Vísir - 06.05.1980, Blaðsíða 24

Vísir - 06.05.1980, Blaðsíða 24
VtSIR Þriðjudagur 6. maí 1980, síminner 86611 Spásvæöi Veöurstofu tslands eru þessi: 1. Faxaflói, 2. Breiöafjöröur, 3. Vestfiröir, 4. Noröurland, 5. Norðausturland, 6. Austfiröir, 7. Suðausturland, 8. Suövest- urland. Veöurspá úagsins Yfir N-Grænlandi er 1035 mb hæð en 1011 mb lægð yfir N- Noregi. Svalt verður norðan- lands og austan en sæmilega hlýtt að deginum annars stað- ar. SV-land til Breiðafjaröar: A og síðan NA kaldi, skýjað og dálitil rigning á stöku stað. Vestfiröir: NA kaldi en sums staðar stinningskaldi skýjað að mestu. Noröurland til Austfjaröa: NA gola eða kaldi, skýjað að mestu og sums staðar smáél. Suðausturiand: NA gola eða kaldi, skýjað og sums staðar rigning i fyrstu. Veðrið hér og har Klukkan sex f morgun: Akureyri alskýjað 9, Bergen þoka 4, Khöfn léttskýjað 10, ósló heiðrikt 10, Stókkhólmur heiðrikt 7, Reykjavik skýjað 6, Þórshöfn alskýjað 4. Klukkan átján i gær: Berlín léttskýjað 11, Feneyjar rign- ing 15, Frankfurt léttskýjað 13, Nuuk léttskýjað 4, London léttskýjað 10, Luxembourg léttskýjar 10, Las Palmas hálfskýjað 21, Montreal skúr- ir 9, New York heiðrikt 27, Paris skýjað 11, Róm skýjað 16, Vin rigning 6, Winnipeg léttskýjað 19... LoKi Viöræöur viö Norömenn eiga aö hefjast á morgun, og verður ekki annaö séö en stjórnmálafiokkarnir fjórir hafi enn hver sina stefnu i málinu og básúna þaö mjög i flokksmálgögnunum. Þetta er sjálfsagt ný ieiö til aö sýna Norömönnum, aö islendingar standi einhuga saman. Miklar bréfaskríKir bænfla vegna kvótaskiptingarinnar: „Finnst menn taka bessu skynsamlega” „Þaö hefur alla tiö veriö reiknaö meö þvi, og lögin gera ráö fyrir þvi aö svona athugasemdir berist,” sagöi Hákon Sigurgrímsson hjá Framleiösluráöi landbúnaöarins þegar Vlsir spuröi hann um eöli mikils fjölda bréfa, sem Framleiösluráöi hefur borist frá bændum vegna kvótaskiptingarinnar á framleiöslu þeirra. „Það er ekki hægt aö kalla þetta mótmæli eða óánægju,” sagði Hákon. „Við sendum hverjum einasta bónda útreikn- ing fyrir hans jörö og slöan gefst honum tækifæri til að gera athugasemd við útreikninginn. Þaö berst eðlilega mikið af athugasemdum, vegna þess að þau gögn, sem við höfum uppúr að vinna, skattframtölin, eru ekki gerð til að taka svona upplýsingar uppúr þeim. Athugasemdirnar eru aöal- lega þrenns konar, það er . inn- legg barna og skyldmenna, sem kemur fram á þeirra skattfram- tölum, sjáum við ekki og tökum ekki með og menn biðja um að það sé tekið meö, þvi öll fram- leiðsla á jöröinni myndar bú- markið. Flestar athugasemdir- nar eru útaf svona atriöum. Siðan eru frumbýlingar, sem reglugerðin gerir ráð fyrir aö þeirra aöstaða sé skoðuð sérstaklega, þess vegna verða þeir að skrifa og I þriðja lagi er hópur manna, sem hefur staöið i fjárfestingum undanfarin ár og verið að auka, þeirra stööu þarf llka að skoða sérstaklega. Framleiösluráð hefur kosið sérstaka nefnd til að sinna þessu og hún er tekin til starfa og gert er ráð fyrir að landbúnaðarráð- herra kjósi sérstaka yfirnefnd, sem tekur til endanlegs úrskurðar öll ágreiningsatriði. Ég verð að segja,” sagði Hákon að lokum, „að mér finnst menn taka þessu mjög skyn- samlega. Þeim finnst að sjálf- sögðu súrt I broti að þurfa að draga saman, en mér finnst að menn geri sér fyllilega grein fyrir því aö það er eins og stendur ekki annað að gera.” —SV. Hafnflrð- ingnum sleppi úr Italdi Hafnfiröingur á sextugsaidri sem setiö hefur I gæsluvaröhaldi í liölega hálfan mánuö mun losna úr haldi I dag. Hann var úrskurö- aöur i gæsluvaröhald meöan rannsökuö voru tildrög þess aö kona hans hlaut alvarleg höfuö- meiösi á heimili þeirra. Maöurinn tilkynnti lögreglunni að konan hefði dottið utan I vegg og meitt sig, en grunur vaknaði að maöurinn væri valdur að áverkunum. Konan lá dögum saman meðvitunarlaus á sjúkra- húsi en er nú komin til meðvit- unar. Hins vegar hefur ekki reynst unnt aö yfirheyra hana enn sem komið er. Gæsluvarðhalá mannsins rennur út I kvöld og telur Rann- sóknarlögregla rlkisins ekki ástæöu til aö krefjast framleng- ingar á þvl. —SG. BlÚ PRJÖNAR Hallgerður Hauksdóttír situr hér hest sinn/ Bió að nafni, með glæsibrag. Vísismynd: GVA MEIRI FISKBIRGBIR I LANDINU EN IFYRRA „Birgðirnar af fiski eru meiri núna en á sama tima i fyrra,” sagði Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson forstjóri Sölumiðstöðvar Hraðfrystihúsanna i samtali við Visi. Töluverðar b irgöir fiskaf- urða munu nú vera fyrirliggj- andi I landinu. Eyjólfur sagði, aö mikill saltfiskur væri tilbú- inn til útflutnings, einnig heföi mikiö verið hengt upp af skreið. Ennfremur væri til mikiö magn af frystum fiski, og t.d. væri 30% meira af þorski nú en á sama tima I fyrra. Hins vegar sagöi hann, aö sala væri svipuð og I fyrra, aðeins lakari ef eitt- hvað væri, þvl Englandsmark- aður t.d. væri mun lélegri I ár en I fyrra. Stafaði það einkum af þvi, að mikið magn af frystum fiski heföi borist á Englands- markað, t.d. frá Danmörku og Hollandi. Sigurður Markússon fram- kvæmdastjóri Sjávarafuröa- deildar SIS sagði hins vegar að nú væru fyrirliggjandi 6800 tonn frystra afuröa hjá þeim skv. yfirliti frá 19. apríl. Þetta svaraöi til 9 vikna framleiðslu. Að visu væri þetta aðeins meira en á sama tíma I fyrra, en þá var lika framleiðslan I algjöru lágmarki, sagði Sigurður að lokum. —K.Þ.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.