Morgunblaðið - 28.03.2002, Síða 16

Morgunblaðið - 28.03.2002, Síða 16
SUÐURNES 16 FIMMTUDAGUR 28. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ BARA ÞAÐ BESTA! bjalkabustadir.is sími 58-4070 Sumarhús - íbúðarhús alls konar hús ÓSKAR Gunnarsson, forseti bæjar- stjórnar, verður áfram efsti maður á K-listanum í Sandgerði við komandi bæjarstjórnar- kosningar. K verður nú listi óháðra borgara og Samfylking- arinnar en við síðustu kosning- ar bar hann nafn Alþýðuflokks og óháðra. Tillaga upp- stillingarnefndar að lista var samþykkt samhljóða á fundi Bæjarmálafélags K-listans í fyrrakvöld. K-listinn er með fjóra full- trúa af sjö í bæjarstjórn Sandgerðis og hefur haft hreinan meirihluta frá kosningunum 1994. Þrír bæjarfulltrú- ar bjóða sig fram í fjórum efstu sæt- unum en Sigurður H. Guðjónsson, sem síðast skipaði fjórða sætið, gaf ekki kost á sér til framboðs í efstu sætin að þessu sinni. Fyrsti varamað- ur K-listans, Ingþór Karlsson, fer í þriðja sætið og Jóhanna H. Norð- fjörð, formaður bæjarráðs, færist nið- ur í það fjórða, baráttusæti listans fyrir hreinum meirihluta. Listinn er þannig skipaður: 1. Óskar Gunnarsson forseti bæj- arstjórnar, 2. Sigurbjörg Eiríksdóttir bæjarfulltrúi, 3. Ingþór Karlsson vél- fræðingur, 4. Jóhanna Sólrún Norð- fjörð formaður bæjarráðs, 5. Bergný Jóna Sævarsdóttir grunnskólakenn- ari, 6. Hörður Kristinsson kaupmað- ur, 7. Helga Sigurðardóttir stuðn- ingsfulltrúi, 8. Ásgeir Þorkelsson verkstjóri, 9. Brynhildur Kristjáns- dóttir hárgreiðslumeistari, 10. Gunn- ar Guðbjörnsson húsasmíðameistari, 11. Árný Hafborg Hálfdánsdóttir listamaður, 12. Sturla Þórðarson tannlæknir, 13. Þórdís Stefánsdóttir starfsmaður íþróttamiðstöðvar og 14. sætið, heiðurssætið, skipar Sigurður H. Guðjónsson bæjarfulltrúi. Óskar Gunnarsson leiðir K-listann Óskar Gunnarsson Sandgerði Geisladiskahulstur aðeins 500 kr. NETVERSLUN Á mbl.is ALLGÓÐAR undirtektir voru við auglýsingu flugvallarstjórans á Keflavíkurflugvelli um sex til sjö lausar lóðir á flugþjónustusvæði vallarins. Lóðirnar sem eru vestan Flugstöðv- ar Leifs Eiríkssonar eru ætlaðar til byggingar þjónustuhúsa fyrir bílaleigur og snyrtilega þjónustu sem tengist flugsækinni starfsemi. Verður fyrstu lóðunum úthlutað á vormán- uðum, samkvæmt upplýsingum Björns Inga Knútssonar flugvallarstjóra, og tekur hann fram að enn séu lausar lóðir. Af þessu tilefni hefur Sigurður Thoroddsen arkitekt og nefndarmaður í skipulags-, bygg- ingar- og umhverfisnefnd varnarsvæða tekið saman upplýsingar um þróun borgaralegs flugs um flugvöllinn og fara þær hér á eftir. Fram kemur að reglulegt millilandaflug Ís- lendinga um Keflavíkurflugvöll hófst 1962, á vegum Loftleiða, og var farþegaafgreiðsla í gamalli flugstöð varnarliðsins sunnan flugvall- arins. Á þessum árum var mikill uppgangur í starfsemi Loftleiða, þannig að fljótlega kom í ljós að aðstaðan í flugstöðinni yrði ekki til frambúðar, enda stækkunarmöguleikar tak- markaðir og landrými og aðstæður ekki með þeim hætti að hægt yrði að mæta þeirri þörf á stækkun flugstöðvarinnar, sem fyrirsjáanleg var. Auk þessa annmarka var gamla flug- stöðin inni á miðju athafnasvæði varnarliðsins með tilheyrandi óhagræði fyrir þá sem hlut áttu að máli. Borgaralegt flug skilið frá Árið 1970 var fenginn hingað til lands flug- vallarsérfræðingur á vegum ICAO til að gera tillögur um framtíðaruppbyggingu Keflavík- urflugvallar og staðsetningu nýrrar flugstöðv- ar. Samkvæmt tillögum hans var lagt til að hafa nýja flugstöð norðan brautarkerfis flug- vallarins, og var sú staðsetning staðfest í að- alskipulagi Keflavíkurflugvallar. Miðað við til- löguna var m.ö.o. lagt til að skilja að starfsemi borgaralegs og hernaðarlegs flugs á flugvell- inum. 22. október 1974 var undirritað sam- komulag milli íslenskra og bandarískra stjórnvalda um aðskilnað borgaralegrar og hernaðarlegrar starfsemi á Keflavíkurflug- velli og í framhaldi af því var tekin ákvörðun um byggingu nýrrar flugstöðvar fyrir borg- aralegt flug á svæði norðan flugvallarins. Byggingaframkvæmdir hófust 1983 og lauk þeim 14. apríl 1987 þegar Norðurbygging Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar var tekin í notkun. Á þeim 15 árum sem liðin eru, hafa á svæðinu risið margvíslegar aðrar byggingar í tengslum við flugstarfsemina. Fljótlega eftir að flugstöðin var tekin í notkun voru byggðar þjónustubyggingar við flughlað á vegum olíufélaganna og eldsneyt- isbirgðastöð. Einnig viðhaldsþjónustubygg- ing, flugeldhús og flugfraktmiðstöð í eigu Flugleiða. Ennfremur flugfraktmiðstöð á veg- um Vallarvina og flugþjónustubygging í eigu Suðurflugs. Í tengslum við aðild Íslands að Schengen-samkomulaginu var síðan árið 1999 hafist handa við stækkun Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og svokölluð Suðurbygging tekin í notkun í mars 2001. 3,5 milljónir farþega 2025 Þegar Norðurbygging Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar var tekin í notkun í apríl 1987 var árlegur farþegafjöldi um flugvöllinn 700.000, en á síðasta ári var fjöldinn orðinn 1,4 millj- ónir. Gerðar hafa verið áætlanir um hugs- anlegan fjölda farþega á næstu árum og er reiknað með að hann verði 3,5 milljónir árið 2025. Samkvæmt aðal- og deiliskipulagi, sem í gildi er fyrir svæðið, er gert ráð fyrir að vest- an Norðurbyggingar flugstöðvarinnar rísi snyrtileg þjónustu- og atvinnustarfsemi af ýmsu tagi og bílaleigur. Í síðari áfanga verður byggt hótel með ráðstefnuaðstöðu og stjórn- sýslubygging fyrir Flugmálastjórn á Keflavík- urflugvelli, sýslumannsembætti, lögreglu, toll- gæslu og útlendingaeftirlit. Einnig skrifstofu- byggingar fyrir tiltekna starfsemi. Eins og að framan greinir voru auglýstar lóðir til úthlutunar í fyrsta áfanga svæðisins, þ.e. fyrir snyrtilega þjónustu- og atvinnustarf- semi sem tengist flugrekstrinum, og lauk um- sóknarfresti 21. mars 2002. Það skilyrði er sett fyrir lóðaúthlutun að um flugsækna starf- semi sé að ræða. Vegna nálægðar við Flugstöð Leifs Eiríks- sonar, sem er helsta aðkomuhlið ferðamanna til Íslands, eu gerðar miklar kröfur til yf- irbragðs byggðarinnar. Miðað er við að gróð- ur og ræktun verði á lóðunum til að skapa að- laðandi yfirbragð og er markmiðið með uppbyggingunni: að skapa heillegt yfirbragð með mótun byggðar fyrir fjölbreytta þjón- ustustarfsemi sem tengist flugrekstri; að laga nýja byggð að landslagi svæðisins með tilliti til útsýnis, legu gatna og veðurfars; að að- skilja eftir því sem mögulegt er umferð stórra ökutækja og fólksbíla; að draga úr áhrifum stórra bílastæða sem nauðsynleg eru innan svæðisins og að útlit og gerð húsa verði snyrtileg. Gert er ráð fyrir að byggingar í fyrsta áfanga verði 2 til 3 hæðir en byggingar í síðari áfanga úthlutunar 2 til 3 hæðir og allt að 7 hæðir að hluta. Lögð er áhersla á að sú byggð sem næst verður Flugstöð Leifs Eiríkssonar myndi snyrtilega húsalínu gagnvart flugstöð- inni. Segja má að hingað til að hafi tekist vel að halda góðu yfirbragði byggðar á flugstöðv- arsvæðinu á Keflavíkurflugvelli og verður lögð rík áhersla á að svo verði einnig í fram- tíðinni, segir ennfremur í greinargerð Sig- urðar Thoroddsen. Flugvallarstjórinn undirbýr úthlutun nokkurra lóða á flugþjónustusvæði vestan við flugstöðina Ætlaðar fyrir snyrtilega flug- sækna starfsemi Tölvuteikning/Gláma/Kím Fyrirhugað flugþjónustusvæði er vestan við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Eitt hús er risið, flugeldhús Flugleiða, en það er gráa lága húsið sem sést á bak við rauða turninn. Keflavíkurflugvöllur FRAMSÓKNARFLOKKURINN í Reykjanesbæ býður bæjarbúum á opna fundi í Framsóknarhúsinu, Hafnargötu 62, og eru fundirnir vettvangur bæjarbúa til að hafa áhrif á stefnu flokksins, segir í fréttatil- kynningu. Fyrsti fundurinn var í gærkvöldi og fjallaði hann um íþrótta- og tóm- stundamál. Hópstjóri er Einar Helgi Aðalbjörnsson. Þriðjudaginn 2. apríl verður fund- ur um skipulags- og umhverfismál. Hópstjórar eru Magnús Daðason og Kjartan Már Kjartansson. Þá verður fjallað um atvinnumál á fundi mið- vikudaginn 3. apríl og er Þorsteinn Árnason hópstjóri. Fundirnir hefjast allir klukkan 20 og standa í tvær klukkustundir. Opnir fundir hjá Fram- sóknarflokki Reykjanesbær ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.