð- ingar sem felur í sér einkafjár- mögnun á heilbrigðisþjónustu. Einkarekstur getur hins vegar rúmast innan félagslegs heilbrigð- iskerfis.“ Hvað vill fagfólk í heilbrigðis- geiranum gera í þessu máli? „Svar við þessari spurningu er ekki eitt. Mörgum finnst þeir ekki hafa svigrúm í núverandi kerfi til að starfa með þeim hætti sem þeir kjósa og þrýsta á um aukið sjálf- stæði í rekstri. Vissulega geta ver- ið þar margvísleg tækifæri og mikilvæg þjónusta sem fólk þarfn- ast eða gerir kröfu um að fá. Það sem brennur hvað mest á hjúkr- unarfræðingum er hins vegar mikið vinnuálag. Kröfur um af- köst hafa aukist mjög verulega og víða hafa hjúkrunar- fræðingar ekki tæki- færi á að annast skjól- stæðinga með þeim hætti sem þekking þeirra býður og þarfir skjólstæðinga segja til um. Að missa heilsuna tímabundið eða ævilangt er flestum ærið við- fangsefni. Stuðningur hjúkrunar- fræðinga við fólk í slíkum aðstæð- um getur skipt sköpum fyrir fólk til að lifa innihaldsríku lífi. Á með- an einungis er hægt að uppfylla brýnustu þarfir er ljóst að fólk fer í vaxandi mæli á mis við slíkan stuðning.“ Helga Jónsdóttir  Helga Jónsdóttir er fædd 1957 og ólst upp á Húsavík. Lauk BS- prófi í hjúkrunarfræði frá HÍ 1981 og doktorsprófi í hjúkr- unarfræði 1994 frá Minnesota- háskóla. Hefur starfað á sjúkra- húsum í Reykjavík, Akureyri, Húsavík og Ósló og kennt hjúkr- unarfræði með hléum frá 1983. Er nú dósent í hjúkrunarfræði við HÍ og verkefnastjóri á Lands- spítala – háskólasjúkrahúsi. Maki er Arnór Guðmundsson, þróunarstjóri í mennta- málaráðuneytinu, og eiga þau synina Ágúst og Sverri. Auknar kröfur um afköst

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.