Vísir - 19.05.1980, Blaðsíða 20

Vísir - 19.05.1980, Blaðsíða 20
Mánudagur 19. mal 1980 20 VerQur ekkert oert í málinu Pðit eftlrlitsstofnun lagmetls hér á landi teiji um skýiaust brot að ræða? „Innflytjandinn hefur greini- lega gerst brotlcgur viö reglur ráöuncytisins.’ „Hér er um skýlaust regiugeröarbrot aö ræöa.” „Þaö er veriö aö athuga hvort ástæöa sé til aö kæra I þessu máli.” Þessar yfirlýsing- ar voru gefnar af mönnum I opinberum stööum I mars, um útflutning á lagmeti án leyfa til Danmerkur. Uppriflun Vísir sagöi fyrst frá þessu 26. mars s.l., 29. april segir Visir frá viðbrögöum manna i kerfinu og annarra, þegar leitaö var uppíýsinga um stööu málsins. Þá visaði hver frá sér og greini- Iegt var að engin hreyfing var á málinu. Nú hefur Visir enn farið á stúfana að leita upplýsinga um máliö og það verður aö segjast eins og er að móttökur voru æði mismunandi, allt frá lipurri fyrirgreiðslu niöur i útúrsnún- ing, undanbrögð og jafnvel hótanir. Til að auövelda lesend- um að fylgjast meö, birtum viö nú helstu samtölin, sem fram fóru núna I siöustu umferð. Flest eru að visu nokkuð stytt, en það sem máli skiptir kemur fram I þeim. Einnig fylgir hér með tilvisun I lög og reglugerð um útflutning á lagmeti. Danskt vottorð en ekki ísienskt Agnar Samúeisson I Kaup- mannahöfn hafði hug á að kaupa 700 lunnur af gamalli sild, sem Framleiðslueftirlit sjávarafurða var búið aö dæma ónothæfa. Seljandinn, K. Jóns- son & Co h.f. á Akureyri, lagöi hluta af sildinni niður I dósir. Siðan var þessi niöurlagöa sfld flutt sjóleiöis til Reykjavikur og komiö i vörugeymslur Eim- skips, farmbréf fyllt út og beðið um flutning meö ákveðnu skipi á ákveðnum tíma til Danmerk- ur. Ekkert lagmeti má flytja úr landi, nema Rannsóknarstofr.un fiskiönaðarins hafi áöurgefiö út vottorð um ágæti þess. Ekki var leitaö eftir sliku vottoröi, nema munnlega og engin sýnishorn send til rannsóknar. Hins vegar var dönsk stofnun fengin til að gefa út vottorð um að varan væri neysluhæf I Danmörku, og siöan — þegar varan er föst i vörugeymslu I Danmörku, vegna skorts á útflutningsleyfi — er herjað á Rannsóknar- stofnunina og, að þvi er virðist — Viöskiptaráðuney tið, meö hið danska vottorö eitt að vopni, til aö reyna að ná út fullgildum út- flutningspappirum. Enn hefur það ekki tekist og varan liggur i Danmörku. 1 raun virðist mér hver sem er geta flutt hvað sem er til út- landa án nokkurra athuga- semda af hálfu Islenskra yfir- valda, fyrr en varan er komin I erlenda höfn, þrátt fyrir skýr ákvæði um annað I lögum. Rannsóknastofnun fisk- iðnaðarins var vel á verði og vakti athygli iðnaðarráðuneytis og viðskiptaráðuneytis á hinum ólöglega útflutningi með bréfi dagsettu 7. mars. Fulltrúi I við- skiptaráöuneytinu segir fyrst aö reglur hafi greinilega verið brotnar og aö það sé i athugun hvort ástæða sé til kæru. Síðan segist hann ekki vita til aö neitt sé gert i málinu og að lokum neitar hann aö gefa upplýsing- ar. Hver er svo þáttur tollstjóra? Hann viröist ekkert um málið vilja vita og ekki er sjáanlegt aö hann geri neitt til aö upplýsa þaö, þrátt fyrir að athygli hans hafi verið vakin á þvi. Hann virðist ekki einu sinni vita að vörunni var skipað út i hans um- dæmi, þ.e. i Reykjavik og hann lýsir þvi hiklaust yfir aö útflutn- ingur af þessu tagi sé aigengur, þrátt fyrir skýr fyrirmæli i lög- um til hans um aö sjá um að slikt gerist ekki. Tollgæslustjóri er sama sinnis og hefur ekkert við málflutning tollstjóra að athuga. Nú er engu likara en að ylir- völd hafi gert með sér sam- komulag um að gera ekkert i þessu máli, þrátt fyrir skýlaus- ar yfirlýsingar um lögbrot og að Rannsóknarstofnun fisk- iðnaðarins lýsti þeirri skoöun sinni aö athæfiö gæti skaðað markaö okkar i Danmörku. Sumir aðilar máisins virðast lita svoá aö Islensk framleiöslu- vara, sem liggur i Danmörku, hafi i raun ekki veriö flutt út frá Islandi og sé ekki formlega komin inn i annað land, vegna þess aö útflutningspappirar hafi ekki verið fuiinægjandi. Slikt virðist hártogun á orðalagi reglugeröarinnar. Þar segir aö vottorö Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins skuli fylgja vör- unni. Þaö er vel að Rannsókna- stofnunin skuli standa svo dygg- an vörð um skyldur sinar, sem raun ber vitni. Nú er bara að blða og sjá hverju fram vindur og hvort einhver kærir einhvern. Sem stendur eru mestar llkur á aö eina kæran i málinu, verði kæra á hendur Vísi, fyrir að segja frá brotinu, að minnsta kosti bar slikt á góma i samtölum blaðs- ins viö aðila málsins. SV. Framleiðsluefiirlit sjávar- afurða búlð að dæma síldlna alla ónýla fyrir útliulnlng Fengust ekki til að „dæma petta gott” Urátt fyrir danska pappíra, segir innflytjandinn til Danmerkur, Agnar Samúeisson GANGUR MÁLSINS í RÁÐUNEYTINU Agnar Samúeisson, i Kaup- mannahöfn, innfiytjandi slldar- innar til Danmerkur var einn þeirra aðila, sem blaðamaður VIsis hafði tal af vegna þessa máls. Hann var tegur til þess að svara spurningum um málið, ekki slst vegna þess að margt hefði verið rangt I fréttum um slldarútflutn- inginn. Vlsir spurði hann þá hvort ekki væri ástæða til að hann upp- lýsti hver sannleikurinn I málinu væri. Ef þið hefðuð elskað sann- leikann „Ég er búinn aö segja ykkur sannleikann og þaö kom smá- klausa á bakslöunni hjá ykkur, þar sem allt var öfugsnúiö og vit- laust. Ef þiö heföuö elskaö sann- leikann heföuð þið fljótlega kom- ist að þvi, að það fór ekki ein ein- asta dós af gaffalbitum úr landi, þetta voru nokkrar dósir af matarsíldarflökum, stórar, 1,2 kg sem var lagt niöur um haustiö. Ég ætlaði að taka þarna 700 tunn- ur, sem var búiö að dæma ónýtt hjá honum Kristjáni og þess vegna lagöi hann niöur I þessar dósir fyrir mig. Ég fór tvisvar sinnum til Islands til aö reyna aö fá útflutningsleyfi fyrir þessu. Það tókst ekki af þvi aö Jóhann Guömundsson forstööumaður Framleiðslueftirlits sjávarafurða var búinn aö dæma þetta allt saman ónýtt og þess vegna gat hann ekki fengiö sig til aö dæma þetta gott, þrátt fyrir aö ég væri meö I höndunum pappira frá In- dustri tilsynet (Fiskeriminesteri ets industri tilsyn) um aö þetta væri fyrsta flokks vara.” „Þrátt fyrir það flytur þú vör- una til Danmerkur?” „Ég? Heyrðu, spurðu Eimskip hver sé útflytjandinn að þessu. Ég flyt ekkert út frá Islandi, ekki neitt.” „Gefur þú ekki upp hver sé út- flytjandinn?” „Ég veit það ekki, ég hef enga pappira fengið. Þess vegna spyr ég, fáöu það upp hjá Eimskip hvort ég hafi flutt þetta út.” „Hefur þú ekki beöiö um flutn- ing á vörunni?” „Spurðu Eimskip um hvort ég hafi beöið um flutning.” Stefán vissi miklu betur „Hvað hyggst þú gera við þessa vöru núna?” „Ég bið bara eftir aö fá útflutn- ingsleyfi frá íslandi.” „Attu von á aö það gangi?” „Þaö væri nú merkilegt ef is- lensk yfirvöld vilja ekki viður- kenna niðurstöðu yfirvaldanna hér i Danmörku, sem okkar visindamenn sækja allt sitt vit i, gagnvart niðursuðu. Ég veit þá ekki hvað er I veginum. Niður- staöa Dana liggur fyrir hjá is- lenskum yfirvöldum, spurðu bara hann Stefán Gunnlaugsson full- trúa I viöskiptaráöuneytinu um það. Þaö kom skeyti frá sendiráð- inu hér i Kaupmannahöfn fyrir löngu siðan og áöur en þiö skrifuöuö þessa grein og Stefán Gunnlaugsson vissi miklu betur, þegar hann fór að ljúga og segja að það ætti að fara að höfða mál á mig, þá var búið aö senda honum gegnum sendiráðið telex um hlut- ina, bæöi innflutningsleyfið frá yfirvöldunum hér og vottorðið um rannsóknina.” Bara keyrt frá skipi i skip „Getur þú upplýst hvernig hægt er að flytja vöru úr landi hér, án þess að tilskilin leyfi hafi feng- ist?” „Ég hef áður sagt ykkur að það er útaf misskilningi.” „Hvernig var sá misskilning- ur?” „Varan kom frá Akureyri og átti bara að liggja i pakkhúsi i Reykjavik, þar til aö nauðsynleg skilrfki voru útbúin. En það hittist bara svona á að á sama tima og skipiö kemur frá Akureyri er ver- ið að lesta skip til Kaupmanna- hafnar. Þetta voru þrir smápallar og þetta var merkt stórum stöfum og þeir hafa bara keyrt frá skipi i skip. Svona eru nú þessi mistök”. „Voru þá engir papplrar fylltir út, sem óskuðu eftir að varan héldi áfram til Danmerkur?” „Jújú, það hefur legiö beiðni fyrir, frá tslensku umboðssölunni fyrir útflutningnum.” „Er tslenska umboðssalan um- boösaðili fyrir þig á Islandi?” „Viö höfum skipt mikið saman já.” „Þeir eru það?” „Þeir eru engir umboösmenn, en viö höfum skipt mikiö saman eins og fyrirtæki gera.” Stefán Gunnlaugsson fulltrúi í Viðskiptaráðu- neytinu sagði i viðtali við Vísi 26. mars að innflytj andinn hefði greinilega gerst brotlegur við reglur ráðuneytisins, hvað varð- ar þennan útflutning. „Það er verið að athuga, hvort ástæða sé til að kæra í þessu máli," sagði hann 1. apríl. Björn Hermannsson tollstjóri sagöi að þetta mál heyröi ekki undir sitt embætti nema vörunni heföi veriö skipað út I Reykjavlk. „Þaö er útaf fyrir sig ekkert óeöIOegt viö þctta miðaö viö margar aðrar sendingar. Það er mjög aigengt aö gögn liggi ekki fyrir þegar varan fer. En siöan komum viö I veg fyrir aö hún sé afhent úti, fyrr en öll gögn eru komin og þessi vara hefur ekki verið afhent, og veröur ekki afhent fyrr en öll gögn eru kom- in”. Viö spuröum á hvers ábyrgö varan væri þá flutt úr landi. „Þaö er sjálfsagt á vegum útflytjand- ans. Þetta eru einkaaðilar, sem 29. apríl segir hann að lítil hreyfing hafi verið á málinu í ráðuneytinu og engu hafi verið slegið föstu um það. 8. mai segir Stefán: ,,Ég hef ekkert meíra um þetta að segja í bili," og frekari spurningar um fyrirætlanir ráðuneytis- ins í málinu afgreiðir hann með: „Þetta er mitt svar." flytja þetta út og það er ekkert á opinberum vegum”. Er þá ekkert ólöglegt við að flytja vöru úr landi, sem ekki hefur hlotið til- skilin leyfi? ,,Ég vil ekki kveða upp neinn úrskurð um það, en þaö er ekkert óalgengt við það að var- an fari án þess að fullgildir pappírar séu fyrir hendi”. Tollgæslustjóri sam- mála Kristinn Óiafsson toilgæslustjóri vildi kynna sér máliö áöur en hann svaraöi, þar sem hann hefur veriö erlendis, en aö þvl loknu sagðist hann engu hafa að bæta viö það sem tolistjóri hefði þegar sagt VIsi. „Algengt að gögn llggl ekkl fvrlr. Degar varan fer.” - segir Djðrn Hermannsson tollstjóri llr logum og reglugerð Or lögum nr. 2 1970 um tollheimtu og tolleftirlit. „Otf lytjendur skulu af- henda tollstjóra eða um- boðsmanni hans í því um- dæmi, sem varan er tekin í far það, sem flytja á hana til útlanda, skýrslu um vöruna, ásamt sam- riti af farmskirteini, út- flutningsleyfi og mats- vottorði, þar sem þess er krafist...." Þar segir einnig: I reglugerð má ennfremur kveða svo á, að útfIutningsskýrsla og útf lutningsskilríki skuli afhent áður en varan er flutt í far, og svo tíman- lega, að áður geti farið fram rannsókn á henni. úr reglugerð um fram- leiðslu, eftirlít og útflutn- ing á lagmeti: „Lagmeti, sem flutt er útfrá Islandi, skal fylgja vottorð frá Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins um það að varan sé góð og heilnæm og hafi til- skilið geymsluþol." „Andsiæit eðliiegum vlösklptaháttum” segír (ramkvstj. Sölustofnunar lagmetis „Það er rétt að það er hægt aö senda vörur af stað úr landinu án þess að allir pappirar séu klárir, sagði Gylfi Þór Magnússon fram- kvæmdastjóri Sölustofnunar lag- metis, ,,en hitt er annaö mál að þaö er mjög sjaldan gert og þá aöeins vegna sérstakra óvæntra atvika, eins og að brottfarardegi skips, sem varan er bókuö á, sé flýtt um örfáa daga. Við gerum þetta ekki af öðrum ástæðum — og ég hygg aö aörir útflytjendur segi þér það sama — einfaldlega af þvi aö það er andstætt eðlileg- um viöskiptaháttum og viðskipta- vinir okkar myndu ekki líða okk ur aö fá ekki fullgilda pappira um leið og varan kemur I höfn er- lendis”.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.